Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 2
2 vestfirska TTABLASIS I vestfirska ~l FRETTABLAÐID Vestfirska fréttablaöiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00og 13:0017:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: ÓlafurGuðmundsson. Blaöamaður: Rúnar Helgi Vignisson. Fjármál ogdreifing: Guörún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgöarmaöur: Árni Sigurösson, Fagraholti 12, (safiröi, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafiröi. Verö í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverö er lausasöluverð reiknaö hálfsárslega eftirá. Vestfjarðameistaramót: Sigursælir Bolvíkingar Um helgina fór fram í Sundhöll Flateyrar Vestfjarðameistara- mót í sundi og var þetta í fyrsta sinn sem Sunddeild Grettis sér um mótið. A Flateyri er jafnstór Iaug og á ísafirði og í Bolungar- vík. I vetur hefur verið upp- gangur í sundlífinu á Flateyri, þar hefur starfað frönsk stúlka við þjálfun og mikill árangur er að koma í Ijós. Fimm félög sendu lið til þátttöku, UMFB, Vestri, Grettir, Stefnir og U.M.F. Ön- undur. Þátttakendur voru eitt- hvað á annað hundrað, og skrán- ingar á mótið voru um 400. Nán- ar um árangur í einstökum grein- um. 800 MTR SKRIÐSUND KVENNA Vestfj.meistari: Helga Sigurðardóttir, V .... 9.47.0 2. Hildur K. Aðalsteinsd. B . . 10.14.1 3. Margrét Halldórsd. B . . . . 10.17.0 Yfirburðir Helgu voru nokkrir og bætti hún Vestfjarðamet kvenna og stúlkna um tæpar 10 sek. Hildur K. bætti telpnametið um tæpar 10 sek. Þó vakti sérstaka athygli 10 ára stúlka frá Flat- eyri, Anna Kristín Gunnarsdóttir, er synti nú í fyrsta sinn 800 mtr. og setti hún alls þrjú Vestfjarðamet í sundinu, þ.e. í 200 mtr., 400 mtr. og í 800 mtr. Anna Kristín bætti 800 mtr. metið um rúmar 2 mín. Tímar hennar voru 200 mtr. 3.10.9 (3.16.5) og í 400 mtr. 6.32.4 (6.36.5). Svo skemmtilega vildi til að hún setti Vestfjarðamet nr. 100 á árinu, þ.e. alls hafa þá verið sett 100 met. 800 MTR. SKRIÐSUND KARLA Vestfj.meistari: Ingólfur Arnarson, V............ 8.59.5 2. Hannes M. Sigurðss., B . . . 8.59.6 3. Birgir Ö. Birgiss., V........ 9.16.7 Þetta var ein skemmtilegasta grein mótsins, enda sumir enn hásir efti hvatn- ingaróp. Þeir Ingólfur og Hannes syntu samhliða næstum alla leið, þó var Hann- es ívið á undan. Síðustu 100 mtr. tókst Ingólfi að fara fram úr, en á síðustu metrunum tók Hannes mikinn enda- sprett, sem þó nægði ekki. Báðir settu ný Vestfjarðamet, Hannes átti karla/ pilta/drengjametið á 9.13.1, þannig að Ingólfur setti nú karla og piltamet og Hannes drengjamet. Hannes er 14 ára. en Ingólfur 16 ára. Birgir Örn stórbætti sinn árangur (átti 9.52.1), og tryggði sér 3ja sætið og Hugi Harðarson, þjálfari UMFB varð fjórði á 9.16.8. 200 MTR. BRINGUSUND KVENNA Vestfj.meistari: Bára Guðmundsdóttir, V ... 2.49.8 2. Þuríður Pétursdóttir, V . . . 2.52.6 3. Pálína Björndóttir, V ... . 2.52.8 Vestrastúlkurnar urðu í fjórum fyrstu sætunum og varð skemmtileg keppni á milli þcirra, Bára bætti sinn tíma lítil- lega, en Pálína bætti sig um rúmar 5 sek. og setti nýtt telpnamet. (Fyrra met átti Bára, 2.54.3). 100 MTR. BRINGUSUND KARLA Vestfj. meistari: Símon Þ. Jónsson, B .......... 1.12.1 2. Víðir Ingason, V........... 1.14.1 3. Steinþór Bragason, V . . . . 1.16.7 Símon var nokkru frá sínu besta (1.10.6), og Víðir og Steinþór við sitt besta. 50 MTR. FLUGSUND MEYJA Vestfj.meistari: Heiðrún Guðmundsdóttir, B ... 41.4 2. Rúna Gunnarsdóttir, B........42.3 3. Jenný Hólmsteinsd., B .......42.9 Þrefaldur sigur UMFB og bætingar á tímum, sérstaklega hjá Jenný, er átti best 46.9 áður. 100 MTR. FLUGSUND KVENNA Vestfj.meistari: Helga Sigurðardóttir, V .... 1.11.6 2. Asta Halldórsd., B........ 1.15.8 3. Sigurrós E. Helgad., V . . . 1.17.0 Helga jáfnaði Vestfjarðamet sitt, og hafði talsverða yfirburði yfir hinar, enda hinar báðar nokkuð frá sínu besta. 50 MTR. SKRIÐSUND SVEINA Vestfj.meistari: Guðmundur Arngrímsson, B ... 32.6 2. Benedikt Sigurðss., B..........35.1 3. Karl Hallgrímss., B ...........35.2 Enn þrefaldur sigur til UMFB og vakti athygli að 10 ára hnokki, Benedikt, komst í verðlaunasæti, en hinir báðir 12 ára. 100 MTR. SKRIÐSUND KARLA Vestfj.meistari: Ingólfur Arnarson, V...............55.8 2. Hugi S. Harðars.,B .............56.3 3. Birgir Ö. Birgiss.VV 'og Hannes M. Sigurðss., B.........58.4 Ingólfur setti piltamet, átti best 56.2 áður. 100 mtr. skriðsund er skemmtilegt sund, og gaman á að horfa, sérstaklega svona spennandi keppni, enda tók undir í húsinu. Alls syntu 5 keppendur undir mínútu. 50 MTR: BRINGUSUND MEYJA Vestfj. meistari: Heiðrún Guðmundsdóttir, B . . . 39.4 2. Björg H. Daðadóttir, B........41.5 3. Konný Viðarsdóttir, B ........43.3 Enn aftur þrefaldur sigur til UMFB. Heiðrún setti meyjamet og bætti sig tölu- vert. 200 MTR: FJÓRSUND KVENNA Vestfj. meistari: Helga Sigurðardóttir V......... 2.37.4 2. Bára Guðmundsdóttir, V og Hildur K. Aðalsteindóttir, B . 2.45.2 3. Martha Jörundsdóttir, V . . 2.47.3 Helga sigraði með talsverðum yfir- burðum, en þær Bára og Hildur K. syntu sín í hvorum riðli þannig að ekki varð ni þar á milli. 50. MTR. BAKSUND SVEINA Vestfj. meistari: Guðmundur Arngrímsson, B . . . 40.9 2. Pétur Pétursson, B............42.1 3. Róbert Kristjánsson, B........42.8 Guðmundur var öruggur sigurvegari, hinsvegar voru fyrri riðlar, (keppt var í 4 riðlum) spennandi, Þór Pétursson, Vestra (10 ára) setti hnokkamet synti á 45.6 (fyrra met var 47.8), en í næsta riðli synti Benedikt Sigurðsson, UMFB og bætti metið og synti á 44.7 100 MTR. BAKSUND KARLA Vestfj. meistari: Hugi S. Harðarson, B ........ 1.10.9 2. Egill Kr. Björnsson, V ... 1.11.9 3. Birgir Örn Birgisson, V . . . 1.12.4 Hugi var talsvert frá sínu besta, (1.05.67), en var öruggur sigurvegari, þrátt fyrir að Egill og Birgir Örn hafi fylgt vel á eftir. 4x50 MTR. SKRIÐSUND MEYJA Vestfj. meistari: Meyj a sveit UMFB.............. 2.24.8 2. B-meyja sveit UMFB .... 2.41.4 3. A-sveit Grettis............. 2.50.1 4x100 MTR: FJÓRSUND KVENNA Vestfj. meistari: Stúlknasveit Vestra ........... 4.51.7 2. B-sveit Vestra.............. 5.10.6 3. A-sveit UMFB .............. 5.12.3 Stúlknasveit Vestra synti á tæpum 4 sek. betri tíma en íslandsmet þeirra er, og voru öruggir sigurvegarar. Hinsvegar kom sérstaklega á óvart að B-sveit Vestra skyldi sigra A-sveit UMFB. Eftir að tvær Vestra stúlkurnar höfðu synt var sveit UMFB með forystu, og þriðja stúlka UMFB kom inn á undan stúlk- unni frá Vestra. Síðasta sprett fyrir Vestra synti Pálína Björnsdóttir, og Hildur K. Aðalsteinsdóttir, fyrir UMFB. 4x100 MTR. SKRIÐSUND KARLA Vestfj. meistari: Sveit Vestra..................... 3.52.2 2. Sveit UMFB.................... 3.56.5 3. B-sveit Vestra, .............. 4.26.1 Sveit UMFB leiddi fyrstu tvo spretti. en þeir Birgir Örn og Ingólfur úr Vestra- sveitinni, eltu uppi UMFB sveitina, og komu hálfri laugarlengd á undan í mark. Eftir tvo fyrstu dagana, stóðu stigin þannig að: UMFB hafði 213 stig, Vestri hafði 171 og Grettir hafði 12 stig. Síðasti keppnisdagurinn var svo sunnudagurinn 23. júní. 200 MTR. BRINGUSUND KARLA Vestfj. meistari: Símon Þ. Jónsson, B ....... 2.34.2 2. Víðir Ingason, V........ 2.41.1 3. Steinþór Bragason, V . . . . 2.46.0 Loksins féll næstum 20 ára gamalt Vestfj. met Fylkis Ágústssonar Vestra, en Símon setti bæði karla og piltamet, og sigraði með yfirburðum. 100 MTR. BRINGUSUND KVENNA Vestfj. meistari: Þuríður Pétursdóttir, V..... 1.19.5 2. Bára Guðmundsdóttir, V . . 1.20.4 3. Björg A. Jónsdóttir, V . . . 1.20.7 Vestri fékk fjórar fyrstu, enda bringu- sundsstúlkurnar úr Vestra nokkuð sterk- ar á landsvísu. 50 MTR. FLUGSUND SVEINA Vestfj. meistari: Guðmundur Arngrímsson, B . . . 40.8 2. Hlynur T. Magnússon, V .... 41.6 3. Pétur Pétursson, B. og Þór Pétursson, V.............42.1 í fyrsta riðli (af fjórum) synti Ben- edikt Sigurðsson, UMFB á nýj u hnokka- meti 44.2 (gamla metið 44.6), en í 3ja riðli kom Þór Pétursson, Vestra, og bætti um betur, synti á 42.1 og náði 3ja sæti. Það er kannski athyglisvert að Þór bætti sinn tíma úr 49.6, og sýndi aðdáun- arvert keppnisskap. Guðmundur synti á sínum besta tíma, en Hlynur bætti sig um tæpar 3 sek. 100 MTR. FLUGSUND KARLA Vestfj. meistari: Ingólfur Arnarson, V........... 1.03.6 2. Hannes M. Sigurðsson, B 1.06.8 3. Birgir Örn Birgisson, V . . . 1.10.1 Ingólfur bætti Vestfjarðamet karla og pilta, úr 1.04.4, og var nokkuð öruggur sigur hjá honum, Símon Þ. Jónsson, UMFB var dæmdur úr leik. 50. MTR. SKRIÐSUND MEYJA Vestfj. meistari: Heiðrún Guðmundsdóttir, B . . . 34.0 2. Konný Viðarsdóttir B..........34.5 3. Björg H. Daðadóttir, B........34.7 og enn einn þrefaldur sigur hjá UMFB. 100 MTR. SKRIÐSUND KVENNA Vestfj. meistari: Helga Sigurðardóttir, V .... 1.01.3 2. Sigurrós E. Helgadóttir.v • 1.05.0 3. Martha Jörundsdóttir, V .. 1.05.9 Vestfjarðamet Helgu í 100 mtr. skriðsundi er 1.01.2, oghefur hún jafnað það tvisvar, en var nú aðeins broti frá. Nú þrefaldur sigur hjá Vestra. 50 MTR. BRINGUSUND SVEINA Vestfj. meistari: Róbert Kristjánsson, B.............44.5 2. Rúnar Arnarsson, B..............45.1 3. Halldór Sigurðsson, V...........45.9 Þegar skoðaðir eru tímar hjá meyjum, sést að fyrstu fjórar höfðu betri tíma, sem segir frekar til um hve meyjarnar eru stcrkar. Guðmundur Arngrímsson, UMFB hafði forystu, en var dæmdur ó- gildur. 200 MTR. FJÓRSUND KARLA Vestfj. meistari: Hugi S. Haraðarson, B....... 2.18.9 2. Ingólfur Arnarson, V . . . . 2.21.1 3. Egill Kr. Björnsson, V ... 2.30.7 Hugi átti betri fyrri helming, flug og bak-sprett, en Ingólfur dró á hann í bringu og skrið-spretti, sem þó nægði engan veginn. Ingólfur setti Vestfj. met pilta. 50. MTR. BAKSUND MEYJA Vestfj. meistari: Heiðrún Guðmundsdóttir, B . . . 43.2 2. Jenný Hómsteinsdóttir, B ... 44.8 3. Konný Viðarsdóttir, B ........45.0 Þar með hafði Heiðrún sigrað í öllum meyjagreinunum, og verið í sigursveit UMFB í boðsundi. Hún var sú eina á mótinu er vann allar sínar greinar, og er greinilega mikið efni hér á ferð. 100 MTR. BAKSUND KVENNA Vestfj. meistari: Martha Jörundsdóttir, V .... 1.15.8 2. Sigurrós E. Helgadóttir, V . 1.19.1 3. Ásta Halldórsdóttir, B ... 1.21.8 Sigur Mörthu var aldrei í hættu (enda Martha landsliðskona), þrátt fyrir að nú synti hún langt frá Vestfjarðameti sínu, sem er 1.12.6. Þær hinar voru líka frá sínu besta. 4x50 MTR. SKRIÐSUND SVEINA Vestfj. meistari: A-sveinasveit UMFB............... 2.20.9 2. A-sveinasveit Vestra........ 2.23.9 3. B-sveit UMFB.................. 2.35.4 4x100 MTR. FJÓRSUND KARLA Vestfj. meistari: Sveit UMFB....................... 4.27.8 2. Sveit Vestra ................. 4.31.9 3. B-sveit UMFB.................. 4.57.4 Keppnin stóð fyrst og fremst milli sveita Vestra og UMFB, og var fyrst og fremst forskot Huga í baksundi á Ves- tramanninn Egil upp á 6.8 sek. sem skil- aði sigri til sveit UMFB. 4xl00MTR. SKRIÐSUND KVENNA Vestfj. meistari: Stúlknasveit Vestra ............. 4.18.2 2. Sveit UMFB..................... 4.30.7 3. B-sveit Vestra................ 4.45.6 Stúlknasveitin hjá Vestra synti á 7.2 sek. betri tímaen Islandsmet þeirra, sem segir okkur að þær eigi að geta bætt það met. Sá staðall sem notaður er til að breyta tímum úr 16 mtr. laug í 25 mtr. laug segir svo til um. Þetta var 28. og síðasta grein mótsins, og voru síðan afhent verðlaun fyrir besta félagið, og besta árangur í karla, kvenna, sveina og meyjaflokki. Stigakeppnin fór þannig að UMFB fékk, 399 stig, Vestri fékk 331 stig, og Grettir fékk 16 stig. Helga Sigurðardóttir, Vestra, fékk VOLVO-styttu fyrir besta afrek mótsins í kvennaflokki, 714 stig, fyrir 100 mtr. skriðsund. Ingólfur Arnarson, Vestra, fékk VOLVO-styttu fyrir besta afrek mótsins í karlaflokki, 692 stig, fyrir 100 mtr. skriðsund. Heiðrún Guðmundsdóttir, UMFB fékk afreksbikar fyrir besta afrek í meyjaflokki, 544 stig fyrir 50 mtr. bringusund. Guðmundur Arngrímsson, UMFB, fékk afreksbikar fyrir besta afrek í sveinaflokki, 330 stig fyrir 50 mtr. skriðsund. Á mótinu voru sett alls 23 ný Vest- fjarðamet, og hafa nú verið sett alls 120 frá áramótum. Af þessum 120 metum, hefur Helga Sigurðardóttir, Vestra sett 36 met, Ingólfur Arnarsson, Vestra sett 23 met, Ánna Kristín Gunnarsdóttir Gretti sett 14 met, og Martha Jörunds- dóttir, Vestra sett 10 met. Sundfólk Vestra hefur sett 80 af þessum metum , sundfólk UMFB sett26mct. ogsundfólk Grettis, (Anna Kristín) 14 met. Ekki verður svo skilið við Vestfjarða- mótið að ekki sé ritað um hina skemmti- legu listsundsýningu er sundfólk Grettis sýndi við setningu ' mótsins. Franski þjálfarinn hafði æft listsundsýningu sér- staklega fyrir þessa setningu, og var hóp- ur sundfólks sem tók þátt. Hrifust áhorf- endur mjög af þessari sýningu, og luku gestir miklu lofsorði á þetta framlag til mótsins. Er þess vænst að þessi sýning geti orðið á Aldursflokkamóti íslands sem fram fer á Akureyri nú eftir tæpan mánuð. vestíirska ITTABLASID Smáauglýsingar TIL SÖLU Oldsmobile Delta 88 diesel, ár- gerð 1980. Ásgeir G. Sigurðsson, Selja- landsvegi 76, sími 3666. TIL SÖLU Volvo 244 GL, árgerð 1979, sjálfskiptur með vökvastýri. Upplýsingar í síma 3068. TIL SÖLU Casita fellihýsi, lítið notað, svefnpláss fyrir 5. Upplýsingar í síma 94-3721. SAMEIGINLEG SAMKOMA á Hjálpræðishernum sunnu- daginn 30. júní kl. 20:30. Hvítasunnusöfnuðurinn og Hjálp- ræðisherinn. TIL SÖLU Volvo 244 GL, árgerð 1981, ek- inn 60 þús. km. Upplýsingar í síma 3233. TIL SÖLU tjaldvagn af gerðinni Camp Tourist. Upplýsingar í síma 4050. TIL SÖLU Toyota Hilux, árgerð 1981. Skipti á ódýrari japönskum bíl koma til greina. Á sama stað er til sölu 5 gíra drengjahjól, verð 4.500 kr. Upplýsingar í síma 3448. TIL SÖLU Saab 96, árgerð 1974. Þarfnast lagfæringar. Verð kr. 12.000. Upplýsingar ( síma 4258 eða 3949. ÓSKA EFTIR að fá keypt lítið borðstofuborð og stóla í „gamla“ stílnum. Upplýsingar í síma 3163. GÍTARKENNSLA Tek að mér að kenna á gítar. Upplýsingar gefur Rúnar Þóris- son í síma 3325. VÉL í FORD BRONCO Óska eftir að kaupa 8 cyl. Bronco vél. Upplýsingar í síma 3223 eða 3100 Árni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.