Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Qupperneq 1

Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Qupperneq 1
IFIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1992 19. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR IRITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 944011 • FAX 94-4423 Fiskurinn hefur fögur hljóð/ finnst hann oft á heiðum: / Fundur á Isafírði um / Á sunnudag veröur á Hótel (safiröi efnt til fundar þar sem fjallaö veröur um tillögur Hafrannsóknastofnunar varðandi botnfiskveiöar á næstu árum. Til fundarins boöa Skipstjóra- og stýrimannafélagiö Bylgjan, Útvegsmanna- félag Vestfjarða og Vinnuveitendafélag Vestfjarða. Þar mun tölfræöingur Hafrannsóknastofnunar mæta, en um þessar mundir ber meira á tölfræði en fiskifræði hjá stofn- uninni. „Sérfræöingar" Hafrannsóknastofnunar eru voldugustu menn á íslandi. Þeir hafa meiri völd og áhrif en ríkisstjórn- in, Sverrir Hermannsson og kolkrabbinn samanlagt. Þeir ráöa framtíð heilla byggðarlaga, heilla landshluta og þjóð- arinnar allrar. Nu hefur þeim dottið í hug að leggja allt í rúst. Vissir stjórnmálamenn og ráðherrar í lykilstöðum lúta þeim og gleypa við öllu sem fram gengur af munni þeirra. Samt sýnir reynslan aftur og aftur, ár eftir ár, að ekki stendur steinn yfir steini í „vísindum“ Hafrannsóknastofn- unar, hvort sem um er að ræða loðnu, þorsk eða eitthvað annað. Undirritaður leggur til að eftirfarandi vísa, sem hann lærði í æsku og fjallar um sjávarútveg og landbúnaðarmál, verði tekin upp sem þjóðsöngur íslendinga í stað mærðar- innar í Matta frænda og seinni partur hennar verði auk þess gerður að einkunnarorðum Hafrannsóknastofnunar: Fiskurinn hefur fögur hljóð, finnst hann oft á heiðum, ærnar renna eina slóð, eftir sjónum breiðum. -h. Nýr fréttamaður í Svæðisútvarpinu Hlustendur Svæðisútvarps Vestfjarða hafa heyrt rödd nýs fréttamanns á öldum Ijósvakans siðan 1. júni. Frétta- maðurinn heitir Álfheiður Eymarsdóttir og er 23ja ára. Vestfirska leit inn hjá Svæðisútvarpinu til þess að grennsl- ast fyrir um hinn nýja fréttamann. „Ég kem úr Reykjavík og er Austfirðingur. Ég bjó á Höfn i Hornafirði í tíu ár. Ég er hálfur Hornfirðíngur og hálfur Eskfirðingur. Ég sá starfið auglýst og hafði mikinn áhuga' á því. Ég sótti um og fékk það. Þetta er skemmtilegt og fjörlegt", sagði Álfheiður í samtali við Vf. Aðspurð hvernig henni líkaði við Vestfirðinga sagði hún, að sér litist vel á þá, og hefði hún fengið hér fína íbúð. Sagði Álfheiður Vestfirðinga ekkert skera sig úr öðrum íslendingum. Til upplýsingar má geta þess að Álfheiður er lofuð og kemur betri helmingurinn vestur í haust. Vestfirska óskar henni góðs gengis í nýju starfi. rHi Álfheiður Eymarsdóttir í beinni útsendingu Svæðisút- varpsins. Þórarinn Sveinsson er mikill Þórarinn stendur á gólfi efstu hæðar og þakið farið. rifriidiskarl og þama er hann albúinn til átaka. 75 ára Asgeirsverslun á Arngerðareyri rifin Þórarinn Sveinsson, búnað- arráðunautur og bóndi í Hól- uin í Reykhólasveit, stendur í ströngu þessa dagana. Blaða- maður rakst á hann þar sem hann var í óða önn að rífa hús Asgeirsverslunar á Arngerð- areyri nú um síðustu helgi. Hafði hann fengið húsið gegn því að rífa það og slétta yfir grunn þess og gera hann snyrtilegan. „Ég ætla að nota efnið sem úr húsinu kemur í það sem til fellur við búskapinn í Hólum. Viðurinn er að mestu leyti óskemmdur. Ég býst við að húsið hafi verið byggt rétt fyrir síðustu aldamót af Ásgeirs- verslun á ísafirði. Þetta er stórt hús og gríðarlega vel byggt. Ég ætla að Ijúka niður- rifinu sem allra fyrst og reikna með að það taki fjóra daga til viðbótar að jafna það við jörðu“, sagði Þórarinn bóndi í viðtali við blaðið. -GHj. Guðmundur M. Jónsson. Guðmundur M. Jónsson, verkstjóri í Hrað- frystihúsinu Norðurtanga hf. á ísafirði, verður 75 ára þann 30. júní nk. Hann tekur á móti gestum á Hótel ísafirði laugardaginn 4. júlí milli kl. 5 og 7 síð- degis. Slys í Bolungarvík — Hinn slasaöi lá meira en 20 mínútur á slysstað í kulda og roki þótt sjúkrabíllinn stæði í innan við 50 metra fjarlægð Alvarlegt slys varð í Bol- ungarvík eftir hádegi á þriðjudaginn. Maður sem kom á hjóli niður Traðar- stígsbrekkuna lenti á bíl sem kom akandi Miðstræt- ið og meiddist svo mjög að hann var fluttur með sjúkraflugi á Borgarspítal- ann í Reykjavík að lokinni læknisrannsókn á Isaflrði. Mjög lengi þurfti að bíða eftir sjúkrabfl, en hvass- viðri var og hiti nálægt frostmarki. Maðurinn sem hér um ræðir er Jón Friðgeir Ein- arsson byggingameistari. Hann var á leið til vinnu sinnar eftir hádegi, þegar slysið varð. Hann fékk mikið höfuðhögg og vankaðist við áreksturinn. Þegar í stað var hlúð að honum á staðnum og kallað á sjúkrabíl og lækni. Bíða þurfti meira en tuttugu mínútur eftir sjúkrabíln- um, og litlu styttri tíma eft- ir lækninum. Sjúkrabíllinn var til reiðu í innan við fimmtíu metra fjarlægð frá slysstaðnum, en samkvæmt heimildum blaðsins virtist enginn vita hver ætti að aka bílnum eða yfirleitt hver ætti að gera hvað, þrátt fyrir boðunarkerfi sem sagt er bæði nýtt og fullkomið. Jón Friðgeir var síðan fluttur til rannsóknar á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði. Hann reyndist vera með heilahristing og glóðarauga, andlitsbein voru brotin, bæði var brot við gagnauga og kinnbein gengið inn, og einnig var hann fingurbrotinn. Hörð- ur Guðmundsson flugmað- ur var ræstur út og flutti sjúklinginn til Reykjavíkur síðdegis, þar sem hann var lagður inn á Borgarspítal- ann. Líðan hans mun vera góð eftir atvikum. -h. Rafþjónusfa Raftækjasala Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki SALA & ÞJÓNUSTA PÓLLINN HF. Verslun S 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.