Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 8
8 vestfirska rRETTABLADin Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bílnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. Bílaleiga Car rental GEYSIR BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015 Smáauglýsingar TIL SÖLU ónotaður, eins borðs Yamaha skemmtari. Upplýsingar í síma 3583. ÚRBEINING Nú um sláturtíðina úrbeinum við nautakjötið og pökkum fyrir þá sem vilja. Hafið samband og athugið hvað við getum gert fyrir ykkur. Lágt verð, góð þjón- usta. Hafið samband við Helga eða Gest í síma 4006. ÍBÚÐ ÓSKAST Einstaklings eða tveggja her- bergja. Þarf ekki að vera laus fyrr en um miðjan nóvember. Upplýsingar í sima 4452. FRÁ TÓNLISTARSKÓLA ÍSAFJARÐAR Lítill flygill til sölu. Upplýsingar í síma 3926. TIL SÖLU HESTAKERRA 2ja hesta kerra, mjög vönduð, ný. Upplýsingar gefur Jón í síma 7370 eða 7450. TIL SÖLU í 879, sem er Volvo 244 DL, ár- gerð 1978. Ekinn 56 þús. km. Upplýsingar í síma 3879. TIL SÖLU tvíhleypt haglabyssa. Upplýsingar í síma 3215 á kvöldin. TIL LEIGU Til leigu er iítið raðhús á ísa- firði. Upplýsingar í síma 4298. ÁTTÞÚ gamla hægindastóla, sem þú þarft að losna við? Hafðu þá samband við okkur í síma 3210. VANTAR ÞIG skiptipössun á morgnana? Mig vantar pössun fyrir 2 ára stelpu frá 13.00 — 17.00. Upplýsingar í síma 3264. TIL SÖLU Toyota Hi-Lux, árgerð 1981. Sóllúga, breið dekk. Skipti á ódýrari bíl æskileg. Eftirstöðv- ar á góðum kjörum. Upplýsingar í síma 3448. ÍBÚÐ Vantar tveggja herbergja íbúð á leigu strax fyrir starfsfólk í Bræðratungu. Upplýsingar í síma 3210. Nýr sveitar- stjóri á I Iólmavík 1. september síöastliðinn tók nýr sveitarstjóri til starfa á Hólmavik. Hann heitir Stefán Gislason ætt- aður frá Gröf i Bitnifirði. Stefán hefur undanfarin þrjú ár gegnt starfi skólastjóra á Broddanesi i Kollafirði. Stefán sagði í samtali við Vf. að það væru mörg verkefni sem biðu nýs sveitarstjóra, af helstu fram- kvæmdum sem eru á döfinni vildi hann nefna að í haust er áætlað að ljúka við grunn að nýju félags- heimili og vonast er til að fram- kvæmdir við sjálfa bygginguna geti hafist næsta vor. Hér er um að ræða stóra og glæsilega byggingu sem á að hýsa alla félagsstarfsemi auk þess sem gert er ráð fyrir að í hús- inu verði gistiaðstaða sem verði notuð sem hótel á sumrum en sem heimavist fyrir Grunnskólann á Hólmavík á vetrum. Mjög brýnt var orðið að reisa nýtt félagsheimili því að gamla félagsheimilið var komið að fótum fram. Er það gamla hermannabraggi sem var reistur árið 1946 og átti þá að vera til bráðabirgða, hefur hann verið notaður sem félagsheimili allar götur síðan. Nýtt dagheimili er í byggingu á Hólmavik og verður það væntanlega gert fokhelt í haust og vonandi lokið við það á næsta ári. Þá er verið að leggja síðustu hönd á viðbyggingu Grunnskólans á Hólmavík. Stefán sagði að Hólmvíkingar væru almennt mjög ánægðir með til komu nýja vegarins um Stein- grimsfjarðarheiði, ferðamanna- straumur hefði mjög aukist svo og allur samgangur milli hreppanna í Djúpinu og Hólmavíkur. Stefán taldi að Hólmvíkingar yrðu að leggja áherslu á að gera ráðstafanir til þess að mæta þessum aukna straumi ferðamanna og það frekar fyrr en síðar. Róleg helgi Það var með afbrigðum rólegt hjá okkur um síðustu helgi sagði Einar Kari Kristjánsson hjá lögreglunni á ísafirði þegar blaðamaður Frétta- blaðsins hringdi og spurði fregna af löggæslu um helgina. Hann kvað ekkert markvert hafa skeð nema hvað bíl var stolið á Flateyri og honum ekið útaf veginum í önund- arfirði. Dansleikur í Góðtemplarahúsinu, laugardagskvöld 5. október kl. 23:00 — 3:00 BORÐAPANTANIR FRÁ KL. 22:30 Breytið til og komið á gömlu dansana! ÁSGEIR OG FÉLAGAR Beint til Bretlands Það gerist æ tiðara að menn not- færi sér þjónustu Flugfélagsins Ernis til |>ess að fljúga beint til staða, sem ella tæki lengri tíma væri notast við áætlunarflug. Á þriðju- dag fyrir rúmri viku fór TF-ORF f leiguflug til Bretlands til þess að sækja varahluti fyrir Orra ÍS, sem orðið hafði fyrir alvarlegri vélarbil- un. Tók flugið 5 tima hvora leið, en alls tók ferðalagið um það bil tvo sólarhringa þar sem varahlutirnir reyndust ekki vera tilbúnir þegar til átti að taka. Flugstjóri í ferðinni var Hörður Guðmundsson og hon- um til aðstoðar Smári Ferdinands- son. Menn úr áhöfn Orra fóru með til Bretlands, bæði skipstjórnar- menn og vélstjóri. Tónlistar- skólinn settur Tónlistarskóli Isafjarðar var settur sunnudaginn 29. september síðastliðinn í ísafjarðarkirkju að viðstöddu f jölmenni. Sigríður Ragnarsdóttir hélt ræðu og Sigríður J. Ragnar sem mun gegna starfi skólastjóra fyrst um sinn setti skólann. Trió sem skipað var þremur kennurum skólans lék við setningarathöfnina, Ralph Hall á hom, Marie Kyriakou á fiðlu og Margrét Gunnarsdóttir á píanó. STRÆTISVAGNAR ISAFJARÐAR Eftirfarandi breytingar verða á áætlun vagnanna frá og með 6. október n.k.: Silfurtorg—Holtahveifi: Niðurfellurferðkl. 9:30,ístaðinnkemurferðkl. 10:00og 13:00 Holtahverfi—Silfurtorg: Niðurfellurferðkl. 9:45, ístaðinn kemurferð kl. 10:15 ogl3:15 Silfurtorg — Hnffsdalur: Niður fellur ferð kl. 10:00 Hnífsdalur — Silfurtorg: Niður fellur ferð kl. 10:15 Áætlun vagnanna verður sem hér segir: SILFURTORG — HOLTAHVERFI MÁNUDAGA — FÖSTUDAGA 7:30,8:00,8:30,10:00,10:30,11:30,12:05,13:00,13:30, 14:30, 15:30, 16:30, 17:30, 18:30 SILFURTORG — HNIFSDALUR MÁNUDAGA — FÖSTUDAGA 7:30,8:30,9:00,11:00,12:05,13:00,14:00,15:00,16:00, 17:00, 18:00 I ferðum í Holtahverfi skal ekið um Hafnarstræti — Seljalandsveg — Miðtún — Skutulsfjarðarbraut — Holtabraut — Hafraholt — Árholt — síðan inn á Skut- ulsfjarðarbraut og sömu leið til baka að Hafnarsvæði þar sem snúa skal við og aka að endastöð. í ferðum í Hnífsdal skal ekið um Hafnarstræti — Hrannargötu — Fjarðarstræti — Krók — Hníf sdalsveg — ísafjarðarveg — Strandgötu að Félagsheimilinu og síðan sömu leið til baka að Hafnarsvæði þar sem snúa skal við og aka að endastöð. HOLTAHVERFI — SILFURTORG MÁNUDAGA — FÖSTUDAGA 6:45,7:45,8:15,8:45.10:15,10:45,11:45,12:45,13:15, 13:45, 14:45, 15:45, 16:45, 17:45 HNÍFSDALUR — SILFURTORG MÁNUDAGA — FÖSTUDAGA 7:15, 7:45, 8:45, 9:15, 11:15, 12:45, 13:15, 14:15, 15:15, 16:15, 17:15, 18:15 Stoppað verður við ísafjarðarkirkju, Seljalandsveg 2, Seljalandsveg 38, Miðtún 14, Steiniðjuna Grænagarði, Brúamesti, Vörumarkaðinn Ljónið, Hafraholt 2, Hafra- holt 50, þar sem tímajöfnun verður og á Hafnarsvæði. Stoppistöðvar eru við Fjarðarstræti 57, Hraðfrystihús- ið Hnífsdal, ísafjarðarveg 2, (útibú K.Í.), Félagsheimil- ið þar sem tímajöfnun verður og á Hafnarsvæði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.