Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.02.1987, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 19.02.1987, Page 1
------------------------------------« VORUM AÐ FÁ LITLA SENDINGU AF MATENBLEU ÍÞRÓTTAGÖLLUNUM AFTUR Sinarffuðfiiiwsson k^. gimi 7200 -Ifis Rol uncja’iOíb Nýtt framboð: „Þetta er skylda okkar“ Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hélt almennan fund á Hótel ísa- firði á laugardag. Fundurinn var vel sóttur og hafa verið nálægt 130 manns þegar flest var. Þorsteinn hélt framsögu og síðan var orðið gefíð Iaust til fyrirspurna og frjálsra umræðna. AHmargir tóku til máls og beindu fyrirspurnum til formannsins sem hann síðan svaraði í fundarlok. Fundarstjóri var ÓIi M. Lúðvíksson. Myndin er tekin yfír salinn af fundargestum og má þar sjá mörg kunnugleg andlit. Hver Vestflrðingur aflaði jafnt og 19 Reykvíkingar árið 1985 — Tölur um aflaverðmæti á mann eftir lands- hlutum sem orðið hefur á íbúafjölda í byggðarinnar í gjaldeyrisöflun fari landinu á undanförnum árum, en vaxandi samhliða viðvarandi svo virðist sem framlag lands- fólksfækkun. ísafjarðarhöfn: Tíð skemmdarverk Allt bendir til þess að áhuga- menn um jafnrétti milli lands- hluta bjóði fram sjálfstæðan lista í Vestfjarðakjördæmi við komandi Alþingiskosningar. Stofnfundur slíkra samtaka sem stefna að því að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins verður haldinn á Selfossi nú um helgina. Sveinbjörn Jónsson á Súganda- firði sem er einn þeirra sem hafa unnið að undirbúningi þessa fram- boðs hér fyrir vestan sagði í viðtali við Vestfirska fréttablaðið að svo virtist sem ekkert gæti komið í veg fyrir að þetta yrði að veruleika. „Við teljum þetta skyldu okkar,“ sagði Sveinbjörn. „Mjög margir sem hafa starfað innan Samtaka um jafnrétti milli landshluta hafa gert sér ljóst að það hlaut að koma að þeim punkti að slíka ákvörðun yrði að taka.“ Um síðustu helgi var haldinn undirbúningsfundur á Hótel ísa- firði. Þar komu saman 15 þeirra sem mest hafa unnið að framgangi þessa máls. Vf spurði Sveinbjöm hvort hann vildi nefna einhverja sem taka myndu sæti á væntanlegum lista samtaka þessara. Sveinbjörn sagði það alls ekki tímabært. „Við höfum farið þess á leit við nokkurn fjölda fólks að það styddi okkar málstað. Þegar það hefur lekið út þá hefur það í nokkram tilfellum valdið því að fólk hefur Arnar- nesið kemur heim Arnarnes (S sem verið hefur í meðferð hjá Vélsmiðjunni Herðl í Njarðvík í nímt ár, er senn væntanlegt til heimahafnar á ný. Gagngerar breytingar hafa verlð gerðar á skipinu og tals- vert meiri en ráðgert var í fyrstu. Skipt hefur verið um vél í því og sett á það ný brú. Skuttogsút- búnaðl komið fyrlr og settur um borð frystibúnaður til lausfryst- ingar á rækju. Heildarkostnaður við breytingamar er talinn verða rúmar 45 milljónir. Skipið kemur heim til fsa- fjarðar í endaðan febrúar. Svein- bjöm Jóns- son. orðið fyrir veralegum þrýstingi frá öðram flokkum. Því það er ljóst að gömlu flokkunum stendur nokkur stuggur af þessu afli. Því tel ég rétt að nefna engin nöfn.“ Sveinbjöm sagði að hugmynda- grundvöllur framboðsins byggðist á verulegu leyti á stefnuskrá Sam- taka um jafnrétti milli landshluta og þeim stjómarskrárbreytingum sem þau samtök hefðu lagt til að kæmu til framkvæmda. „Við höfum fundið að okkar málstaður fær góðan hljómgrunn. Við ætlum að reyna að stilla upp lista sem verður þess virði að fólk sjái ástæðu til þess að ljá honum sinn stuðning.“ Sveinbjöm sagði að stuðnings- menn þessa nýja framboðs kæmi úr öllum flokkum. Hann hefur sjálfur sagt sig formlega úr Alþýðubanda- laginu sem hann starfaði áður með og kvaðst vona að fleiri stuðnings- menn framboðsins gerðu slíkt hið sama. Konudagurinn er á sunnu daginn. Almannarómur segir að þann dag eigi aiiir sómakærir eiginmenn að færa konum sín- um blóm, færa þeim morgun- mat í rúmið og vera eins góðir við sína heittelskuðu eins og kostur er. Konudagurinn markar upp- haf góu sem er fimmti mánuður vetrar að fomísiensku tímatali og hefst sunnudaginn í 18. viku vetrar, eða 18. - 24. febrúar. í Sögu daganna eftir Áma Bjömsson segir að heimildir um eitthvert tilhald á heimilum á fyrsta degi góu séu jafngamlar og varðandi þorra eða frá því snemma á 18. öld. Og nafnið konudagur er jafngamalt bóndadeginum. Kemur fyrst fyrir bókfest í Þjóðsögum Jóns Ámasonar. Því heyrist stundum haldið fram að það séu tiltölulega fá- mennir hópar þjóðarinnar sem afla verðmætanna sem þó öll þjóðin lifir á. Séu skoðaðar tölur um afla og aflaverðmæti skipt eftir lands- hlutum kemur ýmislegt í Ijós sem rennir stoðum undir full- yrðingar af þessu tagi. Á árinu 1985 var aflaverðmæti á hvem mann í Austfirðingafjórð- ungi 154.960 kr. Næstir í röðinni komu svo Vestfirðingar en þetta sama ár var aflaverðmæti á hvem íbúa á Vestfjörðum 124.675 kr. Þessir tveir landsfjórðungar skera sig óneitanlega dálítið úr því á þessu ári var meðaltalið á hvern íbúa á landinu öllu 52.855 kr. Aflaverðmæti á hvern íbúa í Reykjavík árið 1985 var 6.669 kr. Samkvæmt framanskráðu hefur því hver Austfirðingur fært í þjóð- arbúið 23 sinnum meira verðmæti en hver Reykvíkingur. Hver Vest- firðingur aflaði á við 19 Reykvík- inga. Þessar tölur eru óneitanlega í talsverðri mótsögn við þá þróun Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að neyðarsími var settur upp við höfnina á Isafirði hefur hann verið skemmdur alls sjö sinn- um. Það hefur verið brotið allt sem hægt er að brjóta og eitt sinn höfðu síkátir sjóarar tólið með sér sem minjagrip, heim til Akureyrar. Almenningsklósett sem staðsett eru á sama stað hafa mátt þola sömu meðferð. Þau hafa verið brotin, og skemmd, eldur borinn að þeim og yfirleitt allra hugsanlegra bragða neytt til þess að eyðileggja þau. „Þetta á að vera opið allan sólarhringinn" sagði Sturla Hall- dórsson hafnarvörður í samtali við Vf, „þetta er náttúrulega lág- marksaðstaða, en við höfum orðið að loka þessu um helgar til þess að komast hjá skemmdarverkum." Það hefur oft verið kvartað und- an því að á ísafirði skorti á slíka lágmarksþjónustu. Þessar frásagnir sýna svart á hvítu að umgengni sýnir innri mann..

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.