Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1992 12. TBL. 18. ÁRG. SIMI94-4011 Þetta er hluti myndar sem Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndari tók árið 1933, og má sjá nafn Togarafélags Isfírðinga á þaki Edinborgar- hússins. Einnig má greina turnana sex, sem á húsinu roru. Nú er aðeins einn eftir. (Myndina á Byggðasafn Vestíjarða). Arnarfjörður: Synjað um viðbótarkvóta á rækju R. Schmidt, Bíldudal Rækjusjómenn á Bfldu- dal sóttu í fyrri viku iim við- bótarkvóta á rækju til ijávarútvegsráðuneytisins, en fengu synjun. Sjómenn eru mjög óhressir með synjunina, því að sfðustu vikur hefur rækjuveiðin í Arnarfirði verið mjög góð. Allir rækjubátar eru búnir með kvótann, en hann var sam- tals 600 tonn. Árið á undan var heildarkvótinn 700 tonn. Þá var ekki heldur neinn viðbótarkvóta að fá. Rækjubátar í Arnarfirði eru nú búnir með kvótann sinn, sem var 600 tonn. Sjómenn segja að enn sé nóg af rækju. Hlutafélag stofnað um memúngar- miðstöð í Edinborg á ísafírði — Húsið keypt af Sambandi íslenskra samvinnufélaga Ýmis félög og áhugamenn á ísafirði, í samvinnu við Hf. Djúpbátinn, hafa fest kaup á Edinborgarhúsinu við Aðal- stræti 7 á ísafirði, í þeim til- gangi að reka þar menningar- miðstöð og þjónustu við ferða- menn. Seljandi er Samband ís- lenskra samvinnufélaga. Á þriðjudagskvöldið var haldinn fundur á Hótel ísafirði þar sem ákveðið var að stofna hlutafélag um að kaupa húsið, gera á því nauðsynlegar endurbætur og reka það í framtíðinni. Nú þegar verður farið að safna hlutafjárloforð- um og verður fyrirtækjum og einstaklingum, sem áhuga hafa, gefinn kostur á því að eignast hlut í félaginu. Einnig er stefnt að þátttöku opin- berra aðila. Stofnfundur hlutafélagsins verður haldinn von bráðar. Hugmyndinni að kaupum á Edinborgarhúsinu og rekstri menningarmiðstöðvar var fyrst hreyft í desember síðast- liðnum, en hinn 22. mars var haldinn undirbúningsfundur þar sem fulltrúar allmargra menningarfélaga á Isafirði komu saman og ræddu málið. Þar var þremur mönnum falið að ganga til samninga við SÍS, þeim Jóni Sigurpálssyni frá Myndlistarfélaginu á ísafirði, Guðmundi Stefánssyni frá Litla leikklúbbnum og Krist- jáni K. Jónassyni frá Hf. Djúpbátnum. Skemmst er frá því að segja, aö samningar gengu hratt og greiðlega fyrir sig. Ef heldur fram sem horfir verður unnt að hefjast handa við breytingar og endurbætur á húsinu með haustinu. Hf. Djúpbáturinn verður sjálfstæður eignaraðili að sín- um hluta hússins. Félögin sem hlut eiga að máli munu öll fá afmarkað pláss fyrir sína starf- semi í húsinu, auk sameigin- legra æfinga- og sýningarsala m.m. Einnig er hugmyndin að komið verði fyrir nokkuð stór- um fjölnota sal (s.s. fyrir leik- sýningar, tónleika o.fl.) í norðurenda hússins. Enn um sinubruna í Borgarey á páskadag í tilefni fréttar í 10. tbl. VF 23. apríl sl. undirfyrirsögninni „Prófastur brenndi Borgarey á páskadag" vill blaðamaður taka fram eftirfarandi: Sina var brennd í Borgarey á páskadag eins og réttilega var frá sagt í fréttinni, en hins vegar kom séra Baldur Vilhelmsson, prófastur og staðarhaldari í Vatnsfirði, þar hvergi nærri. Hann var að messa í Ögri er eyjan var brennd að honum fornspurðum og í óþökk hans. Einnig kom fram í fréttinni, að á annan dag páska hafi orðið messufall I Melgraseyrarkirkju vegna kvefpestar sem gekk í sveitinni. Það er líka rétt. Hins vegar biður blaðamaður prófast og aðravelvirðing- ar á því, að frjálslega var farið með niðurlag fréttarinnar og hún skrifuð í nokkuð léttum dúr. Þykir blaðamanni leitt að hafa valdið prófasti óþægindum. Séra Baldur Vilhelms- son er mætasti maður, hinn merkasti klerkur og besti kennimaður. Hann á ekki skilið að ómaklega sé að honum vegið, síst á opinberum vettvangL -GHj. Osló! AÐEINS KR.21.330y- frá ísafirði! Nánari upplýsingar FERÐASKRIFSTOFA VESTFJARÐA Sími 94-3457 & 3557 FULL BUÐ AFHJOLUM — ALDREIBETRA VERÐ — Gott úrval af varahlutum JFE Byggingaþjónustan Bolungavík Simi 7353

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.