Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 27.06.1985, Blaðsíða 4
vestfirska rRETTABLADID í saf iarð arkan pstaður Lausar stöður Staða afgreiðslugjaldkera er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 6. júlí n.k. Staða forstöðumanns tæknideildar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k. Upplýsingar um ofangreind störf gefur undirritaður í síma 3722 eða á bæjarskrif- stofunni. Bæjarstjórinn. LEIKSKÓLINN VIÐ HLÍÐARVEG Fjórar stöður starfsmanna 65% eftir há- degi frá ágúst og sept. Staða forstöðumanns er laus nú þegar. Laun skv. 19. lfl. B.S.R.B. LEIKSKÓLINN VIÐ EYRARGÖTU Þrjár stöður fóstra eða þroskaþjálfa við nýtt dagheimili og leikskóla við Eyrargötu frá 1. ágúst n.k. Einnig störf aðstoðarmanna við umönnun barna og störf við matseld. LEIKSKÓLINN í HNÍFSDAL Staða forstöðumanns frá 1. ágúst. Laun skv. 19. lfl. B.S.R.B. Upplýsingar um stöður þessar veitir for-. stöðumaður og Ragnhildur Sigmundsdótt- ir í síma 3565. Félagsmálastjórinn BRÆÐRATUNGA, ÞJÁLFUNAR- OG ÞJÓNUSTU- MIÐSTÖÐ FATLAÐRA Á VESTFJÖRÐUM Skrifstofumaður óskast til starfa í Bræðratungu. Vélritunar- og bók- haldskunnátta áskilin. Starfsreynsla æski- leg. Upplýsingar í síma 3290 eða 3224. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vest- fjörðum og Bræðratunga, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörðum. Bræðratunga, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra á Vestfjörðum óskar eftir að ráða starfsmann til nætur- vörslu svo og í ræstingar, fullt starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 3290. Ibúð óskast Viljum taka á leigu 2ja til 3ja herbergja íbúð fyrir starfsmann okkar. Upplýsingar veitir Gestur Halldórsson í síma 3711, eða 3180 (heima). Vélsmiðjan Þór hf Sími 3711 Okkur hefur orðið vel ágengt — segir Bragi Beinteinsson, yfirlögregluþjónn Störf þeirra manna sem sinna löggæslu hafa ávallt verið umdeild og munu verða það um ókomna framtíð. Menn greinir á um hlutverk og valdssvið lögreglunnar og hafa sumir gengið svo langt að saka lögregluna um ósanngirni og jafnvel valdníðslu. Eru Isfirðingar engin undantekning hvað þessar ásakanir varðar. Við örkuðum á fund Braga Beinteinssonar, yfírlögregluþjóns, og spurðum hann hvert væri hlutverk lögregiunnar í bæ eins og Isafírði. Það er margþætt. í lögum og reglum um meðferð opinberra mála segir: „Hlutverk þeirra [þ.e. lögreglumanna] er að halda uppi lögum og reglu, greiða götu manna, þar sem það á við, stemma stigu við ólögmætri hegðun og vinna að uppljóst- runum brota, sem framin eru, og vera rannsóknardómara til aðstoðar í hvívetna“. — Hvernig stendur ísfirska lögreglan sig í þessu hlutverki? Hún stendur sig síst verr en annars staðar. Okkur hefur orðið vel ágengt í mörgum málum. Lögreglustarfið er þess eðlis, að það er stundum erfitt að sjá ávinninginn strax. Hann getur komið í ljós síðar eða fíonum er haldið innan em- bættisins, ekki gerður opinber. — í hvað fer mestur tími í ykkar starfi? Það er afar misjafnt og árs- tíðabundið. í klukkustundum talið fer mestur tími í almennt eftirlit. Oft skilur fólk ekki til- ganginn með þessu eftirliti, en það myndi skilja það ef við værum ekki á ferðinni. Þetta er eitt af þessum fyrirbyggjandi störfum. Það er númer eitt að vera á ferðinni. Um helgar tengjast störfin ölvun að mestu leyti, þ.e. eftirlit með dansstöð- um og aukið umferðareftirlit vegna ölvaðra ökumanna. — Er ölvun við akstur al- gengari hér en annars staðar? Við erum í hærri kantinum. Af hverjum 1000 íbúum voru teknir hér 13 ölvaðir ökumenn árið 1983. Mér sýnist ætla að verða mikil aukning á þessu ári miðað við undanfarin ár. — Telurðu að tilkoma vín- veitingahúsa eigi einhvern þátt í þessari aukningu? Já, alveg tvímælalaust. Með- an Dokkan var og hét þá kom stór hluti beinlínis þaðan. En hér kemur líka til aukið eftirlit. — Þú minntist áðan á árstíða- bundin störf. Já, við þurfum oft að veita aðstoð á veturna þegar færð fer að þyngjast, því við erum með góðan bílakost og best í stakk búnir til að veita slíka aðstoð. Við höfum þó reynt eftir megni að komast hjá pessu, því þetta veldur óeðliíega miklu sliti á bílunum, sérstaklega dráttur. I raun er okkur bannað að draga nema þegar brýna nauðsyn ber til. — Hvað er ykkar löggæslu- svæði stórt? Við erum með báðar ísa- fjarðarsýslurnar, upp á Dynj- andisheiði, upp á Þorskafjarð- arheiði, út á Snæfjallaströnd og svo sjáum við um þjóðgarðinn. — Hve mörgum lögreglu- þjónum er ætlað að sinna þessu svæði? Við erum tólf, ellefu innan þessara veggja og einn rann- sóknarlögreglumaður. Svo eru starfandi héraðslögregluþjónar í sveitarfélögunum hér í kring, utan Bolungarvíkur, sem er sérstakt lögsagnarumdæmi. Héraðslögregluþjónar sinna einungis uppáfallandi verkefn- um, t.d. dansleikjavöktum og bifreiðaárekstrum. — Hvað eru margir á vakt í einu? Hér eru þrír að öllu jöfnu á tólf tíma vöktum. Það er unnið í fjóra daga og fri í fjóra. Ég er hér til uppfyllingar á daginn frá 8:00 — 17:00, en eftir það kemur þriðji maður og er hér fram á morgun. — Hvemig er aðstaðan héma, bæði fyrir ykkur og ykk- ar „gesti“? Hún er vægast sagt bágborin. Þetta eru um 160 ferm. með bílskúrogfangageymslum. Hér er nánast engin aðstaða til eins eða neins, húsið meira að segja lekur. Þetta stendur þó allt til bóta. Við förum í kálfinn svo- kallaða í væntanlegu stjórn- sýsluhúsi í stað áfengisútsöl- unnar. Þangað flyst öll starf- semi lögreglunnar í u.þ.b. 340 ferm. húsnæði. Þar verður að- staða fyrir yfirlögregluþjón og varðstjóra, kaffistofa, herbergi fyrir skýrslugerð, fjarskiptaher- bergi, aðstaða fyrir rannsókn- arlögreglumann, böð og bún- ingsaðstaða, bílgeymsla, fleiri fangaklefar og sérstakur gæslu- varðhaldsklefi. — Hvaða munur er á gæslu- varðhaldsklefa og venjulegum fangaklefa? Gæsluvarðhaldsklefinn er stærri og rúmbetri og nýtur dagsbirtu, en venjulegur klefi er t.d. gluggalaus. Það má einnig geta þess, að í nýja húsnæðinu verður hægt að fara inn í bíl- geymslu með fanga og taka þá úr bílunum inni. Það verður bærilegra fyrir alla aðila.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.