Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Side 2

Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Side 2
VESTFIRSKA 2 VESTFIRSKA 1 FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, Isafirði, heimasími (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf. Aðal- stræti 35, Isafirði, 94-3223. í skoðanakönnun meðal íslendinga, sem fram fór sl. haust, töldu 86% aðspurðra að umhverfismál ættu að hafa forgang í stefnu stjórnvalda. Við Islendingar stöndum langt að baki mörgum þjóðum í mengunarvörnum. Það gildir ekki hvað síst um allt sem varðar frágang sorps, ef frá er talin starfsemi Sorpu á höfuðborgarsvæðínu. Víða um land eru óvarðir sorphaug- ar, settir niður í 2-4 km fjarlægð frá næsta þéttbýli. Þar loga síðan eldar og reykjarmekkir stíga til himins eins og vindurinn blæs hverju sinni. Þarna leita fuglar ætis, og húsflugur og maðkaflugur lifa góðu lífi, auk annarra kvik- inda. Sorphaugarnir á íslandi eru eins og æpandi mótsögn við allt tal um hreint og ómengað iand, sem við stærum okkur af og á að vera helsta aðdráttarafl erlendra ferða- manna. Nú eigum við svo víðáttumikið land, að ekki ættu að vera nein vandræði að urða sorp og hafa þar umgengni sem sé mönnum bjóðandi. En því miður er langt frá þvi að svo sé. Nýlega var undirrituð á ferð um Austurtand, og þar sem annars staðar eru sorpmálin víða í ólestri. Menn eru þar farnir að ræða saman um sameiginlega lausn fyrir Héraðið og nágrannafirðina. Rætt hefur verið um sorpbrennslustöð eða urðunar- og böggunarstöð. En málið er enn á um- ræðustigi og mönnum óar við kostnaðinum. Og þar skipta samgöngurnar líka miklu við lausn málsins. En sveitar- stjórnarmenn og íbúar eru orðnir meðvitaðir um vandann. Hér á norðanverðum Vestfjörðum glímum við líka við þennan málaflokk. Sorpbrennslan sem kennd er við Skarfasker er fræg að endemum um allt tand. Nú nýlega hefur umhverfisráðherra veitt stöðinni starfs- leyfi til 30. september n.k. Ákvörðun um frekari leyfisveit- ingu verður tekin með hliðsjón af þeirri reynslu. Skilyrðum í 7 liðum skal framfylgt. Nú þegar ætti að vera búið að framfylgja þremur fyrstu liðum samkomulagsins, þ.e. um flokkun á sorpi, um staðsetningu og frágang gámasvæða, og um sameiginlegan urðunarstað fyrir óbrennanlegt sorp. Það sem snýr að hinum aimenna borgara hér er eftirfar- andi: Borið hefur verið út dreifibréf um flokkun sorps, að öðru leyti var þar litlar upplýsingar að hafa. Og nýlega kom heilsfðuauglýsing í BB um staðsetningu gámastöðva. Ekkert hefur enn heyrst um sameiginlegan urðunarstað. En það verður því miður að segjast eins og er, að fram- kvæmd í þessum málum er mjög svo ábótavant. Gámar eru ómerktir, og verður að bisa við að opna þá alla til að vita hvað í þeim er. Þá hafði verið auglýst að hægt væri að losa garðaúrgang á tiltekinn stað uppi í htíð á ísafirði. Ekki var leiðin merkt að þeim stað, og þegar vegarspotti loks fannst að gryfju sem þar átti að vera, reyndist hún löngu orðin barmafull og rusl, sem í hana hafði verið látið, á vfð og dreif um hlíðina. Lítið eftirlit þar. Nú væri það mjög æskilegt, að fólk gæti endurnýtt þann garðaúrgang sem til fellur öðru hvoru allt sumarið, með því að hafa safnhaug í garðinum. Þó háttar víða svo til í ' görðum, að það er ekki einfalt mál. Það mætti þó leysa með snyrtilegum kassa í einu horni garðsins. En ekki eru allir smiðir af Guðs náð og þvf þyrfti að vera hægt að kaupa slíka kassa á aðgengilegu verði á heimaslóðum. Hvernig væri að sveitarfélögin sæju um að útvega slfka kassa og hafatil sölu? Þar væri búið að leysa einn þáttsorpförgunar. Annað dæmi eru dagblöð og pappírsúrgangur. Þetta er hægt að endurvinna og ætti að fara í sérstakan gám, merktan dagblöð og pappírsvörur. Það væri síðan sent til endurvínnslu. Þarna er líka um umtalsvert magn af sorpi að ræða, sem ekki þarf þá að brenna. Og ekki sakar að spara skógana, sem stöðugt er gengið á með framleiðslu á nýjum og nýjum pappír. Margt fleira er hægt að endurvinna, eins og gler, gúmmí. brotajárn o.fl. Víssulega er það kostnaðarsamt, en þc' þess virði fyrir þjóð sem stefnir að sjálfbærri þróun. Við þurfum að hefja raunhæfar aðgerðir í umhverfis- málum. Hætta að skjóta málunum áfrest. Bæði stjórnvöld og almenningur þurfa að vera sér meðvituð um mikilvægi þess að vernda landið og okkur sjálf fyrir mengun af völd- um sorps og annars úrgangs. Hefja verður endurvinnslu þess sem hægt er að endurvinna. Umbúða- og neyslu- þjóðfélagið er komið fram á ystu brún. Við lifum ENN í tiltöluiega ómenguðu landi, en ef við höldum ekki vöku okkar og tökum öll þátt í umhverf- isverndinni, er vá fyrir dyrum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Fimmtudagur 25. júní 1992 Bjarni frá Brekku í sumarfríi Bjami Guðmundsson frá Brekku í Dýrafirði er nú stadd- ur í Bræðratungu á Isafirði og dvelst þar næstu fjórar vikurnar. Hann var áður vistmaður f sambýlinu f Bræðra- tungu er nú búsettur á Þingeyri og hefur unnið þar í fiski nokkur undanfarin ár. Hann hefur beðið Vestfirska að láta vini hans á Ísafírði og nágrenni vita af því að hann sé í sumarfríi og verði í Bræðratungu á meðan. „Ég ætla að vera hér í mánuð. Ég hef verið að vinna í íshúsinu á Þingeyri í nokkur ér og ætla að hvíia mig hér í Bræðratungu. Ég var að vinna grálúðu og svo líka í flökun. Ég var síðast að flaka stóru þorskana", sagði Bjarni f samtali við Vestfirska. -GHj. \ FRÉTTABLABIÐ 1--------- Hernaðarleyndarmálin á ísafirði í fundargerð hafnarstjórnar ísafjarðarhafnar frá 4. júní getur að líta eftirfarandi bókun: „Lögð fram munnleg beiðni frá Svæðisútvarpi Vest- fjarða um að forráðamenn (safjarðarhafnar láti f té upplýs- ingar í þættinum „Auðlindin" fyrir kl. 11:00 á mánu- dögum." Ekki er hægt að sjá að þessi beiðni Svæðisútvarpsins hafi hlotið afgreiðslu áfundinum. Vestfirskagetursérþess til að afli sem landað er á ísafirði flokkist undir trúnaðarmál eins og svo margt annað. Sl. vetur hafði blaðamaður sam- band við yfirhafnarvörð og óskaði eftir yfirliti um skipakom- ur tii ísafjarðar árið 1991. Því var svarað til að yfirlitið lægi fyrir, en ekki mátti birta það fyrr en hafnarstjórn hefði fjallað um það á fundi. Ekki virðist vanþörf á taka alvarlega á málefnum hafnar- innar varðandi upplýsingar til fjölmiðla og mannleg sam- skipti almennt á þeim bæ, og skal minnt á þann atburð í vor þegar danska varðskipið Beskytteren varð að sigla til Reykjavíkur með sjúkling vegna samskipta við hafnarvörð á Isafirði. Vegna þess atviks bað bæjarstjórinn á Isafirði dönsk stjórnvöld afsökunar. Einhverra hluta vegna hættu grænlenskir rækjutogarar að landa afla sínum um ísafjarðarhöfn og sneru sér til Hafnarfjarðar. Aldrei hefur verið svarað hvers vegna það Konni Eggerts og kollurnar í Þernuvík Konni með unga. Konráð Kggertsson, rækju- karl og hrefnuveiðimaður á Isafirði, hefur unnið að því á undanförnum árum, ásamt Guðmundi Jakobssyni frá Reykjarfirði, að koma upp æðarvarpi í Þernuvík í Djúpi. Blaðamaður Yestfirska átti leið um Djúp um sl. helgi og hitti Konráð og Onnu Guð- mundsdóttur konu hans þar sem þau voru að gróðursetja hríslur við æðarvarpið. Kon- ráð var spurður um tildrög þess að farið var út í æðarrækt. „Eg hafði áhuga á þessu og langaði til að koma upp æðar- varpi. Það gekk ekki and- skotalaust að fá stað. Loksins fengum við Þernuvík leigða og byrjuðum hér 1989. Við feng- um æðarunga úr Æðey og Vig- ur og voru þeir teknir úr ábrotnum eggjum og voru blautir. Fyrsta árið ólum við upp 80 unga, 220 næsta árið og 230 árið 1991. Það drapst eitthvað af þessu. Eitt árið misstum við í fálkann yfir 20 unga. A einu tófugreni fund- um við ein átta merki svo tölu- vert ferst af þessu. í fyrra skil- aði sér í varp tveggja ára gömul kolla og hefur skilað sér aftur núna ásamt fjórum öðrum. Manni er sagt að af þeim kolluungum sem fæðast í nátt- úrunni lifi aðeins 2%. Við eru sennilega komnir með ein 9% hér í varp miðað við hvað lifði fyrstu árin. Sumir hafa sagt okkur að það sé ekki hægt að taka kollur úti í náttúrunni og ala þær. Þær drepist bara. Þetta er ekki rétt. í fyrra vildu kollurnar koma til okkar og stela sér ungum. Við erum ekki með ungaeldi í ár því við vildum sjá hvort eitthvað kæmi út úr þessu. Við teljum okkur vera búna að sjá að þetta er vel hægt og ætlum að halda áfram ungaeldi næsta vor. I morgun komu hér 32 kollur og borðuðu hjá okkur, það voru allt kollur nema 4 blikar. Tveir þeirra voru merktir okkur en hinir voru villtir blikar sem koma til að fara á fjörurnar við kollurn- ar“, sagði Konni Eggerts. Aðspurður um hvað hann fengi út úr þessu, sagði Konni: „Ég fæ rosalegt út úr þessu! Þetta er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið á ævinni. Að vakna hér á morgnana klukk- an sjö og fara niðureftir að gefa er dýrlegt. Þegar gott er veður og fuglinn er búinn að éta, þá leggst ég í grasið og þá kemur hann og stingur hausn- um í hárið á mér. Þeir setjast jafnvel á mann svo ekki sér í mann fyrir fugli. Þetta er engu líkt.“ Þegar Kopni er spurður um hvort þetta sé gróðavon eða bara ánægjan sem hann sé að sækjast í, segir hann: „Þú sérð nú líklega að gróðavonin getur nú varla verið í fyrirrúmi því gróði er ekki fyrirsjáanlegur. Ef þetta tekst þá gæti komist hér upp varp á mörgum árum eða áratugum. Ég er kominn yfir miðjan aldur svo að svo það verður a.m.k. ekki ég sem græði á þessu, heldur ein- hverjir aðrir.“ Eftir kaffi og kökur hjá þeim hjónunum var ferð hald- ið áfram og var blaðamaður stórum fróðari um æðarvarp en áður. -GHj. Fjölskylduhátíð í Yatnsfírði við Djúp um verslunarmannahelgina Guðbrandur Vatnsfjörð Baldursson í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp mun standa fyrir útihátíð í Vatnsfirði um Verslunarmannahelgina. Seg- ir Guðbrandur að þar verði um að ræða bindindismót fyrir alla aldurshópa. Hann hefur fest kaup á gömlu félags- heimili í Vatnsfirði, sem verið hefur í niðurníðslu í mörg ár, og er vel kominn á veg með að gera það upp. Tjaldstæði með hreinlætisaðstöðu eru að verða tilbúin og sett upp í samráði við heilbrigðisfuUtrúa og lögregluyfirvöld á ísafirði. „Ég hef sótt um leyfi fyrir þessari hátíð og undirbúnings- nefnd er að vinna að móts- haldinu. Þar verða m.a. úti- leikir fyrir börn, veiði í vatni og á, gönguferðir, sjóferðir, dansleikir o. fl. Þetta verður fyrst og fremst bindindismót fyrir fjöldskyldufólk og er allt bindindisfólk velkomið. Það þarf ekki að vera í neinu bind- indisfélagi til að fá aðgang að mótinu. Að halda svona hátíð hefur verið í kollinum á mér sl. fimm ár og hefur markviss undirbúningur staðið í rúm tvö ár. Hugmyndin er sú að gefa Vestfirðingum kost á því að komast á nýja skipulagða útihátið innan fjórðungsins um Verslunarmannahelgi. Þetta hefur vantað. Hér verð- ur góð hátíð og mikið um að vera“, sagði Guðbrandur Vatnsfjörð í viðtali við Vest- firska. -GHj. Guðbrandur heima í Vatnsfirði um síðustu helgi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.