Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 8
8 vestíirska FRETTABLAÐID Nokkur orð um ferlimál MARGIR FATLAÐIR EINSTAKL- ■ INGAR MÆTA ERFIÐUM HINDRUNUM A LEIÐ SINNI UM SAMFÉLAGIÐ Þessar hindranir í vegi fatlaðra eru margvíslegar, en þær sem hér verða gerðar að umræðuefni eru mjög efnislegar og áþreifan- legar svo sem tröppur, gang- stéttarbrúnir og þröskuldar. Umhverfið tekur breytingum ár frá ári, því ný mannvirki rísa upp. Nýjar og glæsilegar byggingar eru í hugum flestra vitnisburður um framfarir. Stærð og útlit bygginga segir hins vegar ekki alla söguna um notagildi þeirra. Sumar byggingar eru því miður þannig úr garði gerðar að fötl- uðum einstaklingum er illmögu- legt eða ógerlegt að komast inn í þær, hvað þá að starfa eða búa í þeim. Sem betur fer hafa átt sér stað nokkrar framfarir í ferlimálum fatlaðra hér á landi, á undan- förnum árum. Réttindabarátta fatlaðra hefur aukið skilning fólks á því réttlætismáli að fatl- aðir einstaklingar eigi þess kost að komast óhindrað leiðar sinnar á byggðu bóli eins og aðrir þjóð- félagsþegnar. En þrátt fyrir þær úrbætur sem gerðar hafa verið í þessum málum, ríkir ennþá víða ófremdarástand í ferlimálum fatlaðra. LÚG OG REGLUGERÐIR Úrbætur í ferlimálum hafa hingað til verið meiri í orði en á borði, en orð eru til alls fyrst. í byggingarlöggjöf frá 1978 og byggingarreglugerð frá 1979 eru ákvæði sem skylda hönnuði og framkvæmdaraðila við nýbygg- ingar svo sem opinberar bygg- ingar, þjónustubyggingar í einkaeign og fjölbýlishús að taka tillit til hreyfihamlaðra, en ákvæði af þessu tagi hafa ekki áður þekkst í lögum hér á landi. Fyrirfjórum árum voru svo sett lög (nr. 47/1981) um breytingar á lögum vegna umbóta á opin- berum byggingum í þágu fatl- o 2LEGGUR OG SKEL fataverslun barnanna o 1 n A. 2LEGGUR l OG SKEL ■* fataverslun barnanna 20% afsláttur af úlpum og skíðgöllum Nýkomið mikið úrval af sumar- fatnaði, stretch buxur, stærð 1 — 8 Nýkomnar margar tegundir af barnakerrum Póstsendum Leggur og skel sími 4070 SAMVINNU TRYGGINGAR GT. Umboðið ísafirði, sími 3555 Eftirleiðis verður umboðið opið: Mánudaga—fimmtudaga kl. 8:00 —12:00 og 13:00 — 16:00, föstudaga kl. 8:00 — 12:00 Á föstudögum verður umboðsmaður á Suðureyri til viðtals í mötuneyti Fiskiðjunn- ar Freyju frá kl. 13:30 — 17:00. Heimasími umboðsmanns 3806. aðra. Þau lög kveða á um að kostnaður við endurbætur sé greiddur af ríki og sveitarfélög- um í sömu hlutföllum og stofn- kostnaður. FERLIMÁLIN eru sígild RÉTTLÆTISMÁL Á alþjóðaári fatlaðra 1981 voru ferlimálin talsvert í sviðsljósinu, en það Ijós hefur dofnað síðan og því er mjög tímabært að vekja athygli á þessum málum nú. Ferlimálin eru sígilt réttlætismá! sem snerta stóra hópa í samfé- laginu. Tiltölulega einfaldar breytingar á byggingum og öðr- um mannvirkjum geta létt mjög spor fatlaðra sem ófatlaðra, og slíkar breytingar verða ábyggi- lega vel metnar af komandi kyn- slóðum, því lífdagar nútíma- bygginga eru oft mjög langir, og því margir sem um þær fara. Þeir einstaklingar sem njóta góðs af úrbótum í ferlimálum eru fleiri en margur hyggur. Sérstak- lega eru það þó tveir hópar manna, þar sem fötlun og ferli- mál eru samtvinnuð. í fyrsta lagi eru það blindir og sjónskertir, og í öðru lagi hreyfihamlaðir af ýmsum orsökum. Meðal hreyfi- hamlaðra höfum við hóp manna með liðasjúkdóma, bæði slit í liðum og langvarandi bólgur, sem leiða til hreyfihindrana, svo og hóp hinna lömuðu. Úrbætur í ferlimálum sem auðvelda þessum hópum að- komu og umferð koma líka fjöl- mörgum öðrum til góða, t.d. get- ur fólk með barnavagna notfært sér skábrautir á gangstéttum. Slíkar úrbætur geta líka dregið úr óhöppum og slysum á förnum vegi. ÚTTEKT A FERLIMALUM Á alþjóðaári fatlaðra 1981 var gerð úttekt á ferlimálum fatlaðra í kaupstöðvum og kauptúnum víða um land. Húsnæði, ætlað til almenningsnota var mælt með tilliti til þriggja aðalþátta. Þættirnir voru: 1. Aðkoma og stæði. 2. Aðalinngangur. 3. Tilhögun innanhúss. Skemmst er frá því að segja aö kaupstaðirnir við Isafjarðardjúp, ísafjörður og Bolungarvík voru með í þessari úttekt og fengu frekar laka einkunn. Ekki hefur ástandið batnað mikið síðan, og því er full þörf á því að hvetja vestfirska kaupstaðarbúa og aðra Vestfirðinga að sýna ferli- málum fatlaðra skilning og stuðla að því að opna fötluðu fólki fleiri dyr og fleiri leiðir í orðsins fyllstu merkingu. TILLÖGUR TIL ÚRBÓTA Þeir aóilar sem unnið hafa sérstaklega að þessum málum á undanförnum árum hafa útbúið margvíslegar leiðbeiningar sem auðvelda framkvæmdaraðilum að vinna að úrbótum. Eftirfarandi upplýsingar má finna í plaggi útgefnu af ferli- nefnd fatlaðra. Ábendingar til framkvæmda- aðila: 1. Traust handrið og handföng veita öldruðu og öðru yngra hreyfihömluðu fólki öruggan styrk, sjóndöprum og blindum leiðsögn. Lagfærum og endur- bætum gömul handrið og setjum upp ný. Handföng og handrið geta komið í veg fyrir slys. 2. Að nota hvert tækifæri sem gefst til að breyta salernum og öðrum húshlutum til hagsbóta fyrir fatlaða. í þessu sambandi er nauðsynlegt að fara eftir Rb.: leiðbeiningarblöðum frá Rann- sóknarstofnun byggingariðnað- arins sem fyrst komu út í október 1975. 3. Að sneiða úr gangstéttar- brúnum á götuhornum og víðar fyrir hjólreiðamenn og hreyfi- hamlaða. Brattinn má ekki verða of mikill þegar sneitt er úr gang- stéttarbrúnum, eða skábrautir gerðar. Lágmark 1 á móti 12. 4. Að fjölga leiðbeiningar- merkjum. 5. Armstólar eiga að vera þar sem fólk kemur saman, því margir eiga erfitt með að setjast og rísa úr sætum ef ekki er hægt að fá styrk frá örmum. Margt fleira mætti nefna í þessum dúr, en hér verður stað- ar rturnið að sinni. Við upplýsingaöflun er eðli- legast að leita til hreyfihamlaðra einstaklinga á hverjum stað og spyrja þá um hvaða hindrunum þeir mæta á leið sinni, og hvernig megi ryðja þessum hindrunum úr vegi. Átaks er þörf í ferlimálum fatl- aðra á Vestfjörðum. Úrbætur í ferlimálum eru vitnisburður um framfarir, því greiðfær bær er góður bær. Nánari upplýsingar um þessi mál má fá á skrifstofu svæðis- stjórnar Vestfjarða um málefni fatlaðra. Ævar H. Kolbeinsson, framkvæmdastjóri svæðisstjórnar Ferming í Hnífsdalskapellu Börnin hér á myndinni verða fermd í Hnífsdalskapellu á sunnudaginn klukkan 14:00. Aðspurð kváðust þau láta ferma sig til að endurnýja og staðfesta skírnina. Þau kváðust hafa verið ómálga og óvitandi þegar skírnin fór fram og því væri þeim nauðsynlegt að stað- festa skírnina og þar með trú sína með fermingu. Þau heita, t.f.v. Margrét Vestfirðingar! Leka þök eða svalir hjá ykkur? Með „Samafil" þakdúk er lekavandamálið úr sögunni. Hafið samband við skrifstofu okkar í síma 91-28280 og menn okkar á Vestfjörðum mæla upp flötinn. Við gerum föst verðtilboð ykkur að kostnað- arlausu. Nú þegar hafa 100 þúsund fermetrar verið lagðir á íslandi. Á þaki Grindavíkurkirkju er „Samafil SE" ásamt einangrun. Sarnafíl VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI TIL ENDURNÝJUNAR - TIL NÝBYGGINGA FAGTÚN HF. LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230 Brynhildur Gunnarsdóttir, Fitjateigi 1, Auður Jakobsdótt- ir, Fitjateigi 6, Vilborg Ása Bjarnadóttir, Heimabæ 3, Heiðar Svanur Óskarsson, Bakkavegi 11, Kristinn Leví Aðalbjörnsson, Bakkavegi 35 og Hermann Vernharður Jósefsson, Hlégerði 1. Valgeir Guojóns- son í kvöld fimmtudagskvöld verður skemmtidagsskrá á veg- um Skólafélags menntaskólans, þar sem fram kemur stuðmað- urinn Valgeir Guðjónsson. Eins og nafnbótin gefur til kynna er hér um að ræða einn af með- limum hinnar landsþekktu hljómsveitar Stuðmenn. Skemmtunin fer fram í bókasafni menntaskólans og hefst hún klukkan níu (21.00). Valgeir kemur þar fram og flyt- ur frumsamið efni á kassagítar, auk þess að hann verður með gamanmál. Valgeir er einmitt þekktur fyrir að Sýna á sér þá hlið, eins og best kemur fram í kvikmyndinni Hvítir mávar. en hann skrifaði handritið að þeiri mynd. Á morgun föstudag verður Valgeir svo með skemmtun í Bolungarvík og hefst hún klukkan níu i Félags- heimili Bolungarvíkur. ísfirðingar - Bolvíkingar missið ekki af þessu einstæða tækifæri til að berja goðið aug- um.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.