Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 1
27. tbl. 10. árg. vestíirska 21. júní 1984 FRETTABLASIS Kenwood Panasonic Silver og Toshiba Sinarffuðfjitwsson k f ^yinti ~)2Q0 - Qoluvuja’iúík Aukin_______ sjálfvirkni í rækjuvinnslu „Já, það má segja að þetta sé nýjung, þetta er hvergi í rækju- verksmiðju hér á landi,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Rækjuverksmiðj- unnar í Hnífsdal, um tækin sem nú er verið að setja upp hjá þeim. Þau samanstanda af þvottakerfi fyrir rækjuna áður en hún fer í vélarnar, síðan er vigtun inní hverja pillunarvél og svo aftur vigtað frá böndunum sem konurnar vinna við, þannig að það á að vera hægt að fylgjast nákvæmlega með nýtingu á hverri vél fyrir sig. Rækjan er nú losuð á eitt færiband í móttök- unni og gengur síðan sjálfkrafa upp í vélarnar eftir því sem þær kalla á rækju til sín. Þetta er þvi allt orðið meira og minna sjálf- virkt. Þess vegna þarf Guð- mundur ekki að bæta við fólki þó einnig hafi verið bætt við rækju- vél og eru þær þar með orðnar þrjár i verksmiðjunni. Nýja kerfið sem hér um ræðir er danskt, framleitt af fyrirtæk- Nýr ávaxtadrykkur á markað — auglýst eftir heiti á hann Fyrir nokkru setti Mjólkur- samlag ísfirðinga á markað nýj- !?*»*>* ««' Nei, þetta er ekki vitlaus mynd, held- ur er drykkurinn í bráðabirgða- umbúðum. an ávaxtadrykk. Hér var um kynningu eða könnun að ræða og að sögn mjólkurbússtjóra þá virðist sem neytendum hafi líkað vel. Framleiðsla fyrir almennan markað mun þó ekki hefjast fyrr en gengið hefur verið frá samn- ingum við viðkomandi fram- leiðslufyrirtæki í Bretlandi. Viðræður eru í gangi og ef þær bera árangur er von á að drykk- urinn komi í verslanir í sumar og þá fyrst um sinn í bráðabirgða- umbúðum. Ávaxtadrykkurinn hefur enn ekki hlotið íslenskt nafn. Fái einhver hugmynd um nafn, þá er þess gjarnan óskað að henni verði komið á framfæri við Mjólkursamlagið. Fyrir bestu hugmyndina verða svo veitt verðlaun í formi vöruúttektar. Hér með er þessu komið á framfæri. inu Scamac í Glostrup, en það sérhæfir sig í kerfum fyrir rækjuvinnslu. Kerfi þeirra í Hnífsdal kostar um eina milljón danskra króna uppsett. Framleiðendurnir sáu sjálfir um þá hlið mála. Prufukeyrsla fór síðan fram s.l. þriðjudag og kom þá í Ijós að einhverjar endur- bætur þarf að gera. Guðmundur Sigurðsson sagðist búast við að þeir hefðu nóg hráefni á næstunni. Hins vegar sagði hann illa horfa í sölumálunum. Guðmundur Sveins- son forseti________ bæjarstjórnar Á bæjarstjórnarfundi fimmtu- mun sitja til fyrsta fundar bæj- daginn 14. júní var kosið nýtt arstjórnar í júní næsta ár. bæjarráð. Þeir sem þar sitja nú Þá var Guðmundur Sveinsson eru Þuríður Pétursdóttir, Kristj- kosinn forseti bæjarstjórnar til án Jónasson og Geirþrúður eins árs. Hann er fulltrúi fram- Charlesdóttir. Þetta bæjarráð sóknarmanna. Fiskimjölsverksmiðjan á Suðureyri: Kveikt upp í gær Nú í vikunni hefur verið unnið að því að hreinsa til í fiskimjöls- verksmiðjunni á Suðureyri, en sem kunnugt er urðu þar miklar skemmdir af eldi á þriðjudaginn í síðustu viku. Tækjabúnaður verksmiðjunnar mun þó ekki hafa skemmst mjög mikið, ein- ungis nokkrir mótorar skemmst. Stóð til að reyna að kveikja upp í verksmiðjunni í gær eða í dag og átti að mala aftur mjölið sem var í húsinu við brunann, ef ske kynni að eitthvað af því væri heilt. Þegar við höfðum samband síðdegis í gær varfyrsti reykurinn að liðast upp. Astæðulaustaðkenna keppnisferðum um að spilla skólastarfinu „Ef skólastjóri vill leggja niður keppnisferðir nemenda til að ná upp meðaltalseinkunn, þá vil ég ekki vinna að íþróttamál- um,“ segir Fylkir Ágústsson, sundþjálfari, í grein f blaðinu í dag. Hana skrifar hann í tilefni ummæla Kjartans Sigurjóns- sonar, skólastjóra Gagnfræða- skólans á ísafirði, þess efnis að tíð íþróttaferðalög spilli skóla- starfinu. — segir Fylkir Agústsson Fylkir segist ávallt hafa talið íþróttastarfið þakklátt starf, hann hafi fengið mikinn stuðn- ing. „Hinsvegar hef ég séð vel skipulagða og agaða nemendur skara fram úr í námi, jafnhliða góðri frammistöðu í íþróttum,“ segir Fylkir og vísar rökfærslu skólastjóra á bug. Jafnframt skorar hann á Kjartan að leggja fram meðaltalseinkunn 8. bekkjar, en í þeim bekk er flest sundfólkið, með og án sund/skíðakeppnisnemenda. Hann segist sannfærður um að meðaltal bekkjarins mundi lækka ef íþróttafólkið yrði skilið

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.