Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Side 2

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Side 2
vestíirska FRETTABLADIE Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaður Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórnargrein 1 festíirska □ FRETTABLASID Fjárhagsáætlun Á laugardaginn kemur verður fjár- hagsáætlun ísafjarðarkaupstaðar fyrir 1985 tii síðari umræðu og af- greiðslu. Breytingartillögur bæjar- fulltrúa við frumvarp bæjarráðs eru þegar komnar fram og Ijóst er að engir gerðu athugasemdir við tekju- hlið frumvarpsins, sem gerir ráð fyrir 11 2.6 millj. kr. tekjum . Hinsvegar eru breytingartillögur við rekstrar- og framkvæmdahlið bæði frá meirihluta og minnihluta. Breytingartillögur meirihlutans gera ráð fyrir 8,9 millj. kr. lántöku á árinu, en í breytingartillögum minnihluta eru lántökur lækkaðar í kr. 5,5 millj. Töluverður áherslumunur er á því hvernig bæjarfulltrúar telja að verja beri fjármunum bæjarsjóðs. Meiri- hlutinn vill t.d. kaupa vinnuvél, en minnihlutinn ekki. Meirihlutinn vill auka vatnsrennsli til bæjarins úr Tunguá, en minnihlutinn vill taka aukið og heilnæmara vatn af Dag- verðardal um Úlfsárveitu. Hugmyndir bæjarráðs um tölvukaup hafa verið felldar út í tillögum beggja aðila og telja menn skynsamlegra fyrir bæjarsjóð að vinna bókhald sitt í útstöð frá Reiknistofunni, eins og verið hefur, en kaupstaðurinn er 15% eigandi að henni. í breytingartillögunum er tekið bet- ur á málefnum grunnskólans (Barna- skólans og Gagnfræðaskólans), heldur en frumvarpið gerir ráð fyrir. Viðhaldsfé og framlög til tækja- kaupa eru hækkuð. Bæjarfulltrúar virðast vera að átta sig á því að um- bjóðendur þeirra leggja mikla áhers- lu á að betur sé búið að skólunum og má vera að opið bréf kennararáðs G.í. til bæjarstjórnar, sem birtist hér í blaðinu í síðustu viku eigi nokkurn þátt í því. Hitt er svo annað mál, að þrátt fyrir það að bókhald liggur fyrir til ára- móta, þá er erfitt að átta sig á raun- verulegri stöðu bæjarsjóðs. Svo virðist, sem ísafjarðarkaupstaður sé að leggja upp í nýtt fjárhagsár með vel yfir 100 milljóna króna skuld á bakinu. Yfirstjórn kaupstaðarins mun taka til sín 14.5 m.kr., almannatryggingar og félagshjálp tæpar 28 milljónir króna, fræðslumái milli 18 og 19 milljónir, fjármagnskostnaður verð- ur um 1 5 milljónir, en æskulýðs -og íþróttamál fá 10 milljónir. Þetta eru stærstu útgjaldaliðirnir, en í heild eru rekstrarútgjöld 1 26.5 m.kr. Tekjur af rekstri eru hinsvegar 38 millj. krónur. Það má búast við fjörugum um- ræðum um fjármál ísafjarðarkaup- staðar á hótelinu á laugardaginn, en eitt er víst, að verulegs aðhalds er þörf í fjármálum bæjarsjóðs, til þess að takast megi að ná skuldunum nið- ur, þannig að viðunandi sé, og þó tæplega víst að það dugi. Vinnubrögð utanríkisráðuneytis fráleit Á Fullveldisdaginn hinn 1. desember s.l. kom saman á ísa- firði hópur fólks af norðanverð- um Vestfjörðum sem á einn eða annan hátt vill tjá andstöðu sína við fyrirhugaðar ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og á Norðaust- urlandi. Fundurinn sendi frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu: Með þessari fréttatilkynn- ingu viljum við vekja athygli á þeim megin forsendum sem af- staða okkar byggist á og benda á hve fráleit vinnubrögð utanrík- isráðuneytisins hafa verið í þessu máli hingað til. Við lítum á ratsjárstöðvar sem hemaðarmannvirki og ótt- umst slíkt mannvirki við okkar heimabyggð. Við teljum slíka framkvæmd lið í vígbúnaðar- kapphlaupinu og því siðlausa stefnu og ranga. Samviska okk- ar býður okkur því að tjá and- stöðu okkar og er sú andstaða í samræmi við vaxandi friðar- umræðu og friðarvilja almenn- ings um heim allan. Vinnubrögð utanríkisráðu- neytisins í þessu máli ber að harma. Almenningur fær engar upplýsingar fyrr en áróðursvél í líki Ratsjárstöðvanefndar er sett í gang. Þó er rætt við nokkra Bolvíkinga á laun inni á ísafirði í maí s.l. Þegar Ratsjárstöðvanefnd var sett á laggirnar var henni gefin sú forsenda að ratsjár- stöðvar verði reistar á Vest- fjörðum og Norðausturlandi. Með skýrslu hennar fást upp- lýsingar um tæknilegar hliðar málsins. En þar ber þó mest á draumsýnum þeirra nefndar- manna sem eru fulltrúar ríkis- stofnana í fjársvelti og sjá í hill- ingum þá ávinninga sem þessi liður vígbúnaðarkapphlaupsins á að færa íslendingum og þeir kalla á sínu máli „almenn not.“ Ljóst er að í framhaldi af starfi Ratsjárstöðvanefndar hefur utanríkisráðuneytið breytt um áherslur í áróðri sín- um og snúið hlutum þannig við, að hernaðarlegt gildi ratsjár- stöðvanna sem í upphafi var megin forsendan er nú látið liggja á milli hluta en aukaatr- iðin þ.e.a.s. hin „almennu not“ í tilefni af ályktun sauðfjár- eigenda í Tálknafjarðar-, Ketil- dala- og Suðurfjarðahreppum fra 7. desember 1984, viljum við undirritaðir taka fram eftirfar- andi. 1. Sú stefna var mörkuð á að- alfundi Búnaðarsambands Vestfjarða 1983, að reyna með öllum tiltækum ráðum að út- rýma riðuveiki úr sauðfé á Vestfjörðum. Það sem knúði á, um að samræmd stefna væri mörkuð og henni framfylgt var hröð út- breiðsla veikinnar á Barða- strönd og rökstuddur grunur um að hún væri komin til ná- lægra sveita. Sauðfjárbúskapur í öllu Vestfjarðahólfi var í veði, yrði ekkert að gert. Fullreynt var talið að niðurskurður einstakra hjarða, eins og hann hefði verið framkvæmdur á Barðaströnd, stöðvaði ekki veikina. Því yrði áætlun, er tryggja ætti út- rýmingu veikinnar í Vestfjarða- hólfi að ná til þess alls. Skera yrði niður allt sauðfé á skýrt afmörkuðum svæðum, þar sem veikin var staðfest og einnig þar sem nokkur grunur leyndist. Jafnframt yrði aukið og hert allt heilbrigðiseftirlit með búfé í öllu hólfinu. Þessi stefna var ítrekuð á að- alfundi Búnaðarsambandsins eru nú að verða meginforsend- an og tálbeita í þessu milljarða- ævintýri. Þetta er fráleitt og má ekki gerast að afdrifaríkar ákvarð- anir séu teknar í þessu máli af örfáum mönnum á jafn hæpn- um forsendum og hér er lýst. 1984. Fylgi við þessa stefnu hafa lýst, aðalfundur Fjórð- ungssambands Vestfirðinga 1984, Sýslunefndir Vestur- og Norður-Isafjarðarsýslna og Vestur-Barðastrandarsýslu., Fundur fulltrúa sveitarfélaga í Vestfjarðahólfi, sem haldinn var að Núpi 30. júní 1984 o.fl. 2. Þegar ákveðið er að skera sauðfé í heilum sveitum fer ekki hjá því að þar geta verið margar einstakar hjarðir ósýktar, sem skera þarf. Um slíkt er þó engin leið að fullyrða, sökum hegð- unar veikinnar. Það getur því á engan hátt talist gerræðisleg aðför að ein- stökum fjáreigendum þótt þeir verði að lúta hagsmunum fjöldans, að þessu leyti. Landbúnaðarráðherra og Sauðfjárveikivarnir fara með á- kvörðunarvald um varnir gegn sauðfjársjúkdómum og þar með ákvörðun um hvar niðurskurði skuli beitt. 3. Niðurstöður sýnarann- sókna gefa tilefni til að óttast að riðuveiki geti verið í hjörðum sem ekki voru skornar í haust og því síst gengið of langt í niður- skurðinum nú. 4. Mikilvægt er að heilasýni séu tekin úr öllu rosknu fé í Vestfjarðahólfi, sem slátrað er eða misferst og til næst. Riðunefndum og héraðs- dýralæknum ber að hafa eftirlit Hér er ekki um einkamál utan- ríkisráðuneytisins og nokkurra Bolvíkinga að ræða. Krafan er sú að Alþingi fái málið til meðferðar og þar sé það rætt í víðara samhengi áður en nokkur ákvörðun verður tekin. Friðarhópurinn 1. des- með sýnatökunni. Sláturleyfis- hafar bera ábyrgð á henni í sláturhúsum sínum. Óskað hef- ur verið eftir að riðunefndir hreppanna sjái um sýnatöku úr rosknu vanhaldafé og heima- slátruðu. 5. Sauðfjárveikivarnir og stjórnvöld hafa brugðist vel við óskum Vestfirðinga um aðstoð við útrýmingu riðuveikinnar og ber að þakka það. Á tilraunastöðinni á Keldum er verið að þróa upp aðferð til að leita að riðusmiti á frumstigi með rannsóknum á heilasýnum og hefur þar náðst verulegur árangur. Það væri því nánast út í hött að ætla einhverjum öðr- um aðila að annast rannsóknir sýnanna. Óhætt mun að fullyrða að velflestir vestfirskir bændur bera fullt traust til starfsmanna Tilraunastöðvarinnar á Keld- um og Sauðfjárveikivarna. Starfsmenn Sauðfjárveikivarna hafa haft fullt samráð við heimamenn um aðgerðir í nið- urskurðar- og fjárskiptamálun- um og rætt þau ítarlega við ein- staka fjáreigendur og aðra þá er málið varðar. Það hlýtur að vera einkamál Sauðfjárveiki- vama hvernig starfsmenn þeirra skipta með sér verkum. Við undirritaðir lýsum yfir fyllsta trausti okkar á starfs- mönnum þessara stofnana og ember heitir á utanríkisráð- herra og alþingismenn að leiða þetta mál til lykta með mál- efnalegri umræðu og lýðræðis- legri ákvörðun á Alþingi Is- lendinga. f.h. 1. des. hópsins 9. 1. ‘85 Magnús Ingólfsson hörmum að heilindi og starfs- hæfni þeirra skuli hafa verið dregin í efa. 6. Það er fagnaðarefni, að fjáreigendur í Tálknafjarðar-, Ketildala- og Suðurfjarða- hreppum, skuli lýsa sig fúsa til samstarfs um varnir gegn og útrýmingu á riðuveiki. Bændur í Vestfjarðahólfi verða að standa saman, ef sigur á að vinnast á riðuveikinni. Niður- skurður og fjárskipti er slæmur kostur. Þau eru nauðvörn, sem grípa hefur orðið til þegar í nauðir rak. Það er eðlilegt að menn greini á um framkvæmd svona að- gerðar, sem umtumar búskap- arháttum í heilum sveitum, þó um stundarsakir sé. Þegar á- greiningur kemur upp, þarf að reyna að jafna hann án þess þó að skerða möguleikana á að ná lokatakmarkinu, þ.e. að útrýma riðuveikinni á Vestfjörðum. Vonandi bera vestfirskir bændur gæfu til að standa þannig að þessum málum að sigur vinnist. Dýrafirði, 9. jan. 1985. F.h. Fjárskiptanefndar Vest- fjarðahólfs. Bergur Torfason F.h. stjórnar Búnaðarsambands Vestfjarða Valdimar Gíslason Frá Fjárskiptanefnd og Búnaðarsambandi: Lokatakmarkið er að útrýma riðuveiki

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.