Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 1
17. tbl. 10. árg.
vestfirska
26. apríl 1984
FRETTABLASIÐ
FLUGLEIÐIR
ÍSAFJARÐARFL UG VELLI
SÍM, 3000 OG 3400 FLUG/_£/Ð//?
LITLU ÓDÝRU HLJÓMTÆKJA-
SAMSTÆÐURNAR
ÚTVARP
PLÖTUSPILARI
SEGULBAND
MAGNARI
HÁTALARAR
VERÐ FRÁ
KR. 10.580
Verslunin
Gpíiá
ísafiröi sími 3103
Þeim sem ekki lentu í
flensunni ber saman um að
þetta hafi verið góðir páskar.
Lögreglumaður á ísafirði kall-
aði þá fyrirmyndarpáska.
Veðrið var líka til fyrirmyndar
og skíðafærið, enda flykktist
fólk á Dalinn, ungir sem aldnir,
og við höfum haft spurnir af
skíðamennsku víða á Vest-
fjörðum um hátíðarnar.
Karlakórar leggja
land undir fót
Á sfðasta ári tóku Karlakór-
inn Ægir í Bolungarvík og
Karlakór fsafjarðar uppá því að
syngja saman. Þeir hyggjast
halda því skemmtilega sam-
starfi áfram og efna til tónleika
f Félagsheimilinu í Bolungarvík
á þriðjudaginn 1. maí. Daginn
eftir munu þeir svo þenja radd-
böndin fyrir ísfirðinga í Alþýðu-
húsinu. Ekki nóg með það, 4.
maí verður lagt upp í söngför
um norðurland. Verður sungið
í Miðgarði, ídölum og á Akur-
eyri.
Efnisskráin er mjög fjöl-
breytt enda prýða hana yfir tutt-
ugu lög eftir innlenda og er-
lenda höfunda. Stjórnandi
kórsins er Kjartan Sigurjóns-
son og undirleikari Guðrún
Bjarnveig Magnúsdóttir. Ein-
söngvarar verða Bergljót
Sveinsdóttir, Björgvin Þórðar-
son og Steinþór Þráinsson.
Góða skemmtun.
Pálmi, Bergþóra
Og Tryggvi
á Patreksfirði
— drœm aðsókn
Á laugardaginn héldu Pálmi
Gunnarsson, Tryggvi Hubner
og Bergþóra Árnadóttir tvo tón-
leika í bíóhúsinu Skjaldborg á
Patreksfirði. Þar kynnti Berg-
þóra lög af plötum sínum, en
einnig léku þau eldri lög og
nokkur Mannakornslög. Að-
sókn að tónleikunum var léleg,
einungis hundrað manns
mættu til að hlýða á hið lands-
þekkta fólk.
Það voru tveir ungir menn á
Patreksfirði sem stóðu fyrir tón-
leikunum. þeir Kristófer Kristó-
fersson og Davíð Hallgrímsson.
Að sögn Kristófers voru tónleik-
arnir mjög vel heppnaðir og taldi
tónlistarfólkið bíóhúsið eitt besta
tónleikahús á landinu. þar væri
topphljómburður. Húsið er ný-
innréttað.
Kristófer sagði þeim hafa geng-
ið það eitt til með þessum tón-
leikahaldi að bjóða Patreksfirð-
ingum uppá einhvern menningar-
viðburð um páskana. Hefðu þeir
búist við yfir 200 manns og væri
þeim hin dræma aðsókn mikil
vonbrigði. Nokkurt tap varð á
tónleikhaldinu og bjóst Kristófer
ekki við að þeir gerðu fleiri slíkar
tilraunir í bráð fyrst svo fór.
- '■
■’’*' " V -. „ - ■*
' " 'jZy■Jjr?.m ,!í
‘f msi ■ '-ZT1 '&SF . £35 * "*
■■ é i.
ts M
>#■
jp*?;. .í -;
^ '1 ■-«***" ***** & * ■*■
* -i... * .».**»»-
' *** * '
m
m *
Hótelmálið:
Ferðamálasjóður andvígur til- j
lögum bjargráðanefndarínnar |
— Framtíð Hótels ísafjarðar hf. veltur á afstöðu Ferðamálaráðs
Framtíð Hótels isafjarðar
hf. er enn á huldu, þó sam-
gönguráðherra hafi lagt
blessun sína yfir þá tillögu
bjargráðanefndar hótelsins
að lánadrottnar verði beðnir
að afskrifa 50% af kröfum sín-
um. Ferðamálaráð, sem er yfir
Ferðamálasjóði, er á mikinn
meirihluta krafna á hendur
hótelinu, hefur ekki enn tekið
afstöðu til tillagna nefndar-
innar.
Stjórn Ferðamálasjóðs hefur
hins vegar lýst sig andvíga
þessari leið og ku m.a. óttast
það fordæmi sem slfkt mundi
sýna. Hér er um háa upphæð
að ræða því hótelið skuldar
sjóðnum um 26 milljónir.
Heildarskuldir þess néma um
36 milljónum, þannig að Ijóst
er að Ferðamálasjóður á
þarna langmestra hagsmuna
að gæta.
Það er því Ijóst að framtíð
H.I. sem hlutafélags veltur á á-
kvörðun Ferðamálaráðs. Bæjar-
stjórinn hefur þegar sent al-
mennum lánadrottnum hótels-
ins erindi þar sem þess er farið á
leit að þeir afskrifi 50% krafna
sinna. með þeim fyrirvara að
allir lánadrottnar gangist inná
það. Stjórn hótelsins taldi ekki
rétt að hefja slíkar samningavið-
ræður fyrr en afstaða Ferða-
málaráðs lægi fyrir.
Samkvæmt þeim heimildum
Hótel (safjörður
sem Vf hefur aflað sér fer
Ferðamálaráð í flestum tilvik-
um eftir samþykktum Ferða-
málasjóðs. Hins vegar beri að
hafa í huga að Isafjarðarmálið
hefur nokkra sérstöðu og því
e.t.v. ekki hægt að beita sama
líkindareikningi við það og önn-
ur mál. Auk þess gæti pólitikin
komið til skjalanna. En hver
sem niðurstaðan verður munu
menn vera einhuga um að
tryggja áframhaldandi hótel-
rekstur í þeim glæsilegu húsa-
kynnum sem risin eru.
Ekki er búist við fundi í
Ferðamálaráði fyrr en í fyrsta
lagi í næstu viku, en ráðið hefur
einu sinni frestað afgreiðslu
þessa máls. Ferðamálaráð skipa
14 menn úr öllum greinum
ferðamannaiðnaðarins.
Stjórn hótelsins hyggst ekki
boða til framhaldsaðalfundar
fyrr en afstaða ráðsins liggur
fyrir, nema bæjarstjórn óski
mjög eindregið eftir því. Bæjar-
stjórn hefur sem kunnugt er
skorað á hótelstjórnina að boða
til fundarins sem fyrst.
Veðurathugun á
ísaflarðarflugvelli
Valur Jónatansson, starfs-
maður Flugmálastjórnar á ísa-
firði hafði samband við blaðið
útaf grein um veðurathugun 5.
apríl s.l. þar sem Hlynur Sig-
tryggsson, veðurstofustjóri,
lýsti yfir því að hugsanlegt væri
að koma á veðurathugun á isa-
firði í samvinnu við Flugmála-
stjórn. Valur vildi benda á að
þeir í flugturninum væri löngu
búnir að lýsa yfir vilja sínum til
að þetta næði fram að ganga
og væri ekkert því til fyrirstööu
að hægt væri að hefja þessa
þjónustu.
Vegna þessa hafði Vf samband
við Hauk Hauksson, varaflug-
málastjóra (Pétur Einarsson. flug-
málastjóri, var erlendis) og sagði
hann að nefnd á vegum Flug-
málastjórnar og Veðurstofunnar
hefði einmitt komið fram með þá
hugmynd að flugturninn á ísa-
firði safnaði upplýsingum frá
áætlunarflugvöllum á Vestfjörð-
um og sendi til Veðurstofunnar.
„Það er búið að semja drög að
starfsreglum um þetta og þær eru
nú í athugun, meðal annars hjá
veðurstofustjóra," sagði Haukur.
Taldi Haukur þetta fyrirkomulag
mundu verða til þess að flugmenn
fengju nákvæmari verðurupplýs-
ingar.
Hlynur Sigtryggsson, veður-
stofustjóri, var spurður álits á áð-
urnefndum starfsreglum. Hlynur
sagði þessar starfsreglur ekki hafa
komið til Veðurstofunnar og vildi
ekki tjá sig um málið.