Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 6
6 vesttirska MÉTTABLADIC E vestfirska TTABLADIS 7 Fjölmargir vinningar í boði. fi /5 Umboð á Vestfjðrðum: LIDAVlK: Unnur Hauksdóttir, Aóalgotu 2. ISAFJÚRDUR: Umboðsskrilst. Oliutél. Esso, Halnarstræli 8. BOLUHGARVlK: Margrét Eyjóltsdóttir, Hliðarstræti 6. SUDUREYRI: Gisli Jónsson, Aðalgótu 35. FLATEYRI: Aðalsteinn Vilbergsson, Halnarstræli 27. ÞIHGEYRI: Kristjana Guðsteinsdóttir, Brekkug. 2. BlLDUDALUR: Gunnar Vatdimarsson, Dalbraul42. SVEIHSEYRI: Fríða Siguróardóttir, Bugatún 12. PATREKSFJÚRDUR: Jenný Úladóttir, versl. Ara Jónssonar. Umboð á Vesturlandi: KRÚKSFJARDARHES: Halldór 0. Gunnarsson. BUDARDALUR: Ingibjörg Vigtúsdóttir, Brekkuhvammi 4. SKRIOULAHD: Erna Sörladottir, Kverngrjóti, Búðardal. STYKKISHÚLMUR: Ester Hansen, Silturgótu 17. GRUHDARFJÚRDUR: Pélina Gisladóttir, Hrannarstig 5. ÚLAFSVÍK: Versl. Kassinn v/Úlatsbraut, Ágúst Sigurðsson. HELLISSAHDUR: Svanhildur Snæbjörnsdóttir, Hellu. REYKHOLT: Jón Þórisson kennari, Borg. BORGARHES: Versl. Isbjörninn, Erla Danielsdóttir. AKRAHES: Kristjón Sveinsson, versl. Úðinn. Þökkum okkar traustu viðskiptavinum og bjóðum nýja velkomna. HAPPDRÆTTI DVAlARHmiUS ALDRAÐRA SJÓMANNA Eflum stuönina uið aldraöa. Miöiámannfyrirrwem aldraöan. 1 SIMAÞJONUSTA SKÁ TASKEYTA Viö tökum við pöntunum skátaskeyta í síma 3282 gegn greiðslu með kreditkorti. Munið skátaskeytin. Sími 3282. Einherjar SKÓLALÍF Cloaca er komin út í níunda sinn. Cloaca er ársrit og kemur út á vorin. Þar birtast teiknimyndir af stúdentsefnum Menntaskólans á ísafirði og kennurum þeirra, ásamt dálitlum pistlum um hvern og einn, þar sem sitthvað í fari viðkomandi er dregið fram, ýmist undir rós eða bara látið vaða. Nokkur ár liðu í lífi MÍ áður en Cloaca var stofnuð. Rit af þessu tagi tíðkast víða; hin gamalgróna Fauna (Dýraríkið) í Menntaskólanum í Reykjavík er meðal þeirra kunnustu. Cloaca er latína (eins og Fauna) og þýðir frárennsli eða holræsi. Hin íslenska mynd orðsins er Idóak. Nafn ritsins mun vísa til þess, að þeir nemendur sem þar er fjallað um eru í þann veginn að renna úr skólanum líkt og skolp. Pétur Guðmundsson myndlistarmaður á ísafirði hefur teiknað myndirn- ar í Klóöku frá upphafi. Þriðjubekkingar annast útgáfuna, en stúdentsefn- in sjálf semja umsagnimar, bæði hvert um annað og um lærimeistarana. Með góðfúslegu leyfi þeirra sem að Klóöku standa birtum við hér nokkrar myndir úr ritinu, svo og í sumum tilvikum hluta af textunum sem þeim fylgja. Þess ber að geta, að ritið er strax orðið úrelt í einum punkti: Smárí Haraldsson ríður ekki lengur um kaupstaðinn á rauðum bfl, því glæsikerran gamla og margfræga kennd við Síberíu hefur nú þokað fyrír steingráum gæðingi austan úr Japan (með viðkomu hjá Þór h.f., bflasölu). Ekki vitum við hvort þau litaskipti em víðtækari eða að einhverju leyti táknræn hjá téðum kennara, eða hvort einfaldlega hafi veríð þörf á verldegrí bfl til þess að komast um torfærar götur þess bæjar sem hann er fulltrúi fyrír. Slgrfður Lára Gunnlaugsdóttlr Smári Haraldsson: „Lífsferill Smára er litríkur, þ.e.a.s. hann er ríkur af rauðum lit. Kemur það glögglega fram í stjórnrnálaskoðunum svo og glæsikerru hans, og gott ef hann reið ekki Rauð gamla í Grunnavikinni forðum. I Grunnavíkinni, þar sem Smári ólst upp, voru engar hraðbrautir. Eflaust er það ástæða þess að hann og hinir i bæjarstjórn hafa látið götur bæjarins afskiptalausar. Því holur og stórgrýti minna á bernskuárin..." Magdalena Sigurðardóttlr: „Ég laumast með veggjum. Kíki yfir skólatöskuna. Vonandi sér hún mig ekki. Úps, hún leit upp. Fljótur nú! Láta sig hverfa í fjöldann. Fráneygð lítur hún rannsakandi yfir hópinn. Ég horfi sakleysislega út í bláinn, flauta lagstúf. „Hermundur! Gæti verlð að þú skuldir enn þá skíðaferða- lagið?" (Ooh, hvernig fer hún að þessu?) „Hvað segirðu, Lena min? Á ég eftir að borga skíðaferðalagið?" Lít á hana stórum, heiðskírum, bláum augum meðan ég leita eftir veskinu. „ Voru það ekki 300 krónur?“ Svo léttir manni auðvitað. Búinn að ganga um eins og skæruliðl síðustu vikurnar. Svona er nefnllega Lena. Sálusorgari og birgðavörður, allt í senn: „Áttu ekki ögn af krít / kennaratyggjó / túss / teiknibólu / þriggja- tommunagla / eða loftbor? Gætlrðu Ijósritað / heftað / gatað / eða gert glæru fyrir mig?“ Maður tekur ekkl eftir því fyrr en Lena þarf að sinna þingstörfum, og óvanur IJósrltarl tekur á móti manni í gatinu, hve mlkilvæg hún er. Svo er hún líka mlkill náttúruverndarsinnl og ræktar skóginn á sumrin. Hún á líka skóg af börnum. Ein 130 stk., gróflega reiknað. „Jú, Lena, ég er búinn að borga.“ Björn Teitsson: „Frammistaða hans íþessum þáttum (þ.e. Hvað heldurðu?) hefurorðið til þess, að nemendur hafa misst úr kennslu í Mannkynssögu vegna forfalla hans, en hann hefur bætt það upp með því að gefa þeim konfekt- ið sem hann hefur fengið í verðlaun ... “ NÁMSTILBOÐ! Að loknum grunnskóla. HEILSUGÆSLUBRAUT Markmiðið er að búa nemendur undir undirbún- ingsstörf við hjúkrun á sjúkrahúsum og heilsu- gæslustöðvum. Ekki er um verklegt nám að ræða en nemendur fara í starfskynningu á sjúkrahús. Framhald til stúdentsprófs er eðlilegast á náttúrufræðibraut. Námstími er fjórar annir. NÚPSSKÓLI 0 8222 OG 8236.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.