Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 1
v 48. tbl. 11. arg. J estfirska... FRÉTTABLADIS EIMSKIP * STRANDFLUTNIIMGAR Símar: Skrifstofa 4555 Vöruhús 4556 MS MÁNAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA Vekjum athygli á miklu úrvali af hjónarúmum á hagstæðu verði. Sinarffuðfaivwsson k <ym<' 7200 - lfl$ fiol unýa’iúíli Nemend- ur gera könnun Nú fyrir skömmu gekkst Einar Otti Guðmundsson heilbrígðisfull- trúi á fsafirði fyrír könnun á þvi hvort verslanir á fsafirði selji böm- um undir sextán ára aldrí tóbak. Fékk Einar nokkrar stúlkur úr tólf ára bekk Grunnskólans á fsa- firði til að fara í verslanir og athuga hvort þær fengju afgreitt tóbak. Útkoman var mjög góð, og aðeins í einni af öllum þeim verslunum á ísafirði sem selja tóbak fengu þær afgreiðslu, en á tveimur stöðum var varan komin á búðarborðið þegar afgreiðslumaðurinn gerði sér grein fyrir því að kúnnarnir væru of ungir. Kannanir svipaðar og þessi munu hafi verið gerðar víðsvegar um landið, og var útkoman á fsa- firði einna best. 29. nóvember s.I. kom flugvél frá Flugfélaginu Emi til ísafjarðar með 50 refi frá Noregi. Refirnir eru eign Ágústs Gíslasonar og Flosa Krístjánssonar. Refimir era frá norskum bónda sem undanfarin ár hefur fengið hvað hæst verð fyrír sín skinn. ísafjarðarútvarpið; Dómur fallinn 3. desember síðastliðinn var kveðinn upp i sakadómi ísafjarðar dómur í máli ákæravaldsins gegn þeim sem starfræktu fsafjarðarút- varpið f verkfallinu sfðastliðið hau- st. Eins og kannski flestir muna var rekin hér á fsafirði f tvo daga f verkfaili opinberra starfsmanna síðastliðið haust, útvarpsstöð sem sendi út f um það bil 10 tfma hvom dag. Dómsorðin hljóða svo: „Ákærðu Ámi Sigurðsson, Óskar Eggertsson, Úlfar Ágústsson, Yn- gvi Kjartansson og Björn Her- mannsson greiði hver um sig sekt. kr. 5.000,- til ríkissjóðs innan 4 vikna frá birtingu dómsins að telja ella komi til varðhald í 5 daga. Ákærðu Magni Veturliðason, Jónas Ágústsson, Guðmundur Kristinsson, Jakob Garðarsson og Bjarni Hákonarson greiði hver um sig sekt. kr. 3.000 til ríkissjóðs innan 4 vikna frá birtingu dómsins að * Isafjörður; Þúigmenn I heimsókn Þingmenn Vestfjarða sátu á fundi með Bæjarstjóm fsafjarð- ar föstudaginn 29. nóvember síðastliðinn. Tilefnið var það að á þessum árstíma er jafnan slíkur fundur þegar bæjarráð hefur farið á fund fjárveitingar- nefndar með beiðnir um fram- lög af fjárlögum næsta árs. Sú nýbreytni var tekin upp að hafa þennan fund hér heima í héraði. Var fundurinn hinn gagnlegasti og fóru menn og skoðuðu ýmsar framkvæmdir sem leitað er eftir framlögum til. Einnig fóru þingmennirnir í ýmis fyrirtæki og ræddu við forráðamenn í at- vinnurekstri. Á laugardeginum var síðan samskonar fundur með bæjarstjórn Bolungarvík- ur. Voru menn á einu máli um að fundur sem þessi gerði mönnum betur kleift að átta sig á mikilvægi þeirra fram- kvæmda sem farið er fram á fjárveitingar til. Eins og fyrr segir sátu fund- inn allir þingmenn Vestfjarða að Sighvati Björgvinssyni frá- töldum en hann er á fundi er- lendis um þessar mundir. Hann mun koma hingað einhvern næstu daga og gera grein fyrir stöðu mála hjá fjárveitinga- nefnd. telja, ella komi til varðhald í 3 daga. Ákærðu greiði in solidum sakar- kostnað þar með talin málsvamar- laun skipaðs verjanda, Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar hrl. kr. 43.000,— Dómi þessum ber að fullnægja með aðför að lögum. Starfsmenn ísafjarðarútvarpsins í útsendingu. Desemberhátíð í miðbænum Flateyri: Fólk sækir suður — Skortír fólk í fiskvinnslu Ibúum á Flateyri hefur fækkað mikið nú á undanfömum tveimur til þremur árum, og er nú svo komið að skortur er orðinn á fólki til fisk- vinnslu á Flateyrí. Þetta mun að vísu ekkert vera nýtt á Flateyri, og hefur svipuð þróun átt sér stað áður. I því sam- bandi má nefna að árin kringum 1960 voru búsettir á Flateyri um 560 manns, en árið 1976 þegar tog- arinn kom til bæjarins voru þar aðeins 436 sálir. Síðan hefur fjölg- að aftur og náði fólksfjöldinn há- marki árið 1983 en þá voru þar bú- settir 518 manns, en hefur fækkað í á 486 árið 1984 og enn er að fækka. Við töluðum við Kristján Jó- hannesson sveitarstjóra á Flateyri og spurðum hann hverja hann teldi helstu orsök þessarar fólksfækkun- ar. „Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að fólk vill ekki lengur vinna við fiskvinnslu. Við höfum hér lækni, skóla, sundlaug og margar verslanir, þannig að skortur á þjónustu getur ekki verið ástæðan." Við spyrjum hann þá hvert hann haldi að fólkið fari. „Fólk það sem flytur héðan fer nær undantekningarlaust suður til Reykjavíkur." Aðspurður sagði Kristján að næg atvinna væri á Flateyri, og væri þróunin frekar í þá átt að eftirspurn eftir fólki til vinnu væri meiri en framboðið. Á hann von á brott- flutningur hætti? „Nei, ég get ekki séð neitt sem bendir til þess.“ Á laugardaginn verður mikið um að vera í miðbæ Isafjarðar þá ætlar Styrktarsjóður Byggingar Tónlist- arskóla að halda sinn árlega jóla- basar á Silfurtorgi og er áætlað að hef ja gamanið kl. 14.00. Þar verða á boðstólum fallegir og góðir munir í fjölbreyttu úrvali meðal annars laufabrauð, Lúcíubrauð, jólavörur ýmiskonar, grenigreinar og margir nytsamlegir munir. Að sjálfsögðu verður kakó með lummum eins og mamma bakar alltaf. Sunnukórínn ætlar að syngja jólalög og blásara- sveit mun leika, og sfðast en ekki sfst mætir Pétur með harmonikk- una. I tilefni þessa hafa kaupmenn á Eyrinni ákveðið að hafa verslanir sínar opnar til klukkan 18.00. Boð- ið verður uppá afsláttarverð í til- efni dagsins á ýmsum vörum. Hótel Isafjörður ætlar að bjóða köldum vegfarendum uppá jólaglögg og piparkökur til þess að ylja þeim, og siðan verða verslanir með tísku- sýningar á Hótelinu klukkan 16.30. Sporthlaðan verður með tískusýn- ingu úti, væntanlega á útifatnaði. Heyrst hefur að jólasveinar verði á ferð í Miðbænum á laugardaginn með einhver strákapör og sprell eins og jólasveina er siður. Það er því full ástæða til þess að hvetja Isfirðinga til þess að fjölmenna á Silfurtorg á laugardaginn og skemmta sér, gera góð kaup og styrkja gott málefni.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.