Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 4
tVESTFIRSKA' 4 Fimmtudagur 7. maí 1992 DJÚPHREINSUN ÁTEPPUM ÞURRHREINSUN - Engin bleyta - vönduð vinna - góður ilmur DJÚPHREINSUN ÁHÚSGÖGNUM Tökum að okkur að hreinsa og pússa leðurhúsgögn DJÚPHREINSUN ÁDREGLUM OG MOTTUM allt frá Vi m2 upp í 10-12 m2 Góð aðstaða HREINSA 0G DJÚPHREINSA BARNAVAGNA OG KERRUR á staðnum. Góð aðstaða BÍLAHREINSUN Þvottur, bón og þrif að innan. Djúphreinsum sæti, teppi, hliðar, topp og skott Aðstaða til sjálfs- þjónustu við hreinsun REIÐHJÓLA- VIÐGERÐIR Reiðhjólamarkaður SKIPTIMARKAÐUR Reiðhjólavarahlutir til á lager Gluggahreinsun —teflonhúðunáeftir Bíla- og teppahreinsun Skeiði, sími 3586 og 4659 Opið kl. 10-19 alia daga nema sunnudaga Opið laugardaga kl. 10-17 QÐINN BAKARI BAKARÍ S 4770 VERSLUN S 4707 Allarbyggingarvörui Pensillinn Mjallargötu 1, sími 3221 ÍSPRENTHF. PRENTSMIÐJA S 94-3223 Yortónleikar 1992 Hinir árlegu vortónleikar Tónlistarskóla ísafjarðar verða haldnir í hátíðasal Grunnskóla ísafjarðar föstu- daginn 8. maí kl. 20:30, laug- ardaginn 9. maí kl. 16:30 og sunnudaginn 10. maí kl. 16:30. Hátt á annað hundrað ein- leikarar koma fram á tónleik- unum, auk ýmis konar sam- leiks, en efnisskrár eru mis- munandi á öllum tónleikun- um. Miðaverð er kr. 400 og rennur ágóði af miðasölu til kaupa á hljóðfærum fyrir skólann. Nemendur skólans sjá að mestu um sölu aðgöngumiða, en einnig vera seldir miðar við innganginn. Skólaslit og lokahátíð skól- ans verða í sal Grunnskólans fimmtudaginn 21. maí kl. 20:30 og verður nánar auglýst síðar. Vortónleikar í Tónlistar- skólanum í Súðavík verða miðvikudaginn 13. maí kl. 18:00 í Grunnskóla Súðavík- ur. Þar koma fram allir nem- endur skólans og leika á pí- anó, þverflautu og blokk- flautur. Skólaslit Grunnskólans og Tónlistarskólans fara fram að vortónleikunum loknum. Lítill reki hefur verið á Ströndum í vetur en eins og er kunnugt er rekaviðurinn aukabúgrein hjá flestum bændum í Strandasýslu. „Það hefur ekki nokkur hlutur rekið í vetur. Alveg verið þurr sjór síðan á ára- mótum. Það rak töluvert seinni partinn sl. sumar og í haust. Það var umhleypinga- samt í vetur og alltaf eilífir snúningar á vindinum, svo þetta er kannski ekki almenni- lega að marka. Það var land- norðan um daginn og þá sást ekki spýta. Rekinn er mikið minni en verið hefur, þó kem- ur þetta stundum fyrir, að lítið rekur. Stundum hefur rekið á sumrin eftir lélegan rekavetur. Svo þarf líka hafís, það rekur alltaf þegar hann lónar við landið. Hann var aldrei nálægt í vetur“, sagði Indriði Guð- mundsson á Munaðarnesi í viðtali við blaðið. -GHj. Start í 7 og 10 km göngu við Kristjánsbúð. Ljósm. Hjörtur Sigurðsson. 43. Fossavatnsgangan sl. laugardag 43. Fossavatnsgangan var þreytt sl. laugardag, 2. maí. Keppendur voru alls 59. Veður var gott, suðvestan gola og fimm stiga hiti. Göngu- stjóri var Guðmundur Ágústs- son. Fyrstu keppendur í hverjum flokki urðu þessir (allir taldir upp í sumum flokkum); 7 km, karlar: 1. lón Kristinn Hafsteinsson. 2. Ólafur Ámason. 3. Geir Oddur Ólafsson. 7 km, konur: 1. Albertína Elíasdóttir. 2. Þórunn Sigurðardóttir. 3. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir. 10 km, karlar: 1. Þrösturlóhannesson. 2. Aðalsteinn Elíasson. 3. Magrtús Einarsson. 10 km, konur: 1. Auður Yngvadóttir. 2. Jóna Björg Guðmundsdóttir. 20 km, konur 17-34 ára: 1. Elín Harðardóttir. 20 km, karlar yngri en 17 ára: 1. Hlynur Guðmundsson. 2. ArnarPálsson. 20 km, karlar 17-34 ára: 1. Gísli Einar Ámason. 2. Ámi Freyr Elíasson. 3. Pétur Oddsson. 20 km, karlar 35—49 ára: 1. Óskar Kárason. 2. Sigurður Gunnarsson. 3. Kristján Rafn Guðmundsson. 4. Halldór Margeirsson. 5. Árni Aðalbjarnarson. 6. Halldór Ásgeirsson. 7. Gísli Eiríksson. Dagana 1 .—10. maí eru sér- stakir lambakjötsdagar hjá völdum veitingahúsum víðs vegar um land. Samstarfshóp- ur um sölu á lambakjöti og Samband veitinga- og gisti- húsa standa að þessum dögum og er ætlunin að gefa fólki kost á því að reyna fjölbreytta og girnilega lambakjötsrétti á hagstæðu verði, verði sem fólk hefur ekki vanist áður. Hótel ísafjörður er einn af þeim stöðum sem taka þátt í þessari kynningu á lamba- kjöti. í boði eru fjórir réttir og 20 km, karlar 50 ára og eldri: 1. Elías Sveinsson. 2. Gunnar Pétursson. 3. Sigurður Jónsson. 4. Guðbjartur Guðbjartsson. 5. Arnór Stígsson. 6. Sigurður Sigurðsson. 7. Oddur Pétursson. 8. Stígur Stígsson. 9. Jóhannes G. Jónsson. uppskrift að hverjum rétti fylgir með. Úrvalið á matseðl- inum er fjölbreytt, bæði hefð- bundnir íslenskir réttir og ýmsir framandi réttir. Því er tilvalið að nýta sér þetta tilboð og bragða á ljúf- fengum lambakjötsréttum á sérstöku tilboðsverði á Hótel ísafirði, og uppskriftirnar fylgja hverjum rétti. Verð er frá kr. 650. Tilboðið stendur aðeins til 10. maí nk. (Frá Hótel ísafirði). Lambakj öts veisla á Hótel ísafirði Hér á myndinni eru, í nýju göllunum frá Hrönn hf., talið frá vinstri: Guðmundur Þórarinsson, Kjartan Kjartansson, Anna Elín Hjálmarsdóttir, Kristjana Hauksdóttir, Kristín Þórarins- dóttir og Matthildur Benediktsdóttir. Iþróttafélagið Ivar á verðlauna- pall á Hængsmótínu - í nýjum búningum frá Hrönn hf, íþróttafélagið ívar hefur staðið í ströngu undanfarið. Við fórum á íslandsmót íþróttasambands fatlaðra í Reykjavík á dögunum og núna vorum við að koma af Hængsmótinu á Akureyri. Þar komst B-sveit ívars á verð- launapall, en hún lenti í 3. sæti í sveitakeppni í boccia. Kjart- an I. Kjartansson keppti líka í borðtennis og varð í 4. sæti. Á íslandsmótinu vígðum við nýja galla sem Hrönn hf. hefur gefið félaginu okkar og kunnum við því ágæta útgerð- arfélagi bestu þakkir fyrir. Einnig viljum við þakka Sjálfsbjörgu í Bolungarvík fyrir lánið á bingóspjöldunum um daginn, því að án þeirra hefði gengið illa að fjármagna ferðina. Frá Iþróttafélaginu Ivari. Skídasvæðið á Dalnum opið um helgina — og síðan ekki fyrr en í haust Síðustu opnunardagar skíða- helgina, föstudag til sunnu- svæðisins á Seljalandsdal á dags, 8.-10. maí. þessu tímabili eru núna um AÐALFUNDUR Aðalfundur Ferðafélags ísafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 14. maí á Hótel ísafirði og hefst ki. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagsiögum. Stjórnin. BOLUNGARVÍKURKAUPSTAÐUR Skrifstofustarf Starfsmaður óskast til starfa á bæjarskrif- stofu Bolungarvíkurkaupstaðar. Um er að ræða heilsdagsstarf við rit- vinnslu, skjalavörslu og almenn skrifstofu- störf. Ráðningin er fyrirhuguð til eins árs, og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf hið fyrsta. Nánari upplýsingar um starfið og launa- kjör gefa bæjarstjóri og skrifstofustjóri. Umsóknir - merktar „skrifstofustarf" - sendist til skrifstofu bæjarsjóðs, Ráðhús- inu, Aðalstræti, fyrir 16. maí 1992. Bolungan/ík, 05.05.1992. Bæjarstjórinn í Bolungarvík.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.