Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Qupperneq 9
Viðbyggingagleði
á Patreksfirði
Þrjú slík hús í smiðum
Kjöt og fiskur
Pá er fokheld tæplega sextíu fer-
metra viðbygging við verslunina
Kjöt og fisk við Strandgötu. Að
sögn Hallgríms Matthíassonar
kaupmanns þar er ætlunin að hafa
þar til húsa kjötvinnslu og fleira,
en stækka verslunarhúsnæði um
þann gólfflöt sem nú er nýttur til
vinnslunnar, og mun verslunar-
rými því aukast um þriðjung. Ætl-
Sr. Sigurður Jónsson, Patreksfirði.
Patreksfirðingar hafa farið sér
fremur hægt í húsbyggingum
undanfarin ár, enda almennt gætn-
ir menn og grandvarir. Pó er verið
að byggja við þrjú hús á staðnum:
Sýsluskrifstofuna, sem áður hefur
verið greint frá hér í blaðinu; versl-
unina Kjöt og fisk; og Orkubú
Vestfjarða.
Sýsluskrifstofan
Sýsluskrifstofan við Aðalstræti
flyst upp um eina hæð frá því sem
nú er, og verður lögreglustöð á
jarðhæð þar sem sýsluskrifstofan
er nú að hluta. Er húsið nú sem
næst fokhelt, og stefnt að því að
taka það í notkun síðla næsta árs.
Viðbygging hjá Versluninni Kjöti og Fiski.
unin er að taka húsnæðið í notkun
nú á útmánuðum.
Orkubú Vestfjarða
Loks er að geta 240 fermetra
viðbyggingar við rafstöð Orkubús
Vestfjarða við Eyrargötu. Húsið,
sem verður á tveimur hæðum að
hluta, mun hýsa skrifstofu Ork-
ubúsins og verkstæði og kaffistofu
starfsmanna. Ingimundur Andr-
ésson svæðisstjóri kvað byggingu
þessa löngu tímabæra, því hingað
til hefur skrifstofan verið til húsa í
30 fermetra risi, sem Orkubúið
hefur á leigu í Aðalstræti 13 og er
fyrir löngu orðið allt of þröngt.
Fyrirhugað er að húsið verði tilbú-
ið í desember 1989.
Verktaki við allar þessar við-
byggingar er Byggir h.f. á Patreks-
firði.
Sýsluskrifstofan á Patreksfirði.
Fjórðungssamband Vestfirðinga:
Kynning á nýjustu
tækni við jarðganga-
gerð í Noregi
Göng undir Breiðadalsheiði og Botns-
heiði ekki lengur fjarlægur draumur
Nú má telja raunhæft að búast
við því, að jarðgöng undir Breiöa-
dalsheiði og Botnsheiði komist í
notkun um miðjan næsta áratug,
eða eftir aðeins sex til sjö ár. Vænt-
anlega verður hægt að Ijúka rann-
sóknum og hönnun eftir tvö til
þrjú ár, og þá getur sjálf ganga-
gerðin hafist. Ekki er um það deilt,
að gerð þessara ganga skuli vera
næst á dagskrá á eftir göngunum
gegnum Olafsfjarðarmúla, sem
nú þegar er byrjað á. Hér verður
um að ræða byltingarkennda sam-
göngubót á norðanverðum Vest-
fjörðum.
Tækninni í gerð jarðganga fleyg-
ir ört fram. í fyrradag efndi Fjórð-
ungssamband Vestfirðinga til
kynningarfundar á Isafirði um
jarðgangagerð, þar sem saman
voru komnir sveitarstjórnarmenn
úr mörgum byggðarlögum á
norðanverðum Vestfjörðum, allt
sunnan úr Dýrafirði. Á fundinum
var sýnd myndbandsupptaka þar
sem fylgjast mátti með jarðganga-
gerð í Noregi, og jafnframt fengu
fundarmenn í hendur ýmsar upp-
lýsingar þar að lútandi.
í myndinni var lýst gerð jarð-
ganga undir sjávarbotni frá Ála-
sundi og út í eyjar. Áætlun um að
tengja Ellingsöy, Valderöy, Vigra
og Giske við Álasund með jarð-
göngum var gerð fyrir nokkrum
árum. Áður hafði verið ráðgert að
tengja þessa staði með brúm, en í
endurskoðaðri áætlun í janúar
1984 var ákveðin svokölluð
blönduð lausn, þ.e. tvenn jarð-
göng og ein brú (milli Valderöy og
Giske). Síðar komu inn í áætlun-
ina þriðju göngin, Giske-Godöy.
Útreikningar sýndu að jarðganga-
gerðin yrði miklum mun ódýrari.
Framkvæmdir við jarðgöngin
hófust í janúar 1986. Unnið var
samtímis við fyrrnefnd tvenn
ERNIR P
Bílaleiga
jarðgöng, og var sameiginleg opn-
unarhátíð í október 1987. Verkið
tók því aðeins rúmlega hálft annað
ár, eða mun skemmri tíma en áætl-
að hafði verið. Neðansjávargöngin
milli Giska og Godöy hafa nú einn-
ig verið tekin í notkun, og gekk
það verk einnig á undan áætlun.
Jarðgöng þessi eru ýmist með
tveimur eða þremur akbrautum,
þ.e. ýmist 8 eða 11 metra breið.
Lofthæð er 4,60 m. Á 250 metra
millibili í göngunum er neyðar-
sími, slökkvibúnaður og bruna-
boði, sem kveikir á viðvörunar-
töflu við gangaopin.
Myndbandið um þessar fram-
kvæmdir og aðrar upplýsingar þar
að lútandi fengust fyrir tilstuðlan
Sverris Hestnes, norska konsúlsins
á ísafirði. Fjórðungssambandið
hyggst láta fjölfalda bandið og
nota það til frekari kynningar.
Skipað
að flytja!
Flutningi skal
vera lokið 21.
janúar þótt bráð-
nauðsynleg tæki
vanti
Sjá frétt um nýja
Fjórðungssjúkra-
húsið á ísafirði
á næstu síðu
Starfsfóik FSÍ
mótmælir harð-
lega ótímabær-
um flutningi
sjá bls. 19
Vestfirska fréttablaðið
óskar lesendum sínum nær og fjær
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
f vestfirska
FRÉTTABLASID
Grafíktækni hf.
PHILIPS — SIEMENS
Heimilistæki - Hljómtæki - Raftæki
Viðurkennd merki frá traustum innflytjendum
PÓLLINN
VERSLUN
RAFÞJÓNUSTA
SÍMI 3092
Hjá okkur fáið þið allt timbur,
spónaplötur og aðrar byggingarvörur.
STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Við tökum að okkur allskonar
verkefni á trésmíðaverkstæðinu.
$ KAUPÍÉLAGfSflRÐINGA
Byggingavörudeild