Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 4
TBStfirska 4 restfirska I rRETTABLADIÐ íp ísafjarðarkanpstaðnr Sundhöll ísafjarðar verður opin þannig á skólatíma: Sunnudaga.................frá 10:00 — 12:00 Mánudaga . kl. 7:00— 8:00 og 20:00 — 21:00 Þriðjudaga .... kl. 7:00 — 8:00, 17:00 — 18:00 og 20:00 — 21:00 Miðvikudaga . kl. 7:00— 8:00 og 20:00 — 21:00 Fimmtudaga .. kl. 7:00— 8:00,17:00 — 18:30 20:00 — 21:00 Föstudaga .... kl. 7:00 — 8:00, 17:00 — 18:30 20:00 — 21:00 Laugardaga . kl. 10:00—12:00 og 13:00 — 16:00 Sundhöllin. ry* Síminn okkar er 4011 VINNUEFTIRLn' RÍKISINS Frumnámskeið verður haldið í Iðnskólanum á ísafirði þann 13. október 1985 kl. 10.00 fyrir stjórnendur: 1. Gaffallyftara með lyftigetu 1,2 — 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju. 2. Dráttarvéla með tækjabúnaði. 3. Körfubíla. 4. Valtara. 5. Steypudælukrana. Námskeiðsgjald er 1200 kr.. Þátttaka tilkynn- ist í síma 4464. Harðar verður tekið á próflausum mönnum eftir námskeið. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Byggingákrananámskeið verður haldið í Alþýðuhúsinu á ísafirði þann 11. október 1985 kl. 10.00 fyrir stjórnendur 1. BYGGINGAKRANA Námskeiðsgjald er 3500 kr.. Þátttaka tilkynn- ist í síma 4464. Námskeiðið verður aðeins haldið ef næg þátttaka verður. Harðar verður tekið á próflausum mönnum eftir námskeið. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Slysavarnakonur! Haustfundurinn verður í Sigurðarbúð, þriðju- daginn 8. október kl. 20:30 stundvíslega. Venjuleg fundarstörf. Erindreki S.V.F.Í., Ema Antonsdóttir flytur erindi um „Slys í heimahúsum. “ Fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Þær sem vantar far, hafi samband við Möggu í síma 3432 eða Kötu í síma 3505. Stjómin. fyrirtæki Pólsins í Ameríku forstöðu, heitir Þorsteinn Þorsteins- son. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum um langt árabil Við höfum mörg dæmi um það, hvemig íslenskum fyrirtækjum hefur reynst erfitt að fóta sig í alþjóðleguin viðskiptum. Margar tilraunir til markaðs- setningar íslenskra afurða erlendis hafa farið út um þúfur. Nú þegar þjóðin þarf í auknuin mæli að reiða sig á aðra atvinnuvegi en hinn hefð- bundna fískiðnað, þá er vissulega ánægjulegt að heyra um tilraunir á þessu sviði sem virðast ætla að ganga upp. Vestur í Bandaríkjunum er hafín framleiðsla og sala á rafeindabúnaði frá Pólnum á ísafirði. Sá sem veitir umboðs- Ver sjóiuu og var lengi starfsmaður Coldwater Seafood áður en hann fór út í sjálfstæðan rekstur. Þorsteinn var staddur hér á ísafírði á dögunum. Vestfirska fréttablaðið ræddi stuttlega við hann um störf hans í Banda- ríkjunum, markaðsmál og fleira. Við byrjuðum á því að spyrja hann í hverju starf hans vceri fólgið. „Ég starfaði fyrir Coldwater í 10 ár, hafði áður starfað hjá véla- framleiðanda sem verkfræðingur, en hef undanfarin tvö ár haft með höndum eigin atvinnurekstur. Fyr- irtæki mitt starfar á sviði málm- iðnaðar, er rennismiðja, bhkk- smiðja og verkfræðiþjónusta. Við höfum haft áhuga á að styrkja stöðu okkar á markaðnum fyrir vestan með því að bjóða upp á sér- hæfðari vöru en við höfum gert, og teljum í samræmi við það að við getum verið Pólnum gagnlegir með því að bjóða vöru þeirra til sölu sem leyfisframleiðandi í Banda- ríkjunum. Við höfum gert það og höfum selt nokkur kerfi fyrir vestan og erum með í gangi núna um- fangsmikla uppbyggingu á mark- aðskerfi. Við teljum að það fari mjög vaxandi sala á því sem við getum kallað hugvit. Við myndum leggja aðaláherslu á þróaðri búnað flokkara, samvalskerfi og þvíum- líkt. Nú þetta fer þannig fram að svokallaður innmatur, það er hug- búnaðurinn er framleiddur hér á Isafirði en önnur smíði og sam- setning fer fram ytra. f HÁUM GÆÐAFL0KKI Eiga vörur Pólsins í harðri sam- keppni á þessum markaði, og hvernig standa þœr samanborið við aðra sérhœfða framleiðslu í þessari grein? „Pólsvörumar eru í mjög háum gæðaflokki, það er mikið til þeirra vandað og þær em smíðaðar í til- tölulega litlu upplagi. Þetta gerir það að verkum að þær eru fremur dýrar. Það hefur það í för með sér að ósennilegt er að um mikla fjöldaframleiðslu geti orðið að ræða eins og þá sem við þekkjum til dæmis frá Japönum. En það gæti samt orðið nokkuð stórt upplag miðað við það sem þekkist hér á íslandi. Þær standast samkeppnina mjög vel, en ég held að þær komi ekki til með að taka neinn markað frá ódýrari fjöldaframleiddum jap- önskum vörum. Enda held ég að varla sé ástæða til þess að fyrir okkur að fara út í fjöldaframleiðslu á þeim grundvelli. Ég held að við ættum að halda þeirri ímynd sem við höfum haft, það þjónar best bæði áhuga þeirra sem vinna að þessu og getu. GÁFAÐASTIR í HEIMI Eiga tslendingar erindi inn á þenn- an hugvitsmarkað? „Ég hef nú stundum slegið því fram í gamni, að íslendingar segist vera gáfaðasta þjóð í heimi, þannig að við hljótum að eiga þangað er- indi. En svo talað sé í alvöru, þá eigum við tvímælalaust erindi inná þennan markað, við höfum yfirleitt sem smiðir og hönnuðir verið með breitt svið, og höfum þurft að vera það vegna þess að það er ekki alltaf aðstaða til þess að fara út í sérhæf- ingu í svona litlu landi og fámennu. Fólkið okkar er duglegt og hug- myndaríkt og við eigum duglega og vandaða tæknimenn. Hitt er svo annað mál að það sem kemur til með að verða átak fyrir okkur, það er sala og markaðssetning. Við þurfum að reyna að sjá heiminn frá sjónarhóh þess sem kaupir af okk- ur. Það eru til þjóðir sem eru hreint frábærar á þessu sviði og við gæt- um mikið af þeim lært, til dæmis Danir og Japanir. Það virðist ekki vera íslendingum mjög eðlilegt að líta á tilveruna frá sjónarhóli við- skiptavinarins. Við erum dálítið sjálfstæðir stundum. SKIPTAR SK0ÐANIR UM HLUTVERK RÍKISINS Finnst þér að ríkið ætti að styðja við bakið á einkafyrirtœkjum sem eru að reyna að selja vöru sína á erlend- um markaði? „Ég held að það verði alltaf átök um afskipti ríkisins af málum manna hvort sem það eru einstak- lingar eða fyrirtæki. Við gerum kröfu á hendur ríkinu bæði tU þess að vera afskiptalaust og veita okkur þá þjónustu sem við þurfum og þurfum náttúruiega að borga í samræmi við það. Mér sýnist svona fljótt á litið að það sé vilji fyrir hendi hjá ríkinu til þess að hjálpa. Hvemig ríkisafskiptum af svona hlutum á að vera háttað gæti ef- laust orðið tilefni til langra deilna, hvort á að gera meira eða minna. MENN ÍHUGI MARKMIÐIN Þegar hér var komið sögu barst talið að útflutningi sjávarafurða og hlut- um tengdum þeim. Við spurðum Þorstein hvert vœri hans álit á sí- auknum ferskfiskútflutningi, sem sumir hafa haldið fram að stefndi mörkuðum tslendinga í hœttu. „Ég er nú kannski verr upplýstur um þetta heldur en ég var þegar ég

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.