Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 6
vestlirska Leikskóli við Hlíðarveg Tvær stöður starfsmanna eftir hádegi (65%) lausar til umsóknar. Væntanlegir starfs- menn geta fengið forgang að leikskólapláss- um fyrir böm sín. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3185._________________________________ Heimilisþjónusta Starfsmaður óskast í hlutastarf. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722. Félagsmálastjórí. Lausar stöður Staða aðalbókara er laus til umsóknar. Æski- leg menntun er viðskiptafræði eða reynsla í bókhaldsstörfum og tölvumálum. Upplýsingar gefa aðalbókari eða bæjarstjóri í síma 3722 eða á bæjarskrifstofunum._ Staða byggingarfulltrúa er laus til umsóknar. Upplýsingar gefa forstöðumaður tæknideild- ar eða bæjarstjóri í síma 3722 eða á bæjar- skrifstofunum. Bæjaistjórínn. HELGARSEÐILL 4. — 6. október Forréttir: Reyktur rauðmagi m/Chantillisósu og ristuðu brauði ☆ Karrýlöguð rækjusúpa Fiskreftir: Hvítlauksristaðir humarhalar mlristuðu brauði ☆ Rjómasoðinn skötuselur í rósmarinsósu ☆ Kjötréttir: Gratineruð lambabujfsteik mlristuðum kjörsveppum ☆ Ofnsteikt Pekingönd „Orange“ m/sykurbrúnuðum kartöflum 'bHeilsteikt nautafillet mlbakaðri kartöflu og koníakssósu Desert: Jarðarber m/rjóma Munið kabarettborðið í hádeginu á sunnudögum og kaffihlaðborðið alla daga vikunnar Vegna stóraukinnar aðsóknar viljum við benda gestum okkar á að panta borð í tíma Verið velkomin. Borðapantanir í síma 4111 HÓTEL (SAFJÖRÐUR SÍMI4111 Frá bæjar- stjóm ísafjarðar Á fundi bæjarstjórnar ísafjarðar 19. september s.l. var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt. Yfirlýsingin óskast birt i blaði yðar: „Með hliðsjón af þeim blaða- skrifum, sem staðið hafa yfir vegna byggingar söluíbúða fyrir aldraða við Hlíf og byggingar stjómsýslu- húss á Isafirði vil bæjarstjóm taka fram, að útboð og val á verktökum að byggingunum hefur ekki komið til ákvörðunar í bæjarstjóm. Yfir- lýsingar einstakra manna vegna þessara mála em því bæjarstjóm óviðkomandi.“ í kjölfar yfirlýsingarinnar ósk- uðu bæjarfulltrúarnir Guðmundur H. Ingólfsson og Snorri Her- mannsson eftirfarandi bókunar á fundinum og óskast hún einnig birt í blaði yðar: „Vegna samþykktar bæjar- stjómar um yfirlýsingu varðandi útboð Byggingarsamvinnufélagsins Hlífar á framkvæmdum Hlífar 2, viljum við taka fram, að við greiddum ekki atkvæði við af- greiðslu málsins í bæjarstjóm og emm því óbundnir af yfirlýsingu meirihluta bæjarstjómar.“ Virðingarfyllst, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Leikfélög sameinast Leiklistarsamband Vestfjarða var stofnað í Flókalundi á Barða- strönd laugardaginn 14. september siðast liðinn. Á fundinn mættu 25 manns frá 7 leikfélögum á Vest- fjörðum. Það voru Litli Leikklúbb- urinn á Isafirði og leikfélögin i Bolungarvlk, Flateyri og Patreks- firði, auk þess Hallvarður Súgandi á Suðureyri, Baldur á Bfldudal og Flókaflokkurinn á Barðaströnd. I lögum sambandsins segir að markmið þess sé að efla og við- halda leiklistarstarfsemi á Vest- fjörðum auk þess að stuðla að auknum tengslum leikfélaga og leikhópa. Við ræddum við Höllu Sigurðardóttur á Isafirði sem var kjörinn formaður hins nýstofnaða sambands og spurðum hana hvaða árangur þau vonuðust helst til þess að sjá af starfi sambandsins. Hún sagði að efling leiklistar væri núm- er eitt tvö og þrjú eins og hún orð- aði það, þau vildu gjama sjá mun meira samstarf miUi félaganna á Vestfjörðum; og þá helst í formi sameiginlegra námskeiða og sam- vinnu að leiklist, mætti jafnvel hugsa sér Vestfirska leiklistarhátíð. „Við erum full arf bjartsýni á framtíðina en ætlum okkur þó að fara hægt af stað,“ sagði Halla. Hún sagði að undirbúningur að stofnun sambandsins hefði staðið í rúmt ár áður en látið var til skarar skríða. Hún sagði að ástæðan fyrir því að leikfélög á Ströndum væru ekki innan vébanda sambandsins væri sú að þau hefðu vegna land- fræðilegrar legu kosið að starfa með samskonar sambandi á Norð- urlandi. Halla sagði að það mætti líta á það sem upphafið að raun- verulegu samstarfi að Leikfélagið i Bolungarvík og Litli Leikklúbbur- inn á Isafirði hefðu ákveðið að haida sameiginlega árshátíð nú i haust, mætti segja að þar með væri fyrsta skrefið stigið til aukins sam- starfs. Formaður Leiklistarsambands Vestfjarða og aðalhvatamaður að stofnun bess er Halla Sigurðar- dóttir á Isafirði, aðrir í stjóm em Þorbjörg Magnúsdóttir, Bolungar- vík og Sigrún Gerða Gisladóttir, Flateyri. vestfirska rRETTABLAEID hv W Veitingahús Skeiði © 4777 OPÐ: Fimmtudag .......kl. 21.00 — 23.30 Föstudag.........kl. 19.00— 3.00 Laugardag........kl. 19.00— 3.00 Sunnudag ........kl. 21.00 — 23.30 Helgarmatseðill 27. — 28. september 1985 Rjómalöguð aspargussúpa Argentauil Grafin smálúða m/sinnepssósu — • — Rjómasoðinn skötuselur Safron Nautapiparsteik m/fylltri kartöflu Hvítlauksfyllt lambabuff í rósavíni Pönnusteikt grísasneið Calkutta Jarðarberjahlaupterta m/þeyttum rjóma Við bjóðum veisluþjónustu fyrir minni og stærri hópa_ Hámarksgæði og góð þjónusta Pantið tímanlega Símar 4777, 3221 og 3850 xflf IBUÐ OSKAST Tveimur matreiðslumeisturum bráðliggur á 4ra til 5 herbergja íbúð, eða raðhúsi til leigu í skemmri eða lengri tíma. Mjög þrifalegir. Upplýsingar í síma 4211 milli kl. 9:00 og 18:00 þríðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Hjartans þakklæti til bama minna og dótturdætra, sem bám alla umhyggju fyrir 85 ára afmæli mínu. Einnig þakka ég vinum mínum fyrir gjafir, blóm og skeyti og aðra vinsemd. Guðs blessun veri með ykkur öllum. Guðmunda M. Pálsdóttir Hlíf, ísafirði. Músikleikfimi fyrir konur hefst mánudaginn 7. október kl. 20.00. Kennt verður á mánudögum kl. 20.00 (sund á eftir) og á fimmtudögum kl. 20.00. Innritun í símum 3035 og 3696. Guðríður og Ranný. Frá stofnfúndi LeikVest í Flókalundi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.