Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Qupperneq 10

Vestfirska fréttablaðið - 14.02.1985, Qupperneq 10
t vestfirska 3 hefur heyrt AÐ bæjarfógetinn á ísafirði hafi veitt leyfi fyrir rekstri eins eða fleiri leiktækja (sþila- kassa) í KRI' húsinu á þeim tímum sem félagsmiðstöð unglinga starfar ekki. f nýút- gefinni lögreglusamþykkt fyr- ir fsafjarðarkaupstað segir að enginn megi reka svona tæki nema með leyfi lögreglu- stjóra, að fenginni umsögn bæjarstjórnar. Bæjarstjórn mælti með að leyfi yrði veitt fyrir allt að 3 tækjum en bæj- arfógeti taldi að í lögreglu- samþykktinni væri engin stoð fyrir slíkum takmörkunum og veitti leyfið því til reksturs ó- takmarkaðs fjölda tækja. AÐ Marbakki í Kópavogi, sem er rækjusölufyrirtæki í eigu Niðursuðuverksmiðjunnar hf á ísafirði og fleiri, hafi nýlega sett á stofn fyrirtæki í Dan- mörku og nefnist það Mardan. Þetta er söluskrif- stofa Marbakka og sér um sölu á rækju til Evrópu. AÐ nú á næstu dögum fari útgerðarmenn að skila inn til sjávarútvegsráðuneytisins svörum við því hvort þeir velja aflamark eða sóknarmark. Líklega velja flestir aflamarkið þ.e. kvóta en erfitt er að fá upplýsingar um það hvað menn velja. Frá lögreglu: Brotist inn í banka — Bíl stolið, ölvunarakstur Það var óvenju annasamt hjá lögreglunni á Isafirði um síð- ustu helgi, sérstaklega aðfarar- nótt laugardags. Um eittleytið barst lögregl- unni tilkynning um að verið væri að brjóta rúðu á bakhlið húss Landsbanka íslands og skömmu síðar fór viðvörunar- kerfi í gang við það að rúðan brotnaði. Lögreglan var þá þegar komin af stað og þegar hún kom á vettvang var einn maður í afgreiðslusal bankans og gekk þar berserksgang. Þeg- ar að var komið hafði hann unnið skemmdir á tveimur borðum og tveimur vélum. Maðurinn sem var utanbæjar- maður var einn á ferð og virtist tilgangur hans eingöngu vera að vinna skemmdarverk. Seinna sömu nótt var bíl sem stóð í Mánagötu stolið og var bílþjófurinn ölvaður og einn á ferð. Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur um helgina og reyndi einn þeirra að flýja þegar lögreglan reyndi að stöðva hann. Fljótlega gafst hann þó upp og gaf sig lögregl- unni á vald. Að sögn lögreglunnar var ölvun mikil á föstudagskvöld og fram eftir nóttu og mörgum stungið í stein. FRETTABLASID „Skíðabraut“ Eins og áður hefur verið sagt frá í Vestfirska fréttablaðinu eru uppi hugmyndir um að koma upp við Menntaskólann á ísa- firði námsbraut fyrir skíða- menn. Björn Teitsson skóla- meistari hefur sent mennta- málaráðherra bréf þar sem hann leggur fram hugmyndir sínar í þessu máli og kemur þar fram að hann og kennarar skólans eru meðmæltir því að af þessu geti orðið strax næsta haust. Á síðasta fundi bæjarstjórnar ísafjarðar lagði Kristján Jónas- son fram ályktunartillögu þess efnis að bæjarstjórn styddi framkomnar hugmyndir um stofnun „skíðabrautar“ og var tillagan samþykkt með 9 sam- hljóða atkvæðum. Ragnhildur Helgadóttir sagði í samtali við Vf að þetta mál væri í athugun hjá sérfræðingum ráðuneytisins og of snemmt að segja nokkuð um það hvort af þessu gæti orðið og ef svo færi með hvaða hætti að þessari kennslu yrði staðið. Bikarmót í alpagreinum: Guðmundur Jóhannsson vann tvöfalt Tvö bikarmót í Alpagreinum voru haldin um síðustu helgi. í Bláfjöllum var keppt í flokki fullorðinna og á Akureyri í flokki 15 — 16 ára. ísfirðingar áttu full- trúa á báðum mótum. Cuðmundur Jó- hannsson vann bæði svigið og stórsvigið í Bláfjöllum og voru það einu verðlaunin sem Isfirðingum tókst að krækja í um þessa helgi. Helstu úrslit í mótunum urðu þessi: Mótið í bláfjöllum: Svig Karla: 1. Guðm. Jóhannsson, I 1.47.38 2. Helgi Geirharðsson, R 1.53.01 3. Rúnar I. Kristjánsson, A 1.57.95 4. Guðjón Ólafsson, í 1.58.56 5. Rúnar Jónatansson, I 2.00.79 6. Jónas Valdimarsson, R 2.02.05 Er ónýtt orka í Hnífsdal? Birgir Ólafsson á ísafirði hefur sótt um það til bæjar- stjórnar ísafjarðar að fá að nýta hitaorku frá sorprennslustöð- inni í Hnífsdal til húsahitunar og kveðst hann í bréfi til bæjar- ráðs hafa áhuga á því að setja á stofn hitaveitu í Hnífsdal. Orkubú Vestfjarða hefur einkarétt til orkuöflunar og orkusölu á þessu svæði en Iðn- aðarráðherra getur veitt öðrum aðilum leyfi, enda hafi stjórn Orkubúsins fjallað um málið. Kristján Haraldsson orkubús- Sorpeyðingar- stöðin á Skarfaskeri stjóri segir að hann telji það ó- líklegt að Birgir fái þetta leyfi. Ef einhver virki þessa orku þá verði það Orkúbúið. Stjóm Orkubús Vestfjarða hefur ekki fundað um þetta mál. Stórsvig karla: 1. Guðm. Jóhannsson, I 2. Árni Þór Árnason, R 3. Ólafur Harðarson, A Stórsvig kvenna: 1. Snædís Úlriksdóttir, R 2. Tinna Traustadóttir, A 3. Signe Viðarsdóttir, A Svig kvenna: 1. Guðrún H. Kristjánsd. A 2. Bryndis Ýr Viggósd. R 3. Signe Viðarsdóttir, A Mótið á Akureyri: Stórsvig stúlkna: 1. Kristín Jónsdóttir, A 2. Guðrún Þorsteinsd. D 3. Helga Sigurjónsd. A Svig stúlkna: 1. Kristín Ólafsdóttir, R 2. Gréta Björnsdóttir, A 3. Helga Sigurjónsdóttir, A 4. Kristín Jónsdóttir, A 5. Sigrún Sigurðard. f 6. Jenný Jensdóttir, I 1.36.99 1.37.73 1.39.93 1.45.38 1.46.77 1.46.86 2.00.18 2.00.49 2.02.49 S «4* „ 1.40.51 1.41.08 Guðmundur Jóhannsson 1.41.85 Svig drengja: 1. Brynjar Bragason, A 90.19 95.02 2. Valdemar Valdemarsson, A 94.89 3. Eiríkur Haraldsson, R 98.13 95.95 96.30 Stórsvig drengja: 96.46 1. Brynjar Bragason, A 1.41.80 98.69 2. Valdemar Valdemarsson, A 1.44.88 1.01.91 3. Einar Hjörleifsson, D 1.49.75 Kaffisala í Bræðra- Starfsfólk Hraófrystihússins | á Patreksfirði fór i I ,,helgarreisu“ til Reykjavíkur I fyrir rúmri viku. Þar bauð Sjá- | varafurðadeild Sambandsins I öllum í hádegisverð á Hótel I Sögu, fólkið fór í leikhús og á I Broadway. Eflaust hafa menn •tekið sér ýmislegt fleira fyrir ■ hendur en það verður ekki gert j opinbert. Svo virðist sem stefni í verk- | fall hjá yfirmönnum á fiskiskip- I um en þeir hafa boðað til * vinnustöðvunar ef ekki nást L„............. samningar fyrir þann 17. þessa mánaðar. Vestfirskir sjómenn hafa ekki boðað vinnustöðvun en hafa aflað sér verkfalls- heimildar og eru því við öllu búnir. Mikil veiði hefur verið að undanförnu á rækjumiðunum norður af Horni og þurfti Hersir frá Hafnarfirði að koma inn til ísafjaröar nú í vikunni til að landa hluta aflans þar sem hann hafði ekki undan að frysta. BESSI kom inn á þriðjudag með um 130 tonn af þorski. GUÐBJARTUR landaði 140 tonnum á mánudaginn, mest þorski. PÁLL PÁLSSON landaði 115 tonnum af þorski á fimmtudag- inn. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON erá leið til Þýskalands í söluferö og selur í Bremerhaven á mánu- daginn. GUÐBJÖRG landaði á mánu- daginn tæpum 166 tonnum af þorski. HEIÐRÚN kom inn á þriöju- ...----------------------- j daginn með um 60 tonn, mest j þorsk ~ | DAGRÚN landaði 107 tonnum | á mánudag og var megnið af I þvíþorskur. J SÓLRÚN eríslipp. ELIN ÞORBJARNARDÓTTIR erá veiðum. GYLLIR er að fiska í siglingu ■ og á að selja í þýskalandi þann J 20. febrúar. SLÉTTANES landaði 102 j tonnum af þorski á þriðjudag- | inn. I FRAMNES I. eráveiðum. I SÖLVI BJARNASON landaði á 1 mánudaginn um 130 tonnum J og varmegniðaf þvíþorskuren j einnig var nokkuð af karfa. | TÁLKNFIRÐINGUR landaði I 130 tonnum af grálúðu og karfa * síðastliðinn fimmtudag. SIGUREY landaði 110 tonnum | álaugardaginn.80tonnvoruaf | karfa og afgangurinn af aflan- | um var blandaður. I HAFÞÓR landaði 51 tonni af * rækju á mánudaginn og er nú J farinn í djúpsjávarrannsóknir á j vegum Hafrannsóknarstofnun- | arog verðurí2’/2 viku. | tungu á sunnudaginn Næstkomandi sunnudag verður kaffisala í Bræðratungu til söfnunar í ferðasjóð heimil- ismanna og starfsmanna. Jafn- framt verður starfsemin kynnt fyrir þeim sem koma í heimsókn. Kaffisalan verður frá klukk- an 15 til 18. Einnig hefur ferða- sjóðurinn opnað gíróreikning númer 943290 og geta þeir sem vilja styrkja sjóðinn lagt fram- lög sín inn á þennan reikning. Ætlunin er að nota þá peninga, sem kunna að safnast, til Nor- egsferðar sem um 7 heimilis- menn og 5 — 6 starfsmenn tækju þátt í. ísfirðingar og aðrir Vestfirðingar eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið í Bræðratungu, fá sér kaffi og styrkja um leið Ferðamálahóp Bræðratungu. Danskeppni Dagný Björk danskennari gengst fyrir danskeppni fyrir unglinga um helgina og fer keppnin fram á laugardaginn í Uppsölum. Keppni 10 til 12 ára barna verður klukkan 14:00 og keppni fyrir 13 ára og eldri hefst klukkan 17:00. BÍLALEIGA Nesvegi 5 - Súðavík S 94 - 4972 - 4932 Grensásvegi 77 - Reykjavík S 91-37688 Sendum bílinn Opið aMan sótarhringlnn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.