Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Side 19

Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Side 19
19 Starfsfólk FSÍ mótmælir harðlega ótímabærum flutningi í nýja sjúkrahúsið: Furðar sig á jákvæðum undir- tektum bæjarstjórnar ísafjarðar „Ekki með öryggi sjúklinga í huga“ Dökkleit skýrsla verkfræðings um „fölsku loftin“ komin Almennur fundur starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isafirði var haldinn í fyrrakvöld, og var þar fjallað um væntanlegan flutning úr gamla sjúkrahúsinu í hið nýja eftir áramótin, en heilbrigðisráðuneyt- ið hefur ákveðið að gamla húsinu skuli lokað eigi síðaren 21. janúar. Hér á eftir er birt í heild ályktun starfsfólksins, ásamt greinargerð eða forsögu. Jafnframt skal minnt á umfjöllun um þetta mál á bls. 10 hér í blaðinu. Ályktun starfsfólks á FSÍ Almennur fundur starfsfólks á FSÍ, haldinn 20. desember 1988, fagnar því að heilbrigðisráðherra ætli að tryggja fjármagn til kaupa á öllum tækjum og búnaði fyrir 4. byggingaráfanga nýja sjúkrahúss- ins á ísafirði, sem ekki eru á bið- lista. Jafnframt styður fundurinn þá afstöðu yfirlæknis og hjúkrun- arforstjóra, að ekki sé verjandi að hefja starfsemi í nýja húsinu fyrr en allur þessi búnaður er kominn í húsið, enda mæla öll rök gegn því. Fundurinn mótmælir því ein- hliða ákvörðun ráðherra um flutn- ing í nýja húsið, og lokun þess gamla, fyrir 21. janúar 1989, og telur hana byggða á röngum upp- lýsingum. Fundurinn furðar sig á jákvæðum undirtektum bæjar- stjórnar ísafjarðar við ákvörðun ráðherra og bendir á að þær eru ekki teknar með öryggi sjúklinga og starfsemi spítalans í huga. Fundurinn lýsir yfir hneykslun sinni á frágangi falskra lofta í nýja sjúkrahúsinu, og vísar til nýút- kominnar skýrslu dr. Guðna Á. Jóhannessonar þar að lútandi. Krefst fundurinn þess, að úrbætur þær, er hann gerir tillögur um, komi til framkvæmda áður en flutt verður í húsið. Fundurinn skorar á stjórn FSI og stjórnir allra bæjar- og sveitar- félaga á upptökusvæði sjúkrahúss- ins, að styðja þessar réttmætu kröfur. Jafnframt óskar fundurinn eftir viðræðum við ráðherra og þingmenn kjördæmisins um efni þessarar ályktunar. Forsaga eða greinargerð með ályktuninni Húsnæði 4. áfanga nýja sjúkra- hússins á ísafirði er tilbúið til not- kunar og allur grunntækjabúnaður til staðar. Þó vantar enn talsverðan fjölda af búnaði, samkvæmt tækja- listum, sem nauðsynlegur er til að lágmarks starfsemi geti farið þar fram. Segja má, að „bifreiðin“ sé komin, en „hjólin" vanti undir hana. Við gerð tækjalista var tekið til- lit til alls þess búnaðar, sem til er í gamla húsinu, og hægt er að nýta í því nýja. í listanum er því ein- göngu það sem vantar. Vegna dreifingar starfseminnar í nýja húsinu á fleiri herbergi eða hæðir. og vegna þess að margan naglfast- an innréttingabúnað er ekki hægt að flytja úr því gamla, standa nú mörg starfssvæði í nýja húsinu tóm og/eða ónothæf, vegna skorts á lágmarks búnaði og lausum inn- réttingum. Umræddur búnaður hefur enn ekki verið pantaður. Þar sem al- gengur afgreiðslufrestur er 1-3 mánuðir, er ljóst að fátt mun hafa borist af honum fyrir ráðgerðan flutningsdag. Öryggi í meðferð og umönnun sjúklinga fer að stórum hluta eftir góðri starfsaðstöðu þeirra sem hana annast. Mikil ábyrgð hvílir því á stjórnendum FSÍ, ef flytja á starfsemina í ókunnugt og van- búið húsnæði. m r m m r jolm i Hnífsdal Á síðastliðið mánudagskvöld var mikið um að vera í barnaskól- anum í Hnífsdal. Þá var einmitt verið að halda litlu jól þar sem margt var til gamans gert. Að sjálf- sögðu voru skemmtiatriðin heima- tilbúin, en þar var sungið, sagðar sögur, flutt leikrit og farið í ýmsa leiki. Þarna áttu bæði börn og for- eldrar saman notalega kvöldstund. Það var eins og að nafn þessarar hátíðar, LITLU JÓL, ætti hvergi betur heima en í þessum litla skóla. Jólasveinar létu sig heldur ekki vanta við þetta tækifæri. Greip um sig mikil kátína og gleði í barnahópnum þegar til jólasvein- anna sást hlaupandi um skólalóð- ina með blys í hendi. ÓKEYPIS smá- auglýsingar Á SJÓMANNASTOFUNNI: Salatbar og plankasteikur alla daga. Sjómannastofan, sími 3812. TÖLVUÁHUGAMENN A.T.H. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nýju B.B.C. Arc- himedes tölvuna, hafið sam- band við Hólmgeir í síma 3776. SVEFNSÓFI Óska eftir að kaupa eins manns svefnsófa. Upplýsingar í síma 4057. Á SJÓMANNASTOFUNNI: Kaffihlaðborð á kaffitímum Sjómannastofan, sími 3812. TIPPARAR munið að félagsnúmer Golf- klúbbs ísafjarðar hjá íslensk- um getraunum er 402. Margt var til gamans gert. Meðal annars söng barnakór jólalög við undir- Og að sjálfsögðu mættu jólasveinará svæðið og færðu börnunum gjafir. leik Skarphéðins tónmenntakennara. HJA OKKUR FAIÐ ÞIÐ ALLTIJOLAMATINN uerslunin BÚÐ Hnífsddl # \4. Úrvals kæst skata á aðeins KR. 225-- pr. kg. Bæði lóskata 09 stórskata Við viljum. minna á opnunartíma verslunarinnar dagana 19. - 23. des. en þá er opið til kl. 21:00 á kvöldin. Áaðfangadag eropiðfrá 10:00 til 12:00

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.