Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 6
r™íwnífi ------1 Fjórir fræknir, Sven, Einar, Gotti og Erik. Sjúkrahúsliðið. Þetta er gott hjá okkur miðað við að við erum af sjúkrahúsinu. Fossavatnsgangan 50ára Pétur gamli Pétursson, elsti keppandinn, á níræðisaldri, kemur í mark. Fossavatnsgangan hefur dá- litla sérstöðu meðal skiðamóta á ísafirði. Hún er alltaf haldinn í lok vertíðar og helst ekki nema í mjög góðu eða m.a. þokkalegu veðri. Hún hefur fram að þessu eingöngu verið ætluð (sfirðing- um, en gestum þó heimil þátt- taka. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að opna gönguna næsta ár, þannig að allir lands- menn geti tekið þátt í henni á „jafnréttisgrundvelli". Er mein- ingin að reyna að gera gönguna að einu stærsta móti á íslandi. Það ætti ekki að spilla fyrir að það hefur jafnan verið viss mælikvarði á líkamshreysti að leggja þessa 20 km. að baki. Gangan er 50 ára á þessu ári. Hún var þó ekki gengin í fimmt- ugasta skipti þann 5. maí s.l., því nokkrum sinnum hefur hún fallið niður. Síðustu þrjú skiptin hefur Einar Ólafsson borið sigur úr být- um, en á undan honum vann Þröstur Jóhannesson í fjórgang. Og þá eru það úrslitin. KARLAR 17 — 34 ÁRA: Klst. 1. Einar Ölafsson V 0,59,19 2. Þröstur Jóhannesson Á 1,02,29 3. Einar Yngvason Á 1,05,00 4. Brynjar Guöbjartsson V 1.15.09 5. Öskar Kárason S 1,16,07 6. Brynjar Konráösson Á 1,16,47 7. Arni Aöalbjarnarson H 1,21,00 8. Bjarni Jensson V 1,22,59 9. Einar Halldórsson 1,24,38 10. Hafsteinn Ingólfsson V 1,26,18 11. Rögnvaldur Óskarsson V 1,28,19 12. Jón Axel Steindórsson V 1,38,23 13. Gísli Jón Hjaltason 1,43,56 14. Tryggvi Aðalbjarnarson H 1,46,38 15. Pétur Birgisson 1,50,27 16. Pilippe Ricart 1,51,00 17. Ingibjartur Ingvarsson 1,51,08 18. Samúel Samúelsson 2.01.35 GESTIR: Klst. Sven E. Danielsson, Svíþj. 0,57,54 Gottlieb Konráösson, Ólafsf. 0,59,42 Erik östlund, Svíþj. 1,01,26 Halldór Matthíasson, Reykjav. 1,10,15 KONUR 17 ÁRA OG ELDRI: 1. Sigurveig Gunnarsdóttir Á 2,02,16 KARLAR 35 ÁRA OG ELDRI: Klst. 1. Garöar Sigurgeirss. S 1,16,32 2. Konráö Eggertsson S 1,18,43 3. Gunnar Pétursson Á 1,20,57 4. Oddur Pétursson Á 1,21,52 5. Arnór Stígsson S 1,21,53 6. Sigurður Jónsson S 1,25,31 7. Sigurður Sigurösson H 1,32,23 8. Tryggvi Sigtryggsson V. 1,32,34 9. Ásgeir Sigurðsson S 1,34,40 10. GuöbjarturGuðbjartsson 1,38,19 11. Guðmundur Ágústsson S 1,40,07 12. Jóhannes G. Jónsson 1,58,33 13. Einar Hjaltason 1,59,54 14. Pétur Pétursson 80 ára Á 2,12,32 GESTIR: Hreggviður Jónsson, Reykjav. 1,46,00 YNGRI EN 17 ÁRA Heimir Hansson V 1,10,16 Stella Hjaltadóttir Á 1,20,45 Auöur Ebenesersd. Á 1,27,20 Ósk Ebenesersd. A 1,27,20 Ættliðimir þrír, Pétur Pétursson, Sigurveig Gunnarsdóttir, Gunn- ar Pétursson. Óli Lyngmó afhendir myndin af Aage. Skólanum hefur frekar hrakað en hitt - segja 10 ára nemendur Iðnskólans Tfu ára nemendur úr Iðnskól- anum komu saman á Isafirði um mánaðamótin. Afhentu þeir skólastjóra skólans málverk af Aage Steinssyni, fyrrverandi skólastjóra, að gjöf. Pétur Guð- mundsson málaði. Jafnframt þessu var haldinn tveggja tíma fundur um málefni skólans með skólastjóra, kennurum og nú- verandi nemendum. Síðan var farið á fund bejaryfirvalda og þess farið á leit að skólanum yrði ekki haldið í fjársvelti i framtíðinni. „Þegar við gengum inní skól- ann sáum við að honum hafði frekar hrakað en hitt á þessum tíu árum sem liðin eru síðan við útskrifuðumst,“ sagði Ólafur Lyngmó í samtali við Vf. Hann sagði árganginn telja tæplega 30 manns og af þeim væru um 20 starfandi á ísafirði. I sól og sumaryl - í sólbaðsstofunni Rún Það vill stundum verða hlut- skipti þjóða sem sjaldan sjá sólina að lenda í að dýrka hana. Þannig er um íslendinga. Við rjúkum upp t.il handa og fóta, rífum af okkur klæðin og fleygj- um okkur flötum um leið og glittir í þennan gula hnoðra. Jafnframt fyllast fjölmiðlar af fjálglegum lýsingum og topp- lausum myndum. En það er engin þörf að fara yfir um á taugum þó menn komist ekki út í sólina í sumar. Nú er hægt að taka upp tólið og panta sér tíma í sólbaðstofu — það eru þegar nokkrir aðilar á ísafirði sem hafa sólarljós á boðstólum. Þannig var nýlega opnuð sólbaðstofa í bænum og heitir hún því fallega nafni RÚN og er til húsa að Austurvegi 13. Vf fór og kynnti sér aðstæður í síðustu viku og var þá þessi mynd tekin af eigendum fyrirtækisins. þeim Jóhanni Alexanderssyni og Ásgerði Halldórsdóttur. Rún býður uppá þrjá sólbekki og gefst pörum kostur á að fara saman í sólbað. Ásgerður og Jó- hann sögðu aðsókn hafa verið góða síðan þau opnuðu og sæktu baðstofuna karlar og konur á öll- um aldri. Til að mynda væri mikið um að fólk nældi sér í svolitla brúnku áður en það færi til sólar- landa. En ekki eru allir að sækjast eftir litnum. Margir koma bara til að slappa af, eða þá til að ráða bót á vöðvabolgu. Þá er mikið um að exemsjúklingar nýti sér gervisól- ina. Hver tími í sól inni stendur í hálftíma og höfðu þau Ásgerður og Jóhann það eftir einum kúnna sinna að hálftími á bekknum væri ávið nokkurra tíma svefn. hann slappaði svo vel af. Kannski er þarna komin aðferð til að stytta svefntímann. Jóhann og Ágerður í móttökunni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.