Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 1

Feykir - 23.10.1981, Blaðsíða 1
LANDSBOKASAFN ISLANDS Uppboðið ómerkt „Þarf að taka í peyja“ þessa Ráðamenn á Hvammstanga hafa ekki áhyggjur af svoleiðis smámunum segir Björn á Löngumýri Þórveig Hjartardóttir er forstöðu- kona leikskólans á Hvammstanga. Leikskólinn er þétt setinn, þar eru 45 börn í tveimur deildum, og telst það mikill fjöldi maðað við íbúa- Sú frétt hefur nú borist að Hæstiréttur hafi ógiit upp- boðssölu á graðhestum Björns Páissonar á Löngu- mýri sem Jón ísberg sýsiu- maður á Blönduósi stóð fyrir á sínum tíma. Sýslumanni, Jóni fsberg er gert að greiða málskostnað. Feykir reyndi árangurs- laust að ná sambandi við Jón ísberg. Hins vegar náðum við sem snöggvast sambandi við Björn á Löngumýri í gær (fimmtudag) og spurðum hann hvað hann vildi um málið segja. Björn sagðist ekki hafa séð dóminn en lögfræðingur Sýslumaðurinn og bóndinn. Myndin er tekin þegar graðhestarnir voru boðnir upp. Feykir vekur athygli auglýsenda á að blaðið kemur út á tveggja vikna fresti. Næsta blað kemur því út föstudaginn 6. nóvember. Jólin nálgast með öllum sínum kaupskap. Feykir er útbreiddasta blað í Norður- landskjördæmi vestra og tæplega ná auglýsingar betur til kjárdæmis- búa en þar. Þá fer blaðið til fjölmargra brottfluttra Norðlendinga. Hafið samband í tíma. Auglýsingasímar eru 95-5661 og 5259. ■M Ein af flugvélum Flugfélags Norðurlands. Lenging flug brautar í 1300 m Núverandi flugvöllur er 680 m langur, en nú fyrirhugar Flug- málastjórn að lengja brautina í 1200 m í norður, en sökum þess að Skútuáin liggur rétt norður af núverandi flugvallarenda, hefur Flugmálastjórn farið þess á leit við bæjaryfirvöld að framkvæma eftirfarandi: a) Breyta farvegi Skútuár með stíflu og láta hana renna í skurð semgrafinn verði ofan við Rá- eyrina, b) lækka Ráeyrina. Beiðni Flugmálastjórnar hef- ur ekki verið svarað ennþá. Þess má geta að 45 Siglfirð- ingar hafa ritað Bæjarráði bréf og farið þess á leit að „Skútu- málið verði tekið til gaumgæfi- legrar athugunar og fyrirhug- aður flutningur árinnar verði stöðvaður áður en það er orðið of seint.“ Menn velta nú fyrir sér hvort mótmæli 45 Siglfirðinga verði til þess að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir Flugmálastjórn- ar. Lenging flugbrautarinnar er talin nauðsynleg þó ekki væri nema öryggisins vegna, því nú- verandi flugbraut er mjög erfið fyrir lendingar í norður vegna þess hve stutt hún er. Þá verður þróunin sú, að í framtíðinni verða notaðar minni vélar og hraðfleygari, en twin Otter vélarnar sem eru nú í notkun. En hraðfleygari vélar þurfa lengri flugbraut. sinn hefði greint sér frá nið- urstöðunni. „Þessi sala er öll ómerkt,“ sagði Björn. — Bjóstu við þessu? „Já, ég bjóst alltaf við þessu, en það getur auðvitað enginn maður sagt fyrir um dóma, þar eru alls staðar krókar og klækir. En það þarf að taka í þessa peyja sem ekki geta séð skepnur manns í friði. Fyrsta skrefið var að fá söluna ógilta, næst er að höfða skaðabótamál.“ „Já, þú mátt skopast að þessu í blaðinu. Þetta er skemmtimál. Menn hafa gaman af svona kúnstum. Það er annað þegar glæpamál og slys koma upp.“ — Er nokkuð fleira að frétta? * A „Nei, ekki nema þetta sem allir vita um tíðarfarið. Hlutirnir ganga upp og niður á fslandi. Það þarf að taka öllu rólega og reyna að standa af sér élin.“ Á þessa leið fórust Birni á Löngumýri orð. Þórveig Hjartardótfir forstöðukona. tölu bæjarins. Flest eru börnin í skólanum hálfan daginn en tíu þeirra eru þar allan daginn. Þrjár föstrur vinna, auk forstöðukonu, í fullu starfi við skólann, og ein vinnur hálfan daginn. Það er samstarf með fóstrunum á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd. Þær fara í kynnis- ferðir hverjar til annarra með ákv- eðnu millibili og bera saman bækur sínar. Leikskólinn á Hvammstanga er í leiguhúsnæði og mætti aðbúnaður vera betri. Salerni og vaskar eru t.a.m. miðaðir við fullorðið fólk. Að sögn Þórveigar hafa ráðamenn ekki áhyggjur af svoleiðis „smá- munum“, í þeirra augum er aðal- atriðið að barnaheimili sé á staðn- um. Hreppsnefnd hefur verið treg til tækjakaupa. Kvenfélagið hefur gefið skólanum forláta segulband, og foreldrar barnanna hafa rætt um að afla fjár til tækjakaupa til að bæta úr brýnustu þörfinni. Á Hvammstanga er það mjög algengt að mæður vinni utan heimilis. Sveitarfélagið þarfnast þeirra. Eiga þær þá ekki rétt á að sveitarfélagið komi til móts við þær og búi sóma- samlega að börnum þeirra? Það var eitthvað á þessa leið sem Þórveigu fórust orð í stuttu spjalli okkar einn laugardag fyrir tveimur vikum. Hólaskóli settur Feykir hefur hlerað að Hagkaup sé nú að leita að verslunarhús- næði á Sauðárkróki og hyggist koma þar upp stórmarkaði. Fimmtudaginn 6. okt. sl. var land- búnaðarskólinn á Hólum í Hjalta- dal endurreistur og settur við há- tíðlega athöfn í Hóladómkirkju að viðstöddum landbúnaðarráðherra Pálma Jónssyni og mörgum öðrum velunnurum staðarins. Sighvatur Emilsson prestur á Hólum talaði fyrst og minnti á kröfur árstíðanna til mannsins og athafna hans. Jón Bjarnason, hinn nýi skóla- stjóri, flutti síðan skólasetningar- ræðuna, rakti hvað gert hefði verið á undanförnum mánuðum til end- Niðurskurður á sjö bæjum vegna riðu Feykir hefur haft af því fregnir að bændur á sjö bæjum í Hofshreppi, Viðvíkursveit og Hólahreppi séu nú búnir að skera niður allt sitt fé vegna riðuveikinnar illræmdu sem menn standa ráðalausir gagnvart. Um er að ræða bæina Ásgeirs- brekku og Bakka í Viðvíkursveit, Sleitustaði í Hólahreppi og fjóra bæi í Hofshreppi, Gröf, Þúfur. Skuggabjörg og Brúarland. Feykir sneri sér til Steins Steins- sonar dýralæknis og innti hann nánar eftir þessu. Steinn sagði að þetta væri búið að standa fyrir dyrum nokkuð lengi, en staðið hefði á leyfi frá sauðfjárveikivörn- um. Það leyfi væri reyndar ekki fengið enn og því væri engin vissa fyrir aðstoð frá hinu opinbera. Slík aðstoð eða bætur bærust gjarnan seint og illa. Á Varmalandi í Sæmundarhlíð hefði t.d. öllu fé verið slátrað vegna riðu fyrir þremur árum, en engar bætur fengist enn. Sumir bændanna sem hér um ræðir eru eingöngu með fjárbúskap og er tjón því tilfinnan- legt og staða ótrygg. Það kom fram í máli Steins að riðan hefur víða breitt úr sér í Skagafirði. Nú eru líkur til að hún hafi náð til Lýtingsstaðahrepps sem fram að þessu hefur verið laus við þann mikla vágest. Nánar verður vikið að riðu í næsta blaði Feykis. urreisnar skólans, gat m.a. fram- kvæmda í heimavist, hitaveitumál- um, hesthúsi og laxeldísstöð. Þá lýsti hann þeirri skoðun sinni að erfiðleikar búnaðarskólanna á síð- ustu árum tengdust því neikvæða viðhorfi til landbúnaðarins sem rikt hefði. Nú horfðu málin öðru- vísi við og virtist björt tíð vera framundan. í vetur verða I5 nemendur í tveggja ára deild. Fjórtán nemar, sem góða undirbúningsmenntun hafa, verða í eins árs deild. Athygli vekur að 9 stúlkur verða meðal nemenda Hólaskóla í vetur. Landbúnaðarráðherra Pálmi Jónsson og einlægur velunnari Hólastaðar flutti ávarp og greindi frá því sem gert hefði verið í tíð þessarar ríkisstjórnar til eflingar staðarins. Eftir athöfnina var öllum boðið til kaffidrykkju. Tveir gamlir nem- endur Hólaskóla, Björn í Bæ og Guðmundur Jónsson fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri, rifjuðu upp fyrri daga, og báru saman að- búnað á gömiu vistinni þeirra fyrir 40 árum og þeirri heimavist sem nú er nýlokið við að endurskapa. Var dýrbíturinn ekki refur? Feykir leitaði álits hjá Pálma í Garðakoti, sem er refaskytta, um þær fullyrðingarsem heyrst hafa að það hafi ekki verið tófa, heldur hundur sem beit kindurnar Hjaltadalnum á dögunum. Pálm sagði: „Hundarnir bita ekki snoppurnar, en snoppan var bitin af sumum þeirra kinda sem ég sá þama. Að vísu hafði einnig verið bitið aftan í þær, en (refa-)hvolpar gætu hafa verið þar að verki. Slóðin sem sást var framan úr dalbotni og hundar koma ekki þaðan. Þá má geta þess að vitað er að það hefur verið talsvert um ref á þessu svæði. Tveir náðust í fyrra sunnan og ofan við Nautabú og sjö voru skotnir við Víðines. Einnig náðist greni í Hólahaga í botni Hjaltadals. En það er erfitt að finna grenin og ef- laust einhver ófundin enn á svæð- inu.“

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.