Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Síða 4

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Síða 4
4 vestfirska FRETTABLADID ísafjarðarkanpstaður Lóðaúthlutun 1985 Vegna úthlutunar lóða undir íbúðarhús- næði, iðnaðarhúsnæði svo og annað at- vinnuhúsnæði eru þeir aðilar sem áform hafa uppi um að hefja byggingar á árinu 1985 beðnir að senda inn umsóknir sínar fyrir 1. febrúar n. k.. Eftirtaldar íbúðarhúsaóðir eru lausar til umsóknar: Einbýlishús: Árvellir 1,3,9. Fitjateigur 7, 8. Smárateigur 5,7. Keðjuhús: Stakkanes 2,4,10. Iðnaðarhús: B-gata8. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fyrir íbúðarhúsalóðir fást hjá tæknideild bæjarins. BÆJARSTJÓRINN VINNUEFIIRLIT RÍKISINS Siðumúla 13,105 Reykjavík. Sími 82970 Laus staða Umdæmiseftirlitsmaður á Vestfjörðum með aðsetri á ísafirði Umsækjendur skulu hafa staðgóða tækni- menntun, t. d. tæknifræðimenntun, ásamt starfsreynslu. Önnur menntun kemur þó til greina. Laun samkv. launakerfi opinberra starfs- manna. Nánari upplýsingar um starfið veit- ir Sigurður Þórarinsson, deildarstjóri eftir- litsdeildar, í síma (91) 2 90 99. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n. k. Um- sóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem fást á aðalskrifstofu stofnun- arinnar (sími (91) 8 29 70). Póstur og sími Laust starf 50% starf póstafgreiðslumanns er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 14. febrúar 1985. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. PÓSTUR OG SÍMI, ÍSAFIRÐI 2 bílar til sölu Toyota Crown, árgerð 1982, 5 dyra, 5 gíra, 7 manna, station díselbíll, ekinn 70 þús. km. og Daihatsu Charade, ár- gerð 1982 5 dyra, 5 gíra, ekinn 10 þús. km. Upplýsingar í síma 6207 á kvöldin. Ferskfiskútflutn rétt stefna eða r — Vestfirska fréttabiaðið kannar hug ýmiss útflutnings á ferskum fiski með gámum Fiskveiðar hafa alla tíð verið helsta undirstöðuatvinnu- grein íslendinga. En það er ekki nóg að veiða fiskinn. Það þarf líka að koma honum í verð. Meginreglan er sú að því meiri vinna sem lögð er í að verka hráefni og pakka því inn, þeim mun hærra verð fæst fyrir vöruna. Þetta gildir einnig um fisk og fiskafurðir. Þessvegna hafa ís- lendingar byggt upp fjöldann allan af fiskverkunarstöðv- um, þar sem mislangt er gengið í því að búa fiskinn út fyrir neytendur. Með því fæst ekki aðeins greitt fyrir sjálft hráefnið, heldur einnig þá vinnu sem lögð hefur verið í að verka það. Það er þó ekki algild regla að verð fari eftir því hve mikil vinna hefur verið lögð í að verka fiskinn. Til eru þeir sem vilja fá hann óverkaðan. og eru tilbúnir til að greiða vel fyrir hann þannig. íslendingar hafa alla tíð selt ferskan fisk í Englandi og víðar í Evrópu, á fiskmörkuð- um. Á þessum mörkuðum ræðst verð algjörlega af framboði og eftirspurn, svo og gæðum fisks- ins, og getur verð hæglega sveiflast þó nokkuð frá einum degi til annars.Á þessum mörk- uðum er fiskurinn einfaldlega boðinn upp og sleginn hæst- bjóðanda. Það hefur lengi tíðk- asta að íslenskir togarar sigli með afla sinn til Englands og Þýskalands og selji þar á þess- um mörkuðum. Nýlega hefur rutt sér til rúms ný aðferð við flutninga á fiskinum á þessa markaði, togararnir sigla ekki með fiskinn heldur landa hon- um hér heima þar sem fiskurinn er settur í gáma og fluttur með flutningaskipum til Englands þar sem hann er boðinn upp. Geta séð hvar fiskurinnerveiddur Uppboðið fer þannig framm að eldsnemma á morgnana er fiskurinn kominn á sölusvæðið í kössum og væntanlegir kaup- endur ganga á milli og skoða fiskinn, pota í hann og þefa. Úr heimspressunni: Heimsmet Sléttanessins A champagne celebration for Skipper Annason on Grimsby Fish Docks toaay. First visit — and world record! Þann 5. desember síðastliðinn fékk togarinn Sléttanes frá Þingeyri hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir einn togara- farm á fiskmarkaðinum í Grimsby. Okkur hefur borist eintak af Grimsby Evening Telegraph þar sem sagt er frá þessu heimsmeti og meðfylgj- andi mynd af skipstjóranum, Vilhelm S. Annassyni, þar sem hann veifar kampavínsflösku yf- ir höfði sér, sigri hrósandi. Farmurinn seldist á £144.501 sem er aðeins 104 pundum meira en togarinn Ögri fékk í janúar árið 1980. Ýmislegt fleira skemmtilegt kemur fram í fréttinni í enska blaðinu. Þar segir m.a. að hóg- vær skipstjórinn, Vilhelm Ann- asson, hafi brosað við blaða- manni og sagst vera „frekar á- nægður í dag.“ Fram kemur í greininni að Sléttanesið sé smíðað á íslandi og sé stolt íslenska flotans. Þar fari allir úr skónum þar sem skipverjarnir líti á þetta sem heimili sitt, þegar þeir eru á sjó. Eldhús skipsins er sagt fullboð- legt veitingahúsum og ýmislegt fleira tekið til dæmis um góðan aðbúnað skipverja.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.