Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 12
RITVÉLAR____________________ fyrir skrifstofur og skóla Silver Reed EZ20 kr. 22.500.00 Bókaverslun Message EX 7 kr. 26.900.00 Jónasar Tómassonar Sími 3123 Isafirði Dýrafj arðabrú: 44 milljónir á næstu tveim árum Fjörutíu og fjórar milljónir eru á vegaáætlun áranna 1988—1990 til framkvæmda við brú yfir Dýrafjörð, sam- kvæmt því sem fram kom hjá Helga Hallgrímssyni yfirverk- fræðingi Vegagerðarríkisins á fundi Fjórðungssambands Vestfjarða í Reykjanesi um helgina síðustu. Helgi sagði að þessi fjárupp- hæð nægði til byrjunarfram- kvæmda og miðaði þá við að þær yrðu við norðurenda brúarinnar. Hann taldi einnig eðiilegt að brú yfir Dýrafjörð, yrði gerð áður en ráðist yrði í jarðgangagerð undir Breiðadals- og Botnsheiði. Heildarkostnaður við gerð brúar yfir Dýrafjörð er talinn munu nema 120 til 130 milljónum króna. Sagði Helgi Hallgrímsson yfirverkfræðingur að ef byrjun- arframkvæmdir yrðu á þeim tíma, sem núverandi vegaáætlun gerði ráð fyrir þá þyrfti að útvega afganginn af framkvæmdafénu, um það bil 90 milljónir fljótlega eða á næstu tveim til þrem árum. Ef það yrði ekki gert, þjónuðu fyrirhugaðar byrjunarfram- kvæmdir ekki neinum tilgangi. Fjórdungsþingið í Reykjanesi: Jarðgöng, aðeins spurning hvenær —tryggja verður 30 milljónir tö þriggja ára undirbúningsrannsókna fyrir útboð Suðureyri: Fyrsta keppnin í skotfími Skotveiðifélag Suðureyrar tel- ur í dag 24 félaga en það var stofnað 24. ágúst 1986. Sunnudaginn 23. ágúst var haldið afmælismót í skotfimi með 22 cal. rifflum með sjón- aukum í Staðardal í Súganda- firði og mun það hafa verið fyrsta mótið sinnar tegundar á Vest- fjörðum. Sigurvegari varð Róbert Á. Schmidt sem er jafnframt formað- ur félagsins. 9 keppendur tóku þátt í og luku keppninni. Sjá nánar grein og myndir eftir Róbert Á. Schmidt inni í blaðinu. Vegagerðarinnar og áætlun Bjöms Jóhanns er í raun ekki eins mikill og virtist við fyrstu sýn. Áætlun hins síðarnefnda gerir ráð fyrir u.þ.b. 800 milljóna króna kostnaði, en Vegagerðin rúmlega 1.400 mill- jónum. Virðist mjög stór hluti þessa mismunar liggja í liðum eins og föstum kostnaði, sem er áætlaður mun hærri hjá Vegagerðinni heldur en í áætlun Bjöms. Eins reiknar Vegagerðin með hærri tölu í ófyr- irséð og óviss útgjöld. Allir aðilar voru hinsvegar sam- mála um það, að deilurumkostnað eða leiðir við jarðgangnagerð væru ótímabærar. Núna væri nauðsynlegt að tryggja fé til rannsókna og undir- búnings málsins. Einnig þarf að liggja ljóst fyrir hvað þarf að gera til að tryggja því framgang. Samkvæmt upplýsingum Helga Hallgrímssonar yfirverkfræðings þarf um það bil 30 milljónir króna til að vinna að undirbúningsrann- sóknum og væri hægt að ljúka þeim á rúmlega þrem árum. Að þessum rannsóknum loknum væri hægt að bjóða gerð jarðgangnanna út. Ljóst er að allir aðilar eru sam- mála um að mikil nauðsyn er á því, að tryggja að sú reynsla sem fæst við gerð jarðgangna í gegnum Ól- afsfjarðarmúla nýtist við gerð jarð- gangna á Vestfjörðum. Vestfjarðamót í tvímennings- keppni í bridge verður haldið á Patreksfirði um helgina. Tuttugu og fjögur pör keppa og koma þau alls staðar af Vestfjörðum. Mótið hefst klukkan eitt á laugardag í Félagsheimilinu. „Fyrir rúmu ári, þegar ég sagðist vilja gera áætlun um gerð jarðgangna undir Breiða- dals- og Botnsheiðar þá fékk ég litlar undirtektir hjá ráðamönn- um vegamála, en nú höfum við frétt það hér á fundinum frá yfir- verkfræðingi Vegagerðarinnar að farið er að útvega fjármagn til undirbúningsframkvæmda," sagði Björn Jóhann Björnsson jarð- og verkfræðingur í ræðu sinni á fundi Fjórðungssam- bands Vestfirðinga í Reykjanesi um helgina. Vitnaði Bjöm Jóhann þá í fund sem haldinn var á Hótel ísafirði um jarðgangnamál. En í sumar kom út skýrsla eftir hann um jarðgöng, sem kostuð var af Fjórðungssam- bandi Vestfirðinga og Byggða- stofnun. I máli Helga Hallgrímssonar yf- irverkfræðings Vegagerðar ríkisins kom fram að það væri ekki lengur spuming hvort gerð yrðu jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiði, heldur væri spurningin aðeins núna, hvenær þau yrðu gerð. Báðir verkfræðingarnir Björn Jóhann og Helgi gerðu grein fyrir áætluðum kostnaðartölum í þeim tveim áætlunum sem birst hafa um hugsanlegan kostnað við gerð jarð- gangna. Af því verður ráðið að sá mismunur sem er á áætlunum Patreksfjörður: Vestíjarðamót í tvímenningsbridge Áfram er spáð norðaustan átt, en hægari. Kalt verður áfram en minni úrkoma. Sæmilega ætti því að viðra til flugs. vestfirska 1 FRETTABLADID hefur heyrt Að Halldór Jónsson skrif- stofustjóri hjá Frosta hf í Súðavík hafi verið kosinn í stjórn SUS á þingi þeirra< í Borgarnesi. Halldór háði harða kosningabaráttu við sér yngri Vestfirðinga eins og þá Steinþór Kristjánsson frá Flateyri (gjaldkera kaupfé- lagsins) og Magnús Jónasson frá Þingeyri (sonur Jónasar sveitarstjóra). Halldór rekst illa í flokki en bar engu að síður sigurorð af félögum sínum. Haft er eftir Halldóri að seta í stjórn Hitl- ersæskunnar, eins og hann kallar SUS sé aðeins áfangi á leið hans til metorða innan flokksins. Að þær fregnir, sem birtust í þessum dálki í síðasta tölu- blaði um að „Matthías eldri (Bjarnason væri að leiða Matthías yngri (Á. Matt- hiesen) í yfirreið um fyrrum ríki sitt," hafi verið flugu- fregnir hinar mestu. Enda voru þær hafðar eftir hinum áreiðanlegustu heimildum. I' ræðu sinni á Fjórðungsþingi í Reykjanesi geröi Matthías (yngri), núverandi sam- gönguráðherra, þessar fregnir af ferðum þeirra nafn- anna að umtalsefni. Taldi hann helst að þarna hefði fylgja sín verið á ferðinni. 0 PÓLLINN HF. HLJÓMPLÖTUÚTSALA Allar plötur á stórlækkuöu veröi. Nú er tækifærið til aö bæta í plötusafnið Látið ekki happ úr hendi sleppa PÓLLINN FSusta BÍLALEIGA Nesvegi 5 • Súðavík ® 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 • V/Miklatorg ® 91-25433 Afgreiðsla á Isafjarðarflugvelli S 94-4772 SENDUM BÍLINN Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.