Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 02.05.1985, Blaðsíða 6
vestfirska vestfirska FRETTABLAOID Aðalfundur Eimskips — Lakari afkoma vegna óraunhæfra kjarasamninga, vaxandi verðbólgu og gengisfellinga Aðalfundur Eimskips fyrir ár- ið 1984 var haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. apríl. Halldór H. Jónsson, stjóm- arformaður Eimskips, flutti þar ræðu um starfsemi félagsins árið 1984, og kom meðal annars eft- irfarandi fram í máli hans. Heildartekjur Eimskips á ár- Andrés... Framhald af bls. 5 10 ÁRA OG YNGRI DRENGIR 1,5 KM. 1. Kristján Hauksson, Ó 7,04 2. Kári Jóhannesson, A 8,21 3. Davíð Jónsson, Ó 8,51 4. Tryggvi Sigurðsson, Ó 9,12 5. Ámi F. Elísson, I 9,31 6. Ari Þórarinsson, A 9,38 7. Gísli Ámason, I 9,40 8. Pétur Sigurðsson, I 10,03 9. Ragnar I. Jónsson, A 12,14 10. Ragnar Gunnarsson, A 12,24 SKlÐASTÖKK 11—12ÁRA DRENGIR STIG 1. Kristinn Bjömsson, Ó 174,0 2. Magnús Þorgeirsson, Ó. 159,5 3. Gunnlaugur Magnússon, A. 149,8 4. Sigurður Benónýsson, S. 147,3 5. Alfreð Alfreðsson, S. 141,7 6. Sævar Guðmundsson, A. 140,4 10 ÁRA OG YNGRI STIG 1. Ásmundur Einarsson, S. 128,8 2. Bjartmar Guðmundsson, Ó. 119,6 3. Gunnar H. Hall, S. 113,0 4. Tómas Sigurgeirsson, Ó. 108,2 5. Davíð Jónsson, Ó. 106,1 6. Sverrir Rúnarsson, A. 104,9 inu 1984 námu samtals 2.082.4 milljónum króna en árið áður voru tekjur félagsins 1.750 mill- jónir króna. Aukning í veltu milli áranna er því nítján af hundraði. Tap var af rekstri Eimskips á árinu 1984 og nam það 57.3 milljónum króna. Er það um- talsvert verri afkoma en árið áður, en þá var hagnaður 97.2 milljónir króna. Versnandi afkomu félagsins má einkum rekja til óróleika á íslenska vinnumarkaðnum, er leiddi til óraunhæfra kjara- samninga, vaxandi verðbólgu og gengisfellinga sem kostuðu Eimskip um eða yfir 100 mill- jónir króna. Siglingar bandarísks skipafé- lags með varning fyrir varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli ollu félaginu einnig verulegum tekjumissi, sem og almenn lækkun flutningsgjalda undan- farin misseri. Verðbólga í þeim löndum sem Eimskipafélagið siglir til, hafði einnig neikvæð áhrif á afkomu félagsins, en um 70% heildarútgjalda félagsins eru í erlendri mynt. Heildarflutningar Eimskips á árinu 1984 vorusamtals 723.000 tonn en voru árið 1983 669.000 tonn. Aukningin er því 8% á milli ára, og hafa flutningar fé- lagsins aldrei verið meiri í tonnum talið. Innflutningur jókst um 5% en útflutningur minnkaði um 3% milli þessara ára. Á árinu 1984 hafði Eimskip að jafnaði í rekstri 20 skip. Af þeim voru 10 skip í föstum á- ætlunarsiglingum milli landa, en önnur í stórflutninga- og leiguverkefnum. Gerður var samningur um leigu á tveimur þýskum gáma- skipum til Norðurlandasiglinga og hlutu þau nöfnin Skógafoss og Reykjafoss. Samið var um að lengja ekjuskip félagsins um 13,1 m, og var Eyrarfoss lengd- ur í byrjun desember, en leng- ingu Álafoss lauk nú í byrjun apríl. Eimskip tók á þurrleigu gámaskipið Laxfoss af bresku fyrirtæki, og er skipið, ásamt Bakkafossi og City of Perth í Ameríkusiglingum. Skipin Múlafoss, Úðafoss og írafoss voru seld á árinu. Ameríkusiglingar Eimskips voru endurskipulagðar í kjölfar siglinga bandaríska skipafé- lagsins Rainbow Navigation til Islands. Áætlanaskip Eimskips sigldu frá Reykjavík til Evrópu og þaðan til Bandaríkjanna með vörur frá Evrópu. Með þessu móti tókst að viðhalda flutningsmagni, og tryggja af- komu í þessum siglingum. I nóvember 1984 gerði Eim- skip breytingar á strandferða- þjónustu félagsins sem einkum felst í fjölgun viðkomuhafna og auknu flutningsrými við það að Mánafoss var tekinn í þessar siglingar. Frystiflutningar félagsins voru endurskipulagðir í sam- vinnu við Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna, og er fram- kvæmd þeirra breytinga nú á lokastigi og farin að skila ár- angri. Jákvæð afkoma Eimskips á árunum 1982 og 1983 gerði mögulegar ýmsar fjárfestingar hjá félaginu. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu samtals 324,5 milljónum króna. Mest var fjárfestingin í vöruafgreiðslu félagsins í Sundahöfn og ber þar hæst uppsetningin á nýjum gáma- krana. Einnig var komið upp 5000 rúmmetra frystigeymslu í Sundaskála I og er hún veiga- mikill þáttur í frystiflutninga- kerfi Eimskips. I ársbyrjun 1985 opnaði Eim- skip eigin skrifstofu í Rotter- dam í Hollandi, en félagið hafði verið með markaðsskrifstofu í Rotterdam frá því í ársbyrjun 1983. Eimskip festi kaup á hlut í nokkrum fyrirtækjum sem starfa á sviði nýrra atvinnu- greina hérlendis. Félagið hefur ennfremur í hyggju að taka þátt í stofnun hlutafélags á sviði há- tækniiðnaðar í samvinnu við Háskóla íslands og Félag ís- lenskra Iðnrekenda. Á árinu 1985 er gert ráð fyrir að flutningsmagn verði minna en árið áður. Vegna þessa og lakrar afkomu ársins 1984, verður aukins aðhalds gætt í öllum rekstri og fjárfestingum, því fyrirsjáanlegur er áfram- haldandi taprekstur félagsins á fyrri hluta þessa árs. Megin- verkefni stjómar og starfs- manna félagsins mun því bein- ast að því að snúa þessari þróun við. Af helstu verkefnum sem unnið verður að á næstunni er sala skipanna Mánafoss og Dettifoss. Leitað verður eftir stærra skipi til flutninga fyrir stóriðju, ráðgerð eru kaup á' nýjum gámum auk endurnýj- unar á hluta tækjabúnaðar vöruafgreiðslu. I athugun er hvort hagkvæmt geti verið fyrir félagið að ráðast í nýbyggingu á einu eða fleiri skipum til stór- flutninga, og ennfremur stefnir félagið að því að taka virkan þátt í uppbyggingu nýrra at- vinnugreina. vestíirska rRSTTABLAÐID NÝKOMIÐ SPEEDO SUNDFATNAÐUR ALLAR STÆRÐIR SUNDSKÝLUR VERÐ FRÁ KR. 325,- SUNDBOLIR VERÐ FRÁ KR. 525,- SOKKAR ALDREI MEIRA ÚRVAL STÆRÐIR 15 TIL 46 VERÐ FRÁ KR. 130,- FÓTBOLTA SKÓR SPORTFATNAÐUR PATRICK STÆRÐIR 35 TIL 46 VERÐ FRÁ KR. 1.200,- ADIDAS STÆRÐIR 3Vz TIL 11 VERÐ KR. 1.820,- fc SfORTHlAÐAN SL SILFURTORGI 1 = 400 ÍSAFIRÐI ^ SÍMI4123 H.F.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.