Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 10
TIL FERMINGARG JAFA: BAKPOKAR Verð frá kr. 2.420,- SVEFNPOKAR Verð frá kr. 1.720,- il SPORTHLAÐAN SILFURTORGI 1 400 ISAFIRÐI SÍMI 4123 H.F. vestfirska FRETTABLASIS ERNIR P ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA ' festllrska S m hefur heyrt Að tillaga um úthlutun lands til bráðabirgða undir golfvöll íTungudal komi líklega fram á næsta bæjarstjórnarfundi. Að tillaga um bufjárskatt hafi verið lögð fram að nýju á síðasta bæjarstjórnarfundi og að þessu sinni var hún samþykkt með 5 atkvæðum meirihluta gegn 4 atkvæð- um minnihluta. AÐ einn af varaþingmönn- um kjördæmisins hafi ætlað á fund með Jóni Baldvin í Dokkunni á sunnudaginn að fræðast um það hverjir ættu ísland. Þegar hann ætlaði inn var hann krafinn um rúllugjald og við það sneri hann frá, enda ekki vanur að borga fyrir að fá að fara á opna stjórnmálafundi. Að langþráð bygging leik- skóla viö Eyrargötu á (safirði verði tekin í notkun í haust eða seinni hluta sumars. Þar verður pláss fyrir um 80 börn í hálfsdagsvistun og 15 — 17 börn í heilsdagsvist- un. Leikskóli þessi hefur verið nokkuð lengi í bygg- ingu sem lýsir sér kannski best í orðum konu einnar sem sagðist hafa á sínum tíma hugsað til þess að koma börnum sínum þar að en nú væri nær að sækja um pláss fyrir barnabörnin... AÐ Heilbrigðisnefnd ísa- fjarðar hafi veitt veitinga- staðnum Dokkunni lokafrest til þess að gera úrbætur á aðstöðu í eldhúsi og víðar til 26. apríl. Áður hafði verið veittur frestur vegna þessa sem er útrunninn fyrir nokkru. Stjórnsýsluhús á Isafirði: Framkvæmdir hefjast í sumar Byggingarnefnd Stjómsýslu- húss á ísafirði ákvað á fundi sínum í síðasta mánuði að stefna að því að bjóða út bygg- ingu hússins þann 28. þessa mánaðar. Að sögn Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra verð- ur auglýsingin þó birt fyrst í Vestfirska fréttablaðinu í næstu viku. Miðað er við að fram- kvæmdir hefjist í júníbyrjun og að húsið verði steypt upp á þessu ári. Það hefur nú komið á daginn sem sagt var frá í Vf fyrr í vetur að Lífeyrissjóður Vest- firðinga hyggst draga sig út úr byggingu hússins. Á fundi byggingarnefndar Stjórnsýslu- húss þann 27. mars var lagt fram bréf frá Lífeyrissjóðnum, ásamt ljósriti úr fundargerða- bók, þar sem samþykkt er að ganga úr samstarfi um bygg- ingu Stjórnsýsluhúss. Vegna þessa var eftirfarandi bókað á fundi byggingarnefndar: „Mættir sameignaraðilar líta svo á að Lífeyrissjóður Vest- firðinga sé skuldbundinn að samningum um hönnun, bygg- ingu og rekstur Stjórnsýsluhúss, sem dags. eru 27. maí 1983. Það sé því mál lífeyrissjóðsins að finna kaupanda að aðild sinni að fyrrgreindum samningum og þar til það hefur hlotið sam- þykki sameignaraðila sé Lífeyr- issjóður Vestfirðinga bundinn að framkvæmda- og greiðsluáætlunum.“ Uppsalir opnaðir á ný Lppsalir á ísafirði verða opn- aðir um heigina eftir gagngerar breytingar. Búið er að gerbylta öllu innanhúss, og byggja nýjan inngang við skemmtistaðinn og setja upp eldhús og bari. Karl Geirmundsson fram- kvæmdastjóri B.G. flokksins segir ætlunina að hafa opið í framtíðinni frá fimmtudags- kvöldi til sunnudagskvölds. Hægt verður að fá keyptan mat og hefur matreiðslumeistari verið ráðinn. Yfirþjónn er Rúnar Gústafsson. Ef tilskilin leyfi fást verður opnað strax í kvöld. Á föstudagskvöldum verða áfram diskótek fyrir ung- linga frá 16 ára aldri; „þeir hafa stutt okkur vel og því ætlun við að reyna að bjóða þeim einnig að skemmta sér hérna,“ sagði Karl. Krafist er snyrtilegs klæðnaðar enda ekki nema sjálfsagt ef menn vilja ekki stinga í stúf við umhverfið sem er afar glæsilegt. Hönnuður innréttinga er Davíð Aðal- steinsson á Akureyri, en hann hefur nokkra reynslu af teikn- ingu innréttinga í skemmtistaði og óhætt að segja að hér hefur tekist vel til. Ferðaskrifstofa Vestfjarða: Sverrir Hestnes ráð- inn framkvæmdastjóri Sverrir Hestnes hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða í stað Reynis Adólfssonar sem er á förum úr bænum. Sverrir er fæddur 1. febrúar árið 1941 og er prentari að mennt en hann hefur lengst af starfað við rekstur verslana. Hann rak verslunina Kjartan P. Guðmundsson sem var til húsa í Hafnarstræti 1, en síðustu ár hefur hann verið verslunarstjóri í verslun Straums. Vestfirska fréttablaðið óskar Sverri vel- farnaðar í nýju starfi. mm Sverrir Hestnes. © PÖLLINN HF Isafiröi Sími3792 SIEMENS gæðavörur • Þvottavélar • Þurrkarar • Uppþvottavélar • Kæliskápar • Kaffivélar • Strokjám • Eldavélar • Eldavélasett • Eltíh úsviftur • Ryksugur • Handþeytarar • o. m. fl. Það borgar sig að kaupa SIEMENS—gæðanna vegna í opnunarveislu Uppsala um síðustu helgi var margt gesta og gleðin skein af hvers manns andliti. BESSi landaði 150 tonnum af grálúðu á þriðjudaginn. GUÐBJARTUR er í slipp. PÁLL PÁLSSON og GUÐBJÖRG liggja bundin við bryggju vegna verkfalls. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON er í slipp í Þýskalandi. HEIÐRÚN er á veiðum. DAGRÚN er á veiðum. SÖLRÚN er á rækjuveiðum. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR er á veiðum. GYLLIR landaði 133 tonnum á laugardaginn. Mest af því var grálúða en einnig var nokkuð af karfa. FRAMMNES I. landaði 120 tonnum af grálúðu á mánudag- inn. SLÉTTANES landaði 110 tor.n- um af grálúðu á þriðjudaginn. TÁLKNFIRÐINGUR landaði 122 tonnum á laugardaginn. Megnið af því var grálúða og afgangurinn karfi. SIGUREY er á veiðum og siglir aftur til Þýskalands með aflann. HAFÞÓR er ( höfn vegna verk- falls. I tm, Uppistaðan í afla togaranna um þessar mundir er grálúða sem þeir ná í einhversstaðar út af Vestfjörðum. Línuafli er orðinn mjög góður og hafa stærri línubátar yfirleitt komið með milli 10 og 15 tonn úr róðri nú síðustu daga og er það svo til eingöngu steinbítur sem þeir fá á línuna um þessar mundir. Einn togari til viðbótar hefur nú stöðvast vegna verkfalls en það er Sléttanes frá Þingeyri. Þar hófst verkfall 16. apríl. BILALEIGA Nesve Grens gi 5 - Súðavik S 94 - 4972 - 4932 svegi 77 - Reykjavik s 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólartirínginn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.