Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 2
vestfirska FRlTTABLAEID vestfirska ~l FRETTABLADID Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Lesendadál ku r Samúel J. Samúelsson: Já, þá verður ísafjörður fallegri Mikið hefur verið rifið af húsum á ísafirði þessa dagana. Samúel vill að fleiri fái að Qúka. Ég get ekki lengur orða bundist. Nú þegar mörg gömul og úr sér gengin hús hafa verið rifin verður að vanda til þegar ný eru byggð. Lítil bygging, sem birst hefur eins og skrattinn úr sauðar- leggnum fyrir neðan íbúðar- húsin við Sætún var dropinn sem fyllti bikarinn. Ég á reyndar erfitt með að lýsa til- finningum mínum þegar ég sá þessa byggingu fyrst. Hneykslaður? Reiður? Óá- nægður? Sár? Já, það var ég. Svona má ekki standa að verki. Þessa byggingu verður að brjóta niður, hún verður að hverfa. Hana má byggja aftur, bara öðru vísi, grafa hana niður þannig að hún skyggi ekki á húsin frá veginum séð, helst verða ósýnileg, urðuð í hlíðina. Já, þá verður ísa- fjörður fallegri. Það nægir ekki eins og ég hef heyrt, að moka yfir hana og tyrfa. Úr því að ég er byrjaður að skrifa um byggingar Orku- búsins, þá er önnur bygging, sem hefur staðið hér í bæ í áratugi, afskaplega Ijót og á sérstaklega óheppilegum stað. Á ég þar við spennu- stöðina í bæjarbrekkunni. Legg ég líka til að hún verði gerð ósýnileg og grafin niður. Við það verða gatnamótin með stöðvunarskyldunum þremur ekki eins hættuleg og bæjarbrekkan fallegri. Já, þá verður fsafjörður fallegri. Á síðustu árum hafa verið reistar hér hræðilega Ijótar byggingar, sem því miður eru það stórar að ekki er verjandi að leggja til að þær verði lagðar í rúst eða grafnar nið- ur. Á ég þar við Hótel ísafjörð og Nýja sjúkrahúsið. Hótelbyggingunni var víst breytt á síðustu stundu og strikað yfir það í teikningunni sem fallegast var og sem mest þörf var á fyrir ísafjörð t.d. sem ferðamannabæ, þ.e.a.s. veitinga- og ráð- stefnusal og hann fluttur yfir í það sem eftir varð. Hvarf þá ailur glæsibragurinn og vinnuaðstaða starfsfólks varð hin versta. Ég á þó von á að vinnuað- staða veröi góð í nýja sjúkra- húsinu þó að þarséekki hægt að tala um glæsilega bygg- ingarlist. Meira get ég nú ekki sett á prent um það. Þá verð ég að taka undir skrif Péturs Bjarnasonar í Vestfirska um að Urðarvegin- um verði lokað innan við nr. 34. Við íbúar við Urðarveginn, sem eigum börn, fundum það í sumar þegar verið var að skipta um jarðveg í götunni og engin umferð var, hve dá- samlegt það var að geta verið óhrædd um okkar dýrustu djásn, sem undu sér vel í moldar- og malarbingjunum. Engir bílar til að hræðast. Ég nefndi það þá við starfsmenn bæjarins að best væri að gera bara þarna gönguleið og leikvelli fyrir börnin eða a.m.k. að loka fyrir umferð úr báðum áttum til að tryggja öryggi þeirra. Og áfram um Urðar- veginn. Það verður að sjá til þess að umferð gangandi og akandi um bæjar- og Urðar- vegsbrekkuna verði eins ör- ugg og hættulaus og hægt er með því að sjá til þess að allt- af sé vel mokað og þegar ekki þarf að moka en hálka er, þá þarf að sandbera götuna strax að morgni og það án þess að alltaf þurfi að biðja um það í hvert einasta skipti. Þá er ég ekki að tala um 50 cm. ræmu, heldur þarf að sandbera alla brekkuna vel og rækilega. Fyrr getum við og börnin okkar ekki gengið óhult í brekkunni. Það er að bera í bakkafull- an lækinn að skrifa um ruslið í bænum en ég má til. Það eru mörg fyrirtæki, op- inber sem í einkaeigu, sem ættu að sjá sóma sinn í því að fjarlægja spýtna- og járnarusl af athafnasvæðum sínum. Og þyrfti ekki að kosta miklu til. Ég er ekki með þessu að segja að alls staðar sé pottur brotinn en á allt of mörgum stöðum. Já, þá verður ísa- fjörður fallegri. Og eitt enn til þeirra sem hugsa um minnismerkið um sjómennina. Ekki nota græna kaðalinn aftur til þess að girða af minnismerkið og akkerunum er líka ofaukið að mínu mati. Brjótum niður spennu- stöðvarnar og byggjum þær aftur á smekklegan máta. Byggjum fallegar og skemmtilegar byggingar þeg- ar við byggjum. Bætum umferðaröryggið og sandberum brekkur og hálar gangstéttir. Hreinsum bæinn. Já, þá verður fsafjörður fallegri. Samúel J. Samúelsson Kirkjukvöld á aðventu Sunnudaginn 9. des., sem er annar sunnudagur í aðventu, verða aðventusamkomur í Isa- fjarðarprestakalli. I Súðavíkur- kirkju kl. 14, í Hnífsdalskapellu kl. 17 og í Isafjarðarkirkju kl. 21. Aðventan er tími eftirvænt- ingarinnar. Til að efla gleði sína og eftirvæntingu vegna jólahá- tíðarinnar eru aðventusam- komur kirkjunnar haldnar. Þar er tjáð í leik, tali og ekki síst í tónum sú skynjun fegurðar, sem best verður með mönnum. Organistar safnaðanna, þau Stefanía Sigurgeirsdóttir í Hnífsdal og Súðavík og Kjartan Sigurjónsson, ísafirði hafa veg og vanda af undirbúningnum ásamt söngfólki kirkjukóranna. Þau munu nú sem fyrr reiða fram ýmiskonar góðgæti til sálubótar í skammdeginu. — Kjartan hefur verið við orgel- leik í Þýskalandi í haust og hef- ur hann þegar látið heyra ný og áhugaverð verk og enn meira gefst af slíku að heyra. Það er vel til fundið að bregða sér í kirkju á helginni og hlýða á og sjá það sem fram fer á aðventusamkomunum og bæta sér upp með innri birtu, það sem skortir á hið ytra. Urðarvegi 20 Smá auglýsingar TIL SÖLU Til sölu er Audi I00L dísel Upplýsingar í síma 4958 eftir kl. 20:00. TIL SÖLU Chevrolet Nova Concours ár- gerð 1976, 6 cyl. sjálfskiptur, vökva- og veltistýri, útvarp og segulband. Upplýsingar í síma 3894. ATHUGIÐ Tökum að okkur að hreinsa snjó af bílastæðum og gang- stéttum. Upplýsingar í símum 3643 og 4401. TIL SÖLU Toyota Corolla 1977 sport. Verð kr. 95.000.- Upplýsingar í síma3998 Venni. HONDA + HITABLÁSARI Til sölu er Honda cb 50 vélhjól á 8 þúsund. Til sölu er raf- magnshitablásari 3750 W (tegund Frico) á 4 þúsund. Upplýsingar í síma 3853. Aðventustemnining í Isafjarðarkirkju. Ljósm. Sr. Jakob. HÓLSKIRKJA Kirkjukvöld Hólskirkju í Bol- ungarvík verður annan sunnu- dag í aðventu, 9. desember kl. 20.30. Kirkjan var vígð þennan dag árið 1908oghefurKirkjukórinn undir stjórn Sigríðar Norðquist gengist fyrir aðventusamkom- um til að minnast vígslunnar og búa fólkundir jólahátíðina, nú í 19 ár samfleytt. — Þetta árið verður sérstaklega minnst sr. Páls Sigurðssonar, sem varfyrsti prestur Bolungarvíkursafnaðar, en í sumar voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Dagskrá kvöldsins inniheldur kirkjutónlist, sungna og leikna og erindi í minningu sr. Páls. Bolungarvíkursöfnuði hefur verið fengið til varðveislu ræðusafn sr. Páls og munu af- komendur hans afhenda það formlega á sunnudagskvöldið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.