Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 12
FERÐATÖSKUR
nýkomið fjölbreytt úrval
stærðir 45 cm til 80 cm
verð kr. 1.280.- til 4.450.-
Bókaverslun
Jónasar Tómassonar
Sími3123 ísafirði
ERNIR i*
Bílaleiga
Patrekur DýrQörð
hefur
heyrt
... að Halldór Guðmundsson
forstöðumaður Hlífar á (safirði
hafi í síðustu viku verið ráðinn
til starfa að málefnum aldraðra
á Dalvík. Þetta verður þvi vænt-
anlega þriðja kjörtimabilið f röð
sem Snorri Hermannsson
stendur upp af varamanna-
bekknum og tekur sæti aðal-
manns i bæjarstjórn ísafjarðar.
... að neyðin kenni naktri konu
að spinna, og iaga kaffi. Skrif-
stofustjóri í öðru af stóru frysti-
húsunum á ísafirði (við nefnum
engin nöfn, en rétt er að taka
fram að hér er ekki átt vtð (shús-
félag (sfirðinga) er nú loksins
búinn að læra á kaffi-
maskínuna. Þegar verkfall
verslunar- og skrifstofufólks
hófst, voru þeir ailt i einu orðnir
tveir einir gaufandi kaffilausir í
dauflegrí vist á kontórnum, for-
stjórinn og skrifstofustjórinn,
þar sem venjulega iðaðt allt af
lífi og kvenfólki, og kaffi. (Þriðji
maðurinn sem hafði leyfi til að
vinna í verkfallinu vará Andrés-
ar Andar leikunum, þó ekki sem
keppandi).
Og skrifstofustjórinn, sem ald-
rei fyrr hefur verið við kaffivél
kenndur, svo vitað sé, mun nú
standa dag hvern stoltur á svip
með uppbrettar ermar við að
stjórna kaffivélinni. Sagt er að
á veggnum fyrir ofan vélina sé
miði, og hafi verið þar lengi,
með þessari áletrun: Konurnar
eru ekki skapaðar tii að laga
kaffi.
Jamm. Menn geta sosum
skrimt eitthvað kvenmanns-
lausir. En kaffilausir!
Ungir
framsóknar-
menn
stofna féíag
Stofnfundur Félags ungra Fram-
sóknarmanna við Djúp var haldinn
í húsakynnum Framsóknarflokks-
ins að Hafnarstræti 8 á ísafirði um
fyrri helgi. Að sögn heimildar-
manns Vestfirska var fundurinn
mjög vel sóttur, og um 30 manns
voru skráðir sem stofnfélagar.
„Þetta eru að mínu mati stærstu
pólitísku ungliðasamtök á Vest-
fjörðum", sagði heimildarmaður.
Félaginu er ætlað að vinna að
vexti og viðgangi stefnu Fram-
sóknarflokksins á Vestfjörðum.
Vordagarí
Bolungarvík
Myndlist, bókmenntir, skákmót,
barnaópera og söngskemmtanir
á dagskránni
í Bolungarvík ber fyrsta vika
maímánaðar að þessu sinni nafnið
Vordagar. Þá gengst menningar-
ráð bæjarins fyrir ýmsum viðburð-
um á sviði menningar og lista.
Áður var mikil hátíð haldin undir
þessu nafni í Bolungarvík árið
1984, í tilefni af 20 ára afmæli
Tónlistarskólans og 25 ára afmæli
Félagsheimilisins.
Vordagarnir 1988 hefjast sunnu-
daginn 1. maí kl. 4 með því að
opnuð verður í Ráðhússalnum
sýning á málverkum eftir Daða
Guðbjörnsson. Sýningin verður
síðan opin alla vikuna kl. 6-10.
Daði Guðbjörnsson er fæddur
1954. Hann stundaði nám í Hand-
íða- og myndlistarskólanum í
Reykjavík og síðan í Ríkisaka-
demíunni í Amsterdam. Hann er
nú formaður Félags íslenskra
my ndlistarmanna.
Seinna í vikunni verður bóka-
kynning sem bókasafnsnefnd sér
um. Kynntar verða bækur eftir
Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu
Helgadóttur og Þórarin Eldjárn,
og verður þar um að ræða upplest-
ur, samlestur og söng úr verkum
þessara höfunda. Reynt verður að
höfða til allra aldurshópa, og boð-
ið verður upp á kaffi og með því.
Föstudag og laugardag 6. og 7.
maí verður haldið skákmót með
þátttöku skákmanna sem koma í
heimsókn.
Barnaóperan Eldmærin verður
á dagskrá Vordaganna. Tónlistar-
skóli ísafjarðar er nú að færa hana
upp í tilefni af 40 ára afmæli sínu
og mun koma með hana í heim-
sókn til Bolungarvíkur.
Sunnudaginn 8. maí kemur
Bergþór Pálsson óperusöngvari og
syngur í Félagsheimilinu við undir-
leik Jónasar Ingimundarsonar.
Tónleikarnir hefjast kl. 5, og á efn-
isskránni verða m.a. lög eftir
Schubert, ítölsk lög og lítt þekktar
óperuaríur. Bergþór er annars að
syngja í Don Giovanni hjá ís-
lensku óperunni og hefur hlotið
hina bestu dóma.
Vordögum í Bolungarvík lýkur
með tónleikum í Hólskirkja á upp-
stigningardag, 12. maí, og hefjast
þeir kl. hálfníu. Þar verður
kirkjukórinn með mjög fjölbreytta
efnisskrá, sem organistinn og
söngstjórinn Gyða Halldórsdóttir
hefur æft. Flutt verða verk allt frá
sextándu öld og til hinnar tuttug-
ustu, og auk hins blandaða
kirkjukórs kemur fram kvenna-
kór, barnakór, kvartett, kvintett
og sextett, auk þess sem Gyða
leikur einleik áorgelið. Gyða Hall-
dórsdóttir er organisti og söng-
kennari að mennt, og hefur starfað
í Bolungarvík í vetur, en þangað
kom hún frá Vínarborg
Eins og fyrr sagði stendur
Menningarráð Bolungarvíkur fyrir
Vordögunum, en formaður þess er
Guðrún B. Magnúsdóttir.
Höfnin á Bfldudal
orðin allt ofþröng
Miklar framkvæmdir fyrirhugaðar.
Vinna hefst í sumar. Verk sem ræður
öllu um framtíð byggðarinnar.
Þegar Rækjuver h.f. á Bíldudal
fékk nýja togarann sinn um
daginn, Þröst BA 48, þá kom nýr
vandi í ljós: Höfnin á Bíldudal er
of lítil. Nú eru togararnir á Bíldu-
dal orðnir tveir, en heita má að
ekki sé viðlegupláss inni í höfninni
fyrir nema eitt skip af stærri sort-
inni. Að ekki sé nú minnst á það,
ef Fiskvinnslan h.f. fær svo annan
togara í viðbót við Sölva Bjarna-
son, eins og vonir standa til.
Miklar hafnarframkvæmdir eru
því ráðgerðar á Bíldudal í sumar
og á næstu árum. Nú í sumar verð-
ur unnið að dýpkun hafnarinnar,
og verða þá teknir upp úr henni
um tólf þúsund rúmmetrar. Jafn-
Annar togari til
Bíldudals og leitað
að þeim þriðja
Um langt skeið hefur Sölvi
Bjarnason BA 65 verið eini togari
Bílddælinga. Hann er um 400
tonn, gerður út af Útgerðarfélagi
Bílddælinga, sem aftur er að stór-
um hluta í eigu Fiskvinnslunnar
h.f. á Bíldudal. Auk Sölva hafa
undanfarið verið gerðir út frá
Bíldudal einir átta litlir bátar á
rækju, frá níu og upp í tuttugu og
þrjú tonn að stærð.
En nú er annar togari kominn til
Bíldudals. Rækjuver h.f. keypti
nýlega togarann Jökul SH frá
Ólafsvík, og heitir hann nú Þröstur
BA 48. Þetta er lítill togari, smíð-
aður í Póllandi, 230 lestir að stærð,
aðeins fjögurra ára gamall. Til-
koma þessa skips er geysimikil við-
bót í svo litlum bæ sem Bíldudalur
er. Togarinn mun stunda rækju-
veiðar, og verður meginhluti afl-
ans unninn í Rækjuveri. Nú verður
væntanlega hægt að halda þar uppi
vinnslu árið um kring, í stað 5-6
mánaða á ári hingað til. Ellefu
manna áhöfn er á togaranum, og
skipstjóri er Guðlaugur Þórðar-
son. Framkvæmdastjóri Rækju-
vers er Ólafur Egilsson.
Fiskvinnslan á Bíldudal (eða Út-
gerðarfélag Bílddælinga) hefur
einnig um nokkurt skeið verið að
leita sér að skipi til viðbótar við
Sölva Bjarnason, gerði m.a. tilboð
í Jökul SH. Fyrirtækið stefnir ein-
dregið að því að bæta við sig skipi
til þess að geta haldið uppi reglu-
bundinni vinnu, því að með aðeins
einum togara dettur dampurinn
alltaf niður á milli. Þess vegna þarf
að koma til annað hvort vertíðar-
bátur eða annar togari til að skaffa
hráefni, og þar með væri ef til vill
hægt að skapa grundvöll fyrir því
að fara nýjar leiðir í vinnslu og
verðmætasköpun. Ekki mun af
veita, því að á Bíldudal eru fyrir-
tæki á hvínandi kúpunni eins og
annars staðar, vegna stefnu stjórn-
valda í efnahagsmálum og byggða-
málum. Fiskvinnslan h.f. á Bíldu-
dal er að sögn mjög vel rekið fyrir-
tæki, svo að ekki er því um að
kenna. Framkvæmdastjóri Fisk-
vinnslunnar h.f. er Jakob Kristins-
son.
framt verða lögð drög að nýrri tog-
arahöfn fyrir utan núverandi höfn.
Þar á milli er síðan gert ráð fyrir
vöruhöfn, eða aðstöðu til viðlegu
og uppskipunar fyrir vöruflutn-
ingaskip.
Alls eru fyrirhugaðar hafnar-
framkvæmdir á Bíldudal upp á 65-
70 milljónir króna, en í ár mun
verða unnið fyrir um 15 milljónir.
Auðvitað fer það mjög eftir póli-
tískum vilja og ákvörðunum fjár-
veitingavaldsins fyrir sunnan,
hversu hratt þetta verk allt mun
ganga. Heimamenn vonast til þess
að því megi ljúka á þremur-fjórum
árum, því að nú þegar hefur skap-
ast vandræðaástand vegna
þrengsla í höfninni. Það skiptir
sköpum fyrir framtíð nútíma sjó-
sóknar frá Bíldudal (og þar með
fyrir byggð þar) hvort þetta verk
fæst samþykkt og unnið innan
fárra ára. Ef svo verður ekki, þá
eru ráðamenn fyrir sunnan einfald-
lega að segja Bílddælingum (og
væntanlega fólki í öðrum sjávar-
plássum um landið) að hætta þessu
basli og fara bara suður í dýrðina
við Faxaflóa.
Búið er að ákveða skipulag
hafnarinnar á Bíldudal í grófum
dráttum, en hönnun í smærri at-
riðum er ólokið. Þó er ekki meira
verk óunnið en svo, að nú er verið
að hefjast handa um útboð og
undirbúning framkvæmdanna í
sumar.
Stórkostlegt úrval af bíla-
útvarpsstækjum og hátölurum, ásamt
loftnetum fyrir flestar gerðir bifreiða.
POLLINN Susta
Opið laugardaga 9-16
Sunnudaga 14-16
TOPPBLÓMIÐ
SÍMI 4717
SÍMI 3517