Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 3
■5 vestfirska TTABIASID Bræðratunga fær bfl með lyftu fyrlr hjólastóla Stórgjöf frá Styrktarfélagi vangefinna á Vestfjörðum „Það má segja að með tilkomu þessa bíls sé ákveðinn draumur að rætast", sagði Erlingur Níelsson forstöðumaður Bræðratungu þeg- ar hann veitti viðtöku nýjum bíl sem Styrktarfélag vangefinna á Vestfjörðum færði stofnuninni að gjöf. Það var Hildigunnur Lóa Högnadóttir formaður Styrktar- félagsins sem afhenti Erlingi lykl- ana að bifreiðinni á sumardaginn fyrsta. Bifreiðin er af gerðinni Renault Trafic og tekur 9 farþega í sæti. Hjólastólalyfta gerir kleift að flytja með góðu móti vistmenn sem eru bundnir við hjólastól. Erlingur sagði í stuttu þakkar- ávarpi sem hann hélt við þetta tækifæri, að oft væri erfitt að fá viðurkenningu fjárveitingavalds- ins fyrir því sem talið væri nauð- synlegur stofnkostnaður. Því væri ómetanlegt fyrir Bræðratungu að eiga Stykrtarfélagið að. Heimilismenn í Bræðratungu færðu síðan öllum viðstöddum stjórnarmönnum í Styrktarfélagi ’vangefinna eina rauða rós sem þakklætisvott fyrir veittan stuðning. Það var svo Jón Örnólfs Jó- hannsson heimilismaður í Bræðra- tungu, sem bundinn er við hjóla- stól, sem tók bílinn formlega í notkun með því að honum var lyft um borð með hjólastólalyftunni góðu. Skátaskeytanýjung: Einherjar með kortaþjónustu Skátar á ísafirði hafa alla tíð leit- ast við að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu við að koma heilaóskum fólks til fermingar- barnanna. Þar sem notkun greið- slukorta er orðin eins víðtæk og raun ber vitni, er Skátafélagið Ein- herjar nú að taka upp kortaþjón- ustu. Þessi greiðslumáti hefur líka aukin þægindi í för með sér, því að eftirleiðis nægir að hringja í skát- ana í síma 3282 ef þjónustu þeirra er óskað, og gefa síðan upp númer á greiðslukortinu sínu. Þetta hefur einnig þann kost, að nú getur fólk notfært sér þetta hvar svo sem það er statt á landinu. MÆLINGAR Vegagerðin óskar að ráða 2 - 3 aðstoð- armenn í mælingar á Vestfjörðum í sumar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og verið sem lengst. Umsóknum skal skilatil Vegagerðarinn- ar, Dagverðardal ísafirði fyrir 9. maí 1988, gjarnan á eyðublöðum sem þar fást. Vegamálastjóri NAMSTILBOÐ! Að loknum grunnskóla. TÆKNIBRAUT (fyrri hluti) Markmið námsins er að búa nemendur til náms í iðnfræði í Tækniskóla íslands og nám við Fisk- vinnsluskóla íslands. Námstími er fjórar annir. NÚPSSKÓLI © 8222 OG 8236. Gunnlaugur Jónasson: Um ísafjarðarkirkju GÓÐIR ÍSFIRÐINGAR, og þá einkum þið, sem eruð í söfnuði ísafjarðarkirkju. Þessar línur eru ritaðar til að minna á, að á morgun, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30, verður í Kapell- unni á Sal M.í. aðalsafnaðar- fundur ísafjarðarsóknar. Þar verða að venju lagðir fram reikn- ingar kirkju og kirkjugarða og flutt skýrsla um starfsemi safnað- arins á liðnu ári. Þetta er jú ár- legur viðburður eins og menn þekkja, nema þessi fundur er öllu fyrr á árinu en venja er, enda ligg- ur fleira fyrir honum en skýrsla og reikningar, og það dagskrár- atriði sem ekki þola bið. Það eru þau atriði, sem ég vil sérstaklega vekja athygli ykkar á. Eftir brunann í kirkjunni 27. júlí sl. hefur sóknarnefnd unnið að því í samræmi við lög og reglur, og einnig í samræmi við fyrirmæli aðalsafnaðarfundar sl. haust, að leysa húsnæðismál safn- aðarins, fyrst til bráðabirgða en einnig til framtíðar. Og nú er komið að því að taka ákvörðun, sem er stefnumark- andi fyrir söfnuðinn og bæjarfé- lagið til langrar framtíðar, á- kvörðun um það hvar kirkja skuli rísa og hvernig kirkju eigi að byggja. Sóknarnefnd ísafjarðar telur að reisa eigi nýja kirkju og til- tekur tvo staði á Eyrinni, en legg- ur það í hendur aðalsafnaðar- fundar að ákveða staðinn. Sókn- arnefnd hefur einnig gert lýsingu á kirkju ásamt safnaðarheimili (sem birst hefur í blöðum) og leggur það fyrir fundinn að ræða stærð og gerð þeirrar byggingar og gera athugasemdir ef mönnum svo sýnist. Ég leyfi mér að fullyrða, fyrir mína hönd og minna samstarfs- manna í sóknarnefnd, að við höfum lagt okkur fram á tíðum fundum að undirbúa þessi mál vandlega og eftir okkar bestu samvisku, þó ávallt megi deila um árangur. Ætla heldur ekki að kvarta undan þeim tíma sem það hefur tekið, en finnst hins vegar sanngjarnt að ætlast til þess af sóknarbörnum að þau hlýði kalli og komi til fundar til að styðja eða gagnrýna framkomnar til- lögur og taka þátt í mörkun stefnu. Gagnrýni eftir ákvarð- anatöku er lítils virði. Vil að lokum láta koma fram, að ég vona, eins og þið öll vænt- anlega, að okkur takist sameigin- lega á fundinum á morgun að taka ákvörðun, sem verði söfnu- ðinum til gleði og sóma í lengd og bráð. Gunnlaugur Jónasson. Fermingarbörn á ísafirði Næstkomandi sunnudag, 1. maí, mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sóknar- prestur á ísafirði ferma eftirtalin börn í ísafjarðarkapellu Berglind Kristjánsdóttir Lyngmó, Brunngötu 20 Bragi Már Valgeirsson, Miðtúni 35 Bylgja Hrönn Karlsdóttir, Hafraholti 4 Gísli Einar Ámason, Árholti 9 Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, Kjarrholti 3 íris Georgsdóttir, Seljalandsvegi 10 Jóhanna Ólöf Rúnarsdóttir, Miðtúni 25 Jón Oddur Guðmundsson, Sundstræti 24 Jónína Edda Skúladóttir, Smiðjugötu 4 María Sonja Thorarensen, Hlíðarvegi 12 Rósamunda Jóna Baldursdóttir, Hnífsdalvegi 8 Samúel Jón Samúelsson, Urðarvegi 20 Sigurlaug María Bjarnadóttir, Hlíðarvegi 38 Þórdís Jónsdóttir, Seljalandsvegi 36 r-........... ! FASTEIGNA- i VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Hafraholt 28. Raðhús. I húsinu eru m.a. 4 svefnherb. Getur losn- að fljótlega. Túngata 7. Einbýlishús ásamt bílskúr. Getur losnað fljótlega. Fjarðarstræti 19. 120 fm efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt bílg- eymslu. Túngata 13. 2ja herb. kjallara- íbúð. Sundstræti 29. 2ja herb. íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi. Hafraholt 36. Glæsilegt tvílyft einbýlishús úr timbri ca 180 fm ásamt bílskúr. Laust eftir sam- komulagi. Sólgata 8, 4ra herb. íbúðarhæð ásamt tveim herbergjum í kjall- ara. Smiðjugata 10, 4ra herb. íbúð. Stórholt 13, 4ra herb. íbúð á 3ju hæð ásamt bílskúr. Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Laus. Sundstræti 35b. Lítið einbýlis- hús. Selst ódýrt. Laust fljótlega. Tangagata 26. Fallegt einbýlis- hús í góðu standi. Eignarlóð. Get- ur losnað fljótlega. Aðalstræti 26A. 3-4 herbergja íbúð. Litlabýli við Seljalandsveg, lítið einbýlishús. Laust 1. júní. Mjallargata 6, norðurendi, 4. herb. íbúð ásamt stórum bílskúr. Laus fljótlega. Engjavegur 33, 2ja herb. íbúö á n.h. Laus fljótlega. Góuholt 6,140 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Laust fljótlega. Túngata 13. 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Laus. Hrannargata 9. Falleg 3 herb. íbúð. Stórholt 11, 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílgeymslu. Getur losnað fljótlega. Seljalandsvegur 30, 175 ferm. einbýlishús með innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið er í góðu ástandi. Veðbanda laust. Stórholt 13,3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Laus eftir samkomulagi. Mjallargata 6, 4ra herb. ibúð á efri hæð í suðurenda. Sólgata 5, 3 herb. íbúð. Laus fljótlega. Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á 1. hæð. BOLUNGARVÍK: Stigahiíð 4, 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Heiðarbrún 1. Einbýlishús á tveim hæðum. Um 200 ferm. Hjallastræti 20. Rúmlega 100 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Hjallastræti 18, 120 fm einbýlis- hús ásamt bílskúr. Stigahiíð 4, 3 herb. endaíbúð á 3. hæð. Hafnargata 110. Tæplega 100 ferm. álklætt einbýlishús. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. sumarbUstaður 75 ferm. sumarbústaður í Heydal Mjóafirði. ARNAR GEIR HINRIKSSON.hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 I vestíirska I FRETTABLAÐIÐ S 4011

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.