Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 2
vestíirska FRETTABLADID t m Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál ogdreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan l'srún hf. (safirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórnarg rei n Góð íþrótt... í gærkvöld var nokkurskonar uppskeruhátíð íþróttamanna á ísafirði. Bæjarstjórn bauð þá for- ystumönnum íþróttahreyfingar- innar og þeim íþróttamönnum, sem skarað höfðu framúr árið 1984 til hófs á hótelinu og þar voru þeir heiðraðir, sem höfðu unnið íslandsmeistaratitla, sett íslandsmet, unnið sér sæti í iandsliði, eða keppt á Olympíu- leikum. Þá var íþróttamaður ísafjarðar sérstakiega heiðraður, en hann var kjörinn af bæjarstjórn. Það var Ingólfur Arnarson, sundkappi, sem hlaut þetta eftirsótta sæmd- arheiti. Þessi kvöldstund með íþrótta- fólkinu var sérstaklega ánægju- leg og skipulag til fyrirmyndar. íþróttafólkið, sem þarna var heiðrað var nær eingöngu skíða- fólk og sundfólk. Skíðaíþróttin stendur á gömlum merg á ísafirði og hafa ísfirskir skíðamenn löng- um átt sæti í landsliðum og fært heim meistaratitla á ári hverju. Aðstaða til skíðaiðkunar hefur á- vallt verið betri hér en víðast hvar annarsstaðar á íslandi og hafa menn viljað halda því fram, að af- rek skíðamannanna væru að- stöðunni að þakka. Aðstaða til sundiðkunar hlýtur að teljast í lakara meðallagi hér á ísafirði. Sundlaugin er aðeins 16V3 metrar á lengd og mjög ásetin, þannig að erfitt er að fá nægilega marga heppilega æfingatíma fyrir þá, sem vilja iðka sund sem keppnisíþrótt. Það er því þeim mun meira afrek hjá Sunddeild Vestra að hafa á aðeins fimm ár- um unnið íþróttina upp úr þeirri lægð, sem hún hafði verið í um langt árabil þar á undan. Þarna kemur til mikill áhugi, gott skipu- lag og fórnfúst starf forystu- manna félagsins ásamt með hæfileikum, ástundun og dugnaði sundfólksins sjálfs. Það er athyglisvert að bera saman þessar tvær íþróttagreinar og aðstöðuna, sem þær búa við. Önnur stendur á gömlum merg og býr við það besta, sem unnt er að bjóða hér á landi, en hin býr við þröngan kost og er tiltölulega ný- farin af stað eftir að hafa legið niðri um langt árabil, en báðar rísa þær hátt nú. Það bar til tíðinda á fundinum í gær að forseti bæjarstjórnar steig í pontu og tilkynnti mönnum hver framlög ísafjarðarkaupstaðar verði til íþróttamáia á árinu 1985. Þótti mörgum forsetinn nokkuð fljótur á sér með þær upplýsingar, þar sem bæjarstjórn hefur alls ekki fjallað um frumvarp, það sem bæjarráð hefur samið að fjár- hagsáætlun og enginn getur vitað hver örlög þess verða í meðförum bæjarstjórnar, einkanlega þar sem vitað er að meirihluti bæjar- stjórnar er langt frá því að vera sammála um mikilsverð atriði frumvarpsins. Kaupfélag ísfirðinga: Hyggst byggja 1200m2 verslunarhús — fyrir jól á þessu ári Kaupfélag ísfirðinga hefur fengið samþykktar í byggingar- nefnd ísafjarðar, teikningar af húsi, sem Kaupfélagið hyggst byggja á lóð sem er sjávarmegin við Pensilinn. Hér er reyndar aðeins um fyrri hluta hússins að ræða þar sem gert er ráð fyrir að síðar rísi þriggja hæða viðbótarbygging þar sem Pensillinn, rakarastof- an og blómabúðin eru, að ó- gleymdri verslun Jónasar TIL SÖLU Mossberg riffill, 243 caliber, verð kr. 20.000,-. OG Leopold kíkir, 24xaðdráttur, einstakur gripur, verð kr. 15.000,-. Upplýsingar gefur Hjálmar Björnsson í síma 3178 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU Yamaha orgel, 2 borða, borð- stofuborð og 6 stólar og barnakerra. Upplýsingar í síma 7335. TIL LEIGU 3 herbergja íbúð til leigu, með húsgögnum. Upplýsingar í sfma 3415 eftir kl. 18:00. L,-_________________________ Magnússonar. Sverrir Bergmann, kaupfé- lagsstjóri, sagði í samtali við Vf að til þess að af þessari bygg- ingu gæti orðið þyrfti Kaupfé- lagið að selja það hús sem það er í nú, með verslanir og skrif- stofur, og sagðist hann vonast til að SÍS myndi kaupa það eða dótturfyrirtæki þess. Ef áætlan- ir kaupfélagsstjóra ganga upp mun verða hafist handa við TIL SÖLU Kástle skíði 185, ársgömul með Tyrolia bindingum, Ell- esse skíðabuxur og púða- peysa. Upplýsingar í síma 4684. TIL SÖLU Mercedes Benz 250, árgerð 1970, sjálfskiptur, með vökva- stýri. Fallegur bíll. Skipti koma til greina. Upplýsingar f síma 4951. TILSÖLU er bifreiðin í 1945 sem er Suz- uki Alto, árgerð 1983, ekinn 11.500 km. Upplýsingar gefur Siguröur Ás- geirsson í síma 3666. II grunn hússins í vor og sagðist hann vonast til að geta opnað þarna verslanir fyrir jól á þessu ári. Sá áfangi hússins sem hér um ræðir verður um 1200 ferm. á einni hæð og þar af verður gólfrými sjálfra verslananna um 900 ferm. Þarna er áætlað að verði þær sérverslanir sem nú eru í húsi kaupfélagsins á gatnamótum Austurvegar og Hafnarstrætis. TYROLIA Skíðafólk! Hafið þið heyrt að það er nauð- synlegt að hafa skíðin í lagi? Tökum að okkur að lag- færa skíði, m. a. kant- slípun, bræða í rispur, slípa niður sóla o. fl. Upplýsingar eftir kl. 19:00 í síma 4058 eða 4095. Hemmi og Láki. Smáauglýsingar Frá fundi með Svavari Síðastliðinn laugardag hélt Alþýðubandalagið almennan stjórnmálafund á Hótel ísafirði undir kjörorðunum „Verða kosningar í vor?“ Frummælend- ur voru Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins og Vilborg Harðardóttir varafor- maður Alþýðubandalagsins. Fundinn sóttu eitthvað á milli 50 og 60 manns og stóð hann í u.þ.b. 3 tíma. Eftir að framsöguerindum lauk svöruðu frummælendur fyrirspurnum utan úr sal. r--------------------------i Flugfélagiö Ernir: Býður bílaleigu- ! bíla í Reykjavík j Bílaleiga flugfélagsins Ernis hefur í tæpt ár boðið Vestfirð- ingum á ferð í Reykjavík upp á bílaleigubíl með hagstæðum kjörum. Þessu er þannig háttað að þeir sem vilja notfæra sér þessa þjónustu geta tekið lykil að bílnum sem þeir leigja hér á ísafjarðarflugvelli og tekið svo bílinn á Reykjavíkurflugvelli og skilið hann aftur eftir þar. J Lykilinn hafa þeir svo með sér | vestur og greiða fyrir bílinn í I afgreiðslu Emis á ísafirði. Flugfélagið Ernir er einnig j að velta því fyrir sér að fara að I bjóða Vestfirðingum upp á J nokkurs konar helgarferðir til | ísafjarðar, þar sem innifalið * væri hótelgisting, ferðir, e.t.v. J bílaleigubíll og einhver af-1 þreying.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.