Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Side 7

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Side 7
[ vÉitííriki I FRETTABLAPIS TOKO — RODE ÍYSTEM ELITf JTSTEMOm TOKO skíðaáburður og áhöld RODE skíðagöngu- áburður Topp vara — Gæði í fyrirrúmi. Skrefin gætu borgað sig. Gerið verðsamanburð. Vélsmiðjan Þór hf. Sími 3711 Óskum eftir að taka íbúð á leigu nú þegar Upplýsingar í síma 4488 og 4191 r s BLIKKSMIDJA ERLENDAR PÓSTHÓLF 173-400 ÍSAFIRDI Trúarbragða ...Framhald af bls. 3 trúarbrögðum, né heldur þótt því finnist sú mynd trúarbragð- anna sem það þekkir best ekki fullnægjandi. En það má ekki verða til þess að við ályktum sem svo að svörin sé ekki að finna í trúarbrögðunum. Ef við flettum upp í nýjasta kaflanum finnum við svör við öllu því sem nú eru svo deildar meiningar um, allt frá einkalífi til stjórnmála. Þar eru bæði nýjar kenningar og útskýringar á kenningum eldri trúarbragða, sem greiða úr þeirri flækju mis- skilnings sem hefur leitt til klofnings í hundruð sértrúar- söfnuða. Á alþjóðlega trúarbragða- daginn er sú ósk brýnust, að einstaklingar, jafnt og þjóðir jarðarinnar uppgötvi á ný óvé- fengjanlega leiðsögn trúar- bragðanna, því aðeins þar er að finn aþau viðhorf til mannlegs lífs sem byggja á raunveruleik- anum, og sem hafa möguleika á að móta þá veröld sem hæfir mannkyninu. Ingjbjörg Daníelsdóttir. adidas ^ Góð auglýsing gefur góðan arð Auglýsinga- sfminn er 4011 vestíirska I FRETTABLADrS DACHSTEIN Um vestfirska skáldsögu: Ekkert slor — Fátt um neikvæða þætti Á meðan brotsjóir jólabóka- flóðsins rísa hvað hæst, skolar á land í blöðum og tímaritum hverri umsögninni eftir aðra um hinar ýmsu afurðir flóðsins. Oft á tíðum ber gagnrýni þessi nokkurn svip af þeirri sláturtíð sem ríkir hjá gagnrýnendum á aðventunni. Þessari grein er ætlað að vekja athygli lesenda Vf á bók sem fékk kannski ekki þá athygli sem hún átti skilið. Hér er um að ræða bókina Ekkert Slor eftir Rúnar Vignis- son, en hann er eins og allir vita borinn og barnfæddur ísfirð- ingur. Hér er á ferðinni frum- raun þessa unga manns á bók- menntasviðinu, og lofar sveins- stykki þetta vissulega góðu um framhaldið. Skáldsaga þessi lýsir ríflega einu sumri í lífi nokkurra per- sóna í dæmigerðu íslensku sjávarplássi. í Plássi, en svo heitir þorpið í bókinni, snýst lífið allt í kringum fisk og afla- brögð. Gildismat það er Vest- firðingum vissulega vel kunn- ugt. Við fáum að fylgjast með fólki við hin ýmsu störf í fisk- vinnu, hlýðum á hversdagslegar umræður öldunganna um dag- inn og veginn. Við fylgjumst með unglingum sem eru að draga sig saman. Við fáum að kynnast „sjómannsekkju“ ótta hennar og áhyggjum og baráttu við einsemdina. Höfundur er auðsjáanlega gjörkunnugur hinurn ýmsu störfum í „slorinu“ og lýsir þeim af mikilli þekkingu. Hann þekkir líka sitt fólk og dregur upp skýra mynd af hinum ýmsu persónum. Nokkra athygli vek- ur, að í lýsingu höfundar verður fátt um neikvæða þætti í fari fólks, í hinu ímyndaða frysti- húsi eru allir vinir, hvergi örlar á öfund, söguburði eða rógi. Þá er höfundur og blessunarlega laus við þann leiða kvilla að prédika yfir hausamótunum á lesandanum, öllum aðstæðum og atburðum er lýst án þess að afstaða sé tekin, allar skoðanir eru í bókinni jafnréttháar. Bók- in er skrifuð á fjölskrúðugu máli, krydduð með hnyttnum samlíkingum höfundar, spak- mælum og forneskjulegu mál- fari öldunganna, og í bland við slanguryrði og kæruleysislegt málfar unglinga. Þó orkar notkun sjaldséðra orðatiltækja á köflum tvímælis. Ekki er það ætlun þess sem þetta skrifar að kryfja sögu þessa til mergjar, en ætla má að flestir sem unnið hafa í fiski lengur eða skemur geti í henni lesið um hluti sem þeir kannast við. Kannski verður lestur bók- arinnar einhverjum hvatning til þess að líta umhverfi sitt nýjum augum. Páll Ásgeirsson VEITINGXSXUURINN DOKKnn " Föstudagur og laugar- dagur kl. 19:00 — 23:00 ciim T' Tökum að okkur að sjá um veislur í heimahúsum Þorrahlaðborð tV Nautabuffsteik eldsteikt í sal að frönskum hætti, og logandi eftirréttur Ovænt uppákoma! Svana og Bjami sjá um tón- listina og kynna nýjar plötur Borðapantanir föstudag og laugardagkl. 13:00—17:00 Athugið að panta tímanlega fyrir árs- hátíðir og þorrablót VEITING\SA.lsURINN DOKKnn Sími 4550 ÍFASTEÍGNA-i i VIÐSKIPTI i J ÍSAFJÖRÐUR: * 3 herb. íbúöir: I Fjarðarstræti 38, austurendi, J * 70 ferm. íbúð á n. h., nýtt bað, J J stór kjallari. I Stórholt13,85ferm. íbúð á 1. I I hæð í fjölbýlishúsi. I J Sólgata 8, 2 — 3 herb. íbúð á JJ I 1. hæð í þríbýlishúsi. ■ Fjarðarstræti 38, vesturendi, * * 65 ferm. íbúð á 2. hæð í eldra J * timburhúsi. I Mjallargata 6, rúmlega 100 | | ferm. snyrtileg íbúðán.h. íþrí- | | býlishúsi ásamt tveimur I I geymslum og lóð. I J 4 — 5 herb. íbúðir: I Silfurgata 11, 100 ferm. ný- • ■ uppgerð íbúð á 3. hæð í eldra * J húsi. I Stórholt 9,4 — 5 herb. íbúð á i I n. h. í þríbýlishúsi, ásamt I I bílskúr. I ■ Pólgata 5, 110 ferm. 5 herb. . J íbúð á n.h. í þríbýlishúsi, J I ásamt bílskúr. * Pólgata 5,105 ferm. íbúð á e. * * h. í þríbýlishúsi. | Einbýiishús/raðhús: | | Seljalandsvegur 28, 160 | I ferm. einbýlishús átveim hæð- I I um á góðum stað, fallegt út- I I sýni, garður. I J Aðalstræti 22a, 2x30 ferm. ( J einbýlishús úr timbri á tveimur | I hæðum, forskalað, góðir | I greiðsluskilmálar. J Fagraholt 11, nýtt fullbúið J J steinhús ásamt góðum garði. J I Urðarvegur 49,steinsteypt, I I nýtt einbýlishús ásamt bílskúr I I og garði. I I Hlíðarvegur 26a, 140 ferm. I I einbýlishús, nýuppgert, ásamt I I góðri lóð. I Árgerði, 140 ferm. einbýlis- | I hús, byggt 1971, steinsteypt. J Seljalandsvegur 77, 2x120 J J ferm. nýtt hlaðið einbýlishús J J meðbílskúrogfallegumgarði. I Tryggvi j | Guðmundsson j I Hrannargötu 2, I ísafirði sími 3940 | Áskorun um dagvistun Aðalfundur samtaka kvenna á vinnumarkaði, haldinn 2. desember 1984, skorar á sveitarstjórnarmenn víðs vegar um landið að gera sérstakt átak í byggingu dagvistarheimila á árinu 1985. Þrátt fyrir árlegan niður- skurð ríkisvaldsins til þessa málaflokks telur fundurinn að það leysi sveitarstjórnir ekki frá þeirri skyldu að bjóða upp á næg og góð dagvistarheimili. Möguleikar á vistun barna eru algerlega ófullnægjandi og ekki forsvaranlegir. Aldr- ei hefur þörfin fyrir dagvist- arheimili því verið brýnni en nú. Fréttatilkynning.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.