Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 14

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1984, Blaðsíða 14
14 NÝTT GROHE LADYLUX - LADYLINE létta eldhússtörfin Ladylux og Ladyline eru heiti á nýrri kynslóð eldhúsblöndunartækja frá Grohe. Fáanleg í fjölbreyttu litaúrvali sem einnar handar eða tveggja handa tæki. Margvíslegir notkunarmöguleikar: Breytilegur úði, skafa eða bursti sem tengja má við tækin með einu handtaki. Ladylux - Ladyline: Nýtt fjölhæft heimilistæki í eldhúsið. GROHE = öryggi, ending og fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Suðurgata 12 ísafirði — Sími 3298 Verslunarmiðstöðin Ljónið auglýsir opnunartíma í desember Opið alla virka daga til kl. 18:00 Á föstudögum til kl. 20:00 Laugardaginn 8. des. til kl. 16:00 Laugardaginn 15. des. til kl. 22:00 Laugardaginn 22. des. til kl. 23:00 Allar verslanirnar eru opnar í hádeginu Vöruval sími 4211 Seria sími 4072 Leggur og skel sími 4070 Jasmin sími 4024 Trésmíðaverkstæði Daníels Kristjánssonar sími 3130 Krisma sími 4414 Baðstofan sími 4229 Verslunarmiðstöðin Ljónið 'I Tistfiriiii FRETTABLASIS Nýjar bækur frá Erni og Örlygi Ágúst á Brúna- stöðum lítur yfir farinn veg í samfylgd Halldórs Kristjáns- sonar ■wt Hjá Erni og örlygi er komin út bókin Ágúst á Brúnastöðum bóndi og fyrrum alþingismaður lítur yfir farinn veg í samfylgd Halldórs Kristjánssonar. Á bókarkápu segir m.a.: „Flestir íslendingar sem komnir eru til vits og ára munu kannast við nafn Ágústs Þor- valdssonar á Brúnastöðum, bónda og fyrrum alþingismanns. í hugann kemur mynd af stórum og stæðilegum manni, þéttum á velli og þéttum í lund, gildum bónda og góðum félagsmála- manni sem samtímis þvi að rækta jörð sína og auka bústofninn hefur látið til sín taka á þjóð- málasviðinu og notiö virðingar mótherja jafnt sem samherja. Heimili hans og konu hans, Ing- veldar Ásgeirsdóttur, er mikið rausnarheimili og þótti vel við hæfi að bjóða sjálfum Finn- landsforseta til Brúnastaða þeg- ar hann var hér á ferð fyrir ekki löngu síðan. Af því sem á undan er sagt mætti ætla að Ágúst hefði fæðst með silfurskeið í munni og verið borinn til efna og áhrifa í skjóli ríkra foreldra. Sú er þó ekki raunin. Ágústi var ráðstafað af hreppsnefnd Eyrarbakka til upp- eldis hjá sveitarómögum og mátti una því fyrstu árin að vera nefndur urðarköttur og flokkast af krökkunum á Bakkanum til ó- æðri stiga mannfélagsins og verða fyrir árásum og áreitni þeirra. Saga Brúnastaðabóndans er eins og maðurinn sjálfur, þétt lesning og þægileg, hispurslaus og hefur yfir sér þokka sem hlýjar lesandanum, þótt Brúnastaða- bóndinn þori vel að segja mein- ingu sína.“ Bókin Ágúst á Brúnastöðum er sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Á bókarkápu er málverk af Ágústi sem Ragnar Páll Einarsson málaði. Kápuna hannaði Sigurþór Jakobsson. Gefðu þig fram Gabríel tíunda bók Snjólaugar Braga- dóttur frá Skáldalæk í níundu bók sinni, Leiksoppur örlaganna, fór Snjólaug Braga- dóttir nýjar leiðir. Fyrri bækur hennar höfðu allar gerst hér á landiení Leiksoppi forlaganna vippaði hún sér yfir pollinn og lét sögusviðið að mestu vera í Skot- landi. Hinir fjölmörgu lesendur Snjólaugar kunnu vel að meta þessa tilbreytni og munu ekki verða fyrir vonbrigðum með tí- undu bókina, Gefðu þig fram Gabríel, því enn er sögusviðið mestmegnis erlendis. íslenska sveitabarnið Linda, sem verður kjördóttir bresks blaðakóngs og síðan þekktur blaðamaður með allan heiminn að vettvangi, virðist eiga sér verndarengil. Hver er hinn dular- fulli Gabríel, sem alltaf fylgist með henni og gerir vart við sig á ólíklegustu stöðum? Eftir flugslys dvelst Linda um hríð hjá innfæddum á Tristan da Cunha og brátt verður sögu- þráðurinn allflókinn, fullur af ævintýrum, ráðgátum og fróð- leik, en umfram allt svo spenn- andi frá upphafi til enda. Bókin Gefðu þig fram Gabríel er filmusett og prentuð í prent- stofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu- teikningu geröi Brian Pilkington. Laufið grænt vlðburðarík saga Vesturbæjar- drengs Fyrsta skáldsaga Erlendar Jónssonar bókmenntagagnrýn- anda Bókaútgáfan örn og Örlygur hefur gefið út fyrstu skáldsögu Erlends Jónssonar. Nefnist hún Laufið grænt. Áður hafa komið út eftir Erlend fjórar Ijóðabækur, útvarpsleikrit, bókmenntasaga og fleira. Skáldsagan Laufið grænt segir frá ellefu ára gömlum dreng, sem býr með fráskilinni móður sinni í iitlu húsi í Vesturbænum. Frið- helgi heimilisins er rofin með heimsóknum mikils metins borg- ara. Drengurinn lítur þennan kunningsskap óhýru auga, en móðirin sendir drenginn í sveit og fer sjálf í sólarlandaferð. Bókin Laufið grænt er filmu- sett og prentað í prentstofu G. Benediktssonar. Bókband er unnið hjá Arnarfelli hf. Kápu teiknaði Brian Pilkington.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.