Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 7
 vestfirska TTABLASID 7 Tillögur um framtíða- skipan skólamála Framhald af bls. 5 sem Menntaskólinn fengi þá nýbyggt hús sitt til umráða. Á sama tíma vann skóla- nefnd grunnskólans að könnun á húsnæðismálum grunnskól- ans skv. beiðni Bæjarstjórnar ísafjarðar, ásamt álitsgerð um framtíðarskipan grunnskólans. Að beiðni skólanefndar gerði fræðslustjóri húsrýmisáætlun, annars vegar miðað við óbreytt skipulag og hins vegar miðað við sameiningu skólanna (sjá fylgiskjal nr. 2). í ljós kom að skólarnir hafa aðeins um það bil 50% af því húsnæði sem gert er ráð fyrir í tillögum normanefndar Menntamálaráðuneytissins. Barnaskólann í Hnífsdal vantaru.þ.b. 340 ferm. Barnaskólann á ísafirði vantar u.þ.b. 1500 ferm. Gagnfræðaskólann á ísafirði vantar u.þ.b. 1000 ferm. Samtals vantar skólana 2840 ferm. Ef skipulagi grunnskólanna yrði hins vegar breytt og hann sameinaður 1 eina stofnun, vantar um það bil 1700 ferm á húsnæði skólans samkvæmt til- lögum normanefndar Mennta- málaráðuneytisins um skóla- húsnæði. GREINARGERÐ Tillögur nefndarinnar miðast við kröfur í lögum og reglu- gerðum um húsnæði og búnað grunnskóla, þannig að hægt verði að uppfylla ákvæði grunnskólalaga um kennslu og innra starf skólans og að vinnu- dagur nemenda geti verið sam- felldur. Tillögurnar taka mið af aðal- skipulagi Isafjarðarkaupstaðar 1981 — 2001 og ber að skoða sameiningu skólanna nú, sem fyrsta skref að skólaskipulagi í lok skipulagstímabilsins. Stefnt er að því, að allt nám í samræmi við gildandi náms- skrá, þar með talið heimanám geti farið fram í skólunum eða undir handleiðslu kennara. Til þess að svo megi verða þarf húsnæði skólans, tæki og öll aðstaða að veita möguleika til samfelldrar stundaskrár í öllum greinum. Veita þarf svigrúm til að skipta starfsdegi nemenda milli kennslu og vinnu við lestur og önnur verkefni í skólasafni eða öðru hentugu húsnæði. Miðað er fyrst um sinn við einsetinn skóla frá og með 4. bekk, en að fullu einsetinn er starfsdagur nemenda lengist, sbr. ofanskráð. I skólanum þarf að vera hæfilegt og vel búið húsnæði til að nemendur geti neytt máltíð- ar eða hressingar einu sinni eða oftar á hinum samfellda starfs- degi. Síminn okkar er 4011 vestfirska rRETTABLASID Helgin 19. — 21. apríl Matseðill Forréttir Hvítlauksristuð hörpuskel ☆ Rjómalöguð kjörsveppasúpa Aðalréttir Karrýristaður skötuselur með hvítvínskarrýsósu og hrísgrjónum ☆ Kryddleginn lambaþversteik með gratineruðum kartöflum og kryddsmjöri ☆ Heilsteikt nautafille með rjómasoðnum sveppum og bakaðri kartöflu ☆ Moðsteiktur kalkúnn með sykurbrúnuðum kartöflum og eplasalati Desert Heimalagaður ferskjuís Ástæður fyrir því að nefndin mælir með sameiningu eru einkum þessar: Þrískipting grunnskóla getur valdið ýmiskonar misræmi, t.d. í sambandi við umgengnisregl- ur, mætingareglur og aðrar skólareglur. Milli skólastiga eru oft skörp skil milli bekkjarkennslu og fagkennslu. Með samræmdri stjórnun er hægt að draga úr þessum skilum svo að viðbrigð- in verði ekki eins mikil fyrir nemendur. Það auðveldar skipulagn- ingu skólastarfsins og tryggir að betur sé fylgst með náms- og þroskaferli hvers einstaklings. Samræmt skólastarf og mark- visst verður best tryggt með því að öll stjórn grunnskóla sé á einni hendi. Auðveldara er að sníða af vankanta í skólastarfi þegar kennarar sama skóla vinna saman að lausn. Slík samvinna dregur úr vantrausti og gagn- rýni milli skólastiga og sér- þekking kennara nýtist betur. Þá telur nefndin að stunda- skrárgerð verði auðveldari og meiri möguleikar á að veita nemendum samfelldan skóla- dag. Eins og fram kemur hér að framan er húsnæðisþörfin ná- lega 1100 ferm. minni ef skól- arnir verða sameinaðir og þar með verður viðhalds- og rekstr- arkostnaður minni. Auk þess fæst betri nýting á tækjum og öðrunt búnaði. Það er ljóst að húsnæðisvandi Grunnskólans á Isafirði verður ekki leystur á núverandi lóð skólanna nema Gagnfræða- skólinn og Barnaskólinn verði sameinaðir í eina stofnun. Sameinaður þriggja hlið- stæðna grunnskóli er að vísu í efri mörkunum hvað stærð snertir, (600 nemendur), en miðað við barnafjölda í þeim árgöngum sem væntanlegir eru í skólann, má reikna með fækkun nemenda á næstu ár- um. Sé hins vegar litið til næstu 20 til 30 ára, verður að gera ráð fyrir skólabyggingu á Fjarðar- svæðinu. I aðalskipulagi Isafjarðar 1981 —2001 er gert ráð fyrir allt að 6000 manna byggð. Ef gert er ráð fyrir svipaðri fjölgun og var á síðasta áratug ættu Isfirðingar að verða a.m.k. 4500 árið 2001. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir 800 — 1000 manna byggð í Hnífsdal, sama íbúafjölda á Eyrinni og nú er (1981), 600 — 700 manna byggð í Holtahverfi, 600 — 700 manna byggð í Seljalandshverfi og 1000 — 1200 manna byggð ofan Skeiðis milli þjóðvegar og Tunguár. Af þessu leiðir að barnafjöldi mun haldast svipaður og nú er á Eyrinni, u.þ.b. 400. I Hnífsdal verður nokkur fjölgun eða úr rúmlega 50 í u.þ.b. 200. Á Fjarðarsvæðinu verður mest fjölgun. a) Holtahverfi er fullbyggt og líklegra að þar verði fækkun frekar en fjölgun, þ.e. barna- fjöldinn verði í kringum 200. b) Seljalandshverfi hefur ekki verið tekið til bygginga ennþá en þegar það verður fullbyggt má gera ráð fyrir u.þ.b. 200 börnum þar. c) Skeiðið eða byggð ofan Skeiðis er ekki í sjónmáli, en þar má gera ráð fyrir u.þ.b. 250 börnum þegar þar að kemur. Af þessu má ljóst vera að í framtíðinni verður mest fjölgun barna á Fjarðarsvæðinu. Þar gætu orðið allt að 650 börn. Nefndinni er ljóst, að sam- eining skóla af þessari stærð fylgja einnig ýmsir annmarkar, flestir þeirra félagslegs eðlis, vegna nábýlis eldri nemenda með hinum yngri. Hins vegar ber á það að líta, að flestir þessir annmarkar eru fyrir hendi nú þegar vegna nálægðar skólanna og óhjákvæmilegum samgangi nemenda. Þá er hinn sameinaði skóli á efri mörkum þess, sem telst vera heppileg skólastærð, en ítrekað skal það sem áður hefur komið fram, að hér er um að ræða fyrsta áfanga að framtíðar- skipulagi grunnskóla á ísafirði og mun þetta breytast þegar byggð eykst í bæjarfélaginu. ___HAPPDRÆTTI_________ Dvalarheimilis aldraðra sjómanna

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.