Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Blaðsíða 4
4 ísafjarðarkanpstaðnr Starf Elliheimili ísafjarðar Afleysingarfólk óskast til starfa við elli- heimililið og í eldhús. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3110. Starf Vinnuskólinn Yfirflokksstjóra vantar. Umsóknir berist til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir 15. maí og veitir hann frekari upplýsingar. Garðlönd Þeir sem hafa haft garðlönd á leigu frá ísafjarðarkaupstað og ætla sér að halda henni áfram, skulu hafa greitt leigugjald til bæjarskrifstofunnar fyrir 13. maí n. k. Þann 15. maí verður þeim garðlöndum, sem ekki hefur verið greidd leiga af, úthlutað til ann- arra. Þeim sem hafa hug á að fá garðlönd á leigu er bent á að hafa samband við Ásthildi Þórðardóttur, verkstjóra. Viðtalstími Föstudaginn 3. maí verða bæjarfulltrúarnir Snorri Hermannsson og Guðmundur H. Ingólfsson til viðtals við bæjarbúa á bæjar- skrifstofunni kl. 17:00 — 19:00. Bæjarstjórínn. Loftræsti- og hitakerfi Námskeið Námskeið um uppsetningu, frágang og viðhald loftræsti- og hitakerfa. Námskeiðið er ætlað blikksmiðum, rafvirkj- um, pípulagningarmönnum og öðrum þeim er vinna beint eða óbeint að uppsetn- inguloftræsti- og hitakerfa. Námskeiðið verður haldið á ísafirði dagana 10., 11. og 12. maí 1985, og hefst kl. 19:30 föstudaginn 10. maí. Inntak námskeiðsins: Þörfin fyrir loftræst- ingu. Tæki til loftræstingar. Einangrun loftstokka. Hljóðburður, hljóðeinangrun. Gaumlúgur, þjónustuleið. Eldvamalokur, bmnahólf. Viðvömnarkerfi og bilanaleit. Stjómtæki, stýribúnaður og stjómun loft- ræsti- og hitakerfa. Leiðbeinendur: Doktor Guðni Jóhannes- son verkfræðingur og Rristján Ottósson blikksmíðameistari. Allar upplýsingar gefur Erlendur Erlendsson í Blikksmiðju Erlendar, ísafirði, sími 94-4091. Til sölu Jörðin Heydalur í Reykjafjarðarhreppi er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Réttur áskil- inn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Upplýsingar veita eigendur og ábúendur í síma 94-4824. rRETTABLAHID Hanna og aðstoðarstúlka hennar sitja við að mála og pússa. Listiðnaður í Hnífsdal — Heimsókn í Keramikstofu Hönnu í ómáluðu steinhúsi við innanverðan Bakkaveg í Hnífsdal leynist í kjallara keramikstofa Hönnu Sig- urjónsdóttur. Blaðamanni lék nokkur forvitni á að vita hvað væri eiginlega gert í svona keramikstofu og heimsótti Hönnu því nýlega. Þegar komið var inn fyrir dyr blasti við í mörgum hillum ýmiskonar keramikstyttur sem greinilega voru mislangt á veg komnar í vinnslu. Ég spurði Hönnu hvernig farið væri að því að búa stytt- umar til. Hún sagði að þetta væri allt steypt í þartilgerðum mótum sem hún kaupir frá Ameríku. Mótin eru eins og kubbar í laginu, skomir sund- ur í miðju. Leirinn, sem einnig kemur að „westan“ er þunn- fljótandi þegar honum er hellt í og Hanna notar gamlar þvottavélar til að hræra leirinn í. Þegar mótið hefur verið fyllt með þunnfljótandi leirnum er það látið standa á meðan mótið sýgur í sig vatnið úr leirnum en mótið er þeim eig- inleikum gætt að það getur drukkið í sig helling af vatni. Um leið og mótið dregur í sig vatnið dregur það leirinn að hliðum holrýmisins sem fljót- andi leirinn fyllti áður og þannig verða stytturnar holar að innan. Þegar þarna er komið er mótið tekið utan af styttunni og hún látin þoma betur. Þá er styttan löguð til, snyrt og strokin og ef hún er steypt í fleiri en einu móti eins og stundum er gert þá eru hlutamir settir saman og að því búnu er hún brennd í ofni við 1200 gráður á celsíus í nokkra tíma. Eftir það er hægt að fara að mála hana með lit- um sem svo eru brenndir líka. Ég spurði Hönnu hvar hún hefði lært að gera keramik- styttur. Hún sagðist hafa lært það af konu frá Patreksfirði sem var með keramikstofu þar og einnig í keramikhúsum í Reykjavík. Hún sagðist ekki selja neitt af þeim munum sem hún gerir sjálf í verslanir heldur eingöngu til einstakra viðskiptavina samkvæmt pöntunum. Annars fer starf- semin aðallega fram í nám- skeiðaformi. Þeir sem koma á námskeiðin steypa þá sínar styttur sjálfir undir leiðsögn Hönnu og eftir að hlutnum er lokið getur viðkomandi tekið hann með sér heim og greiðir fyrir kennslu og efni. Hanna sagði einnig að nokkuð væri um það að konur sem verið hefðu á fleiri en einu nám- skeiði hjá henni fengju að nota sér aðstöðuna utan reglulegra námskeiða. „Ég er að fara út í það núna að steypa úr steinleir,“ sagði Hanna. „Hann er til í allavega litum og er mjög sjaldan mál- aður heldur er hann bara slípaður.“ Hanna hefur alveg nóg að gera og hefur reyndar stúlku í vinnu hjá sér hluta úr degi. Nýtt námskeið hefst fljótlega en hún hefur einnig hug á að fara vestur á firði með nám- skeið. Þarna stendur Hanna við nokkrar fullbúnar styttur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.