Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Síða 5
vestlirska
TTABLA0I9
5
Kryddleginn
hörpuskelfiskur
400 gr hörpuskelfiskur
1 dl. ólífuolía
1 dl sítrónusafi
2 búnt söxuð steinselja
2 hvítlauksrif pressuð (má sleppa)
V2 lítið glas kapers (einnig skal nota
vökvann í glasinu)
1 lítið glas fylltar ólífur (skornar í
sneiðar)
hvítur pípar nýmalaður
2 tsk salt
Blandið öllu saman í skál nema
saltinu. Geymt í ískáp í minnst 4
klst. og hrœrt í nokkrum sinnum á
meðan. Saltinu er bœtt við rétt áður
en rétturinn er borinn á borð.
Borið fram með ristuðu brauði og
smjöri.
Soðin Bayonne-skinka
Skinkan er látin í hæfilega stóran
pott ásamt 3-4 litlum laukum, sem
slatta af negulnöglum hefur verið
stungið í. Vatni hellt yfir (+ nokkr-
um dl af rauðvíni ef til er), þar til
yfir flýtur, og suðan látin koma upp
við vægan hita. Fleytið froðuna af.
Bœtið út í steinseljugreinum, lárvið-
arlaufi, timíangreinum og einiberj-
um, ásamt eins og einni lítilli greni-
grein. Sjóðið í luktum potti við hœg-
an hita, þar til skinkan er soðin.
Þykka og stutta skinku þarfað sjóða
allt að 2 tíma. Takið skinkuna upp
úr, skerið pöruna af og látið skink-
una aftur í soðið. Látin kólna í soð-
inu, helst yfir nótt.
Svínalifrarkœfa
1 kg svínalifur
'/2 kg svínafita Lifur, fita og laukur hakkað tvis-
1 laukur var sinnum. Hrært með eggjum,
2-3 egg rjóma og kryddi ásamt hveitinu. Sett
1 peli rjómi í frekar lítil form, sem bökuð eru í
1 tsk pipar ofnskúffu í vatnsbaði ca. eina klst.
1 tsk negull Borið fram með sýrðum rauð-
1 tsk allrahanda 2 tsk salt 4-5 msk hveiti rófum.
Jólasalat
250 gr sýrðar rauðrófur Þvoið jólasalatið, fjarlœgið rótina
4 stk jólasalat ásamt kjarnanum oddmjóa, sem
3-4 stór græn epli gengur upp í salatið. Skerið salatið í
4 stönglar sellerí smábita, einnig rauðrófurnar. Af-
1 sítróna hýðið eplin, fjarlœgið kjarnana og
150-200 gr valhnetukjarnar skerið þau í bita. Dreypið örlitlum sítrónusafa yfir eplin, svo að þau
Sósa: dökkni síður. Hreinsið sellerístöngl-
1 msk Dijon-sinnep ana og skerið í litla bita. Blandið
V2 dl vínedik öllu grænmetinu í skál ásamt val-
IV2 dl olía hnetukjörnunum. Þeytið saman
salt og pipar sinnep, edik, olíu og krydd og hellið yfirsalatið réttáðuren borið erfram.
Hátíðarsíld
8 kryddsíldarflök, látin liggja í mjólk
yfir nótt, skoluð í vatni og þerruð.
Skorin í hœfilega bita.
Sósa:
1 dl salatolía
1 dl tómatsósa
Í4 dl borðedik
1 tsk karrý
1 msk sykur
5-6 negulnaglar
1 epli, saxað
1 laukur, saxaður
1 appelsína, afhýdd og skorin í litla
bita
1 dl ananasmauk
Öllu blandað saman og hellt yfir
síldarbitana. Látið bíða í ísskáp í
nokkra tíma.
Púrtvínssíld
8 kryddsíldarflök (farið með þau
eins og hátíðarsíldina)
1 stór laukur
10 grænar ólífur, fylltar
1 tsk svört piparkom
1 dl púrtvín
2 dl vatn
2 msk edik
1 dl sykur
Sjóðið lög úr púrtvíni, vatni,
ediki, pipar og sykri. Kœlið. Skerið
laukinn í þunnar sneiðar og ólífurn-
ar í tvennt. Raðið síldarbitum, lauk
og ólífubitum í krukku og hellið leg-
inum yfir. Látið standa í ísskáp í
a.m.k. sólarhring.
^ Bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar,
v ^ ^ starfsfólks og annarra Vestfirðinga, með þökkum
fyrir samvinnuna á liðnu ári.
Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði
óskum viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum Vestfirðingum
gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári.
x'»/ Þökkum árið sem er að kveðja.
!$!!!§
Kjöt & Fiskur, Patreksfirði
'í ‘
Bestu jóla- og nýárskveðjur
til viðskiptavina okkar,
starfsfólks og annarra
Vestfirðinga, með þökkum
fyrir samvinnu á liðnu ári.
Olíufélag útvegsmanna