Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 2
lVESTFIRSKAí 2 lVESTFIRSKA' Vestfirska fréttablaðið kemur út siðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Rltstjórn og auglýsingar: Aöalstræti 35, Isafirði, simi (94J-4011, fax (94)-4423. Utgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, Isafirði, heimasimi (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, Isafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: Isprent hf. Aðal- stræti 35, Isafirði, 94-3223. Reiðhjólamarkaður - skiptimarkaður Óska eftir notuðum reiðhjólum, iitlum og stórum, fyrir lítið verð. Mega þarfnast viðgerðar. Erum að opna skiptimarkað, þar sem krakkar og unglingar geta skipt á hjólun- um sem þeir eru að vaxa upp úr og fengið í staðinn stærri hjól sem eru við þeirra hæfi. Tökum á móti hjólum á meðan hús- rúm leyfir inni á Skeiði (þar sem Bifreiða- skoðunin var áður). Reiðhjólaviðgerðir og varahlutalager á staðnum. Bíla- og teppahreinsun Skeiði, sími 3586 og 4659 Opið alla virka daga kl. 10-19 Opið laugardaga kl. 10-17 Styrktarfélag vangefinna á Vestfjörðum auglýsir: Félagsfundur verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu 2. hæð föstudaginn 8. maí nk. kl. 20.30. Á fundinn koma þær Ásta Þorsteinsdóttir formaður Þroskahjálpar og Lára Björnsdóttir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar og ræða málefni fatlaðra. Félagsmenn mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan SALEM Allireru velkomnirá samkomurokkaríSalem. Á sunnudögum kl. 20.00 almenn samkoma. (Athugið breyttan samkomutíma). Á fimmtudögum kl. 20.30 bænasamkoma. Komið og hlustið á lifandi boðskap í tali og tónum. Biðjum fyrir sjúkum. Hvítasunnukirkjan. ísafjarðarprestakall Hnífsdalskapella Sunnudaginn 10. maíverðurguðsþjónusta í Hnífsdalskapellu klukkan tvö. Barnakór Tónlistarskólans syngur. Tekin verður í notkun ný sálmabók, sem kom út í vetur. Fimmtudagur 7. maí 1992 Bíldudalur: Arshátíð björgunar- sveitarinnar Kóps Árshátíð Björgunarsveitar- innar Kóps á Bíldudal var haldin fyrir nokkru. Byrjað var að deginum til á barna- dansleik í Félagsheimilinu. þar sem Islandsmeistarar í rokkdansi 1990-91 komu fram og dönsuðu fyrir börnin. Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt Ellý Vilhjálms lék fyrir dansi. Um kvöldið hófst síðan aðalskemmtunin með söng, gleði og gríni. Skemmtunin hófst með ávarpi formanns Kóps, en síð- an komu rokkdansararnir fram á gólfið og sýndu listir sínar. Þar á eftir komu fram Bíldudalsmeistararnir í rokk- dansi, þau Bílda Arnfjörð og Rúnni rokk. Þar næst fluttu meðlimir Kóps skemmtiatriði, en þar var um að ræða fegurð- arsýningu, fréttalestur, kór- söng og fleira. Dregið var í happdrætti síð- ar um kvöldið og var vinning- urinn ferð fyrir tvo með ís- landsflugi til Reykjavíkur og gisting á Holiday Inn í tvær nætur. Jón Kr. Ólafsson, stór- söngvari Bílddælinga, söng Jón Kr. Ólafsson söng nokkur lög með hljómsveitinni Gleði- gjöfum. nokkur vel valin lög, en þess má geta að Jón syngur í kvik- myndinni Börnum náttúrunn- ar eftir Friðrik Þór Friðriks- íslandsmeistarar í rokkdansi 1990-91 léku listir sínar. son. í lokin var haldinn dans- leikur sem stóð til kl. þrjú um nóttina. Það voru Gleðigjafar sem léku fyrir dansinum ásamt Ellý Vilhjálms og Backman. Andra R. Schmidt. Bfldudalur: Höluðbólið og hjáleigan Frumsýning hjá Leikfélaginu Baldri 1. maí Leikfélagið Baldur á Bíldudal frumsýndi leikrit- ið Höfuðbólið og hjá- leiguna eftir Sigurð Ró- bertsson í Félagshcimilinu, á föstudaginn 1. maí sl. Leikstjóri er Eyvindur Er- lendsson. Þetta mun vera ein af veigameiri uppfærsl- um leikfélagsins í þau 25 ár sem það hefur starfað. Leikritið fjallar um sam- skipti þeirra Drottins alls- herjar og Lúsífers (upp- áhaldsengils Drottins). í sameiningu skapa þeir jörðina og gengur á ýmsu þeirra í milli. Aðalleikarar eru fimm og aukaleikarar níu, eða fjórtán leikendur alls. Að auki er hátt á ann- an tug aðstoðarfólks. Aðalleikarar eru þau Bjarni Þór Sigurðarson, Jón Guðmundsson, Elvar Logi Hannesson, Eva Björg Sigurðardóttir og Rósa Björg Ágústsdóttir, en þess má geta að þær Eva og Rósa, sem leika Adam og Evu, eru nemendur við Grunnskólann á Bíldudal. Leikfélagið Baldur hyggst ferðast með leik- verkið um Vestfirði ef undirtektir verða góðar á fyrstu sýningum. R. Schmidt. Finnskir listamenn í Slunkaríki Frá opnun sýningarinnar í Slunkaríki á laugardaginn. Jón Sigurpálsson myndlistarmaður ásamt finnsku listakonunum sem hingað komu, en þær heita Eija Ruoko og Outi Jalava. Fimm listamenn frá Turku í Finnlandi sýna um þessar mundir verk sín í Slunkaríki á Isafirði. Hér eru á ferðinni fé- lagar í stærstu samtökum myndlistarmanna í Turku, sem er 160 þúsund manna bær syðst í Finnlandi. Samtökin reka tvö myndlistargallerí með styrk frá bæjaryfirvöld- um og annað hvert ár standa þau fyrir alþjóðlegu lista- mannamóti (sbr. skátamót) á eyju rétt utan við bæinn. Á sýningunni í Slunkaríki eru eingöngu sýnd pappírs- verk, flest unnin þannig að listamennirnir búa til pappír- inn sjálfir, lita hann og líma. Sýningin er haldin í tengslum við opnun norrænu upplýsingaskrifstofunnar á ísafirði og styrkti finnska menntamálaráðuneytið för tveggja listamanna til ísafjarð- ar til að fylgja sýningunni úr hlaði og ýta um leið undir auk- in samskipti finnskra og ís- lenskra listamanna. Sýningin í Slunkaríki er opin fimmtudaga-sunnudaga kl. 16-18 og lýkur henni sunnudaginn 17. maí.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.