Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 27.04.1988, Blaðsíða 4
4 íí vestfírska TTABLADIS ÓKEYPIS smá- auglýsingar STURTUBOTN Óska eftir að kaupa sturtu- botn. Upplýsingar í síma 94-7423. TIL SÖLU Skódi 130 L árgerð 1986, ek- inn 25 þús km. Mjög vel með farinn bíll. Upplýsingar í síma 94-4960. TIL SÖLU Lada Station 1500, árgerð 1987, ekin 13. þús km. Nánari upplýsingar í síma 1565. ÓKEYPIS Smaauglýsingar í Vestfirska fréttablaðinu eru okeypis! BRONCO Bronco til sölu, árg. 1973. Á sama stað Tíví-bassamagn- ari. Upplýsingar í síma 94-4356. MINNINGARKORT Styrktarfélags vangefinn á Vestfjörðum fást í Penslinum á ísafirði og hjá Níelsínu Þor- valdsdóttur í Bolungarvík. HESTUR Góður barnahestur til sölu á góðu verði ef samið er strax. Upplýsingar í síma 3633. 1. MAI DANS- LEIKUR verður í Félagsheimili Súgfirðinga 30. apríl frá kl. 11 til 3. Hljómsveitin SÍGILD leikur fyrir dansi. FJÖLMENNIÐ! Aumingja Bílddælingar, nú geta þeir ekki einu sinni skrúfaö frá krana án þess aö Orkubúið skipti sér af. Á Andrésar Andar leikum ísfirðingar fjölmenntu um síðustu helgi til Akureyrar, á leikana sem kenndir eru við Andrés Önd. Keppendur frá ísafirði voru 53, en fararstjórar 12, þannig að hér var um 65 manna hóp að ræða. Á meðal fararstjóranna var Guðmundur Ágústsson. Hann tók mikið afgóðum myndum sem hann leyfði okkur að moða úr, og fylgja hér nokkrar þeirra. Á verðlaunapalli fyrir 2 km göngu 11 ára drengja: Nr. 1 varð Hlynur Guðmundsson (Ágústssonar), ísafirði, nr. 2 Pétur Sigurðsson (Gunn- arssonar, Péturssonar), ísafirði, og nr. 3 Bjarni Jóhannesson, Siglufirði. Sigríður Flosadóttir (Kristjáns- sonar) hlaut 3. sæti í svigi 9 ára stúlkna. Það vakti athygli bæði keppenda og fararstjóra frá öðrum stöðum á landinu, að ísfirsku fararstjórarnir lögðu mikla vinnu í að smyrja brauð sem mannskapurinn tók með sér upp i fjall. Hér eru Eggert Jónsson, Sigga Maja, Gylfi Guðmundsson, Guðmundur Rafn, Páll Sturlaugsson og Arnór Jónatansson á fullu að smyrja. Sponsid og Vinnuskólinn á ísafirði: Sviptingar í ráðningarmálum Bæjarstjórn Isafjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum að Sigríður M. Gunnarsdóttir skyldi ráðin for- stöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Sponsins og Vinnuskólans á ísafirði í stað Dagnýjar Bjarkar Pjeturs- dóttur. Meirihluti íþrótta- og æskulýðs- ráðs hafði mælt með því að Ingólfur Arnarson leiðbeinandi við Grunn- skólann á ísafirði yrði ráðinn til starfans. Hann hefur unnið mikið starf með ísfirskum unglingum, og Dagný Björk óskaði eindregið eftir því að hann tæki við starfinu. Bæjarstjórn ísafjarðar var hins vegar á annarri skoðun. Þegar málið kom til afgreiðslu innan bæjar- stjórnar var ákveðið að Sigríður skyldi ráðin. Síðan gerðist það, að Sigga Maja dró umsókn sína til baka, og þar við situr nú. Um helgina varð hastarlegur árekstur á gatnamótum Hafnarstrætis og Sólgötu á ísafirði, rétt við kirkjuna. Vegfarendur töluðu um að þarna hefðu tveir bílar verið að „spyrna", líkt og vinsælt er á Hverfisgötunni í Reykjavík. Annar þeirra hafi síðan ekið á bíl sem í vegi hans varð, en hinn hafi ekið óskaddaður á brott. Sá bíll hefur þá trúlega tapað í spyrnunni. Þegar við spurðum lögregluna um áreksturinn, virtust menn hins vegar við sem minnst vilja kannast í sambandi við þetta mál. Vetur og sumar frususamaná Vestfjörðum Það fór ekki á milli mála að vetur og sumar frusu saman á Vestfjörðum. Slikt boðar gott og hlýtt sumar samkvæmt þjóðtrúnni. Flestum þótti fátt minna á sumarið þegar fyrsti dagur þess rann upp. Sumarið heilsaði hestaeigendum í Hnífsdal með snjóflóði sem kom úr gili beint ofan við hesthúsin utanvert í Hnífsdal. Þó að snjóflóðið færi kannski ekki langt, þá var það býsna stórt eins og myndin ber með sér.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.