Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 8
RITVÉLAR______________________________________ Skólaritvél, Message 610...........kr. 7.050,00 Rafritvél, Message 860.............kr. 13.520,00 Elektronisk ritvél, Concept 11 með 46 stafa leiðr.minni...........kr. 26.940,00 Elektronisk skrifstofurítvél, EX 300 með 8000 stafa textaminni og fjölmörgum öðrum hagnýtum nýjungum fyrir rítara.....kr. 48.980,00 Ritvélaborð og stólar BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI3123 ÍSAFTRÐI vestíirska I 'RÉTTABLASIS 0 I f ERNIR F Símar 3698 og 3898 I ISAFIROÉ BÍLALEIGA Lögreglan rannsakar mál Isafjarðarútvarpsins Rannsóknarlögreglunni hefur verið falið, að beiðni ríkissak- sóknara, að rannsaka mál ísa- fjarðarútvarpsins, sem Vest- firska fréttablaðið og Póllinn hf ráku hér á ísafirði í einn og hálfan dag í haust, á meðan út- sendingar ríkisútvarpsins lágu niðri. Jónas Eyjólfsson rannsókn- arlögreglumaður á ísafirði hef- ur yfirheyrt þá aðila sem áttu sæti í útvarpsráði ísafjarðarút- varpsins og mun málið að rannsókn lokinni verða sent til ríkissaksóknara, sem tekur þá ákvörðun um það hvort höfðað verður mál eða ekki. Sem kunnugt er hafa verið höfðuð opinber sakamál gegn aðstand- endum útvarpsstöðva sem komið var á fót í Reykjavík og á Akureyri í verkfalli opinberra starfsmanna í haust. Magni Veturiiðason tæknimaður ísafjarðarútvarpsins. Skemmtiatriðin á þorrablótinu voru skemmtileg eins og sjá má á myndinni. Samkomusalur skólanna vígður — með þorrablóti Sameiginlegur samkomusalur grunnskólanna á ísafirði í húsi Barnaskólans var vígður með þorrablóti nemenda 9. bekkjar, foreldra þeirra og kennara síð- astliðið föstudagskvöld. Salur þessi hefur verið not- aður undir kennslustofur fram að þessu vegna þrengsla, en nú, þegar Barnaskólinn hefur feng- ið afnot af gamla Barnaskóla- húsinu, reyndist unnt að taka niður þau skilrúm sem voru í salnum og láta hann gegna því hlutverki sem honum var í upphafi ætlað, þ.e. að vera samkomusalur Gagnfræða- skólans og Barnaskólans. Á áðurnefndu þorrablóti skemmtu menn sér greinilega hið besta þegar blaðamaður Vf leit þar inn á föstudaginn. Patreksfjörður: Vatneyri hf. — Nýtt fiskvinnslufyrirtæki Á Patreksfirði er tekið til starfa fiskverkunarhús í eigu Vatneyrar hf., sem er hlutafélag heimamanna, stofnað til að taka við rekstri á húsum og eigum Skjaldar. Hilmar Jónsson, stjórnarfor- maður hins nýja hlutafélags, sagði í samtali við Vf að byrjað hefði verið að verka fisk í salt um miðjan mánuðinn. Það er ætlunin að fryst- ing fari í gang í vor. Hlutafé- lagið var stofnað í nóvember 1983 og hefur síðan þá verið unnið að endurbótum á fast- eignum fyrirtækisins. I apríl vai keyptur 191 tonns bátur, Jón Þórðarson, og er hann gerður úl á línuveiðar um þessar mundir. Stefnt er að því að fá fleiri báta í viðskipti þegar fram líða stund- ir og afkastagetan eykst. Prentstofan Isrún hefur prentun á tölvupappír Nú um áramótin var tekin í notkun hjá Prentstofunni fsrún, vélasamstæða til prentunar og vinnslu á tölvupappír. Árni Sigurðsson prent- smiðjustjóri sagði í samtali við blaðamann Vf að allt frá því að tölvuvæðing hófst hefðu Vest- firðingar þurft að sækja prent- þjónustu og pappír fyrir vél- arnar til annarra landshluta. Prentstofan ísrún hefur ávallt lagt metnað sinn í það að vera svo búin tækjum að hún geti annað þörf Vestfirðinga fyrir allan pappír og prentun. Því hefur það verið forráðamönn- um prentsmiðjunnar þyrnir í auga að geta ekki veitt tölvu- notendum þjónustu á þessu sviði. Prentvélin í þessari nýju samstæðu getur prentað upp- undir 100 metra á mínútu og tekur allt að 50 sm breiðan pappír. Afköst vélanna nægja fyllilega til þess að fullnægja þörfum notenda tölvupappjrs á Vestfjörðum. Framvegis mun Prentstofan hafa allar algeng- ustu gerðir af tölvupappír, t.d. listapappír, A4, A5 og ýmislegt fleira í einriti, tvíriti og þríriti. Undirbúningur vegna þessarar © PÖLLINN HF Isafirði Sími3792 Þá er það loksins komið V.H.S. myndsegulbandið Hannað hjá Philips í samvinnu við Panasonic í Japan. Framleitt í Vestur- Þýskalandi skv. ströngustu gæðakröfum, og fullt af tækninýjungum. • Sjálfvirkur stöðvaleitari • Sjálfvirk spólustilling • 30 daga upptökuminni • Framhlaðið • Möguleiki á fjarstýringu • Hraðspólun með mynd • Mjög góð kyrrmynd • og fleira og fleira Komdu og líttu á grípinn! framleiðslu er vel á veg komin og Prentstofan er farin að taka við afgreiðslubeiðnum og mun hefja afgreiðslu eftir 3 vikur. Rækjuveiðarnar í Djúpinu ganga ekki mjög vel um þessar mundir. Rækjan liggur ennþá mjög þétt innst í Djúpinu og mikið er af seiðum og öðru saman við þannig að tímafrekt er að hreinsa aflann. Menn vona að nú með kólnandi veð- urfari lagist þetta eitthvað, seiðin færi sig úr Djúpinu og auðveldara verði að komast að rækjunni. Linuafli er enn jafn og góður að sögn Hans Haraldssonar í Norðurtanganum en eitthvað finnst þeim hann tregari á suð- urfjöröunum. Einhverjir hafa verið að landa í gáma að undanförnu og einn togari er á leið í siglingu. í mið- opnu blaðsins er fjallað um sölu á ferskum fiski á fiskmörk- uðum Evrópu. BESSI landaði á ísafirði í gáma á fimmtudaginn. Kom inn vegna veðurs á laugardaginn með rúm 11 tonn. GUÐBJARTUR landaði tæpum 50 tonnum af þorski á mánu- daginn. PÁLL PÁLSSON landaði 137 tonnum á fimmtudaginn. Þar af fóru 52 tonn í gáma. Mest af aflanum var þorskur. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaöi 77 tonnum af þorski og ýsu á föstudag. GUÐBJÖRG er á leiö til Þýska- lands í söluferð. DAGRÚN landaði 80 tonnum á föstudaginn, mest þorski en einnig var nokkuð af ýsu o.fl. HEIÐRÚN er farin í slipp í Reykjavík (ekki Njarðvík eins og misritaðist í síðasta blaði.) SÓLRÚN kom inn um helgina með um 20 tonn af rækju. ELlN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði 47 tonnum á mánu- daginn. GYLLIR landaði 15 tonnum af þorski á laugardaginn. FRAMNES I landaði 42 tonnum á fimmtudaginn og kom svo aftur inn á sunnudag með 2.723 kg. SLÉTTANES landaði á sunnu- daginn í fyrsta sinn á þessu ári, 54 tonnum. Mest af því var þorskur. SÖLVI BJARNASON landaði 40 tonnum af þorski og karfa á mánudaginn. TÁLKNFIRÐINGUR landaði 110 tonnum og var mest af því karfi. SIGUREY landaði 62 tonnum á mánudaginn. HAFÞÖR kom í land á laugar- daginn með um 55 tonn af rækju. ÐILALEIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 SencJum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.