Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 2
VEStfirska [ rRETTABLADID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjómarskrifstofa og auqlýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Amar Þór Ámason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Ámi Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. RStstjórnargrein: Fiskveiðistefnan og Vestfirðlngar Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra fundaði með Vestfirðingum á opnum fundi í Hnífsdal á mánudaginn var. Hann kom hér til þess að kynna fiskveiðistefnu sína, en hann hyggst nú fá hana lögfesta til þriggja ára. Halldór er fyrsti maðurinn á stóli sjávarútvegsráðherra, sem setur kvótaskiptingu á almennar fiskveiðar. Eftir að sýnt þótti að takmarka þyrfti aflamagn á þorskveiðum, fylgdu fyrir- rennarar hans þeirri stefnu að beina sókninni með tíma- bundnu veiðibanni í aðrar fisktegundir. Á Hnífsdalsfundinum var fiskveiðistefna sjávarútvegs- ráðherra mjög gagnrýnd og af undirtektum fundarmanna var auðráðið að Vestfirðingum líkar stórilla við þá stjórn- un sem nú er viðhöfð og ráðherra hyggst nota. Vestfirðing- ar hafa aldrei sætt sig við kvótaskiptingu, þótt þeir féllust á það árið 1983, að hún skyldi reynd um eins árs skeið. Um aflamarks/sóknarmarksleiðina sagði Jón Páll Hall- dórsson, framkvæmdastjóri og vara fiskimálastjóri meðal annars eftirfarandi. „Ég fæ ekki séð að breytingin hafi á nokkurn hátt orðið til bóta. Ekki hefur tekist að ná fram neinum af þeim meginmarkmiðum sem að var stefnt, en þau voru: Áð staðið væri við þau aflamörk, sem sett voru í upphafi árs. Að bæta gæði hráefnis og að draga úr til- kostnaði við veiðarnar.“ Einnig sagði Jón Páll: „En það er fleira, sem farið hefur úr böndunum með hinni nýju stefnu ráðherrans. Með tegundamarkinu tókst að koma í veg fyrir árekstra milli veiða og vinnslu og tryggja á allan hátt betur samræmingu þessara tveggja meginþátta sjávar- útvegsins. Þetta hefur gjörsamlega mistekist með þeim alvarlegu afleiðingum, sem nú blasa hvarvetna við þeim, sem ekki eru svo rígbundnir af kenningum ráðherra að þeir sjá ekki annað.“ Það fór ekki framhjá neinum, sem sat fund sjávarútvegs- ráðherra, að Vestfirðingar hafa miklar áhyggjur af framtíð byggðarlagsins vegna fiskveiðistefnu ráðherrans. Þeir telja að að með henni séu hagsmunir fiskveiðanna, fiskvinnsl- unnar og fiskvinnslufólksins fyrir borð bornir. Vestfirðing- ar telja að forsendurnar fyrir skiptingu fiskveiðikvótans séu fyrir löngu brostnar, þar sem miðað sé við afla áranna 1981 til 1983 og allar aðstæður eru gjörbreyttar síðan þá. Þeir óttast að hið þrönga svið sem fiskveiðunum er ætlað kalli á misnotkun og eftirlitskerfi, sem hætta sé á að bólgni út og vaxi á kostnað þeirra, sem að framleiðslustörfum vinna. Vestfirðingar telja að verði fiskveiðistefna Halldórs samþykkt og kvótaskipting lögfest til lengri tíma, þá verði það óhjákvæmilega til þess að rýra enn hlut framleiðslu- byggðarlaganna með þeim afleiðingum að frekari fólks- flótti verði en þegar er orðinn. Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir þeim þunga undirtóni kvíða og þykkju, sem var auðfundinn á Hnífsdalsfundi sjávarútvegsráðherra á mánudaginn. Jón sér um kirkjugardlnn Sóknamefnd Bíldudalssóknar hef- ur falið Jóni Kr. Ólafssyni að sjá um Kirkjugarðssafnaðarins við Litlu-Eyri. Ber honum að sjá til þess að við allar framkvæmdir i garðinum sé farið eftir reglum Umsjónarmanns kirkjugarða á íslandi. 7 MATAR- HORNIÐ Matarhora vestfirska frétta- blaðsins er að þessu sinni í um- sjá hjónanna Jóns Jóhannes- sonar og Sigrúnar Magnúsdótt- ur. Fyrir þessa uppskrift hlutu þau hjón sérstaka viðurkenn- ingu f samkeppni sem Osta- og Smjðrsalan efndi til, fyrr á þessu ári. Ostavöfflur 8 — 10 stk. 2egg 300 gr rifinn Tilsitter ostur 250 gr hveiti 100'gr heilhveiti 3 tsk lyftiduft 4 dl mjólk 200 gr bræddur smjörvi 2 msk kínversk soyasósa Egg, ostur og þurrefni eru sett í hrærivélarskál, mjólkinni bætt út í smátt og smátt. Bræddum smjörvanum er bætt út í og allt hrært þangað til deigið er orðið jafnt og þykkt. Bakað í vöfflu- járni við háan hita, þar til vöffl- umar em orðnar vel bakaðar. Þá em þær settar á bökunarrist og látnar kólna. Það má alls ekki stafla þeim meðan þær em heitar. Vöfflumar em góðar með smjöri, áleggi, sýrðum rjóma og mysuosti eða hvers konar ídýf- um. Einnig með tæmm kraftsúp- um, Ld. franskri lauksúpu. Þessir duglegu krakkar úr Súðavík héldu tombólu til ágóða fyrir Rauða krossinn, þau söfnuðu 1100 krónum. Þau heita, frá vinstri talið: Gunnar Júl. Matthíasson, Steinunn Matthíasdóttir, Belinda Ýr Hilmarsdóttir og Sigriður Helga Hilmarsdóttir. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 114-400 ÍSAFJÖRÐUR Ræsting Heilsugæslustöðin á Isafirði óskar að ráða nú þegar starfsmann til ræstinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri og/eða framkvæmdastjóri í síma 3811. Oryggisgler fyrir bíla, báta og vinnuvélar. Bólstrun ogklæðningar Völusteinsstræti 2a, Bolungarvík sími 7405. Kvöldskólinn: Engíiin forstöðu- maður Mjög illa hefur gengið að ráða forstöðumann að Kvöldskólanum á tsafirði. Að sögn Magdalenu Sig- urðardóttur varaformanns skóla- nefndar hafa engar umsóknir borist þrátt fyrir ftrekaðar auglýsingar. Skólinn hefur verið starfræktur undanfarinn ár við nokkuð góðar undirtektir. Var það aðallega full- orðið fólk sem notfærði sér þessa þjónustu. í skólanum sem starfaði f tveim átta vikna önnum á hverjum vetri, var boðið upp á kennslu f margvíslegum greinum. Fór kennsl- an eingöngu fram á kvöldin, og hentaði skólinn þvf vel fólki sem viidi auka þekkingu sína f einstök- um greinum. Ný hár- greiðslu- stofa Ný hárgreiðslustofa hefur verið opnuð á ísafirði, og er eigandi hennar Sigrfður A. Þrastardóttir hárgreiðslumeistari. Sigríður er fædd á ísafirði og ólst þar upp til átta ára aldurs, en þá Sigríður Þrastardóttir. flutti hún til Reykjavíkur. Sigriður hóf nám í hárgreiðslu árið 1979, og fékk hún meistararéttindi nú á þessu ári, en iðnina nam hún hjá Matta, Reykjavík. Vestfirska fréttablaðið brá sér í heimsókn á nýju hárgreiðslustofuna nú á þriðjudag, og spurði þá Sigríði hvemig aðsókn hefði verið síðan opnað var. Hún sagði aðsókn hafa verið mjög góða það sem af er og sagði mikið hafa verið hjá sér að gera. Opið er virka daga frá kl. 9:00 til kl. 18:00 og 9:00 til 12:00 á laugar- dögum. K.I. lætur slátra á Hólmavík Um það bil hálfur mánuður er sfðan slátrun hófst í sláturhúsi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavfk. Húsið er ekki enn rekið á fullum afköstum þar sem nokkuð hefur skort vinnuafl. Það nýmæli verður á rekstri slát- urhússins að tekið verður fé til slátrunar úr Inndjúpi. Era það ein- göngu bændur í Snæfjalla- og Nauteyrarhreppi sem flytja fé sitt til slátrunar á Hólmavík. Slátrun þessi er á vegum Kaupfélags Is- firðinga og fer fram samkvæmt samningi kaupfélaganna sín á milli. Jón Alfreðsson kaupfélags- stjóri á Hólmavík sagði að hann reiknaði með að slátrað yrði á þriðja þúsund fjár úr Inndjúpi. Sláturhúsið á Hólmavík getur tekið á móti 17 til 19 þúsund fjár á hausti sé það rekið á fullum afköstum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.