Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 5
 vestfirska TTABLASIÐ 5 Fjórðungsþing Vestfjarða: Byggðaáætlun fyrir Vestfirdi tekin aftur til athugunar — óánægja með tillögur til úrbóta sem þykja óljósar og of almennt orðaðar Lokahandrit að Byggðaáætl- un fyrir Vestfirði var lagt ffyrir þing Fjórðungssambands Vestfjarða í Reykjanesi um síðustu helgi. Þessi áætlun var gerð í framhaldi af samþykkt Fjórðungsþingsins í fyrra. Framkvæmdin var í höndum Byggðastofnunar. Að skýrsl- unni unnu aðallega þeir Guð- mundur H. Ingólfsson í Hnífs- dal, sem ráðinn var sérstak- lega til að vinna að þessu verki og Sigurður Guðmundsson forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Skýrslan skiptist í þrjá aðal- hluta: 1. Alhliða úttekt á búsetuskil- yrðum og stöðu byggðar á Vest- fjörðum. 2. Leitun að þeim meginatrið- um, sem heimamenn telja að séu áhrifamest um eflingu byggðarog bætta búsetu. 3. Tillögugerð um þær aðgerðir sem talið er að mestu máli skipti að nái fram að ganga á næstu ár- um, ásamt rökstuðningi fyrir byggðalegum áhrifum fram- kvæmdarinnar. Almennt var gerður góður rómur að þeim hlutum skýrsl- unnar sem falla undir fyrsta og annan hluta. Þriðji hlutinn, til- lögugerðin fékk dræmari undir- tektir. f ályktun Fjórðungsþingsins, sem samþykkt var, segir m.a. um þessa byggðaáætlun fyrir Vest- firði: Fjórðungsþing Vestfirðinga 1987 fellst á megin niðurstöður og efnisatriði 1. og 2. kafla fram- lagðrar áætlunar. Hvað þriðja og síðasta kafla áætlunarinnar varð- ar er ljóst að tillögugerð er óljós, almennt orðuð, og hvergi nægi- lega né sterklega kveðið á um úr- bætur í einstökum málaflokkum. Telur þingið því rétt, að fram- lögð áætlun verði kynnt í sveitar- stjórnunum og þriðji kafli endur- ritaður að kynningu og umfjöllun lokinni. Sveitarstjómir sendi stjórn Fjórðungssambandsins at- hugasemdir fyrir októberlok. Markmið endurritunar þriðja kafla eru þau að setja fram ítar- lega og samræmda áætlun um al- hliða uppbyggingu á Vestfjörð- um. Gróf kostnaðaráætlun fylgi til- lögugerð og verði þingmönnum Vestfjarða síðar falið að tryggja eftir mætti fé til framkvæmda svo áætlun og framkvæmdaáform verði að veruleika. Óskar þingið áframhaldandi samstarfs við Byggðastofnun varðandi framkvæmd og úr- vinnslu einstakra þátta, enda verði endanlegar tillögur í sam- ræmi við vilja og óskir Vestfirð- inga. BYGGÐASTOFNUNARMENN EKKI VIÐSTADDIR UMRÆÐ- UR Guðmundur Malmquist fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar ávarpaði Fjórðungsþingið, þegar áætlunin um byggðaþróun var lögð fram. Lagði hann meðal annars áherslu á að hún væri lögð þarna fram í lokabúningi og ætti síðan að leggjast fyrir stjórn Byggðastofnunar og þar á eftir ríkisstjóm. Síðar á fundinum kom mjög í ljós að þessi afstaða Guð- mundar hafði farið fyrir brjóstið á mörgum fundarmönnum. Ekki síst þegar það upplýstist að þetta var í fyrsta skipti sem verkefnis- stjórnin, eða sá hluti hennar sem um 21,8% eða tæplega þrjú þús- und manns. Hann lagði líka á- herslu á að í atvinnulegu tilliti hefðu Vestfirðir mjög mikla möguleika. Einkenni byggðar- innar væru margar smáar byggð- ir, erfiðar samgöngur. Vöruval væri fábreytt og að öðru jöfnu mætti búast við háu vöruverði. Sigurður Guðmundsson benti einnig á að miklu minna væri rætt um kostina við það að búa á Vestfjörðum, heldur en ókostina. Hann lagði einnig sérstaka á- herslu á, að sá vandi sem snýr að Vestfjörðum væri vandi Vestfirð- inga sjálfra og þennan vanda mundu engir leysa nema Vest- firðingar sjálfir. Rcykjanes við ísafjarðardjúp, þar sem þing Fjórðungssambands Vestfjarða var haldið að þessu sinni. Bræðratunga, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra, ísafirði. Hvernig væri að breyta til eftir sumarfríið? Við getum boðið þér lifandi og skemmtilegt starf við þjálfun og umönnun heimilis- manna í Bræðratungu. Þú þarft að hafa jákvæð viðhorf til málefna fatlaðra og æskilegt er að umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára og hafi einhverja reynslu í meðferð/hjúkrunarstörfum. Við auglýsum líka eftir matráðskonu. Um er að ræða 100% starf, vinnutími frá 8 til 16. Starfið felst í umsjón með eldhúsi og þarf viðkomandi að geta unnið sjálfstætt. Við hvetjum fyrri umsækjendur til að endurnýja umsóknir sínar. Upplýsingar veitir forstöðumaður í Bræðratungu milli kl. 10 og 20 (ekki í síma). skipaður var Vestfirðingum sá byggðaáætlunina. Töldu menn sér greinilega misboðið, að keyra ætti skýrslu sem þessa í gegnum Fjórðungsþing án þess að þing- fulltrúum, hvað þá öðrum sveit- arstjómarmönnum gæfist neinn kostur á að kynna sér efni hennar. Einnig kom sér illa að þeir Byggða stofnunarmenn voru farnir áður en almennar umræð- ur hófust um áætlunina. Er raun- ar hægt að fullyrða að með því voru örlög þessarar áætlunar ráðin og með fjarveru sinni sáu þeir Byggðastofnunarmenn til þess að áætluninni var hálfvegis hafnað á Fjórðungsþinginu. VANDAMÁL VESTFIRÐINGA SJÁLFRA. Sigurður Guðmundsson for- stöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar fór yfir byggðaáætlunina og ræddi efni hennar. I byrjun lagði Sigurður áherslu á nokkur atriði. Meðal annars að Vestfirðir eru eini landshlutinn þar sem íbúum hef- ur fækkað stöðugt um langt ára- bil. Frá árinu 1941 og til dagsins í dag hefur Vestfirðingum fækkað Axel Eiríksson úrsmiöur Aðalstræti 22, ísafirði Tölvur fyrir öll skólastig, einnig ódýrar reiknivélar (meö strimli). Höfum tekið að okkur sölu umboð fyrir Casio á Vestfjörðum. Póstsendum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.