Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 26.04.1984, Blaðsíða 5
vestfirska 1 FRETTABLADID Það eru gífurleg viðbrigði að koma aftur til íslands. Ég var til dæmis fyrir stuttu í Jugóslavíu og þá var þar farið að vora og gróðurinn að byrja að blómstra. Síðan kem ég allt í einu hingað í miðjan vetur — og það eru viðbrigði. Eiginlega missi ég þá allt skyn á árstíðir. Samt finnst mér alveg sérstaklega gam- an að koma hingað á vet- uma. Það er svo mikil upp- lifun þegar allt er á kafi í snjó, stormur og læti og allt einangrað. Það er virkilega hressandi — í smátíma að minnsta kosti. En það er nauðsynlegt fyrir hverja manneskju að hleypa heimdraganum og sjá að Hnífsdalur er ekki miðpunktur tilverunnar.“ t og persneskri stúlku í þær voru að spila á tónleik- um í tilefni nýársdags Bahá‘ia í síðasta mánuði mættu útvarpsmenn á stað- inn og tóku upp tónleikana. „Þetta kom okkur óskap- lega á óvart og ég hrökk nú eiginlega bara í kút þegar það kom þarna maður og fór að taka upp hljóðnema og aðrar græjur án þess að spyrja um leyfi. Ég sendi honum bara hornauga. Við spiluðum svo þarna án þess að gera veður útaf þessu, en eftir það hafði hann viðtöl við okkur. Mig spurði hann aðallega um kuldann á ís- landi og hvemig væri að búa þar. Síðan kom obbinn „Það er nauðsynlegt fyrir hverja manneskju að hleypa helmdrag- anum og sjá að Hnsdalur er ekki miðpunktur tilverunnar” að fólkið fær eitthvað ann- að að hugsa um en bara fingrasetningu og pedala. Mig langar líka að kenna. Á vissan hátt hef ég fengið ágætis skólun í kennslu- fræði og finnst hún mjög athyglisverð, sérstaklega byijendakennsla. Frá mín- um trúarbrögðum hef ég líka þá skoðun að maður eigi að reyna aö meðhöndia hvern og einn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Og ekki gagnrýna. Krakkar gefa miklu meira ef þeir fá stuðning og uppörvun. Auk þess finnst mér tónlist vera svo mikilvægt atriði í sam- bandi við þroska hvers ein- staklings að enginn ætti að fara á mis við tónlistar- kennnslu. í Vín er byrjað á því að láta krakkana gefa eitthvað af sjálfum sér. Láta þá prófa sig áfram eftir eyranu fyrst. Ef þau fá þannig að kynnast hljóðfærinu fyrst verða þau ekki eins hrædd við það. af þessu í útvarpinu þremur dögum seinna, ásamt því sem þar voru kynntar í stór- um dráttum helstu megin- kenningar Bahá‘í trúar- bragðanna. Ég mundi hafa áhuga á að spila hér með öðrum eins og ég hef gert í vetur. Við höfum haft ákveðið form á þessu, haft einhvern efnisþráð sem við höfum síðan túlkað með tónlist og upplestri. Ég er sannfærð um að þannig er hægt að ná betur til fólks- ins. Þarna erum við með ákveðinn boðskap, þannig 5 Verður stofnuð Málfreyju- deild í Bolungarvík? Næstkomandi laugardag 28. apríl heldur málfreyjudeildin Sunna, ísafiröi, kynningarfund á starfi málfreyja í Verkalýðs- húsinu, Bolungarvík, sem leiðir vonandi til stofnunar deildar þar. Málfreyjudeildin Sunna, ísafirði, var stofnuð síðastliðið vor eftir kynningarfund mál- freyja úr Reykjavík. Deildin var strax fullskipuð 30 konum og hefur haldið uppi líflegu og uppbyggjandi starfi í vetur. Hvað eru Málfreyjur? Málfreyjudeild er hluti af alþjóð- legum félagssamtökum kvenna sem nefnast Alþjóðasamtök málfreyja (á ensku International toastmistress). Grunnein.ingar samtakanna eru málfreyjudeild- ir og dreifast þær um allan heim. Upphaf samtakanna á rætur sínar að rekja til Banda- ríkjanna og stofnandi þeirra var Ernestine White. Voru samtökin formlega stofnuð í október 1938 og stefna þeirra er: að efla frjálsar og eðlilegar umræður sem skulu vera hlutlausar í öll- um stjórnmálum, félagsmálum, fjármálum, kynþáttamálum og trúmálum. Markmið samtak- anna er einnig forusta og þátt- taka í ábyrgu þjóðfélagsstarfi, með tjáningu í formi ræðu og ritlistar. Fyrsta deildin var stofn- uð hér á landi árið 1976 en nú eru þær orðnar 16. Við í málfreyjudeildinni Sunnu hvetjum Bolvískar konur til að koma og kynna sér hvað málfreyjustarfið hefur uppá að bjóða. Okkur Sunnu konum til halds og trausts verður Erla Guðmundsdóttir formaður út- breiðslunefndar 1. ráðs mál- freyja á íslandi. Sjáumst allar í Verkalýðshúsinu laugardaginn 28. apríl kl. 2. Frá Sunnu Knattspymulið ÍBÍ: Dvöldu í æfingabúðum hjá Lokeren um páskana Á mánudaginn komu leik- menn ÍBl úr viku æfinga- og keppnisferð til Belgíu. Dvöldu þeir í æfingabúðum hjá hinu góðkunna liði Lokeren. Þá voru leiknir tveir æfingaleikir og unnust þeir báðir. Björn Helgason, fararstjóri, tjáði blaðinu að ferðin hefði heppn- ast mjög vel að öllu leyti og verið mikill ávinningur fyrir lið- ið. Kapparnir héldu utan mánu- daginn 16. apríl og hófu æfingar strax á þriðjudagsmorgni. Urðu þeir að sæta sama aga og skipu- lagi og atvinnumenn og sagði Björn strákana hafa fengið orð fyrir góða framkomu. Á þriðju- deginum voru teknar tvær æfing- ar þar af önnur úthaldsæfing úti í skógi. Á miðvikudeginum var farið í skoðunarferð um Lokeren og heilsað uppá leikmenn Lokeren- liðsins. Um kvöldið kepptu þeir síðan við Lokeren SW sem er lið hálfatvinnumanna og áhuga- manna. Sá leikur vannst með einu marki gegn engu og skoraði Kristinn Kristjánsson markið. Fimmtudagurinn var helgaður æfingum og farið um miðjan dag- inn til Brussel, en þangað er stutt ferð frá Lokeren. Á föstudeginum var ekið til Gent, sem er um 80 þúsund manna borg, og leikið gegn vara- liði RC Gent. en í því eru 4—5 atvinnumenn. Leikurinn var mjög spennandi. Gent skoraði fyrst, en Ragnar Rögnvaldsson, sem er nýr í ísafjarðarliðinu, jafnaði með glæsilegu marki beint úr horn- spyrnu. Belgarnir komust síðan yfir aftur, en Kristinn Kristjáns- son jafnaði, 2—2. Sigurmark Is- firðinganna skoraði Guðmundur Magnússon síðan eftir skyndiupp- hlaup og var það hið fallegasta mark. Á laugardeginum héldu strák- arnir til Antwerpen og horfðu þar á hið fræga Anderlecht leika gegn Luik. Og á sunnudeginum sáu þeir I. Brugge leika gegn Lokeren í Brugge. Björn Helgason lét mjög vel af móttökunum ytra og aðbúnaði öllum. Æfingaaðstaða Lokeren er skínandi, þeir hafa fimm velli fyrir utan aðalvöllinn og auk þess skógarsvæði þar sem lagðar hafa verið hlaupabrautir. Mikil veður- blíða var meðan á ferðinni stóð, sól og 25—27 stiga hiti. Björn gat þess að rætt hefði verið um áframhaldandi samstarf milli liðanna og þá jafnvel í formi unglingaheimsókna. Alls fóru 16 leikmenn til Belgíu auk þriggja fararstjóra. Ferðina skipulagði Kristján Bernburg í samvinnu við Pétur Ágústsson hjá Flugleiðum og fylgdi sá fyrr- nefndi liðinu allan tímann og reyndist mjög vel að sögn Björns. Þjálfari liðsins var Van Goethem. aðstoðarþjálfari Lokeren, en Kristján Bernburg var aðstoðar- þjálfari. Þessi mynd vartekin f ferðinni

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.