Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 1
19.tbl. 10.árg. vestfirska 17. maí 1984 FRETTABLASID FLUGLEIÐIR ÍSAFJARÐARFL UG VELLI SÍM, 3000 OG 3400 FLyGL£/£)//? Tókum upp fullt aí nýjum vörum í dag. Opið laugardag kl. 10:00 —12:00 Verslunin Gpliá ísafiröi sími 3103 Litli leikklúbburinn framsýnir: KJARTANS- KVÖLD f kvöld er fyrsta Kjartans- kvöld Litla leikklúbbsins í Fé- lagsheimilinu Hnífsdal. Þessi kvöld eru tileinkuð Kjartani Ragnarssvni, leikritahöfundi, enda er dagskrá þeirra unnin uppúr verkum hans. Lesið verður úr sex verkum Kjartans, ásamt Ofvitanum, sem er leikgerð hans á sögu Þórbergs Þórðarsonar. Aukþess verður sungið úr Saum- astofunni. Það er sjálfsagt óþarfi að kynna Kjartan, flestir hafa séð Aðalfundi Hótels ísafjarðar hf. lokið: Gestur Halldórsson kjör- inn stjórnarformaður Aðalfundi Hótels ísafjarðar hf. fyrir árið 1982 lauk á sunnudaginn. Þar var kosin ný stjórn og valdi hún Gest Halldórsson, forstjóra Vél- smiðjunnar Þór, sem for- mann. Aðrir í stjórn eru Kon- ráð Jakobsson, Guðniundur Marinósson, Kristján Jónas- son og Tryggvi Guðmunds- son. Allir eru þeir nýir í stjórn, en Konráð sat áður í vara- stjórn. Gestur Halldórsson sagði í samtaii við Vf að mái hótelsins væru nú að skýrast og væri hann bjartsýnn á að lausn finndist innan tíðar. ..Númer eitt er að halda áfram þar sem frá var horfið og koma skuldamálum hótelsins í höfn. Við reynum hvað við getum og ef það geng- ur ekki, þá skilum við þessu af okkur." — Hvenær býstu við að lausn liggi fyrir? „Við í stjórninni yrðum ekki ánægðir með annað en að lausn lægi fyrir innan mánaðar." Enn á eftir að halda aðalfund fyrir árið 1983 og sagði Gestur að búast mætti við honum í haust. 4 t 1 eitthvert verka hans. María Maríusdóttir, sem hefur umsjón með kvöldinu, sagði hann gíf- urlega hugmyndaríkan leik- húsmann. „Hann kemur auga á ýmislegt í daglega lífinu og stingur á ýmsum kýlum, en kreistir þó ekki út fyrr en í Jóa,“ sagði María. Það eru sjö félagar úr LL sem ætla að lesa uppúr verkum Kjartans í kvöld. Dagskráin hefst kl. 21:00 og verða kaffi- veitingar á boðstólum í hléi. Önnur sýning verður síðan á sunnudaginn á sama tíma. Þá er fyrirhugað að heimsækja ná- grannabyggðirnar í júní. Þau drogu ekki af se krakkarnir ur sunddeild Vestra við að dreifa félagsskítnum svonefnaa á grasbala bæjarbúa um síðustu helgi. Höfðu þau meira en nóg aö gera og er enn langur biðlisti hjá þeim, því margir vilja félagsskít. Ágóðinn af starfi krakkana rennur í sjóð sem notaður verður tii að fjármagna Danmerkur- ferð á næsta ári. Tónlistarskólinn: Þrennir vor- tónleikar Tónlistarskólinn á ísafirði heldur þrenna vortónleika í næstu viku, á þriðjudag og mið- vikudag kl. 20:30 og á laugar- dag, 26. maí, kl. 17:00. Hvern dag er mismunandi efnisskrá. Á tónleikunum koma um 130 nemendiir fram með einleik á ýmis hljóðfæri. Þá eru sam- leikshópar yngri og eldri nem- enda og má þar nefna fiðlusveit eldri nemenda og undirbún- ingssveit blásara, svo og lúðra- sveit tónlistarskólans. Hóparnir leika undir stjórn kennara sinna. Allur ágóði af tónleikunum rennur í hljóðfærasjóð tónlist- arskólans. I vetur hefur verið keypt mikið af hljóðfærum fyrir lúðrasveitina, þannig að sjóður þessi er orðinn ansi grannur. Þeir sem mæta munu því leggja góðu málefni lið, hvernig sem á það er litið. Dagheimilið við Eyrargötu: Allir verkþættir boðn- ir út á næstunni biðlistar tiltölulega stuttir Hálfkarað dagheimilið við boð fram í þessum mánuði eða Eyrargötu á Isafirði hefur nú í nokkur ár staðið sem vitnis- burður um fjárvana bæjarfé- lag. Á þessu ári er fyrirhuguð breyting á þessu — meining- in er nefnilega að Ijúka við dagheimilið. f fjárhagsáætlun er áætlað að verja 2.2 milljónum til fram- kvæmda við dagheimilið. Sam- kvæmt upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að hægt yrði að taka þriðjung heimilisins í notkun á þessu ári. Þeirri áætlun hefur nú verið breytt. þannig að allir verkþættir sem eftir eru verða boðnir út í einu lagi og miðað við að vinna hefjist í október og Ijúki um mitt næsta ár. Tæknideild hefur verið falið að útbúa útboðsgögn og fer út- þeim næsta. Svo unnt sé að hefja starf- rækslu heimilisins er nauðsyn- legt að ganga frá lóðinni. Hefur því verið afráðið að bjóða strax út vinnu við lóðina og er stefnt að því að hún verði svotil full- kláruð í sumar. að undanskildu því að kaupa á hana leiktæki. I húsinu við Eyrargötu verður bæði dagvistun og leikskóli. en ekki hefur enn verið afráðið hvort önnur deildin verður klár- uð fyrst eða hvort allt verður unnið jafnhliða. Elín Huld Halldórsdóttir, önnur forstöðukona leikskólans á Isafirði, tjáði blaðinu að bið eftir plássi hefði styst undanfar- ið og væri tiltölulega stutt bið miðað við það sem oft hefði nuna verið. Þannig væri nú í mesta lagi hálf árs bið eftir plássi fyrir hádegi. en hefði verið allt uppí eitt og hálft ár. Þá væru þær núna að taka inn börn eftir hádegi sem beðið hefðu í eitt ár. Á bið lista fyrir hádegi eru nú 17 börn og eftir hádegi 25 börn, en Elín sagði algengt að alls væru um 70 börn á biðlista. Hún sagði biðlistana yfir leitt lengj- ast á haustin. Aðspurð sagði Elín að gamla leikskólanum yrði ekki lokað þegar nýja heimilið yrði tekið í notkun, það yrði fyrirsjánlega full þörf fyrir hann. Gamli leik- skólinn rúmar 40 börn í einu. í tveimur deildum, eða 80 börn yfir daginn. Bolungarvík: Vordagar halda áfram — þótt svalir séu Þeir hafa verið frekar svalir Vordagarnir í Bolungarvík. Það hefur þó ekki varnað Bolvíking- um þess að svífa um í menning- arvímu, eins og einn ágætur maður komst að orði. Þar hefur allt farið fram samkvæmt áætl- un og gerir það áfram nema flugmannaverkfall eða eitthvert álíka stórslys setji strik í reikn- inginn. í kvöld verður önnur sýning á fjöldskylduleikritinu Finnur karl- inn, seppi og kisa. Á morgun verð- ur síðari djasskvöld. Þar mun áheyrendum gefast kostur á að sitja við dúkuð borð og kertaljós og þiggja góðar veitingar, ailt fyrir 200 krónur. Þeir sem einungis vilja hlusta geta setið á svölunum fyrir 100 kr. Á laugardaginn verður íþrótta- miðstöðin Árbær síðan vígð með lúðrablæstri og öðrum skemmti- legheitum. Um kvöldið verður skemmtun og mun þar hópur úr Skólahljómsveit Mosfellssveitar verða með leyninúmer. Vordagar verða loks dansaðir út við undir- leik hljómsveitarinnar Kan. Því er svo við að bæta að skóla- hljómsveitin mun halda tónleika í Alþýðuhúsinu á Isafirði á sunnu- daginn kl. 14:00. Þar mun Lúðra- sveit Tónlistarskólans leika með henni nokkur lög. Stjómsýsluhúsið: Framkvæmdir hefjist ímars 1985 „Það er alveg Ijóst eins og staðan er í dag að ekki verður byrjað á byggingarframkvæmd- um í sumar,“ sagði Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri á fsa- firði, þegar við spurðum hann hvað stjómsýsiuhúsinu fræga liði. „Það var ekki talið fram- kvæmanlegt að byrja á aðal- byggingunni í sumar vegna þess að hönnunarvinna yrði ekki komin nógu langt á veg.“ Haraldur sagði að komið hefði ósk frá ÁTVR um að reynt yrði að flýta þeirra hluta og hefði verið orðið við henni. Þeir hefðu síðan ákveðið að byggja með Guðmundi Þórðar- syni, þannig að ekkert verður úr framkvæmdum við kálfinn í sumar. „Þetta á hins vegar ekki að seinka framkvæmdum neitt,“ sagði Haraldur. „Það verður byrjað á öllu jafnt og reynt að ljúka öllu samhliða." Nú mun fyrirhugað að hefja framkvæmdir í mars á næsta ári. Stefnt er að því að bygg- inganefndarteikningar verði til- búnar nú fyrir Hvítasunnu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.