Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.12.1985, Blaðsíða 2
2 Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Siminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 30,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. spyr: Bakar þú fyiir jólin STEINAR KRISTJÁNSSON Nei, en konan gerir þaö. KONNÝ HÁKONARDÓTTIR Já, ég baka svona þrjár til fjórar sortir 4 JÓHANNA BARÐARDÓTTIR Ég er nú ekki byrjuð, byrja aldrei nema rétt fyrir jólin, svona 4—5 tegundir. EINAR VALUR KRISTJÁNS- SON Já, mikið, sennilega svona sex til sjö sortir. Já, ég er að- eins byrjaður. INGA ÓLAFSDÓTTIR. Já, ég baka senniiega svona fjórar sortir. Aðventukvöld — á ísafírði og í Bolungarvík á sunnudag Hólmavík: Nýtt félagsheimili — Bygging þess hafín Aðventukvöld verður haldið í Isafjarðarkirkju 2. sunnudag f að- ventu 8. desember og hefst klukkan 21.00. Þar mun kór Isafjarðarkirkju syngja jólalög við undirleik organ- istans Stefaníu Sigurgeirsdóttur, Kór ísafjarðarkirkju og Sunnukór- inn á tsafirði flytja ásamt þeim Jónasi Tómassyni, Rúnari Vil- bergssyni, Ralph Hall og Mariu Kyriakou, verk eftir J.S.Bach undir stjóm Margrétar Bóasdóttur og kennarar við Tónlistarskóla Isa- fjarðar flytja verk, eftir L.V.Beet- hoven og aríu úr Jólaoratoríunni eftir J.S.Bach. Björn Teitsson skólameistari Menntaskólans á Isafirði flytur erindi um upphaf kristni á Vestfjörðum og sr. Kristján Valur Ingólfsson farprest- ur flytur ávarp og ritningarorð. Kvöldinu lýkur með almennum söng kirkjugesta. Kirkjukvöld verður haldið í Hólskirkju í Bolungarvík sunnu- daginn 8. desember n.k. Kirkjukór Bolungarvíkur syngur undir stjóm og við undirleik Sig- ríðar J. Norðquist. Unglingakór Grunnskóla Bol- ungarvíkur syngur undir stjóm Soffíu Vagnsdóttur. Sr. Jón Ragn- arsson sóknarprestur í Bolungarvík flytur ávarp. Á Hólmavík er fyrirhugað að hefja byggingu húss sem á að hýsa fjölþætta starfsemi. Reiknað er með að fyrsti áfanginn verði tvær álmur og á önnur þeirra að verða heimavist fyrir Grunnskólan á Hólmavík, jafnframt því að gegna hlutverki sem sumarhótel. Hin álman á að vera félagsheimili. I framtíðinni er síðan gert ráð fyrir að rísi íþróttahús áfast þessu. Með auknum samgöngum við tilkomu vegarins yfir Steingrímsfjarðar- heiði hefur mjög aukist þörf á gistirými á Hólmavík, sem þessi nýja bygging ætti að mæta að miklu leyti. Grunnur hússins er þegar til- búinn en beðið er eftir fjárveitingu frá hinu opinbera svo hægt sé að hefjast handa. Samtals er reiknað með að húsið verði 870 fermetrar að grunnfleti. Stefán Gíslason sveitarstjóri á Hólmavík sagði að ekki væri gott að áætla hvenær húsið yrði tilbúið. Það færi allt eftir fjárveitingum og framkvæmda- hraða. Akranes: Róstur í rædukeppnl — Fjölbrautaskólanum í Breid- holti vísað úr keppni Bolungarvík: Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í ræðukeppni framhaldsskóla sem fram fór á Akranesi siðasta fimmtudag að Fjölbrautaskólanum f Breiðholti var vísað úr keppni fyrir brot á reglum keppninnar um meið- yrði. Breiðhyltingar báru sigur úr být- um í keppninni en Akumesingar kærðu úrslitin á þeim forsendum að keppinautar þeirra hefðu við- haft meiðyrði. Framkvæmdastjórn Morfis dæmdi síðan Breiðhyltinga úr leik og þar með Akumesingum sigurinn. En það var skammvinn ánægja því að degi síðar endur- skoðaði stjóm Morfís afstöðu sína og veitti Breiðhyltingum leyfi til þess að halda áfram keppni, að því tilskildu að sá af þeirra ræðu- mönnum sem viðhaft hafði hin meiðandi ummæli yrði ekki með- limur í liði þeirra. Er því hin end- arlega niðurstaða sú að Breiðhylt- ingar hafi sigrað með nokkrum eindæmum þó. Tálknafjörður: Byggmgarframkvæmdlr Á þessu ári hafa staðið yfir nokkrar framkvæmdir hjá Hrað- frystihúsi Tálknafjarðar. Byggður hefur verið 500 fermetra frystiklefi. Bætir þetta mjög alla vinnuaðstöðu þvi að gamli klefinn verður tekinn undir vinnslusal og tækjasalurinn stækkaður. Tálknfirðingur, togari Hrað- frystihúss Tálknafjarðar hefur á þessu ári fiskað um 4100 tonn og hefur hann verið á sóknarkvóta. Með stýringu á aflanum hefur tek- ist að halda uppi jafnri vinnslu og afkoma togarans verið þokkaleg. Síðustu þrjá túrana hefur togarinn verið á grálúðu norður af Homi og komið að landi með þokkalegan afla. Ernir í ferðalag — um Suðumes Fjórtán meðlimir úr björgunar- sveitinni Emi i Bolungarvík fóru nýlega í kynnisferð suður á land til þess að kynna sér starfsemi og að- búnað björgunarsveita. Ferðin var skipulögð af erind- reka SVFl Jóni Wíum og var þetta að hans sögn i fyrsta skipti sem björgunarsveit utan Reykjavikur fer í slíka ferð. Emismenn fóra viða um Reykjavík, Suðurnes og Keflavik- urflugvöll. Þeir skoðuðu búnað og aðstöðu hjá björgunarsveitinni In- gólfi í Reykjavík, Fiskakletti í Hafnarfirði og sömuleiðis hjá björgunarsveitunum i Vogum í Sandgerði, Grindavfk, Garði og Höfnum. Vildi Magnús Hansson sem hafði samband við blaðið koma á framfæri kæra þakklæti til allra sem tóku höfðinglega á móti Bol- víkingum i þessari ferð. Kvaðst hann vona að einhverjir af gest- gjöfum þeirra úr ferðinni ættu fljótlega leið vestur svo að þeim gæfist kostur á að endurgjalda stórkostlegar móttökur. Smáauglýsingar TIL SÖLU bifreið af gerðinni Fiat Uno 45S, árgerð 1984, ekin 18 þús. km. Sömuleiðis Ijósalampi, efri hluti. Upplýsingar í síma 4305. TÓK EINHVER UPP sænska mynd um frjóvgun, sem sýnd var í sjónvarpinu í fyrra? Ef svo er, vinsamlega hafið samband við Smára í síma 3767 eða 4017. Selárdalur: Kveiktu á perunni Nú er komin út fjórða bókin f flokknum „Kveiktu á Perunni“, sem gefnar eru út af Ólafi Gfsla- syni, bónda f Araarfirði. Bækur þessar hafa að innihalda gátur sem falið er í lausnarorð, sem lesendur sjálfir eiga að reyna að leysa. Sá sem hefur flestar lausn- imar réttar fær bókarverðlaun að eigin vali í verðlaun. Við látum hér með fylgja eina vísu úr bókinni og geta lesendur reynt að spreyta sig á henni. (shelluna upp á gekk einn af varningsskipi, af kletti hann sá í hlíð hvar hékk Hamarsstrýtuflipi. Þeir lesendur sem áhuga hafa á að reyna við aðra, geta eflaust fundið bókina í næstu bókabúð. kom út á seinasta ári oq er ennþá fáanlegt í bókabúðum. Félacrsmenn Sögufélaps ís- firðinqa geta pantað bað frá afcrreiðslu félagsins: Pósthólf 43, ísafirði. Annað bindið frá 1867 — 1920 er væntanlegt á næsta ári Gefið vinum ykkar Sögu ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna („... Þetta fyrsta bindi af Sögu ísafjarðar er vönduð bók að gerð og frágangi.“ Halldór Kristjánsson, Tímanum.)

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.