Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 8
8_________________________________________ Skíðabraut við skólana á ísafirði - rætt við Hreggvið Jónsson, formann Skíðasambands íslands Hreggviður er þarna í Paradís skíðamannsins — á Seljalandsdal eftir að hafa lokið Fossavatns- göngunni. „Við í Skíðasambandinu höf- um rætt um að æskiiegt væri að koma upp skíðabraut við menntaskólann og iðnskólann á ísafirði. Við þykjumst vita að fjöldi ungmenna hefði áhuga á að stunda skíði með námi. Það er ljóst að námið hiýtur ailtaf að ganga fyrir og ef ekki er sveigj- anieiki í skólunum verður iítið úr skíðaiðkun.“ Það er Hreggviður Jónsson, for- maður Skíðasambands Islands, sem reifar hér framkomnar hugmyndir um að gera skíðafólki fært að sam- tvinna nám og þjálfun. Og Hregg- viður heldur áfram: ÁRANGUR SVÍA „Það eru a.m.k. 10 ár síðan Svíar byrjuðu með sína skíða- menntaskóla og ég fullyrði að þeir hafa reynst ákaflega vel og eru ein ástæðan fyrir árangri þeirra. í skólum þessum gefst mönnum kostur á að stunda æfingar meðfram námi, kennslunni er hagað þannig að menn geti æft og keppt undir handleiðslu góðs þjálfara. Hér á landi hafa menn reynt að æfa með námi, en það hefur ekki gengið nógu vel. Það er ekki nema einstöku maður sem getur samræmt þetta tvennt. Við höfum rætt hugmyndir okkar lauslega við mennta- málaráðherra fyrir nokkru. Á næstunni munum við fylgja þessu úr hlaði með því að reyna að koma hér á fundi með bæj- arstjórn, skólameistara og öðr- um sem málið varðar.“ SÉRST AKLEGA fSAFJÖRÐUR „Við erum sérstaklega með ísafjörð í huga vegna þess að hér eru skólar sem geta tekið við fleiri nemendum, hér er mjög þægilegt að fara uppí skíða- löndin og hér eru nokkrir mjög færir menn sem gætu hugsani. starfað við skólann. Ég nefni menn eins og landsliðsþjálfar- ann í alpagreinum, Hafstein Sigurðsson, og gönguþjálfarann Þröst Jóhannesson, báðir mjög færir á sínu sviði. Ég tel að svona skíðabraut mundi verða skólunum hérna og skíðaíþrótt- inni mjög til framdráttar og skila sér jafnframt til almenn- ings með vel menntuðu fólki. Skíðaíþróttin yrði eins og eitt fag í skólanum og mundu menn síðan útskrifast sem stúdentar með venjuleg réttindi til fram- haldsnáms. Á undanförnum árum hafa margir efnilegustu skíðamennirnir fallið úr um leið og þeir hófu nám.“ LEGGJA LÍNURNAR Hreggviður sagði þá hjá Skíðasambandinu vera að leggja línurnar fyrir næsta ár. Þannig væri verið að huga að ráðningu landsliðsþjálfara fyrir næsta vetur og val á landsliði stæði fyrir dyrum. „Við höfum tekið upp sum- aræfingar og reynt að halda uppi stíganda í þjálfun okkar bestu manna,“ sagði Hreggvið- ur. — Er það markmið Skíða- sambandsins að koma upp landsliði á alþjóðamælikvarða? „Skíðaíþróttin er einstakl- ingsíþrótt og þvi verður það að byggjast á einstaklingnum sjálfum hvað stefnt er á. En við höfum átt marga unga menn sem hafa átt alla möguleika á að verða mjög góðir, en hafa síðan ekki náð neinu erlendis vegna þess að hinn langa, markvissa undirbúning skorti." — Þurfa menn ekki að dvelja erlendis stóran part ársins ef árangur á að nást? „Hinir yngri hafa ekki mikið að gera út. Ég tel ekki æskilegt að menn séu að keppa mikið erlendis fyrr en þeir hafa fengið ákveðna þjálfun hér heima. Síðan þurfa þeir að vera mikið úti og það er erfitt vegna kostn- aðar. Skíðaíþróttin er miklu kostnaðarsamari en aðrar íþróttagreinar. Við getum ekki stungið dótinu í vasann eins og til dæmis sundfólk. Búnaður fyrir keppnismann kostar nú hátt í 100 þúsund krónur.“ AFREKSMAÐUR VERKAR SEM HVATI — Nú höfum við aðeins rætt um þá hlið sem snýr að keppni. Gerir Skíðasambandið eitthvað fyrir almenning? „Við erum í forystu hvað varar starfsemi fyrir almenning, höfum t.d. trimmnefnd. Og starf okkar hefur borið árangur, það hefur engin íþrótt orðið jafn mikil almenningsíþrótt á jafn skömmum tíma og skíðaí- þróttin. Það sést best á því að á góðviðrisdögum eru allir skíða- staðir yfirfullir. Við í Skíðasambandinu lítum á almenna iðkendur og keppn- isfólk sem eina heild og afreks- maður, eins og t.d. Einar Ólafs- son, virkar sem hvati fyrir al- menning.“ FÁAR FJÁR- ÖFLUNARLEIÐIR Talið berst að fjárhag Skíða- sambandsins og Hreggviður segir hann ekki sem bestan, en þó þokkalegan og betri en oft áður á Ólympíuári. „Miðað við önnur sambönd höfum við fáar fjáröflunarleiðir. Þriðjudeildar- lið í knattspyrnu hafa fleiri fjáröflunarleiðir en annað stærsta sérsambandið. Og það er hneyskli að skíða- útbúnaður skuli vera hátollað- ur. Við í Skíðasambandinu höfum á undanförnum árum rætt við þrjá fjármálaráðherra um að lækka tolla á þessum vörum, en án árangurs. Það er líka athygli vert að allir skór eru tollfrjálsir nema skíðaskór. Tekjur ríkissjóðs af skíðafólki eru meiri en öll framlög hans til ÍSl, þannig að skíðafólk borgar alla styrki til sambandanna. Mér fyndist ekki óeðlilegra en margt annað að við fengjum prósenturaf þessum tollum.“ BESTI SNJÓR „Ferðaiðnaðurinn hefur mikla atvinnu af að flytja fólk til útlanda á skíði. Þarna eru miklir peningar og margar þjóðir hafa notfært sér það. Það er spurning hvort ekki mætti nýta þetta betur innanlands. í Austurríki er kostað kapps um að halda ferðaiðnaðnum ódýr- um, t.d. boðið uppá ódýra gist- ingu í heimahúsum. Það væri athugandi hvort ekki væri hægt að bjóða uppá ódýrar skíða- ferðir innanlands t.d. til ísa- fjarðar. Svo eru Kerlingarfjöll senni- lega besti skíðastaður í Evrópu á sumrin, en þar vantar fjár magn til að gera svæðið virki- lega vel úr garði. En það væri mjög auðvelt að koma erlend- um landsliðum til að æfa þar yfir sumartímanna. Snjórinn er oft sérstaklega góður og ríkis- þjálfarinn norski sagði mér t.d. í fyrra að snjórinn hefði verið sá albesti sem hann hefði fengið? vestfirska I ntETTABLASID Kassabílarallý 17. júní 1 ár munu skátafélögin á Isa- firði sjá um 17. júní hátíðar- höldin. Undirbúningur er þeg- ar hafinn og komin drög að dagskrá sem er í stórum drátt- um svipuð þeirri dagskrá sem var fyrir tveimur árum, þegar félögin sáu um hátíðahöldin. Auk hinnar hefðbundnu há- tíðardagskrár verða leikir og keppnir fyrir börn og fullorðna, m.a. víðavangshlaup og kassabílarallý, sem ekki hefur verið áður. Þar verður trimm- keppni í braut fyrir alla aldurs- flokka. Einnig verða veittar við- urkenningar fyrir fallegustu og best gerðu bílana. Það fer því að verða tímabœrt fyrir vœntanlega keppendur að undirbúa smíði bílanna svo þeir verði tilbúnir í tœka tíð. Upp með hamrana krakkar! Lionsklúbbur Bol- ungarvíkur 25 ára Lionsklúbbur Bolungarvíkur varð 25 ára 15. maí s.l. Klúbbur- inn var stofnaður þann dag árið 1959. Fyrstu stjórn hans skip- uðu: Friðrik Sigurbjörnsson, þáverandi Iögreglustjóri í Bol- ungarvík, Guðmundur Jóhann- esson, þá héraðslæknir, og Guðmundur G. Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Klúbburinn hefur á þeim ár- um sem liðin eru staðið að margs konar mannúðar- og líknarmálum og er þess skemmst að minnast að nú ný- verið afhenti hann 75 þúsund kr. til kaupa á nýjum flygli sem afhentur var á sunnudaginn í Félagsheimili Bolungarvíkur. Ætlunin er að minnast af- mælisins með sérstökum hátíð- arfundi og árshátíð í nóvember næstkomandi. Núverandi stjórn Lions- klúbbs Bolungarvíkur skipa: Aðalsteinn Kristjánsson, for- maður, Haukur Ólafsson, gjaldkeri og Kristján Örn Ingi- bergsson, ritari. Éta rollurnar garðablóm bæjar- búa í vor? „Það er eiginlega ekki hægt að taka á þeim málum neitt frekar en gert hefur verið,“ sagði Haraldur bæjarstjóri þeg- ar við spurðum hann hvort eitt- hvert sérstakt átak yrði gert í að verja garða bæjarbúa fyrir sauðkindinni í vor. Haraldur sagði að allir sem eiga búfénað hafi verið látnir sækja um heim- ild til búf járhalds. Þær umsóknir hefðu síðan verið sendar land- búnaðarnefnd Búnaðarfélagsins til umsagnar eins og reglur kveða á um. Umsagnir hefðu ekki enn borist. Að fenginni umsögn land- búnaðarnefndar getur bæjarráð síðan lagt til að umbeðið leyfi verði veitt, þannig að það eru bæjaryfirvöld sem taka loka- ákvörðun um málið. í núgildandi fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sett verði rolluhlið á Vesturlandsvegi (Dagverðardal) og einu opi til viðbótar lokað. Rollugirðingum verður síðan haldið við.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.