Feykir - 23.10.1981, Page 7

Feykir - 23.10.1981, Page 7
Nýr golfvöllur næsta sumar Vilborg festist ekki á filmu blaðamannsins, en i staðinn birtist mynd af Valgarði og Magnúsi með Brini Sigurbjörnssyni skólastjóra á Blönduósi. Þcssir menn eiga það sameiginlegt að hafa allir verið formenn Ungmennasambands A.-Húnvetninga og ritarar Lionsklúbbs Blönduóss. Nú er golfvertíðinni hjá Golfklúbbi Sauðárkróks lokið þetta árið og því ekki úr vegi að geta lítillega þess helsta sem skeð hefur á þeim vett- vangi. Að venju voru haldin mörg mót og var allgóð þátttaka í þeim flestum. Fyrsta mótið á sumrinu var svo nefnd Einnarkylfukeppni en þá mega keppendur aðeins nota eina kylfu til að koma boltanum á leið- arenda. Mótin tóku svo við hvert af öðru: Jónsmessumót, Kaupfélags- mót, Borgarmót, Volvomót Drang- eyjarmót, meistaramót klúbbsins og mörg fleiri. Ekki verður árangur tíundaður að þessu sinni en sjálf- sagt er að geta þess að klúbbmeist- ari var Haraldur Friðriksson sem sigraði Steinar Skarphéðinsson sem verið hefur meistari klúbbsins frá byrjun og 7 aðra keppendur. Leiknar voru 54 holur og lék Har- aldur þær á 256 höggum. Þessir tveir ágætu kylfingar Haraldur og Steinar hafa allnokkra yfirburði yfir aðra golfara hér um slóðir og spila báðir með 13 í forgjöf. Einnig má geta þess aðVolvomótið er opin keppni þ.e.a.s. að allir mega taka þátt í því móti og að þessu sinni sigraði Guðmundur Ragnarsson frá Siglufirði. Auk þeirra móta sem talin hafa verið tóku félagar þátt í mótum utan héraðs og ber þar hæst þátttöku í íslandsmótinu. Haraldur og Steinar spiluðu í öðrum flokki og stóðu sig með ágætum þótt ekki næðu þeir í verðlaunasæti og Sverrir Valgarðsson lék í þriðja flokki með góðum árangri. En þó að mikið hafi verið að gera hjá kylfingum í sumar í sambandi við æfingar og keppnir þá hafa Siglósíld... Framhald af bls. 8 ingur söltunar tekur langan tíma, og aðföng verður að tryggja með löngum fyrirvara, svo vit sé í. Höf- uðforsenda eigin söltunar er einnig endumýting á tunnum, sem ekki er leyft í dag, þrátt fyrir að erlendar verksmiðjur endumýti sínar tunnur þar til gjarðirnar hrynja sundur af ryði. í vor og sumar voru soðnar niður um 220.000 ds af rækju hjá verk- smiðjunni. Sú framleiðsla var lögð niður vegna óhagstæðrar gengis- þróunar á Vesturþýska markinu. Á næstunni verða gerðar athuganir á hvort ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi niðursuðu á rækju eftir áramót. Einnig verða í haust og vetur gerðar tilraunir með niðursuðu á bleikju svo og öðrum vörutegund- um. Pálmi Vilhjálmsson. margir þó gefið sér tíma til að sinna því verkefni sem hæst ber þessa stundina í starfsemi kiúbbsins og sem eftir á að hafa úrslitaþýðingu fyrir framtíð þessarar íþróttar hér í bæ, en það er bygging nýja golf- vallarins við Hlíðarenda. Undir góðri stjórn Steinars og Haraldar hefur verkinu miðað vel áfram og þeir bjartsýnustu eygja jafnvel þann möguleika að þar verði spilað golf næsta sumar. Hlíðarendavöll- ur er um 2500 m. langur níu holu Þau eru frændsystkin og byrjuðu í skóla 7 ára gömul. Þau höfðu dafnað vel í foreldrahúsum og brá því ekki við þær nýju kröfur sem gerðar voru til þeirra. Lestur, reikningur, skrift, föndur o.fl., allt var þetta ofsa gaman, nóg til að takast á við. f öðrum bekk voru þau bæði orðin læs og héldu áfram að reikna og skrifa. Þau fylgdust að í þriðja bekk. Það var svaka gaman að „leika sér“ í skólanum. Þau þurftu ekki að lesa heima, voru löngu búin með lestr- arbókina. Þau máttu heldur ekki reikna meira, því þau voru komin svo langt á undan hinum. Það var líka allt í lagi með skriftina, þar sem ekki mátti gefa hærri einkunn en þau voru nú þegar búin að fá í þessum aldursflokki. Hún fór að læra að hekla og sauma. Honum þótti það leiðinlegt vildi heldur lesa sögubækur. Móðir hans ræddi við kennar- ann, bað um aukaverkefni fyrir hann, fannst sem hann liti á skól- ann eingöngu sem leikstað. Kenn- arinn tjáði henni að í þriðja bekk væri aðaláherslan lögð á lestrar- kunnáttuna fyrir fjórða bekk og ekki gert ráð fyrir neinum auka- verkefnum. Þeim kom samt saman um að hann fengi aukaforskrift. Hann var fljótur að ljúka við hana, hafði lítið að gera, las allt sem hann náði í. í fjórða bekk var nóg að starfa, eða var það ekki? Þeim gekk nokk- uð vel krökkunum i þessum bekk. Kennararnir töluðu um góðan „móral“ í bekknum. Það var fjör í fimmta bekk. „Hinn góði mórall“ fór dvínandi, þau heyrðu stundum ekkert í tím- um, en það skipti engu máli. Það var nefnilega ekkert sniðugt að fá háar einkunnir. Ef það kom fyrir földu þau það fyrir félögunum. völlur teiknaður af sænskum golf- vallaarkitektum. Það er von þeirra er að Goif- klúbbi Sauðárkróks standa að með tilkomu nýja vallarins stóraukist þátttaka almennings í þessari ágætu íþrótt. Útivist og holl hreyf- ing er hverjum manni nauðsyn og fáar íþróttir eru jafn vel til þess fallnar og einmitt golfið að sameina þetta tvennt um leið og golfið gefur allri fjölskyldunni tækifæri til að vera saman í skemmtilegum og spennandi leik. S.P. Honum leiddist í sjötta bekk, það voru oft læti í tímum, hann hafði lítið að gera. Hún átti margar vinkonur, ástæðulaust að láta sér leiðast. Sjöundi bekkur. Honum var sama þótt hann fengi góðar einkunnir og væri ekki alveg eins og hinir strákamir. Hann hafði líka nógan tíma til að lesa sögubækur. Þessi skóli hlaut einhvem tíman að taka enda. Hún vildi ekki missa af hópnum, þetta voru allt svo fínar stelpur. í áttunda bekk fór fram meiri hópkennsla en áður. Unnið var að verkefnum. Honum fannst það gaman, henni fannst það gam- an. Það var eitthvað til að takast á við; það er að segja ef þau hefðu fengið að vera saman, ásamt þeim skástu úr bekknum. Því miður var það ekki hægt. Hin betri áttu að örfa þau slakari. Þeim fannst það báðum „hundleiðinlegt“. Hann tók ágæt próf úr níunda bekk, nema úr samræmdu prófun- um. Af hverju? Hann hélt sig vera betri. Hún vissi að hún hefði getað miklu betur, en þá hefði hún misst af hópnum. Hún var þó alla vega búin með grunnskólapróf, allar leiðir opnar. Strákurinn sem hann sat hjá tók lika grunnskólapróf, en þar sem ekki má hefja neinn upp með einkunnum, hvað þá gefa eða lesa upp aðaleinkunn, ætla ég að biðja ykkur fyrir það, að sá fékk 2,5 í lestri. Þessi litla saga er sögð til að leiða hugann að því, hvort skólinn (þ.e. Grunnskólinn), sé hópstofnun sniðinn fyrir meðalmennskuna. Hvort það sé réttlætanlegt fyrir einstaklinginn gagnvart sjálfum sér og öðrum, að geta farið í gegnum alla bekki grunnskólans án þess að vera læs, né kunna margföldunar- töfluna. Hvort ekki sé leyfilegt að Talið barst fyrst að gagnsemi Fjórðungssambands Norðurlands og var vitnað til þess samtals í síð- asta tbl. Feykis þó heimildarmanna væri ekki getið. Magnús og Val- garður töldu báðir að Fjórðungs- sambandið hefði haft mikil áhrif, meiri en önnur fjórðungssambönd. Þeir nefndu ályktanir þess um mennta- og menningarmál, svo sem um samræmdan framhalds- vera einstaklingur, sem æskir þess að meiri kröfur séu gerðar til. Hvort skólinn höfðar aðeins til ákveðins hóps innan þjóðfélagsins, en ekki til þeirra sem hafa sérþarfir í verkefnavali. Hvort eðlilegt sé að raða kerfisbundið I bekkjardeildir, burtséð frá því hvenær á árinu barnið er fætt, hvort það er vel eða illa gefið, hvort það vill læra eða ekki og ætlast síðan til að kennar- inn greiði úr flækjunni? Þurfa allir að vera jafnir? Hvernig var með farkennsluna í gamla daga? Hefur okkur tekist að halda kostum þess fyrirkomulags? Við leggjumst á eitt um að hinir þroskaheftu fái aðstoð, og veitir ekki af, því við eigum enn langt í land í þeim efnum. En ætlumst við til einhvers af okkur sjálfum, skól- anum, þjóðfélaginu í þágu þeirra sem skara fram úr í námi. Eða trú- um við því, að þeim séu allir vegir færir og að þeir bjargi sér. Hefur það ef til vill komið fyrir að þeir endi sem þroskaheftir ein- staklingar. Veist þú það? Leiðum hugann að því. EUn Sif, Leiðrétting, Meinlegar villur voru I grein um reikninga Siglufjarðarkaupstaðar i síðasta blaði Feykis eftir G.R.S. Fyrirsögnin átti ekki að vera „Fjárhagsáætlun Siglufjarðar," heldur „Reikningar Siglufjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1980.!* Þá lenti taflan á röngum stað í grein- inni. Hún átti að vera í kaflanum „f hvað fara peningarnir?“ Gunnar Rafn og lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Lesendur eru beðnir að athuga greinina aftur með þessar leiðrétt- ingar í huga. Ritstj. ingum við og væru þeim sameigin- leg, og það væri sjaldan að tog- streita yrði. „Þarna koma einnig mjög til umræðu mál eins og verkaskipting milli ríkis og sveitar- félaga og hugsanleg sameining sveitarfélaga." Ég spurði þá Valgarð og Magnús í framhaldi af þessu hvort þeir væru hlynntir sameiningu minni sveitarfélaga, t.d. í Húnavatnssýslu. „Það er þrýstingur bæði frá ríki og Sambandi ísl. sveitarfélaga, og einnig hinum stærri sveitarfélögum eins og Vestmannaeyjum og Seltjarnamesi, að minna sveitar- félög sameinist. En það getur verið varasamt að setja lög um slíkt því það er hæpið að þau leystu meiri vanda en þau sköpuðu. Það getur verið grunnt niður á ríg og tog- streitu milli hreppa. Þó kæmi til greina að sameina einstöku hreppa vegna sameiginlegra hagsmuna þeirra. Aukin samvinna er öllum til gagns. Inn í þetta blandast sam- skipti ríkis og sveitarfélaga. Fái sveitimar meiri verkefni ætti sam- starf þeirra að aukast. f Aust- ur-Húnavatnssýslu standa 7 hreppar af 10 saman um Húna- vallaskóla, og það samstarf hefur gengið vel. Sama er að segja um samstarf um brunavarnir og elli- heimilismál. Þróunin er I átt til aukins samstarfs sveitarfélaga, hvað sem algerri sameiningu líð- ur.“ Hvað viðjið þið sepja um Blöndu- virkjun? „Ekkert annað en það að við vonum að málið leysist með samningum og að Blönduvirkjun komist á sem næsta stórvirkjun. f beinu framhaldi af því verði svo uppbygging iðnaðar og blómlegt atvinnulíf á svæðinu. Þá var röðin komin að Vilborgu á Fremsta-Gili. Vilborg kennir hóp barna úr nágrenni sínu í 1.-3. bekk grunnskóla. Þau eru „í seli“ hjá henni fjóra tíma á dag að vetrinum. Hér er um að ræða merkilegan þátt í skólamálum Húnvetninga. Þeir hafa komið sér upp þremur seljum utan Húnavallaskólans, þangað sem yngstu bömunum er ekið til náms. Þegar skólasvæðið er orðið svo stórt sem hér um ræðir er ekki hægt að ætlast til að yngstu börnin stiji í bíl alla leið tií aðalskólans, nema þau sem næst honum búa. Selin fá aðgang að tækjum Húna- vallaskóla, en auðvitað er hæpið að selsbömin séu alveg eins vel sett og hin þegar kemur til aukagreina eins og sunds og annarra íþrótta. En þau fá að koma til „höfuðbólsins“ a.m.k. eina viku á ári og stunda sund og aðra leika. Saga úr daglega lífinu Leiðum hugann að því Noröurlandsmót á Skarósvelli 1980. Húnvetningar teknir tali „Varasamt að setja lög“ Nýlega urðu þau á vegi blaða- manns Feykis hjónin Vilborg Pét- ursdóttir og Valgarður Hilmarsson oddviti á Fremsta-Gili í Engihlíð- arhreppi, og Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum I Sveinsstaðahreppi. skóla á Norðurlandi. Einnig orku- og iðnþróunarmál, m.a. stuðning sambandsins við steinullarverk- smiðju og virkjun Blöndu. Þeir bentu á að þingið fjallaði helst um mál sem kæmu öllum Norðlend- Feykir . 7

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.