Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Page 3

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Page 3
r Slegið á þráðinn Var ísafjörður með stærstu sendinefndina, Guðmundur? Guðmundur H. Ingólfsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i bæjarstjóm ísafjarðar, var einn þeirra sem fóm fyrir bæjarins hönd á vinabæjarmótið i Hró- arskeldu í síðustu viku. Alls fóm fimm bæjarfulltrúar á mótið á- samt konum sínum. Við slógum á til Guðmundar og spurðum hann hvort það væri rétt sem fleygt hefði verið að ísfirðingar hefðu sent stærstu sendinefnd- ina á mótið. „Hvað áttu þá við, hæstu og gerðarlegustu mennina eða..? — Ég á við fjölda fulltrúa. „Það er nú mjög erfitt að meta það hvað er í sendinefnd. Við vorum fimm, plús konurn- ar. Það voru þarna þjóðir sem voru með fleiri og aðrir sem voru með færri. Ekki bar það neitt af hjá okkur.“ — Var nauðsynlegt að senda svona margt fólk? „Eflaust ekki. Það hefði eng- inn þurft að fara.“ — Af hverju var þá farið? „Það er nú einfaldlega til að vera með í þessu samstarfi. Það hefði ekkert skeð heima þó Guðmundur H. Ingólfsson. enginn hefði farið, þetta er bara spurning um hvort menn ætla að vera þátttakendur í þessu eða ekki.“ — Og er það kostnaðarins virði að taka þátt í svona móti? „Já. Þessi mót eru haldin á þriggja ára fresti. Síðast var hér mót 1976 og verður aftur eftir 6 ár. Menn verða bara að dæma um það hvort þeir vilja gera þetta svona eða ekki. En það hefur ekki verið ágreiningur um þetta í bæjarstjórn." — Veistu hvað ferð ykkar kostaði bæinn? „Það hef ég ekki hugmynd um.“ — Þér f innst ekki rétt að veita þessu fjármagni í eitthvað annað nú þegar bærinn er í f jár- kröggum? „Ég veit það ekki. Svona spurningu er ekki hægt að svara um þetta leyti. Maður kemur ekki með neinn ágóða í vasan- um af svona móti. Þetta er spuming um það hvort maður ætlar að reka sjálfstætt bæjar- félag með eðlilegum hætti. Hitt getum við alltaf rifist um hve marga menn þarf að senda. En ef menn ætla ekki að taka þátt í þessu, þá eiga þeir heldur ekki að kjósa sér vinabæi og taka þátt í norrænu samstarfi.“ — Hvað fer fram á vinabæj- armóti og hver er tilgangur þess? „Þetta er fyrst og fremst per- sónuleg kynning. Þarna er líka sérstaklega kynnt það bæjarfé- lag sem heldur mótið í hvert skipti, sem var Hróasrskelda nú. Við eigum ýmislegt ólært af þeim mönnum sem stýra bæj- armálum þar og ég held að við höfum haft gott af því að kynn- ast ýmsu sem þar fer fram.“ — Þátttaka skili sér þá fyrst og fremst í aukinni víðsýni? „Já, það held ég. Og svo líka það að menn kynnast þama fjölmörgum öðrum en þeim sem eru að dekra við þá þessa þrjá daga. Þama eru haldnir fundir, menn bera saman bæk- ur sínar og ræða málin. Hvernig eru hlutimir hjá mér og hvemig eru þeir hjá þér. Annars hef ég ekki farið á nema tvö mót þessa bæjarstjórnartíð mína, hitt var í Tönsberg. Mér þótti eiginlega meiri reisn yfir mótinu í Hró- arskeldu. Það var svo mikið að sjá og heyra.“ — Þið hafið ekki lent í neinum tungumálavandræðum? „Nei, það var ágætis tungu- málafólk í okkar hópi. Ég held að þetta hafi allt komist til skila.“ — Þannig að þú ert ánægður með þessa ferð? „Já, þetta var draumaferð.“ Sara Vilbergsdóttir sýnir á ísafirði — Frá og með laugardegi Laugardaginn 22. júní opnar Sara Vilbergsdóttir tvær sýning- ar á ísafirði. í Slunkaríki verða nokkur olíumálverk til sýnis og sölu og í anddyrinu á Hótel ísa- firði sýnir hún pastelmyndir og teikningar. Undanfarin 4 ár hefur Sara stundað nám við Myndlista- og handíðaskólann og þaðan út- skrifaðist hún nú í vor. I haust tekur við framhaldsnám í Kúnstakademíunni í Osló. Þessa stundina hamast Sara Sara viö eht verka sinna. við að vaska upp ölkrúsir og fleira á Gauki á Stöng, en ætlar að bregða af sér svuntunni og skreppa vestur um sýningar- helgina. Sara er fædd og uppalin á ísafirði og vonast hún til að sem flestir bæjarbúar skoði sýningar hennar. í samtali við blm. sagði Sara, að myndir hennar væru fígúra- tífar sjálfsmyndir, hugleiðingar um hfið og tilveruna. „Er ekki erfitt að vera lista- maður í dag?“ „Nú fer fyrst að reyna á það. Þetta er fyrsta einkasýningin og það á eftir að koma í ljós hvernig fólki líkar. Ég get varla hugsað mér að starfa við neitt annað en að mála.“ „Skemmtilegra en að vaska i FASTEIGNA- i i VIÐSKIPTI i j ÍSAFJÖRÐUR: ! Seljalandsvegur 12, (Þórsham- ! ! ar), 2x65 ferm. einbýlishús. Laust ! J eftir samkomulagi. ■ Fjarðarstræti 59, 3 herb. ibúð á ■ I 1. hæð. | Krókur 1, lítið einbýlishús úr j | timbri. Laust fljótlega. | I Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á I I 1. hæð. [ Engjavegur 30, einbýlishús. J ■ Laust eftir samkomulagi. ■ Sundstræti 25, 3 herb. íbúð á 1. . . hæð. | Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð | I á neðri hæð í tvíbýlishúsi. j Urðarvegur 80, 2 herb. íbúð á 1. I | hæð, tilbúin undir tréverk og I | málningu 1. sept. n.k. | I Aðalstræti 20. 3ja og 4ra herb. I I íbúð á 2. hæð og 3ja herb. íbúð I I á 4. hæð. [ Stórholt, 3 og 4 herb. íbúðir. ■ Hliðarvegur 35, 3 herb. íbúðál. ■ ■ hæð. | Túngata 13, 2 herb. íbúð í kjall- | | ara í þríbýlishúsi. | I Mjallargata 8, einbýlishús ásamt I I bílskúr, getur verið laus strax. I Pólgata 5, 4 herb. íbúð á 1. hæð J J í þríbýlishúsi ásamt íbúðarher- * ■ bergi í kjallara og bílskúr. ■ Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð . í þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- ! ! ara. Laus fljótlega. I Silfurgata 11,4 herb. íbúð á 2. | ■ hæð. | Lyngholt11,rúmlegafokheltein- | | býlishúsásamttvöföldumbílskúr. | I Stekkjargata 4, Iftið einbýlishús. I J Strandgata 5a, lítið einbýlishús. J [ Laust. Selst ódýrt á góðum J ■ kjörum. I BOLUNGARVÍK: I Holtabrun 2, 2x130 ferm. ófull- • I gert einbýlishús. Laust fljótlega. I [ Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. J J hæð. ■ Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á ■ . tveimur hæðum í parhúsi. | Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- | | hús. Í Miðstræti 6, eldra einbýlishús í I | góðu standi. Grunnflötur 70 ferm. | | Laust fljótlega. | I Hóll II, einbýlishús ásamt stórri I I lóð. [ Holtabrún 2, 130 ferm. ófullgert [ J einbýlishús. Skipti möguleg á [ • eldra húsnæði í Bolungarvik. • SÚÐAVÍK: I Njarðarbraut 8, einbýlishús úr I I timbri, kjallari hæð og ris. ! ARNAR GEIR ! i HINRIKSS0N, hdl. j I Silfurtorgi 1, I ísafirði, sími 4144 upp ölkrúsir?“ Nú hlær Sara. „Er ekki dýrt að sinna þessari list?“ Það er mjög dýrt. Það eru lúxustollar á öllum myndlistar- vörum. Þær eru tollflokkaðar með ilmvötnum, svo það fer bara út í þetta fólk sem er hálf- klikkað í peningamálum“, sagði Sara að lokum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.