Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 07.05.1992, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 7. maí 1992 s Olafur Helgi Kjartansson: / Meira um veðurathuganir á Isafirði — og ástæður þess ad lögreglumenn hættu þeim Hinn 30. apríl sl. birtist í blaðinu lesendabréf frá Ást- hildi Cesil Þórðardóttur um veðurathuganir á Isafirði. Um mikilvægi veðurathugana á ísafirði deilir enginn hugsandi maður, jafnvel þótt einungis sé um að ræða hitamælingar tvisvar á dag. Grein Ásthildar má misskilja á þálund, að fjár- skortur lögreglunnar á ísafirði sé meginástæða þess að hiti er ekki mældur með sama hætti og fyrr. Forsaga þessa máls er á þann veg að settur bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmunds- son, fór þess á leit við fyrrver- andi lögreglustjóra, að lög- reglumenn myndu taka að sér hitamælingar og átti frum- kvæði að því að greitt yrði fyrir. Bæði fyrrverandi lög- reglustjóri og lögreglumenn féllust á þessa tilhögun, sem gafst vel, og um það eru flestir sammála. Rétt er að vekja á því athygli, að þetta starf telst ekki til skyldustarfa lögreglu- manna. Jafnframt er rétt að fram komi, að framboðin greiðsla rann í Líknar-, menningar- og starfsmenntun- arsjóð lögreglumanna. Mæl- ingar hófust 12. júlí 1991 og var mælt tvisvar dag hvern kl. 06:00 að morgni og 12:00 á hádegi. Samið var um að greiðsla yrði fyrir hálfa klukkustund á dag samkvæmt útseldri vinnu lögreglumanna, nú kr. 557,50. Fljótlega eftir að mælingar hófust óskuðu lögreglumenn eftir því, að fá uppsettan mæli, sem ávallt væri hægt að lesa af úti, eða mæli sem hægt væri að lesa af inni, í stað upptrekkts mælis sem notaður var og reyndist mjög óhentugur. Einu viðbrögð frá bæjarsjóði voru þau að þjónustan væri dýr. Með hentugri mæli hefðu mælingar orðið ódýrari, en bæjaryfirvöld sinntu ekki ósk- um þar um. Bæjarstjórinn á ísafirði sendi yfirlögregluþjóni bréf dags. 13. febrúar 1992 og afrit til lögreglustjóra. Tilkynnt var að frá og með mánudeginum 17. febrúar 1992 tæki starfs- maður bæjarins við hitamæl- ingunum, “verður þá ekki lengur þörf á þjónustu lögregl- unnar. Frá og með þeim tíma verður hitastig aðeins mælt einu sinni á sólarhring, kl. 12 á hádegi.“ Bæjarstjóri þakk- aði lögreglunni fyrir gott sam- starf um mælingarnar. Svo kann að vera að ekki sé ástæða til að fjölyrða frekar um grein Ásthildar. Rétt er þó að taka fram, að fjármál lögreglunnar höfðu engin áhrif á þá staðreynd að lög- regla hætti hitamælingum enda rann greiðsla þar fyrir ekki til reksturs lögreglu. Ákvörðun- in var einhliða bæjarstjóra, Smára Haraldssonar. Ásthild- ur vekur á því athygli í grein sinni að verkið taki ekki nema 10-15 mínútur hvert sinn og spyr svo í lokin hvort ekki megi greiða fyrir svona þýð- ingarmikla þjónustu. Lögreglumenn sinntu þessu starfi í vinnutíma sínum til viðbótar við önnur störf og urðu sjálfir að liðka til þannig að hitamælingar væru fram- kvæmdar á réttum tíma. Hvað býr að baki ákvörðunar bæjar- stjóra kemur ekki fram, en ekki er annað hægt, en að vera sammála greinarhöfundi um að eðlilegt sé að greiða fyrir þessa vinnu eins og aðra, og dregur höfundur þar með gagnrýni sína að mestu leyti til baka. Ekki skal lagt mat á það hvaða aðili eða aðilar ættu að greiða kostnaðinn. En sé það jafn mikilvægt að mæla hita- stigið og Ásthildur álítur hljóta þeir sem mestra hags- muna hafa að gæta að vera tilbúnir til þess að greiða fyrir verkið. Að lokum skal það ítrekað að bæjaryfirvöld áttu frum- kvæði að hitamælingum lög- reglu og þaðan kom ákvörð- unin um að hætta við hitamæl- ingar lögreglu. Reyndar er tæpast vafi á því, að ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu bæjaryfirvalda hefði mátt tryggja hitamælingar tvisvar á dag með aðstoð lögreglu. Olafur Helgi Kjartansson er bœjarfógeti og lögreglustjóri á Isafirði. Fyrirsögnin er blaðsins. Flavian Ensemble (Hrólfur Vagnsson og félagar) heldur tónleika í Félagsheimili Bolung- arvíkur á þriðjudaginn Hljóðfæraskipan Flavian Ensemble má telja nokkuð óvenjulega. Tvær harmónik- ur, þverflauta og selló. Það eru þau Elsbeth Moser og Hrólfur Vagnsson harmóniku- leikarar, Alexander Stein þverflautuleikari og Christoph Marks sellóleikari sem standa fyrir þrennum tónleikum í ferð sinni til Islands á næstu dögum. Þar á meðal eru tón- leikar í Félagsheimili Bolung- arvíkur á þriðjudagskvöld, 12. maí kl. 20.30. I þessari skipan hafa þau leikið saman undanfarin tvö ár og haldið fjölda tónleika í Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki. Þau starfa öll í Hannover í Þýskalandi. Els- beth Moser er prófessor við Tónlistarháskólann þar í borg, Hrólfur rekur eigið hljóðver, Alexander Stein er sólóflautu- leikari óperunnar í Hannover, og Christoph Marks er sóló- sellóleikari norðurþýska út- varpsins (NDR). Hrólfur Vagnsson. Á efnisskránni er m.a. að finna verk sem V. Subitzky, A. Stein og L. Kupkovic hafa skrifað fyrir Flavian En- semble. Einnig leika þau verk eftir Bach, Yun, Debussy og Lundquist. Helgarskák- mót á Flateyri 22.-24. maí — a.m.k. fimm stór- meistarar og nokkrir alþjódlegir meistarar hafa þegar tilkynnt þátttöku Helgarskákmót verður haldið á Flateyri helgina 22.-24. maí nk. Þegar hafa fimm stórmeist- arar tilkynnt þátttöku sína, auk nokkurra alþjóðlegra meistara, og mun þetta verða sterkasta mót sem haldið hefur verið hér á landi með einungis innlendum skákmeisturum. Búast má við töluverðum fjölda þátttakenda úr ná- grannabyggðum auk heima- manna á Flateyri, enda er þetta kærkomið tækifæri fyrir vest- firska skákmenn að reyna sig við fremstu skákmenn þjóðarinnar. Helgarskákmót hefur áður verið haldið á Flateyri (sumarið 1989) og þótti lukkast mjög vel. Það er nú sem fyrr Sigurður Hafberg sem hefur veg og vanda af undirbúningi mótsins fyrit hönd mótshaldara, sem. eru Tímaritið Skák og Flateyrar- hreppur. Þeir sem hafa hug á þátttöku eru hvattir til að snúa sér Sigurðar í síma 7762 eða skrifstofu Flateyrarhrepps í síma 7765. -gs- Norræna upplýsingaskrif- stofan opnuð á Isafírði Á hinni nýju skrifstofu á laugardaginn: Kristjana Sigurðardóttir, formaður Norræna félagsins á Ísafírði, gjaldkeri í Norræna fé- laginu á Islandi og forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrifsto- funnar; Haraldur Olafsson, formaður Norræna félagsins á Isl- andi; Gylfi Þ. Gíslason, varaformaður; Hjörtur Pálsson, með- stjórnandi; Stefán Olafsson, varamaður; Hreinn Pálsson, með- stjórnandi; og Sigurður R. Símonarson, framkvæmdastjóri. Á myndina vantar tvo stjórnarmenn Norræna félagsins, þau Siv Friðleifsdóttur, ritara, og Heimi Þór Gíslason, meðstjórnanda. Norræna upplýsingaskrif- stofan á Islandi var opnuð sl. laugardag hér á ísafirði, að viðstöddum fjölmörgum gestum. Haraldur Ólafsson formaður Norræna félagsins bauð gesti velkomna og síðan undirrituðu þeir Sigurður R. Símonarson frkvstj. Norræna félagsins og Smári Haraldsson bæjarstjóri samning um starfs- aðstöðu fyrir hina nýju skrif- stofu á 2. hæðinni í Stjórn- sýsluhúsinu, þar sem bæjar- skrifstofur ísafjarðar eru. Hin nýja skrifstofa verður á Isa- firði a. m. k. næstu fj ögur árin. Haraldur ávarpaði gesti og þakkaði bæjarstjórn og bæjar- stjóra fyrir þeirra framlag, en síðan afhenti Smári bæjar- stjóri Kristjönu Sigurðardótt- ur lykil að húsnæðinu, en hún mun veita Norrænu upplýs- ingaskrifstofunni forstöðu. í ræðu Kristjönu kom fram, að nú væri orðinn að veruleika draumur þeirra sem stofnuðu deild Norræna félagsins hér í bæ árið 1939, að geta með öllum ráðum kynnt ísafjörð fyrir öðrum þjóðum, komið á samskiptum milli ísafj arðar og annarra Norðurlandabúa og greitt götu þeirra sem þurfa á upplýsingum að halda í norrænu samstarfi. Kristjana kvaðst myndu reyna eftir fremsta megni að rækja þetta hlutverk. Norræna upplýsingaskrif- stofan á Isafirði verður opin eftir hádegi alla daga á 2. hæð Stjórnsýsluhússins á ísafirði. Síminn er 3722 eða 3393. Onnu Ingvarsdóttur Fyrir hartnær 50 árum stofnaði Sunnukórinn á ísafirði sjóð til stuðnings söng- og tónlistarstarfsemi í kaupstaðnum. Sjóðurinn yar stofnaður í minningu Önnu Ingvarsdóttur, eiginkonu Jónasar Tómassonar þáverandi organista og söngstjóra Sunnukórsins. Anna hafði unnið mikið að söng- og tónlistarstarfi bæjarins, ekki síst við kirkjuna, meðan líf og heilsa entist. Hún lést árið 1943, 43 ára að aldri. Tilgangur sjóðsins er samkvœmt stofnskrá hans: 1) Að styðja til söng- og tónlistarnáms, með styrkveitingum eða lánum, efnilega nemendur í þeim greinum. 2) Að styrkja til starfs í bænum þá, er starfa að söng eða tónlist, bœjar- búum til uppbyggingar. Reikningar sjóðsins voru lagðir fram á aðalfundi hans nú nýlega og kemur þar fram að sjóðseign þann 31. desember 1991 er kr. 685.843, oo. Tekjur sjóðsins hafa frá upphafi, auk vaxta, helst verið minningargjafir velunnara og sala minningarkorta, sem lengi hafa verið afgreidd í Bók- hlöðunni. Pó ekki sé sjóðurinn digur, hefur honum auðnast að veita þó nokkrum ísfirskum tónlistarnemendum lán eða styrki, sem vonandi hafa komið að einhverju gagni. Upphœðir hafa ekki verið stórar, en kjörin kannski þeim mun betri. Frekar hefur verið hljótt um Minningarsjóðinn nú síðustu árin, enda fækkar óðum þeim hér, sem afeigin reynslu muna störf Önnu Ingvarsdótt- ur. En Minningarsjóður Önnu lngvarsdóttur mun starfa áfram og vonandi eflast, svo að hann geti af meira afli gegnt sínu ágœta hlutverki. Stjórn sjóðsins vill vekja athygli á honum, bœði vegna þeirra, sem hafa áhuga á að styðja starf hans á einhvern hátt, en ekki síður vegna þeirra ísfirskra tónlistarnema í framhaldsnámi, sem hugsanlega gætu sóttþangað styrk. Stjórn Minningarsjóðs Önnu Ingvarsdóttur skipa nú: Gunnlaugur Jón- asson, Hafnarstræti 2, formaður; Einar Ingvarsson, Fagraholti 14, gjald- keri; Jónas Tómasson, Túngötul, ritari; og Bjarney Ólafsdóttir, Engjavegi 24, og Sigríður J. Ragnar, Smiðjugötu 5, meðstjórnendur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.