Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 6
vestíirska [ FRETTABLADID INNRITUN í danskennsluna er laugardaginn 26. janúar í Gúttó, milli kl. 13:00 og 18:00. Fyrsti kennsludagur er mánu- dagurinn 28. janúar — Dansandi kveðja — Dagný Björk Pjetursdóttir danskennari Fótsnyrtisérfræðingur auglýsir: Pantið tíma með fyrirvara. Tekið er við pöntunum og upplýsingar veittar í síma 4439 kl. 13:00 — 20:00, mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Frá Ásgeiri og Þórdísi Við hjónin Þórdís Guðmunds- dóttir og Ásgeir Sigurðsson sendum öllum börnum barna- skólanna á ísafirði og Hnífsdal, svo og Gagnfræðaskólans okkar innilegustu óskir um gott og far- sælt komandi ár og þakkir fyrir samskipti liðins árs og liðinna ára, sem aldrei hefur borið skugga á. Sérstaklega viljum við þakka ýmsan vináttuvott, sem okkur hefur verið sýndur af börnum og aðstandendum bæði fyrr og nú, og hefur verið okkur ómetanleg- ur stuðningur. Börnunum í 9. bekk Gagnfræðaskóla viljum við senda sérlegar þakkir fyrir boðið á 1. des. hátíðina, sem var öllum sem þar að stóðu til mikils sóma og okkurtil óblandinnar ánægju. Krabba- meins- leit Heilsugæslustöðin á ísafirði vill vekja eftirtekt allra kvenna á aldrinum 20 — 70 ára á því, að á stöðinni fer fram skoðun, sem hefur það markmið að upp- götva forstigsbreytingar leg- hálskrabbameins. Brjóstaskoð- un er samtímis. Allar konur á aldrinum 20 — 70 ára ættu að notfæra sér þessa þjónustu og koma í skoðun, minnst á tveggja ára fresti, og hjálpa til við að fyrirbyggja krabbamein.. Því miður fáum við árlega til meðferðar sjúklinga með langt gengið krabbamein, sem mátt hefði koma í veg fyrir með skoðun, sem þessari. Það yrði því mikið ábyrgðarleysi gagn- vart þér og þínum, ef þú not- færðir ekki slíkt öryggi, sem reglubundnar skoðanir veita. Skoðunin fer fram á Heilsu- gæslustöðinni á Torfnesi, hvern þriðjudag kl. 14.00 — 17.00, mánuðina: Janúar, febrúar, mars og apríl. Pantið í síma 3811. Verum samhent, fyrirbyggjum krabbamein og mætið allar. Virðingarfyllst, f. h. Krabbameinsfélags íslands, Ulfur Gunnarsson, læknir. Þar sem margt bendir nú til þess að sú sé skoðun ráða- manna bæjarfélagsins að okkar sé ekki lengur þörf til þess að sinna þeirri þjónustu, sem við höfum innt af hendi undanfarin ár og því óvissa um framhaldið nú, viljum við nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem hafa sýnt starfi okkar velvild og skilning á undanförnum árum, bæði vörnum og öðrum. TOgf, verða á ísafirði dagana 28. til 31. janúar næstkom- andi og bjóða yður þjónustu sína, meðal annars: Andlitsböð Húðhreinsanir Litanir Handsnyrtingar Vaxmeðferðir Tímapantanir í síma 3299 á milli kl. 9:00 og 18:00 og í síma 3794 á kvöldin og um helgar Sól og snyrting Hotel Esju Suðurlandsbraut 2 STIGA - PLAYBOY - GECEL STIGA brunsleðar STIGA snjóþotur PLAYBOY skíðagleraugu GECEL skíðagleraugu Verðfrá kr. 99. Skrefin gætu borg- að sig. Gerið verð- samanburð. Topp vara — Gæði í fyrirrúmi. Vélsmiðjan Þór hf. Sími 3711 VETRARAFSLÁTTUR ♦ 25% afsláttur af öllum ullarvörum ♦ Gott úrval af peysum á börn og fullorðna ♦ Afslátturinn verður aðeins til mánaðamóta VEFSTOFUBÚÐIN SÍMI 3162, ÍSAFIRÐI STRANDAMENN Munið þorrablótið í Gúttó 2. febrúar kl. 20:00 Miðapantanir hjá eftirtöldum: Þorleifi, sími 3003 Ingigerði, sími 3893 Önnu, sími 3074 Ragnheiði Ásu, sími 4357 Nefndin. V erdlauna- samkeppni um merki Verkalýðsfélagið Baldur lýsir eftir tillögu að fé- lagsmerki. Merkið á að vera táknrænt fyrir tilgang félagsins. Það er t.d. ætlað til notkunar á bréfsefni, skír- teini, auglýsingar og í fána fyrir félagið. Fyrstu verðlaun em 15.000 krónur og félagið áskilur sér rétt til þess að verðlauna hvaða til- lögu sem er, eða enga, en rétt til að nýta sér tillögu ef verðlaunuð verður. Tillögur sendist til Verkalýðsfélagsins Baldurs, Norðurvegi 1, ísafirði, fyrir 20. febrúar n. k. Til- lögunum skal fylgja lokað umslag er hafi að geyma nafn höfundar, en dulnefni auðkenni til- iögu og hið lokaða umslag. Verkalýðsfélagið Baldur. Skattframtöl Tek að mér framtalsgerð fyrir einstaklinga. Annast allan frágang og skil, sæki um fresti, ef óskað er. Skattútreikningur framkvæmdur. Upplýsingar gefur Guðrún í síma 4176 eftir kl. 18:00.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.