Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 03.10.1985, Blaðsíða 5
vestfirska rRETTABLADIS var beinn þátttakandi i þessu: Menn þurfa að meta vandlega þessa hluti bæði gagnvart Banda- ríkjunum og eins gagnvart frysti- iðnaðinum og þeirri fjárfestingu sem farið hefur í hann hér heima á íslandi. Eru menn tilbúnir til þess að minnka þá vinnu sem streymir hér í gegnum þetta kerfi. Fróðir menn segja mér að það séu bæði erfiðleikar á að fá fólk í frystihúsin og eins séu nokkur vandræði með stýringu á fiskveiðunum. Þessi ferskfiskútflutningur er kannski bara eðlileg afleiðing af því ástandi sem hér ríkir. Ég held að þetta sé sannarlega alvarlegt mál og ég held að það fólk sem vinnur að þessum málum hér heima megi íhuga það vandlega hvaða markmið það eru sem við viljum ná. Mér virðist svona fljótt á litið að það sé verið að flytja þessa vinnu úr landi, fiskur- inn sem seldur er ferskur í Bret- landi, hann fer í frekari vinnslu, það er þeirra vinnuafl sem kemur til með að flaka hann, ekki okkar fólk. NAUÐSYNLEGT AÐ VINNSLAN SKILI SEM MESTU Nú hafa oft heyrst raddir um það að flytja bœri fullvinnslu sjávarafurða í auknum mœli hingað heim. Hvert er þitt álit á því? „Hvað varðar þá vinnslu sem fram fer úti í Bandaríkjunum, þá hef ég talið að það væri algjörlega óraunhæft. Það eru margar góðar ástæður fyrir því að sá hluti vinnsl- unnar eigi ekki að ske hér heima. Ekki síst vegna þess að það myndi verða alveg ótrúlega mikil tregða í því kerfi. Og við myndum setja okkur í þá aðstöðu að geta engan veginn uppfyllt kröfur viðskipta- vinanna á markaðnum tímanlega. í ofanálag sýnir það sig að við eigum i verulegum erfiðleikum með að mæta þörfum okkar á grunnstigi vinnslunnar, það er að segja flökun og frystingu, hvað þá ef aukin vinnsla bættist ofan á. Svo að ég tel að það sé stefna sem sé mjög ó- heppileg. Hins vegar er það frum- 'dtMtn að horfa frá 'hóli þess sem kaupir ___________________________5 skilyrði að við lítum á nauðsyn þess að vinnslan skili sem allra mestum verðmætum. Það sem við gerum eigum við að gera vel. ER NOKKURS KONAR AMERÍKANI Að lokum, eftir svo langa búsetu í erlendu riki, lítur þú áþig sem Am- eríkana eða ertu ennþá útlendingur í Ameríku? „Ég er fæddur í Bandaríkjunum. En ég finn að ég á mikla samleið með íslendingum og hef af því mikla ánægju að vera, svona innst inni við beinið, tslendingur. En ég held að ég geti ekki neitað því að vera orðinn svona nokkurs konar Ameríkani. Svona eins og tsfirð- ingur sem hefur búið í Reykjavík í 30 ár. Reyndar á ég nokkum upp- mna héma á Vestfjörðum þó ég sé nú ekki ættaður héðan svo ég viti. En afi minn annar, Gísli Jónsson, var þingmaður Barðstrendinga í fjöldamörg ár. Hann stundaði at- vinnurekstur á Bíldudal, síðan í kringum 1944 bauð hann sig fram til þings og sat á þingi, þó ekki samfleytt fram til 1960. Þannig að það má segja að ég þekki pínulítið til héma á Vestfjörðum. Póllinn hf„ Hús fyrirtækisins. „Gáfaðasta þjóð í heimi,“ segir Þorsteinn í gamni. „Hlýtnr að eiga erindi inn á hugvitsmarkað heimsins.“ Byggingar fyrirtækis Þorsteins í Bandaríkjunum. Hagstætt verð fyrír gámafisk Á undanföraum þremur vikum hafa verið fluttir út frá Bolungar- vík, 30 gámar af ferskum fiski. Það era á bilinu frá 360 til 370 tonn. Einar K. Guðfinnsson sagði i sam- tali við Vf. að þessi úflutningur hafði gengið mjög þokkalega. Upp á síðkastið hefði fengist á- gætt verð fyrir fiskinn, og einnig hefði gengið verið fremur hagstætt. Einar sagði að þeir Bolvíkingar væru ekki alls kostar ánægðir með þá þjónustu sem Eimskip veitti í þessum gámaflutningum. Mjög hefði skort á að nægjanlegt fram- boð væri á einangruðum gámum. Einnig sagði hann að nokkur aukakostnaður hlytist af því að öll- um gámum væri skipað út á ísa- firði. Á heildina litið hefði Eimskip ekki staðið sig sem skyldi. Flutn- ingskostnaður milli Bolungarvíkur og Isafjarðar væri verulegur, og einnig þyrfti að láta skipin koma inn til löndunar fyrr en ella þvi talsverðan tíma tæki að koma fisk- inum í gáma og flytja þá síðan inn á ísafjörð. Vegna ummæla Einars um Eim- skipafélagið og þjónustu þess, höfðum við samband við Tryggva Tryggvason, umboðsmann Eim- skips á Isafirði. Tryggvi sagði að það væri rétt, ekki hefði verið til nægilega mikið af einangruðum gámum þegar eftirspurn eftir þeim var mest, en þeir hefðu reynt eftir fremsta megni að deila því sem til var niður á útflutningsaðila. Hann sagði að það væri nokkrum erfið- leikum bundið að skipuleggja þessa flutninga. Oft væri erfitt að fá nákvæmar tölur hjá sendendum um það magn sem þeir vildu flytja, fyrr en á síðustu stundu. Tryggvi sagði að öllum gámum væri skipað út á ísafirði, fyrst og fremst vegna þess að skipin sem að flyttu þá væm á mjög stífri áætlun og tækju gámana í rauninni sem aukaflutn- ing. Hann sagði að það væri lika mjög mikilvægt að hafa flutnings- tímann sem allra stystan, það kæmi í þessu tilfelli öllum til góða, bæði 385 gámar hafa verið fluttír út með Eimskip frá í vor. Starfsmenn í sláturhúsi K.í. Slátrun hafin Slátrun er nú hafin hjá sláturhúsi Kaupfélags ísfirðinga á tsafirði. Gert er ráð fyrir að heldur minna verði slátrað nú í ár en f fyrra. Slátrun hófst hjá sláturhúsinu nú á mánudaginn, og er gert ráð fyrir að slátrað verði um fimm þúsund fjár, sem er mun minna en í fyrra. Að sögn Sveins Friðbjömssonar er ástæða þess að dregið hefur úr skipafélaginu og þeim sem væm að selja fiskinn. Tryggvi upplýsti okk- ur um það að frá byrjun mal hefði verið skipað út frá ísafirði samtals 385 gámum af fiski. Hefðu þeir slátmn hér á ísafirði, helst sú að með tilkomu vegarins yfir Stein- grímsfjarðarheiði er orðið hag- kvæmara fyrir bændur í inndjúpi að láta slátra á Hólmavík. Slátrun mun að öllum líkindum standa yfir í þrjár vikur, en gæti þó varað lengur ef ekki rætist úr með starfs- fólk, en talsverður skortur er á starfsfólki. skipst þannig að 262 hefðu verið frá Isafirði, 77 frá Bolungarvfk, 10 frá Súðavík, 7 frá Flateyri, og 29 frá Þingeyri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.