Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 5
I vestlirska FRETTABIADID 5 ingur, öng? »a aðila til Sagt er að reyndir fiskkaup- endur geti séð það á fiskinum hvar hann hefur verið veiddur, e.t.v. eru það ýkjur, en víst er um það að þeir eru mjög fljótir að dæma um gæði fisksins. Þegar uppboðið hefst þyrpast kaup endur í kringum upp- boðshaldarann sem tekur sér stöðu við einn kassastaflann og býður hann upp á svipstundu þannig að það er erfitt fyrir ó- kunnuga að átta sig á því hvernig uppboðið fer fram, en það eru fastar hefðir ríkjandi á þessum mörkuðum þrátt fyrir alla ringulreiðina sem ókunn- ugum sýnist að sé þarna. Þetta gengur mjög hratt fyrir sig, þannig tekur það ekki nema hálftíma að selja á annað annað hundrað tonna farm úr íslensku skipi. Þegar kaupandi hefur keypt eina kassastæðu af fiski dreifir hann miðum í kassana til að merkja sér þá og aðstoð- armenn hans koma með bíla og flytja fiskinn burt, þangað sem fiskkaupmaðurinn selur hann í verslanir eða fiskverkunarhús. Útflutningur á atvinnu Eins og áður segir hefur út- flutningur á ferskum fiski í gámum verið að færast í vöxt að undanförnu og hafa ýmsir bent á að hærra verð hafi fengist fyrir fiskinn með því móti en ef hon- um hefði verið landað hér heima. Því hefur verið spurt: Af hverju fær útgerðin hærra verð fyrir fiskinn með því að selja hann erlendis, og er hætta á að með þessu sé verið að taka at- vinnu frá landverkafólki, sem annars fengi vinnu við að verka fiskinn? Vf leitaði eftir svörum við þessum spurningum hjá nokkrum mönnum sem eru kunnugir þessum málum og fara þau hér á eftir. Fyrst höfðum við samband við Pétur Sigurðsson, formann ASV og spurðum hann um álit verkalýðsfélaganna á þessum ferskfiskútflutningi. Hann sagði að verkalýðshreyfingin hefði alltaf varað við því að flytja fiskinn óunninn úr landi. „Við höfum tekið alveg öfuga stefnu. Við byggjum verksmiðj- ur úti í Englandi og Bandaríkj- unum fyrir milljónir eða mill- jarða og fullvinnum okkar hrá- efni þar,“ sagði Pétur og taldi að réttara væri að við fullynnum fiskinn hér heima. „Það er auð- vitað eitthvað athugavert við verðlagninguna á fiskinum hér heima ef það fæst helmingi meira fyrir fiskinn svona óunn- inn á.fiskmarkaði erlendis, en ef hann er unninn hér heima.“ Um það hvort hætta sé á að það verði atvinnuleysi hér í fisk- Það er margt um manninn á fískmarkaðinum og mikill hraði á öllu. vinnsluhúsum vegna þessa út- flutnings sagði Pétur að hann tryði því ekki að þetta yrði látið ganga svo langt. Sjómenn vilja hærra fiskverð Sigurður Ólafsson, formaður sjómannafélags Isfirðinga sagði að auðvitað væru sjómenn ekki mótfallnir því að fá hærra kaup, en það hafa þeir fengið þegar fiskinum hefur verið landað í gáma þar sem hærra verð er greitt fyrir fiskinn úti en hér heima. „En það verður að skoða þetta í víðara samhengi,“ sagði hann. í samþykkt aðalfundar Sjómannafélags ísfirðinga, sem haldinn var í síðasta mánuði segir m.a.: „Fundurinn vill benda á þá hættulegu þróun, sem átt hefur sér stað undanfarið, að útgerð- armenn hafa stóraukið útflutn- ing á ferskum fiski. Þó það sé til stórfelldra hagsbóta fyrir launakjör sjómanna, lítur Sjó- mannafélag ísfirðinga svo á, að stefna eigi að fullvinnslu sjáv- arafurða hér heima og sjómenn eigi að bera það verð úr býtum, sem geri þeim fært að búa við mannsæmandi kjör.“ Kemur í stað skreiðarinnar VFélag Vestfirskra skreiðar- framleiðenda hefur tekið að sér að flytja út fisk fyrir útgerðar- menn á Vestfjörðum. Vf. hafði samband við Ólaf B. Halldórs- son, framkvæmdastjóra Févesk, og spurði hann að því hvort hann teldi að verið væri að flytja atvinnu úr landi með þessum ferskfiskútflutningi. „Það hafa um árabil verið hér þrjár vinnslugreinar á fiski,“ sagði Ólafur, „þ.e.a.s. hraðfryst- ing, saltfiskverkun og skreiðar- verkun. Ein þessara aðferða er dottin út, það virðast margir hafa gleymt því. Að verulegum hluta kemur þetta í stað skreið- arverkunarinnar. Menn eru að fá fyrir þetta meiri verðmæti en nokkur von er til að þeir fái fyrir skreið. Fyrir utan það að menn eru að fá skil andvirði sinnar vöru, venjulega innan tveggja vikna, en framleiðendur hafa mátt sitja við það að bíða yfir tvö ár eftir skilum á sinni fram- leiðslu í skreið.“ Ólafur kvaðst telja hæfilegt að senda u.þ.b. 15% af afla okkar íslendinga á ferskfiskmarkaði í Evrópu eða eitthvað svipað og verkað var í skreið á sæmilegu skreiðarári. Með réttri stýringu ætti að vera hægt að vera svona í efri kantin- um á þessum mörkuðum hvað varðar verð, það væri ekki alltaf hægt að sleikja toppana, en eins og áður segir er verðið fljótt að sveiflast upp eða niður á þess- um mörkuðum. Ennfremur sagði Ólafur: „Menn þurfa ekki að óttast að það verði farið að senda megnið af þeim fiski sem kemur á land, á ferskfiskmark- aði, vegna þess að þeir geta aldrei tekið við svo miklu magni.“ Neytendur vilja ferskan fisk Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hjálms á Flateyri sagðist líta á þennan ferskfiskútflutning sem aðferð til að viðhalda jafnvægi í vinnslu og veiðum íslendinga og tók mjög í sama streng og Ólafur B. Halldórsson í þeim efnum. Varðandi þau ummæli Péturs Sigurðssonar að það bæri að fullvinna fiskinn hér heima sagði hann að það væru augljós rök fyrir því að hafa þessar verksmiðjur, sem íslend- ingar hafa reist í Grimsby og í Bandaríkjunum, á þeim stöð- um. í fyrsta lagi þyrfti þessi eining að vera stór, í öðru lagi væri það hagkvæmara að hafa verksmiðjuna í Bandaríkjun- um, þó ekki væri nema bara vegna tollanna og að þessar verksmiðjur þyrftu að vera ná- lægt markaðinum vegna þess að þarfir hans eru óskaplega breytilegar. Frystihúsin hér ættu í flestum tilfellum frekar við mannaflaskort að stríða en hitt og því væri ógerlegt að auka við vinnsluna hér heima að öllu óbreyttu. Hvað markaðinn í Bretlandi varðar kvaðst hann hafa það fyrir satt að þar væri stór hópur neytenda sem vildi Mynd: Kristján Jóh. fiskinn ferskan. Hann sagðist einnig hafa heyrt það að eftir að framþoð á íslenskum fiski jókst aftur nú nýlega, hafi þessi markaður stækkað þar sem fleiri hafi þá farið að treysta á það að geta fengið ferskan fisk. Hvað sem öllum ágreiningi líður virðist það vera samdóma álit allra þeirra sem Vf hafði samband við, vegna þessa máls, að þessi útflutningur á ferskum fiski færði sjómönnum og út- gerðarmönnum í flestum tilfell- um hærra verð en þeir fá hér heima og að þetta kæmi ekki til með að skerða atvinnuöryggi landverkafólks. Hvort þessi út- flutningur er að öllu leyti heppilegur og hagkvæmur þeg- ar til lengri tíma er litið skal ó- sagt látið, enda þyrfti líklega að kafa mun dýpra í þessi mál en blaðamaður hafði tök á nú. Ef- laust verður áfram deilt um það hvort það fiskverð sem hér er greitt sé raunhæft og ef það kæmi í Ijós að unnt yrði að greiða hærra verð fyrir fiskinn hér heima kynni niðurstaðan að verða önnur en hér hefur orðið. Þegar fiskurinn er settur í gámana þarf að ísa vel.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.