Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 1
vestfirska FRETTABLASIS 35. tbl. 13. árg. 10. september 1987 Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og aug- lýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011, svarað er allan sólarhringinn. Blaðamaður: Páll Ásgeirsson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: ÓlafurGeirsson, ritstjóri. Prentun: Prentstofan (srún hf„ (safirði. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. I vesttirsha ~~l FRETTABLADID er óháð öllum stj órnmálaflokkum og nýtur engra opinberra styrkja. Reykjanes: Fjórðungs- þing um síðustu helgi Fjórðungsþing Vestfjarða var haldið í Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp um síðustu helgi. Helstu mál þingsins voru byggðaþróunaráætlun, framtíð sjávarútvegs og fiskvinnslu og samgöngumál. Fjallað er um öll þessi mál að nokkru í Vestfirska fréttablað- inu í dag, en nánari tíðindi af fjórðungsþinginu verða í næsta blaði. Sjá bls. 5, 10, 12 og leiðara á bls. 11. Kært vegna laxveiði í sjó Fyrr í sumar barst embætti sýslumanns á fsatirði kæra vegna meintra laxveiða í sjó út af Aðalvík á Hornstrðnd- um. Málið er enn í rannsókn og ekki hægt að greina frá nánari málsatvikum að svo stöddu. Sjá nánar inni í blaðinu opið bréf til veiðimálastjóra frá Gylfa Guðjónssyni fyrir hönd Blælax hf sem rekur hafbeitarstöð við Blævadalsá í ísafjarðardjúpl. - sjá bls. 3 Ívestfirska Hringið eða skrifið og látið álit ykkar í ljós. Vestfirska fréttablaðið birtir skoðanir ykkar og leitar svara við spurning- um ykkar. ísafjarðardjúp: Riðuveiki í sauðfé í Miðhúsum? — niðurskurður er eina þekkta lausnin — talin hafa borist með fé af Barðaströnd Grunur leikur á um að riða leynist í fé í innanverðu ísa- fjarðardjúpi. í heilasýnum sem tekin voru úr fé frá Mið- húsum í Reykjarfjarðarhreppi greindust breytingar sem renna stoðum undir þennan grun. Að sögn Sigurðar Sigurðs- sonar yfirdýralæknis á Keldum er hér ekki um óyggjandi nið- urstöður að ræða. Viðræður hafa farið fram við ábúendur í Miðhúsum um hugsanleg fjár- skipti en engin ákvörðun hefur enn verið tekin. Fyrir rúmu ári var skorið niður fé í Hörgshlíð í Mjóafirði en í því höfðu greinst svipaðar breytingar án staðfestingar um riðuveiki. Að sögn Sigurðar er hér að- eins um grun að ræða og því hugsanleg fjárskipti aðeins hugsuð til öryggis. Enn sem komið er hefur ekki fundist riða í lifandi kind þar innfrá. í haust verða tekin sýni úr fjölda fjár úr Djúpi og verður sérstaklega fylgst með merkjum um riðuveiki. Mun héraðsdýra- læknir hafa yfirumsjón með sýnatökunni. Enn sem komið er er niður- skurður talinn eina lausnin til vamar riðuveiki. Tilraunir sem gerðar hafa verið annars staðar á landinu til þess að komast fyrir riðuveiki í fé með öðrum aðferðum hafa engan árangur borið. Sé um riðuveiki að ræða í N- fsafjarðardjúpi er talið líklegast að hún hafi borist með fé sunn- an af Barðaströnd en áður en fé var skorið þar vegna riðu fyrir 3 árum voru dæmi um samgang fjár úr Mjóafirði og víðar við fé á Skálmarnesi og fleiri bæjum í Barðastrandarsýslu. Þar sem niðurskurði hefur verið beitt hefur verið fjárlaust í tvö til þrjú ár. Þannig eru bændur á Barðaströnd nú að taka fé aftur eftir að skorið var niður þar fyrir tveimur árum. Að sögn Sigurðar getur veikin leynst í hjörðinni allt að tíu ár- um eftir smit, þó meðgöngutími hennar sé í mörgum tilfellum mun skemmri. Niðurstöður rannsókna á heilasýnum úr fé frá Miðhúsum styrkja fyrri grunsemdir um að riðuveiki leynist í fé í innanverðu Djúpi. Fáist staðfesting á þessum grun verður það trúlega rothöggið á hopandi byggð í Isafjarðardjúpi. Það er fallegt í Boiungarvík þegar öldurnar leika sér við sandinn í haustlogninu og sólin baðar byggðina undir Traðarhvrnu. En sjórinn er máttug höfuðskepna og getur skipt um ham með skömmum fyrirvara. Öldurnar sem virðast svo saklausar í fjöruborðinu, geta risið hátt og mörgum hefur Ægir konungur greitt þung högg. Það þekkja Bolvíkingar flestum betur. En það er víða fallegt í Bolungarvík og Vestfirska fréttablaðið ákvað að veita nokkrum Bolvík- ingum viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega garða. - Sjá nánar á bls. 9. Haustið gengurígarð Barðaströnd: Bændur stofna slátur- félag Bændur á Barðaströnd hafa stofnað með sér sláturfélag. I ráði er að leigja fyrrum slátur- hús Kaupfélags Vestur Barð- strendinga á Patreksfirði af Stofnlánadeild landbúnaðarins. Kaupfélagið seldi húsið á sínum tíma Matvælavinnslunni á Pat- reksfirði en Stofnlánadeildin keypti húsið á nauðungarupp- boði fyrr á þessu ári. .'Hnu 1200 SfUJunoui riJ 17 ferðir í viku til Reykjavíkur FLUGLEIDIR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.